Morgunblaðið - 02.09.2006, Page 23

Morgunblaðið - 02.09.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 23 ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | „Það er hér troðfullt af nemendum og við nýtum allar stofur og sali eins og hægt er. Þetta er ansi þétt og heilmikið mál að koma öllu heim og saman og útbúa stundatöflu fyrir þennan stóra hóp. Við erum með þjálfað starfsfólk sem gengur frá þessu öllu og það er visst afrek,“ sagði Örlygur Karlsson skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurlands sem gegnir starfinu þetta árið í fjarveru Sigurðar Sigursveinssonar sem er í leyfi frá skólanum. Hann er nú verkefnisstjóri í menntamálaráðuneytinu og vinnur að verkefni sem lýtur að breyttri námsskipan til stúdentsprófs og auknum sveigjanleika í skólakerfinu. „Aðalbygging skólans er hugsuð fyrir 650 nemendur en við höfum fengið fleiri stofur í nýja íþróttahús- inu Iðu,“ sagði Örlygur en benti á að skólanum væri mikil nauðsyn að fá meira húsnæði, einkum til þess að geta sinnt nemendum varðandi verk- legar greinar, þá væri orðið mjög þröngt á kennarastofu skólans og starfsmannaeldhús allt of lítið. Þrjár íþróttaakademíur Sjúkraliðabrú er nýjung á þessu skólaári en þar er um að ræða styttra nám til sjúkraliðaprófs. Til að komast að á þeirri braut þurfa nemendur að hafa lokið námskeiðum og hafa ákveðna starfsreynslu. Þrjár íþrótta- akademíur eru við skólann. Körfu- boltaakademía með 12 nemendum sem stofnuð var í fyrra, 25 eru í hand- boltaakademíunni og í knattspyrnu- akademíunni eru 40. Hestamennska er nú á sérstakri braut, með 30 nem- endur, og fer verkleg kennsla fram í Austurkoti í nágrenni Selfoss. Hópur nemenda úr grunnskólum á Suður- landi stundar nám við skólann, sam- tals 37 nemendur ýmist í fjarnámi eða þeir koma í fjölbrautaskólann úr Vallaskóla á Selfossi. Um 15 nemend- ur úr grunnskóla munu koma inn sem fullgildir nemendur um áramót og er það nýjung. „Þetta er stór hópur og gott sam- félag hérna. Húsið hér er hannað sér- staklega utan um skólastarf með áfangakerfi í huga. Miðrýmið tekur á móti öllum þegar þeir koma úr tímum og það virkar vel, sagði Örlygur sem hefur starfað við skólann frá stofnun hans en síðan eru liðin 25 ár og verður haldið upp á þau tímamót 13. sept- ember en þann dag 1981 var skólinn settur í fyrsta sinn. „Það verður haldið upp á þetta með dagskrá og við gerum ráð fyrir að all- ir, nemendur og starfsfólk taki þátt í afmælinu á einhvern hátt. Mér finnst þetta nú eiginlega vera þannig að skólinn eigi mig og ég hann. Maður hefur helgað sig þessu í gegnum árin. Þetta er mjög oft skemmtilegt og gef- andi en líka erfitt. Það er ýmislegt sem gerist sem erfitt er að mæta eins og til dæmis slysum sem verða.“ Næsta skref er háskóli Örlygur er mikill áhugamaður um skólastarf. Hann ber hag nemend- anna fyrir brjósti og vill að þeir fái meiri tækifæri á heimaslóð. „Það hlýtur að gerast á endanum að hér verði háskóli af einhverri gerð, ann- aðhvort sjálfstæður skóli eða háskóli sem tengist Fjölbrautaskólanum og Fræðsluneti Suðurlands. Það þarf að koma meira fé til Fræðslunetsins frá ríki og sveitarfélögum. Annað sem á okkur brennur er að við þurfum meira fé til þess að geta sinnt betur nemendum sem eru illa staddir í námi. Til að geta komið til móts við þá þurfum við meira pláss fyrir verkleg- ar valgreinar. Hér eru ótal nemendur með greiningar af ýmsu tagi sem við þurfum að geta sinnt betur. Ef við náum því ekki getur myndast brott- fallshópur sem ekki næst að virkja til náms,“ sagði Örlygur. Örlygur Karlsson skólameistari hefur starfað við Fjölbrautaskóla Suðurlands frá stofnun Finnst