Morgunblaðið - 17.09.2006, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 • Fax 533 4041
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
jöreign ehf
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali
FYRIRTÆKI Í MATVÆLAIÐNAÐI
Gott og vaxandi fyrirtæki í matvælaiðnaði tengt
sjávarútvegi til sölu. Fyrirtækið er í góðu eigin húsnæði
og vel tækjum búið. Erlend viðskiptasambönd.
Fyrirspurnir berist til Dan V.S. Wiium á dan@kjoreign.is
og Sverris Kristjánssonar á sverrir@fasteignamidlun.is
Síðumúla 11, 2. hæð • 108 Reykjavík
Sími 575 8500 • Fax 575 8505
Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
EYKTARHÆÐ
Glæsilegt 266,1 fm einlyft einbýlishús
með innb. 52,8 fm bílskúr og útsýnisher-
bergi. Húsið er allt hið vandaðasta, á
gólfum eru ýmist flísar eða gegnheilt iber-
aro-parket. Lóðin er mjög falleg og með
miklum gróðri, veröndum, skjólgirðing-
um, heitum potti o.fl. V. 85,0 m. 6067
BARMAHLÍÐ - MIKIÐ ENDURNÝJUÐ
Glæsileg mikið endurnýjuð þriggja her-
bergja íbúð á jarðhæð. Íbúðin skiptist í
tvö svefnherbergi, stofu, eldhús og bað-
herbergi. Búið er að endurnýja raflagnir,
skólplagnir, gler og pósta í gluggum, inn-
réttingar, gólfefni, neysluvatnslagnir og
yfirfara þak fyrir nokkrum árum. V. 19,9
m. 6108
BIRKIVELLIR - SELFOSSI
Tveggja hæða klætt 154,2 fm einbýlishús
sem stendur á stórri lóð. Húsið skiptist í
anddyri, forstofuherbergi, stofu, borð-
stofu, eldhús og þvottahús. Á efri hæð
eru fjögur svefnherbergi og baðherbergi.
6107
ÞORLÁKSGEISLI - GLÆSILEG
Stórglæsileg 4-5 herbergja íbúð á 3. hæð
í fallegu fjölbýlishúsi í Grafarholti auk
stæðis í bílageymslu. Eignin skiptist í for-
stofu, þvottahús, hol, borðstofu, stofu,
eldhús, baðherbergi og þrjú herbergi.
Sérstæði í bílageymslu og hjólageymsla
og sérgeymsla í kjallara. Eikarinnrétting-
ar. Mustang-flísar og parket úr hlyn. Sér-
inngangur og sérþvottahús í íbúð. Frábær
staðsetning. V. 28,9 m. 6072
FJALLALIND - RÓLEGUR STAÐUR
Fallegt parhús á tveimur hæðum á frið-
sælum stað í Lindahverfi Kópavogs. Hús-
ið er skráðir 202,2 fm og þar af er bíl-
skúrinn 37,1 fm. Húsið skiptist í 4 rúm-
góð svefnherbergi sem auðveldlega má
gera að 6 herbergjum, eldhús, þvottahús,
tvær stofur, tvær snyrtingar og geymsla.
Stutt er í skóla og alla helstu þjónustu.
6113
HRAUNBÆR
Fimm herbergja upprunaleg íbúð á 2.
hæð við Hraunbæ í Reykjavík. Eignin
skiptist í hol, stofu, borðstofu, þrjú her-
bergi, gang, eldhús og baðherbergi. Hús-
ið lítur vel út utan. Frábært skipulag á
íbúðinni með rúmgóðum vistarverum. V.
19,9 m. 6074
KLEPPSVEGUR
Góð 57,4 fm tveggja herbergja íbúð á
vinsælum stað við Kleppsveg. Íbúðin er
töluvert upprunaleg og hentar vel til inn-
réttingar. Skiptist íbúðin í eldhús, svefn-
herbergi, baðherbergi og stofu. V. 13,5
m. 6110
TJARNARBÓL - UPPRUNALEG
Stór og vel skipulögð, 4ra herb. 108 fm
endaíbúð sem skiptist í þrjú herb., stóra
stofu, stórt eldhús og baðherb. Geymsla
fylgir í kjallara svo og sam. hjólageymsla
o.fl.Sameiginlegt þvottaherb. er á hæð-
inni. Stórar suðursvalir. Fallegt hús á
góðum stað. Íbúðin er upprunaleg að
mestu leyti. V. 23,0 m. 6064
STÓRAGERÐI - MIKIÐ ENDURNÝJUÐ
Falleg nett íbúð sem hefur verið mikið
endurnýjuð, m.a. gólfefni, raflagnir og
tafla o.fl. Íbúðin skiptist í baðherbergi,
eldhús, stofu og svefnherbergishluta af
stofunni. Geymsla er í sameigninni og
sameignilegt þvottahús. V. 11,4 m. 6054
Til sýnis og sölu glæsileg og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð, 97,5 fm,
með sérinngangi, á rólegum stað við Flétturima í Grafarvogi. Íbúðin er
með glæsilegum mahóní-innréttingum frá Brúnás. Parket er á allri íbúð-
inni, úr eik. Baðherbergi flísalagt og með góðri innréttingu. Húsið er
staðsett neðst í götu og er gott útsýni úr íbúðinni. Stór frágenginn garð-
ur með leiktækjum er við húsið. Húsið er byggt af Byggingarfélagi Gylfa
og Gunnars ehf. árið 1999. Sjón er sögu ríkari.
