Morgunblaðið - 17.09.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.09.2006, Blaðsíða 56
Staðurstund Sjónvarp Í tónlistarpistli sínum skrifar Árni Matthíasson um feril danspönkhljómsveitarinnar The Rapture.» 60 Tónlist Ungverski rithöfundurinn og leikhússtjórinn George Tabori hlýtur þýsku leikhúsverðlaunin í ár fyrir ævistarf sitt. » 61 Leikhús Lúmskar tilviljanir komu Braga Ásgeirssyni á sólarströnd á Majorka þar sem hann las bæk- ur í brakandi hita. » 58 Bókmenntir KVIKMYND um grimmilega stjórnartíð Idi Amin, fyrrum ein- ræðisherra Afríkuríkisins Úg- anda, verður heimsfrumsýnd á Toronto kvikmyndahátíðinni. Myndin nefnist Síðasti konungur Skotlands (e. Last King of Scot- land) og var öll tekin upp í Úg- anda. Þar segir frá skoska lækn- inum Nicholas Garrigan sem gerist ráðgjafi Amin en kemst síðar að blóðugum leyndarmálum vinnuveitanda síns. Það er bandaríski leikarinn Forest Whitaker sem fer með hlutverk harðstjórans en breski starfsbróðir hans, James McAvoy, leikur lækninn. Idi Amin ríkti í Úganda á ár- unum 1971 til 1979. Hann stýrði skipulögðum morðum á hundr- uðum þúsunda þegna sinna. Hann var alræmdur fyrir grimmd- arverk sín og sérviskulegar til- skipanir, svo sem þá að veita sjálfum sér nafnbótina „kon- ungur Skotlands“. Á fréttavef BBC er haft eftir Forest Whitaker að hann hafi undirbúið sig rækilega fyrir hlut- verkið með því að hlusta á upp- tökur af Amin á bæði ensku og swahili, m.a. af samskiptum hans við töfralækna o.fl. „Maður tekur sér pásu frá sjálfum sér og reynir að komast í dekkri afkima eigin líkama og hugar,“ er haft eftir Whitaker. Myndin er byggð á verðlauna- skáldsögu eftir Giles Foden frá árinu 1998. Mynd um Idi Amin í Toronto Morgunblaðið/Árni TorfasonForest Whitaker ópu en líka á klúbbum og tónleikastöðum,“ segir Hilm- ar. Ætti að drepa mig Hilmar segir að stærsti hluti fyrstu plötunnar hafi verið spuni og eingöngu smávægilegar útlínur að lög- um. Þeir félagar hafa spilað mikið saman eftir að sú plata kom út og þróunin varð sú að tónlistin var öll orðin spunnin á tónleikum. „Þegar við ákváðum að gera nýju plötuna var ég hálfsmeykur við að gera plötu ein- göngu með impróviseringum. Ég byrjaði á því að semja eitt lag sem ég sendi til félaga minna. Andrew sagði að það ætti að drepa mig og henda mér fyrir úlfana vegna þess hve tónlistin var erfið. Jim var jákvæðari og vildi að ég semdi átta lög til viðbótar og þá værum við komnir með plötu. Ég samdi alla tónlistina á um tíu dögum beint inn í nótnaskriftarforrit. Ég setti inn það sem ég heyrði fyrir mér og svo kom í ljós að þetta var nánast óspilandi. Taktarnir eru flóknir og taktskipt- ingar sömuleiðis og svo er misjafnt hvernig hlutirnir liggja á hljóðfærunum. Það allra erfiðasta var samt að samræma okkar sýn á tónlistina. Líklega er þetta erf- iðasta æfingarferli sem ég hef lent í en um leið var það afar lærdómsríkt. Það er ekki fyrr en núna nýlega sem við getum spilað þetta tiltölulega áreynslulaust á tón- leikum,“ segir Hilmar. Hilmar segir að tónlistin sé spunnin að miklu leyti en áhrif megi finna úr rokki og nýrri klassískri tónlist. „Við erum allir að upplagi djasstónlistarmenn og kannski þess vegna fáum við að fljóta með svona í upp- hafi Jazzhátíðarinnar. En miðað við margt sem við höf- um gert áður er þessi tónlist meira samin og formfast- ari en áður.“ Tónsmiður Hilmar Jensson og tríó hans, Tyft, spila á Nasa í kvöld. »Ég setti innþað sem ég heyrði fyrir mér og svo kom í ljós að þetta var nán- ast óspilandi. Formfastara og meira samið hjá Tyft T YFT er tríó sem Hilmar Jensson gítarleikari er í forsvari fyrir og hefur starfað saman síðan 2002. Fyrsta plata Tyft kom út 2002 og hét hún einfaldlega Tyft en 2004 kom út platan Ditty Blei. Nú er komið að þriðju plötu tríósins sem kallast Meg Nem Sa og er hún gefin út af Skirl Records í New York. Útgáfutónleikar verða haldnir í Nasa við Austurvöll í kvöld, sunnudagskvöld. Tónleikarn- ir verða um leið nokkurs konar forgjöf fyrir Jazzhátíð Reykjavíkur sem hefst með pomp og prakt 27. september nk. Tyft er á leið í tveggja vikna tónleikaferð um Evrópu til þess að fylgja eftir nýja disknum og tónleikarnir á Nasa eru þeir fyrstu. Auk Hilmars skipa tríóið Andrew D’Angelo, altsaxófón- og bassaklarinettuleikari og Jim Black trommari. Titillag plötunnar, Meg Nem Sa, er eftir D’Angelo og er eina lagið á henni sem ekki er samið af Hilmari. „Við höfum starfað saman síðan 2002. Þeir búa báðir í Bandaríkjunum en ég er síspilandi með þeim. Ég ferðast orðið það mikið út af starfinu og spila mun oftar í Evrópu eða Bandaríkjunum. Ég spila til dæmis mikið með hljómsveit Jim Blacks sem heitir Alas- NoAxis og það hefur ekki verið erfiðleikum bundið að hittast og ná saman. Oftar en ekki komum við fram á djasshátíðum í Evr- Hægt að fá smjörþefinn af Jazzhátíð Reykjavíkur í kvöld Morg unbla ðið/Ey þór Ásgeir Ingvarsson skrifar pistil um rokkhetjuna Magna Ás- geirsson sem fagnað verður í Smáralind í dag. » 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.