Morgunblaðið - 17.09.2006, Síða 37

Morgunblaðið - 17.09.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 37 mála að það er nauðsynlegt að stórauka eftirlit með öllum hugsanlegum leiðum til þess að smygla fíkniefnum inn í landið. Það hlýtur líka að vera spurning hvort ekki sé nauðsynlegt að þyngja mjög refsingar við fíkni- efnasölu þannig að þeir sem hana stunda séu tekn- ir úr umferð mun lengur en nú tíðkast. Flestir þessara manna eru vistaðir á Litla-Hrauni. Er eitt- hvert vit í því? Er ekki þar með orðið ljóst að Litla- Hraun er orðið staður þar sem menn geta ánetjast fíkniefnum? Er ekki meira vit í því að koma þess- um sölumönnum dauðans fyrir í fangelsi á af- skekktari stað þar sem þeir eiga erfiðara með að stunda viðskipti sín áfram innan og utan fangelsis? Forsetinn hefur sagt fíkniefnum stríð á hendur. Það stríð verður hins vegar að heyja á mörgum vígstöðvum og á sumum þeirra þarf að beita mikilli hörku. Meðferðin F íkniefnaheimurinn er harður. Sjálf- sagt er erfitt að lækna þá sem selja fíkniefni af þeirri fíkn að drepa fólk með þeim hætti. Og í sumum tilvikum selja menn fíkniefni til að fjármagna eigin neyzlu. En það er hægt að hjálpa sumu fólki sem hefur orðið fíkniefnum að bráð þótt mörg sorgleg dæmi séu um það í okkar samfélagi að það hafi ekki tek- izt. Samhliða umfangsmiklu forvarnarstarfi og auk- inni áherzlu á að stöðva fíkniefnasalana er nauð- synlegt að styðja við bakið á þeim sem hafa tekið að sér meðferð fíkniefnaneytenda. Það er auðvelt að upplifa þær aðstæður á þann veg að það sé bara sjálfsagt að Þórarinn Tyrfingsson sé einn með þetta vandamál á sínum herðum. Þeir sem kynnzt hafa örvæntingu þess fólks sem stendur frammi fyrir fíkniefnaneyzlu í eigin fjöl- skyldu gera sér grein fyrir að það er til of mikils mælzt að Þórarinn leysi allan vanda þessa fólks. Jafnvel þótt hann sé afreksmaður á sínu sviði. Það er hann. Á vegum SÁÁ hefur verið unnið stórmerkilegt starf sem að töluverðu leyti hefur verið fjármagn- að af einkaaðilum. En ef okkur á að takast að bjarga einhverjum af þeim fjölda fólks sem hefur orðið fíkniefnum að bráð og á eftir að verða fíkni- efnum að bráð þarf meira til að koma. Það er eðli- legt og sjálfsagt að meiri fjármunir komi úr al- mannasjóðum til þess. Hver verður framtíð drengsins ellefu ára sem fíkniefni fundust á um daginn? Óþægilegur veruleiki Þ að er spurning hvort við Íslendingar erum að reyna að horfast ekki í augu við þetta vandamál. Ef það ber ekki að dyrum hjá okkur ypptum við öxlum og viljum helzt ekki af því vita. Getur það verið? Og svo gerist eitthvað sem veld- ur því að við hrökkvum í kút. Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, segir Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, sem er bakhjarl þess verkefnis sem forseti Íslands hefur hleypt af stað: „Raunverulegt markmið með þessu verkefni er að fjölskyldur, foreldrar og allir sem koma að uppeldi barna skilji hvað það er sem skiptir máli í uppeld- inu til að minnka líkur á að börn lendi í fíkniefna- neyzlu síðar meir. Þessi dagur er í mínum huga að- eins upphaf að frekari þróun í baráttunni við fíkniefni eins og við þekkjum hana hingað til.