Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.09.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 19 Dolce & Gabbana Chanel Prada Donna Karan Lindberg Versace Roberto Cavalli Bulgari Tom Ford og fl. Linsur - Gleraugu - Sjónmælingar Gleraugu eru skart LOSUN manna á koldíoxíði út í and- rúmsloftið mun hafa alvarleg áhrif á heimshöfin, valda hlýnun í loftinu en einnig hærra sýrustigi í sjónum, seg- ir í nýrri skýrslu sérstakrar ráð- gjafanefndar þýskra stjórnvalda, WGBU, en nefndin fjallar um breyt- ingar í heiminum og rétt viðbrögð. Mun þessi þróun ásamt ofveiði draga enn frekar úr styrk fiskistofna. Hækkun sjávarborðsins veldur auk- inni tíðni flóða og hvirfilbylja í strandhéruðum heimsins og verður því að grípa til nýrra verndarað- gerða fyrir slík svæði og finna leiðir til að takast á við vanda flóttamanna frá svæðunum þegar þar að kemur. Brugðist verði skjótt við Ekki næst árangur í slíkum að- gerðum nema barist verði að kappi gegn hlýnandi loftslagi og hækkandi sýrustigi í heimshöfunum, segir í skýrslunni sem nefnist Heimshöf framtíðarinnar: Þau hitna, hækka og súrna. Umræddar breytingar eigi allar rætur í aukinni losun svo- nefndra gróðurhúsalofttegunda, segir í skýrslunni, einkum koldíox- íðs, og því sé brýnt að stöðva aukna losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið í tæka tíð. WGBU leggur áherslu á að hratt verði brugðist við þróuninni, vegna þess hve hægt hljóti að ganga við að snúa við slíku tafli við muni aðgerðir mannkynsins núna ákvarða ástand heimshafanna til marga alda. Bent er á að aukið hlutfall koldíox- íðs í loftinu hafi ekki einvörðungu þau áhrif að hækka hitastig í and- rúmsloftinu, koldíoxíð leysist einnig upp í sjó og valdi þetta hærra sýru- stigi í höfunum sem sé þegar farið að verða mælanlegt. Verði ekki brugð- ist við þeirri þróun geti sýrustigið hugsanlega orðið hærra í höfunum þegar á þessari öld en það hafi verið í margar milljónir ára. Sýrustigið hafi einkum slæm áhrif á kóralla og ann- að í lífríki hafsins sem gegni lykil- hlutverki í fæðukeðjunni og hnatt- rænni myndun lífefna. Tryggja beri sjálfbæra nýtingu fiskistofna „Hækkandi hitastig sjávar ógnar fjölmörgum samfélögum sjávarins og fiskstofnum,“ segir í skýrslunni. „Áhættan sem þessu fylgir er óút- reiknanleg, einkum varðandi trygga öflun matar fyrir fólk: Um 15% af öllu prótíni sem við borðum koma úr fiski.“ WGBU segir að tryggja verði sjálfbæra nýtingu á náttúruauðlind- um hafsins, einkum sé brýnt að koma í veg fyrir ofveiði á fiski. „WGBU leggur einnig til að minnst 20–30% af hafsvæðum heimsins verði gerð að verndarsvæðum,“ seg- ir í skýrslunni og lögð er áhersla á að framfylgt verði ákvörðunum um verndarsvæði sem teknar hafi verið, m.a. á heimsráðstefnunni um sjálf- bæra þróun í Jóhannesarborg. „Þessum [ákvörðunum] verður nú að framfylgja og bæta úr skortinum á reglum um opin hafsvæði með því að gera viðeigandi alþjóðasamninga.“ Að dæla koldíoxíði í jarðlög Skýrsluhöfundar segja að til séu aðferðir til að klófesta koldíoxíð sem losnar úr jarðefnaeldsneyti í orku- verum og koma því síðan fyrir í jarð- lögum á landi eða lögum á hafsbotni. Einnig sé rætt um að dæla koldíoxíði í djúp sjávarlög en ókostirnir séu að slík aðferð geti valdið tjóni á lífríkinu þar. Þeir vilji því að almennt sé bannað að nota þá aðferð. „Á hinn bóginn getur það verið bráðabirgðalausn og verndað lofts- lagið að koma koldíoxíði fyrir í jarð- lögum á hafsbotni, til viðbótar sjálf- bærari aðferðum eins og að nýta betur eldsneyti og auka notkun end- urnýjanlegra orkugjafa. Aðeins ætti þó að leyfa slíkar ráðstafanir ef um er að ræða trausta varðveislu í ljósi umhverfisverndar og ljóst sé að næstu 10.000 árin sé um örugga geymslu að ræða.“ „Hitna, hækka og súrna“ Þýsk sérfræðinganefnd segir heimshöfin í hættu vegna vax- andi koldíoxíðlosunar og telur brýnt að grípa til aðgerða Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is »Örlítið koldíoxíð er í ölluandrúmslofti en hlutfallið hefur aukist vegna kola- og ol- íubrennslu. »Losun koldíoxíðs frá orku-verum og farartækjum er talin eiga þátt í hækkandi með- alhitastigi á jörðinni. »Aukinn hiti veldur bráðnumjökla sem hækkar yfirborð sjávar. Það getur komið illa niður á láglendum strand- svæðum. Í HNOTSKURN AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.