Morgunblaðið - 17.09.2006, Page 62

Morgunblaðið - 17.09.2006, Page 62
62 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Fágætar bækur til sölu Guðm. Andrésson, Lexicon Islandicum. Havnid 1683. Johann Adersson, Histoire naturelle de l’Islande, du Groenland I-II. París 1750. Arngrímur Jónsson, Specimen Islandæ historicun. Amstelodami 1643. Arngrímur Jónsson, Eintal sálarinnar. Hólum 1746. Blefken Sheeps-togt na Island en Groenland. Leyden 1708. Þormóður Torfason, Historia Vinlandiæ antiquæ. 1705. Magnús Stephensen. Rannsókn Íslands gildandi laga um legords-mál. Viðeyjarklaustri 1821. Sýnishorn af bókasafni. Áhugasamir sendi tilboð fyrir miðvikudaginn 20. september á augldeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt „19045“. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞETTA SKILTI Á EKKI VIÐ MIG... ...EN MÉR FINNST GAMAN AÐ STANDA HÉRNA FÓLK HRÆÐIST MIG VEGNA ÞESS AÐ ÉG ÞEKKI RÉTTA FÓLKIÐ VARIST KÖTTINN VARIST KÖTTINN ÉG ÆTLA AÐ FARA AÐ HEIMAN MAÐUR NOKKUR ER Á GANGI, ÞEGAR HANN SÉR LÍTINN STRÁK SITJA Á GANGSTÉTTINNI. HANN SPYR HVAÐ HANN SÉ AÐ GERA STRÁKURINN SVARAR. ÉG ÆTLAÐI AÐ FARA AÐ HEIMAN EN ÉG MÁ EKKI FARA YFIR GÖTUNA VOÐA FYNDIÐÉG KANN GÓÐAN BRAN- DARA UM STRÁK SEM FÓR AÐ HEIMAN ÉG VIL EKKI BORÐA ÞETTA. LÆKNIR- INN MINN SEGIR AÐ ÉG EIGI BARA AÐ BORÐA HAMBOR- GARA ÞÁ SKAL ÉG HRINGJA Í LÆKNINN ÞINN HJÁLP! HÚN VISSI AÐ ÉG VÆRI AÐ LJÚGA, VIÐ ERUM Í LJÓTUM MÁLUM! VIÐ? ÉG ER AÐ HRINGJA NÚNA SÆLL LÆKNIR, MIG LANGAR AÐ SPURJA ÞIG UM KALVIN KLUKKAN ER NÚNA 18:30 BÍB! LÆKNIRINN ÞINN SAGÐI AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ FÁ TESKEIÐ AF LAXEROLÍU OG LEGGJAST SVO UPP Í RÚM HANN SAGÐI ÞAÐ EKKI? HVAÐ ER LAXER- OLÍA? EN EF ÞÚ ERT ÓHEPPIN... ...ÞÁ KYNNISTU MANNI SEM VEIT EKKI HVAÐ HÚSVERK ERU EF ÞÚ ERT HEPPIN ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ KYNNAST MANNI SEM GENGUR Í HÚSVERKIN ERUM VIÐ KOMIN? ERUM VIÐ KOMIN? ERUM VIÐ KOMIN? EF ÞIÐ HÆTTIÐ EKKI AÐ SPYRJA ÞÁ FER ÉG EKKI MEÐ YKKUR Í FLÓASIRKUSINN! ÞÁ ER ÉG BÚIN AÐ ELDA FÖSTUHÁTÍÐARMATINN Í FYRSTA SKIPTI ÞAÐ ER FREKAR SKRÍTIÐ, ÉG HEF ALLTAF TENGT ÞAÐ VIÐ MÖMMU MÍNA EÐA ÖMMU EN NÚ ER ÞAÐ MÍN ÁBYRGÐ AÐ SJÁ UM FÖSTUHÁTÍÐINA HÚN ER Í GÓÐUM HÖNDUM ALLAVE- GA ÞVÖLUM HÖNDUM HVAR Á ÉG AÐ STANDA Á MEÐAN BARDAGANUM STENDUR? HVERGI, ÞÚ LEIKUR EKKI Í ÞESSU ATRIÐI ÁHÆTTULEIKARINN OKKAR SÉR UM ÞETTA HVAÐ ÆTLI HANN SEGI ÞEGAR HANN KEMST AÐ ÞVI AÐ ÉG ER EKKI LEIKARI? Kærleikssamtökin vorustofnuð í nóvember árið2004 fyrir tilstuðlan Sig-urlaugar G. Ingólfsdótt- ur,jógakennara og heilara. Samtökin voru upphaflega stofnuð til að vera andleg samtök og meðal annars til að huga að andlegri líðan barna: „Ég hef verið með barnahóp frá upphafi þar sem við gerum jógaæfingar sam- an,“ segir Sigurlaug. „Við tökum okkur einnig góðan tíma til að spjalla um reiði, sorg, einelti, áföll, og mannleg samskipti. Við stundum ekki hugleiðslu, heldur tölum um þann andlega þátt sem við höfum innra með okkur og hvernig má næra hann.