Morgunblaðið - 17.09.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.2006, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ samtök sem vinna í þágu mannúðar og góðgerðarstarfsemi njóti meiri velvilja en áður. Hins vegar er auð- vitað alltaf spurning hvar mörkin liggja, en ég held að fólk muni enn um sinn hafa áhuga á að styðja við verkefni, bæði hér heima og erlend- is.“ Petrína tekur undir að nú séu fleiri vel stæðir einstaklingar hér á landi en dæmi eru um áður. „Ég get ekki svarað því hvort þetta fólk gef- ur almennt meira fé til góðgerð- armála en áður, en allur almenn- ingur hefur stutt ágætlega við ýmis verkefni. Við erum með marga styrktaraðila, sem gefa ákveðna upphæð á mánuði og það sýnir okk- ur viðhorf til samtaka sem starfa í þágu réttinda og velferðar barna.“ Verkefni Barnaheilla eru og hafa verið fjölbreytt. Næst á döfinni er að byggja upp menntakerfi í stríðs- hrjáðum löndum og uppbygging skóla í hirðingjasamfélagi í Síberíu. „Viðfangsefni okkar eru fyrst og fremst menntun og velferð barna, bæði innanlands og utan.“ Petrína segir að tilfinning starfs- manna Barnaheilla sé að í þeirri miklu velmegun sem ríki hér á landi sé meiri áhugi á góðgerðarmálum. „Ég held að fréttir af gjöfum til slíkra mála veki velvilja í garð þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem gefa og hvetji aðra til að gera slíkt hið sama. Undanfarið hefur líka orðið algengara að fólk afþakki gjafir á stórafmælum og hvetji gesti sína til að gefa til ýmissa velferð- armála. Margir gefa líka af litlu og það segir mikið um hugarfarið.“ Petrína telur að fyrir utan vax- andi velmegun megi rekja aukna gjafmildi til þess að Íslendingar ferðist meira en áður. „Margir hafa séð mikla neyð með eigin augum. Ég get nefnt sem dæmi fjölmargt ungt fólk, sem fer sem skiptinemar til fjarlægra landa. Sú dvöl breytir oft gildismati þeirra varanlega.“ Stórtækir gefendur Guðrún Margrét Pálsdóttir, for- maður ABC barnahjálpar, segir að stuðningsaðilum við börn á vegum ABC barnahjálpar fjölgi jafnt og þétt og nú styrki um 5.000 manns rúmlega 6.000 börn. Fólk greiðir þá mánaðarlegar upphæðir, sem renna til ákveðinna barna. Hún segir hins vegar dæmi um að einstaklingar séu stórtækari og nefnir að hjón, sem ekki vildu láta nafns síns getið, hafi gefið heilan barnaskóla í Pak- istan, sem kostar á aðra milljón. Rúmfatalagerinn lagði líka fram fé til byggingar annars skóla, sem er dýrari og kostar um 6,4 milljónir króna, enda byggður fyrir fleiri börn og að auki er þar heima- vist, tilraunastofa, tölvustofa og fleira. Guðrún Margrét segist merkja breytingu á við- horfum innan fyr- irtækja. „Net- bankinn valdi ABC til samstarfs með útgáfu góðgerðar- og lífsstílskorta, sem er hið fyrsta sinnar teg- undar í heiminum. Útgáfa þessara ABC- korta hófst í vor og við bindum miklar vonir við að þetta verði meginstoðin undir starfi okkar.