“ Spurningin er þessi: hver er sú barátta sem við þekkjum hingað til? Við og við er gripið til átaks- verkefna eins og þess sem átti að hreinsa Ísland af öllum fíkniefnum fyrir síðustu aldamót en hafa til- hneigingu til að fjara út og í sumum tilvikum að verða orðin tóm eins og raunin varð um það verk- efni. En hvað annað höfum við gert? Fíkniefnalög- reglan vinnur í sínum heimi og fæstir vita hvað gerist á þeim vettvangi. Við og við koma forráða- menn SÁÁ fram og lýsa þeim vanda sem við þeim blasir en sjaldnast verða mikil viðbrögð við ákalli þeirra þótt það gerist stundum. Höfum við í raun og verið verið að heyja einbeitta og markvissa bar- áttu gegn fíkniefnum á Íslandi? Í umræðum þess sumars sem nú er að ljúka hafa komið upp vangaveltur um hvort mafían í Litháen sé að festa sig í sessi á fíkniefnamarkaðnum hér. Fæst vitum við hvað felst í þessu hugtaki – lithá- íska mafían – og enn síður hvað í því felst að hún hafi verið að festa hér rætur. Margir hafa áhyggj- ur af því að umræður um litháísku mafíuna verði til þess að koma óorði á Litháa almennt. Úr bíómynd- unum þekkjum við hins vegar að mafíurnar helga sér ákveðin svæði og þess vegna alls ekki hægt að útiloka að það sama gerist hér. Ísland verði mark- aðssvæði einhverra tiltekinna hópa alþjóðlegra glæpamanna. Ganga má út frá því sem vísu að lögregluyfirvöld á Íslandi séu í sambandi við lögreglu bæði í Lithá- en og annars staðar til þess að skipuleggja sameig- inlegt átak gegn þessum glæpaöflum. En enn og aftur vaknar sú spurning hvort við séum að gera nóg. Hvort við þurfum að beina meiri fjármunum og meiri mannskap í þessa baráttu. Fíkniefnavandinn á Íslandi er ekki vinsælasta umræðuefni stjórnmálamanna. Hvers vegna ekki? Það eru þeir sem leiða þjóðfélagsumræðurnar hverju sinni. Hvers vegna eru umræður um fíkni- efnavandann hér ekki á dagskrá þeirra með reglu- legum hætti þegar þeir tala til þjóðarinnar og við þjóðina? Þess vegna er frumkvæði forsetans í þessum málum til eftirbreytni en það þarf bara svo miklu meira til. Forsetinn hefur einbeitt sér að forvarnarátaki. En það eru fjölmörg verkefni annars staðar. Engin spurning er um að þeir sem eru að eltast við fíkniefna- salana vinna gott verkefni. En það er nokkuð víst að þeir þurfa meiri fjármuni og fleira fólk til starfa. Og það sama á við um meðferðaraðila. Frumkvæði Ólafs Ragnars Grímssonar á áreiðanlega eftir að skila góðum hlutum og bjarga mörgum ungmennum frá því að lenda í klóm fíkniefnasalanna. En vonandi kveikir það líka umræður um nauðsyn viðameiri aðgerða á öðrum sviðum. Það getur líka verið gagnlegt að fara yfir það sem áður hefur verið gert og hvað tókst ekki sem skyldi. Var það t.d. vitleysa og óraunsæi að lýsa því yfir á tíunda áratugn- um að Ísland yrði fíkniefnalaust land um síðustu aldamót? Hvað gefur gefizt vel og hvað hefur mistekizt? Baráttan gegn fíkniefnunum þarf að vera á dagskrá allra stjórnmálaflokkanna. Þótt þeir geti ekki komið sér saman um margt geta þeir áreiðanlega sameinast í þessari baráttu. Þess vegna væri ekki úr vegi að þeir hendi áskorun forseta Íslands á lofti og beiti sér fyrir viðameiri aðgerð- um gegn fíkniefnum á öllum sviðum, ekki bara á sviði forvarna þótt þar sé auðvitað verið að vinna í þeirri grasrót sem mestu máli skiptir. » Það er því æskilegt að útvíkka það starf sem forsetinn ísamvinnu við fyrrgreinda aðila hefur hleypt af stokkunum, dýpka það og grípa til róttækra aðgerða gagnvart þeim ógeðs- legu öflum sem hér eru að verki. rbréf Morgunblaðið/Eyþór

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.