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15-17
FLÉTTURIMI 34, ÍB. 0201
3JA HERB.
Ester tekur á móti gestum á milli kl. 15 og 17 í dag
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALA ehf.
Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is
Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson,
Rósa Guðmundsdóttir, Benedikt G. Grímsson.
Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl.
HEIMDALLI
hefur löngum verið
lýst sem samvisku
Sjálfstæðisflokksins
og vísar sú nafngift
eflaust ekki síst til
þess aðhalds sem fé-
lagið hefur veitt
flokknum og stefnu
hans.
Félagið hefur allt-
af lagt áherslu á að
virkja einstaklings-
framtakið og að rík-
isvaldið gíni ekki yf-
ir öllu hér á landi.
Þannig hefur Heim-
dallur beitt sér fyrir
aðhaldi í ríkisrekstri,
lægri sköttum, ein-
faldari stjórnsýslu
og frelsi ein-
staklingsins, svo eitt-
hvað sé nefnt og ver-
ið óhræddur við að
gagnrýna forystu
flokksins þegar
ástæða er til en auð-
vitað hrósa því líka
sem vel er gert.
Verkefni sem
tengjast umfangi rík-
isvaldsins og skattfé
verða til staðar um ókomna fram-
tíð. Heimdallur þarf hins vegar að
sækja fram á nýjum sviðum
stjórnmálanna og beita sér á víð-
tækari grundvelli. Undanfarin ár
hefur stjórn Heimdall-
ar meðal annars látið
til sín taka í mannrétt-
indamálum þannig að
eftir var tekið.
Umhverfi
og lýðræði
Við viljum ganga
skrefinu lengra og
gera málaflokka eins
og umhverfismál, mál-
efni innflytjenda og
lýðræðismál að umfjöll-
unarefni í starfi félags-
ins. Það er löngu orðið
ljóst að stjórnmál snú-
ast um meira en efna-
hagsmál og fjárlög, þó
þeir þættir séu vissu-
lega mikilvægir. Það
er mikilvægt að félagið
horfi á stjórnmál í
stærra samhengi og
velti fyrir sér mál-
efnum sem varða
framtíðina. Heimdallur
er félag ungs fólks og
þeirra sem landið
munu erfa, eins og
stundum er sagt. Það
er því afar mikilvægt
að við hvetjum til um-
ræðu og afstöðu á sem flestum
sviðum.
Málefni innflytjenda
Það er ekki þar með sagt að við
stökkvum fram fullsköpuð í öllum
málum. Þau þarf að skoða og ræða
vandlega og á þetta til dæmis vel
við um umhverfis- og innflytjenda-
mál. Það er þó mikilvægt að hafa í
huga áherslur sjálfstæðismanna á
frumkvæði einstaklingsins og opið
og gegnsætt samfélag. Auðvitað
eigum við að líta jákvæðum aug-
um á þá miklu fjölgun innflytjenda
hér á landi sem orðið hefur að
undanförnu þótt mikilvægt sé að
tryggja að enginn verði hér undir
eftir að hann er kominn til lands-
ins.
Framundan eru mikil sókn-
arfæri fyrir ungt fólk og málstað
þess. Framboð okkar, undir for-
ystu Erlu Óskar Ásgeirsdóttur,
vill leggja miklu áherslu á að þessi
sjónarmið heyrist á kosningavetri
og við vonumst eftir stuðningi
ungra sjálfstæðismanna í Reykja-
vík á fimmtudaginn næstkomandi
til að svo geti orðið.
Sækjum fram á nýjum sviðum
Fanney Birna Jónsdóttir og
Rúnar Ingi Einarsson fjalla um
stefnu og málefni Heimdallar
» Við viljum gangaskrefinu lengra og
gera málaflokka eins og
umhverfismál, málefni
innflytjenda og lýðræð-
ismál að umfjöllunarefni
í starfi félagsins.
Fanney Birna
Jónsdóttir
Höfundar eru í framboði til stjórnar
Heimdallar.
Rúnar Ingi
Einarsson
vaxtaauki!
10%