oft að skólinn eigi mig og ég hann Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Tímamót Örlygur Karlsson hefur starfað við Fjölbrautaskóla Suðurlands frá stofnun, í aldarfjórðung, og vill sjá hann þróast frekar. Haldið verður upp á afmæli skólans síðar í mánuðinum. Eftir Sigurð Jónsson »Skráðir nemendur FSu erusamtals 1.024 á haustönn. » 932 nemendur eru í dag-skóla, grunnskólanem- endur í fjarnámi eru 19, á sjúkraliðabrú eru 18 nemendur og 30 nemendur eru í meist- araskóla. »Á Litla-Hrauni eru 22 nem-endur og 3 á Sogni. »Kennarar eru 85 og aðrirstarfsmenn 34. Starfsmenn við akademíur skólans og hestabraut eru 10. »Samtals eru 1.153 í námi ogstarfi við skólann. Í HNOTSKURN Selfoss | Atlantsolía hef- ur fengið vilyrði fyrir lóð- inni Fossnesi 2 á Selfossi fyrir nýja bensínstöð með sjálfsafgreiðslu. Lóðin liggur að Suðurlandsvegi við innkeyrsluna til bæjar- ins. „Það er ljóst að mark- aðssvæðið fyrir austan fjall er stórt og í reynd miklu stærra en menn gera sér grein fyrir við fyrstu sýn. Það er ör vöxt- ur á þessu svæði og því mjög álitlegt að setja upp sjálfsafgreiðslustöð hérna,“ sagði Albert Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri Atlantsolíu, sem gerir ráð fyrir að undirbúnings- ferli og bygging stöðvarinnar taki um sex mánuði. Í næsta nágrenni við lóðina er stórt afhafnasvæði fyrirtækja og meðal þeirra eru fjórar bílasölur. Al- bert sagði að einnig væri litið til þeirrar miklu umferðar sumarhúsa- fólks sem fer um Biskupstungna- brautina og sækir þjónustu á Sel- foss.Við sjáum fyrir okkur að þjóna bæði Selfossbúum, sumarhúsafólki og reyndar Sunnlendingum öllum. Við erum með þessari stöð að fylgja eftir þróun okkar á höfuðborgar- svæðinu. Albert lét þess getið að hann ætl- aði sjálfur að flytja búferlum austur fyrir fjall og setjast að á Selfossi. „Mér finnst þetta mjög gott svæði og ég horfi til þess að hér er gott að ala upp börn og þjónustan á svæðinu er góð og fer vaxand,“ sagði Albert Þór Magnússon. Atlantsolía byggir bensínstöð á Selfossi Stærra markaðssvæði en í fyrstu sýnist Lóðin Albert Þór Magnússon, framkvæmda- stjóri Atlantsolíu, skoðaði nýju bensínstöðvar- lóðina á Selfossi. Hann sest að á Selfossi á svip- uðum tíma og stöðin verður opnuð. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Selfoss | Alla þriðjudagana í sept- ember verða að venju haldnir tón- leikar í Selfosskirkju. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Tónlistar- nefndar Selfosskirkju og hefjast kl. 20.30 og aðgangur er ókeypis. Fyrstu tónleikarnir af fjórum verða haldnir þriðjudagskvöldið 5. september kl. 20.30. Þá leika séra Gunnar Björnsson á selló og Haukur Guðlaugsson og orgel og píanó. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir J.S. Bach, Fr. Handel, Chr. W. Gluck, Claude Debussy, C. Saint-Saëns, Árna Thorsteinson, Pál Ísólfsson og Björgvin Þ. Valdi- marsson. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Æfing Haukur Guðlaugsson og Gunnar Björnsson æfa saman. September- tónleikar í Selfosskirkju ÖRLYGUR Karlsson notar tómstundir sínar til þess að lesa ljóð og raunar bækur af öllu tagi. „Ljóðin höfða gjarnan til mín og ég hef gaman af þeim, þau snerta mann á sinn hátt. Svo fer ég yfirleitt í eina góða göngu á hverju sumri sem starfs- menn skólans skipuleggja. Núna í sumar gengum við á Sveinstind og Gjá- tind, um Skælinga og enduðum í Hólaskjóli. Það var mjög góð ferð. Svo held ég tengslum við löndin þar sem ég bjó á námstímanum, Þýskaland og Frakkland, það er alltaf mjög gott að koma þangað,“ sagði Örlygur. Gengur og les ljóð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.