“ Stuðningssamtök fyrir forelra og börn Nú hefur Sigurlaug gert þá breyt- ingu á starfseminni að fella niður dagskrá vetrarins vegna tímaskorts, til að þróa stuðningshóp fyrir for- eldra sem eiga í samskiptaerfiðleik- um við skóla barna sinna vegna vandamála sem upp koma: „Upphaf þróunarinnar að þessari nýju stefnu samtakanna eru vandmál sem upp hafa komið vegna skólagöngu sonar míns sem núna er í 10. bekk grunn- skóla,“ segir Sigurlaug. „Fyrir um ári leitaði ég til Barnaverndar og Menntasviðs að fyrra bragði, þar sem ég var ekki ánægð með sam- skiptin við skólann, og núna ári seinna er komið í ljós að kerfið býður hreinlega ekki upp á úrræði til að fást við samskiptaörðugleika af þessu tagi. Þetta ferli hefur verið svo krefjandi að síðasta vetur gat ég ekki verið með þá dagskrá sem ég hafði ætlað mér, og hefur þetta einn- ig haft heilmikil áhrif á líf fjölskyld- unnar. Þessi reynsla opnaði um leið augu mín fyrir því að fjöldi foreldra um land allt á í vandræðum af svip- uðum toga og reyna margir af veik- um mætti að berjast við kerfið til að finna lausn á málum barna sinna. Stefnan er að gera Kærleikssamtök- in að félagsskap sem opnar fyrir um- ræður og krefur kerfið úrræða fyrir foreldra og börn.“ Leiða saman fólk í sömu stöðu Sigurlaug vill hvetja foreldra alls staðar að af landinu sem eiga í vand- ræðum af þessum toga að setja sig í samband við Kærleikssamtökin og senda upplýsingar um sín vandamál: „Vonandi tekst í framhaldinu að mynda hóp sem er reiðubúinn að ganga lengra og vinna að þessum málaflokki,“ segir Sigurlaug. „Auk þess að virkja foreldra til að hafa samband vil ég einnig hvetja börn og unglinga til að senda línu og láta vita af sínum málum, en þannig helst barna- og unglingastarfið áfram og mun mynda einn upplýsingabrunn sem gerir okkur kleift að leiða sam- an fólk sem glímir við sömu vanda- mál.“ Heimasíða Kærleikssamtakanna er á slóðinni www.Kaerleikssamtok- in.com. Þar má finna ítarlegri upp- lýsingar um stefnu samtakanna og starfsemi. Einnig má finna á sama stað upplýsingar um hvernig má hafa samband við samtökin. Menntun | Stuðningshópur foreldra og barna Krefjast nýrra úrræða í kerfinu Sigurlaug G. Ing- ólfsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1969. Hún lauk námi í tækni- teiknun frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1994. Hún hlaut jóga- kennararéttindi frá Jógastúdíói Ásmundar Gunn- laugssonar árið 1998 og lauk heil- unarnámi frá Guðspekisamtök- unum í Reykjavík 2002. Sigurlaug starfaði sem tækniteiknari hjá verkfræðistofu, en undanfarin ár hefur hún unnið sjálfstætt, m.a. sem heilari. Sigurlaug á tvö börn á ung- lingsaldri. Á þriðja þúsund aðdáenda dýra-könnuðarins Steve Irvin tjöld- uðu yfir nótt í biðröð eftir miðum á opinbera minningarathöfn um sjón- varpsstjörnuna. Irvin lést á dög- unum, eins og kunnugt er, eftir árás skötu. Mið- um á minningar- athöfnina var dreift á þremur stöðum í Queens- land, heimahéraði „krókódílaveið- arans“ og kláruðust allir miðar á stundarfjórðungi. Minningarathöfnin mun fara fram á útisviði í Ástralíudýragarðinum á miðvikudag og hafa skipuleggjendur viðburðarins sagt að uppákoman sé tækifæri til að fagna og gleðjast yfir afrekum Irvins og lífshlaupi en ekki sorgleg jarðarför.    Bresk yfirvöld hafa friðlýst smá-klúbb í Liverpool þar sem Bítl- arnir héldu suma af sínum fyrstu tónleikum. Klúbburinn sem um ræð- ir er kallaður The Cashbah Coffee Club og var stofnaður af móð- ur Pete Best, sem eitt sinn lék á trommur með Bítlunum. Frú Best kom klúbbn- um fyrir í kola- kjallara hússins síns í útjaðri Liverpool eftir að hafa heyrt af svo- kölluðum bít-klúbbum sem voru vin- sælir meðal táninga í Lundúnum. Lennon, McCartney og Harrison, sem þá kölluðu sig The Quarrymen, léku við opnun klúbbsins árið 1959 og gekk Best síðar til liðs við hljóm- sveitina, en var skipt út fyrir Ringo. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.