“ Tilurð góðgerðar- og lífsstílskortsins er dæmi um að reynsla Íslendinga erlendis hvetji til góðgerð- arstarfs hérna heima. Hugmyndina átti markaðsstjóri Netbankans, Soffía Sigurgeirsdóttir, sem hafði ferðast víða og orðið vitni að mikilli fátækt barna. Hún vildi verða að liði á ein- hvern hátt og beitti sér fyrir þessari nýjung Net- bankans. Hugarfarsbreytinguna má líka rekja til þess, segir Guðrún Mar- grét, að börn alast upp við góðgerð- arstarf. „Árleg söfnun undanfarin átta ár, Börn hjálpa börnum, hefur áreiðanlega áhrif. Um daginn fékk 9. bekkur í Rimaskóla verðlaun fyrir reykleysi og bekkjarfélagarnir héldu leynilega kosningu um hvort féð ætti að renna til ABC barna- hjálpar eða til að fara í skemmtilega óvissuferð. Tveir voru óákveðnir, en allir hinir vildu gefa féð. Mér finnst þetta sýna mikinn karakter í þess- um krökkum og ég sé ekki betur en framtíðin sé björt. Neyð annarra snertir okkur meira en áður og við erum orðin meðvitaðri um nauðsyn þess að leggja okkar af mörkum.“ Kristján Sturluson, fram- kvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segist ekki hafa greint mikla breyt- ingu á framlögum á síðustu miss- erum. „Framlög eru þó kannski stærri hjá einstaka aðilum, en renna þá til afmarkaðra verkefna. Þar eru fyrirtæki í fararbroddi. Þau virðast almennt vilja taka að sér ákveðin verkefni og leggja þá meira fé í þau en áður, í stað þess að dreifa fram- lögum sínum víðar. Þessi þróun hef- ur átt sér stað undanfarinn áratug.“ Rauði krossinn er með styrkt- armannakerfi, þar sem fólk skráir sig fyrir mánaðarlegum framlögum. „Þau framlög eru á svipuðu róli og verið hefur. Við höfum ekki tekið saman hvort aldurssamsetning styrktarmannahópsins hefur breyst.“ Bankar og stórfyrirtæki Bankar og stórfyrirtæki láta sí- fellt meira fé af hendi rakna til verð- ugra verkefna og setja oft á lagg- irnar sérstaka menningar- eða styrktarsjóði. Skýringarinnar er áreiðanlega bæði að leita í því, að fyrirtækin finna til samfélagslegrar ábyrgðar sinnar og vilja láta gott af sér leiða, og því að markaðssetning þeirra tengist oft slíkum framlögum beint. Glitnir hvatti landsmenn til dæmis til að taka þátt í maraþon- hlaupi og áheit runnu til góðgerð- armála. Um leið fékk bankinn mikla og góða umfjöllun. Hið sama má segja um stuðning Landsbanka Ís- lands við listir og íþróttir, til dæmis Landsbankadeildina í fótbolta og stuðning KB banka við Listahátíð og Skógræktarfélag Íslands, svo dæmi séu tekin. Reyndar eiga bank- arnir það sammerkt að allir leggja þeir mest fé til íþrótta og það á einn- ig við um sparisjóðina. Í viðtölum við fólk sem tengist bönkunum kom berlega í ljós, að starfsfólki mark- aðsdeilda bankanna finnst mikill ávinningur í þeirri bættu ímynd, sem stuðningur af þessu tagi hefur í för með sér. Allt bendir til að framlög banka og sparisjóða til menningarmála muni aukast enn frekar á næstu ár- Þegar fréttist af stórframlögum einstaklinga til líknar- og menning- armála sjást þess stundum merki á spjallsíðum netsins að fólk telji hvatann til gjafanna vera af skatta- legum ástæðum. Raunin er hins vegar sú að hér á landi geta ein- staklingar ekki dregið slík framlög frá skattskyldum tekjum sínum, eins og algengt er í nágrannalönd- um. Fyrirtæki hafa hins vegar heimild til slíks frádráttar, en sú heimild er naum, því þau mega að hámarki draga frá 0,5% af tekjum sínum. Fimm íslensk mann- úðarsamtök, ABC barnahjálp, Barnaheill, Hjálparstarf kirkj- unnar, Rauði kross Íslands og SOS barnaþorp, hafa ítrekað farið fram á að þessar skattareglur verði rýmkaðar, en ekki haft erindi sem erfiði. Þröng skilyrði hér Mannúðarsamtökin fimm gerðu úttekt á skattaumhverfi frjálsra fé- lagasamtaka í þremur öðrum lönd- um, Danmörku, Bretlandi og Bandaríkjunum, auk þess að kanna skattareglur fleiri Evrópusam- bandslanda. Í þessum löndum geta einstaklingar almennt dregið gjafir til góðgerðarfélaga frá skatt- skyldum tekjum sínum og góðgerð- arfélögin sjálf njóta ríkari und- anþágu frá skattgreiðslum en önnur frjáls félagasamtök. Íslensk félög njóta til dæmis ekki und- anþágu frá greiðslu fjármagns- tekjuskatts og erfðafjárskatts, eins og algengt er í samanburðarlönd- unum. Allt frá október 2004 hafa ís- lensku samtökin fimm hvatt stjórn- völd til að breyta skattareglum. Í bréfi frá fjármálaráðuneytinu í apríl 2005 var erindi samtakanna hafnað. Þar kom m.a. fram lög- aðilar hefðu ekki fullnýtt heimildir til frádráttar og því stæðu engin rök til að rýmka þær frádrátt- arheimildir. Einstaklingar hefðu haft slíka frádráttarheimild, en hún hafi verið felld niður með lögum ár- ið 1987, en þá hefði afnám nánast allra frádráttarheimilda talist for- senda upptöku staðgreiðslukerfis skatta. Með sömu rökum hafnaði fjármálaráðuneytið ósk samtak- anna um að allar tekjur mann- úðarfélaga, einnig fjármagns- tekjur, yrðu undanþegnar skatti. Loks hafnaði svo ráðuneytið að góðgerðarfélög nytu undanþágu frá erfðafjárskatti og vísaði til að slík undanþága hefði verið felld niður með nýjum erfðafjárlögum árið 2004, sem lækkuðu skattinn al- mennt verulega. Samtökin fimm sendu einnig öll- um þingmönnum erindi sitt í apríl í fyrra og sendu forsætisráðherra bréf í júní það ár, þar sem farið var fram á að skipaður yrði starfs- hópur til að skoða starfs- og skatta- umhverfi mannúðarsamtaka. Í mars sl. lögðu 11 þingmenn stjórnarandstöðu fram tillögu til þingsályktunar um skattaum- hverfi líknarfélaga, þar sem gert var ráð fyrir að und- irbúnar yrðu breytingar á lög- um um tekju- og eignarskatt með það fyrir augum að gera skattaumhverfi líknarsamtaka hér á landi sambærilegt við það sem gerist í öðrum Evr- ópulöndum og Bandaríkjunum. Málið dagaði uppi á þingi. Síðast sendu samtökin fimm erindi til forsætisráð- herra í apríl sl., þar sem ekkert svar hafði borist við bréfi þeirra frá júní í fyrra. Engin sundurliðun Hjá Ríkisskattstjóra fengust þær upplýsingar að ekki væri hægt að sundurliða þann frádrátt sem lögaðilar nýta sér vegna framlaga til líknar- og menningarmála. Und- ir þennan lið fellur fjölbreytileg starfsemi, samkvæmt reglugerð nr. 483/1994. Þar er talin upp hvers konar menningarmálastarfsemi fyrir almenning, svo sem bygg- ingar skólahúsa og íþróttamann- virkja, rekstur skóla, íþrótta- starfsemi, fræðiritaútgáfa, fræðslukvikmyndagerð, bóka-, skjala-, lista og minjasöfnun, bók- mennta- og listastarfsemi, verndun fornra mannvirkja og sérstæðra náttúrufyrirbrigða, skóggræðsla, sandgræðsla, verndun fiskimiða o.fl. Jafnframt hvers konar vís- indaleg rannsóknarstarfsemi, sem og hvers konar viðurkennd líkn- arstarfsemi, m.a. bygging og rekst- ur sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, elliheimila, vöggustofa, barnaheim- ila, stofnana fyrir drykkjusjúklinga og lamaða og fatlaða og annarra hliðstæðra stofnana og slysavarnir á landi, sjó og lofti. Frádráttarheimildin gildir einn- ig ef gefið er til starfsemi þjóð- kirkjunnar og annarra opinberlega viðurkenndra trúfélaga og loks eru svo nefndir stjórnmálaflokkar. Eins og sjá má af þessari upp- talningu er flóran æði fjölbreytt. Ríkisskattstjóri hefur tekið saman framlög til líknar- og menningar- mála, eins og þau birtast í rafræn- um skattframtölum rekstraraðila álagningarárin 1998 til 2005 og fylgir sú tafla hér með. Inn í þær tölur vantar allar upplýsingar af framtölum sem ekki er skilað raf- rænt og engin leið er að sjá hvort fé hefur runnið til hjálparstarfs eða stjórnmálaflokks, svo dæmi sé tek- ið. Árið 1998 voru um 10% lögaðila sem skiluðu rafrænum framtölum með frádrátt vegna gjafa og fram- laga til líknar- og menningarmála, en 2005 var þetta hlutfall komið upp í 18%. Á sama tíma hafa þessar gjafir og framlög nær sjöfaldast, úr nærri 199 milljónum króna í tæpa 1,3 milljarða. Frádráttur myndi breyta miklu Kristján Sturluson, fram- kvæmdastjóri Rauða kross Ís- lands, segist ekki efast um að það myndi breyta miklu fyrir líknar- og mannúðarsamtök, ef skattareglum yrði breytt á þann veg að framlög yrðu frádráttarbær frá skatti í auknum mæli. „Núna fá ein- staklingar engan skattaafslátt, en fyrirtæki mega í mesta lagi draga 0,5% frá tekjum sínum fyrir skatta. Ég held að ef þetta hlutfall væri hærra myndu fyrirtæki nýta sér þennan frádráttarmöguleika í auknum mæli.“ Gæti verið flókið í framkvæmd Halla Tómasdóttir, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segist almennt vera fylgjandi einföldun skatt- kerfisins. Hinsvegar sé mikilvægt að hvetja fyrirtæki og einstaklinga til að leggja sitt af mörkum í mótun samfélagsins og því mætti skoða hvort að skattaívilnanir séu skyn- samlegar. Slíkt mætti þá gjarnan haldast í hendur við að ríkið minnk- aði sín framlög. Halla bendir hins vegar á að oft hafi framlög til góðra málefna einn- ig nýst fyrirtækjum sem markaðs- herferð og því geti slíkar ívilnanir verið flóknar í framkvæmd. „Það þyrfti skýrar og einfaldar línur svo allur vafi sé tekinn af mögulegri misnotkun og fókusinn sé á hvatn- ingu til einstaklinga og fyrirtækja að byggja hér enn öflugra og betra samfélag. Mér finnst reyndar fyr- irtæki hafa tekið mjög við sér síð- ustu misseri og það eru fjölmörg dæmi þar sem fyrirtæki hafa lagt verulega mikið til samfélagsins. Viðskiptaráð hefur um langt skeið verið öflugur bakhjarl menntunar, en ég myndi gjarnan vilja sjá fleiri fyrirtæki koma myndarlega að frekari uppbyggingu menntunar á Íslandi. Það skilar sér til okkar allra.“ Einstaklingar fá engan afslátt og fyrirtæki lítinn           !" #$"  %$  & '#$ && &$ (  )* " +&, "  % ,  %$-  $& &$ ' (    .  %$-  %  " +&& "    %   - " ( ( !" #$ "  %$ //0 ///           !  ! " " " " #     * * *2 *0 * *1 * *1/  */0*201*/ ** 1/**0 /*1* 0*/1* /*2* 2**1 *22**  ," " +&& "           
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.