Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 65
dægradvöl
1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rc3 g6 4. e4 Bg7 5.
Rf3 O-O 6. Be2 Bg4 7. Be3 Rfd7 8. Hc1
a6 9. d5 Bxf3 10. gxf3 c5 11. h4 h5 12. f4
f5 13. Hg1 Kh7
Staðan kom upp á minningarmóti
Stauntons sem fór fram fyrir skömmu
á Englandi. Hollenski stórmeistarinn
Erwin L’Ami (2586) hafði hvítt gegn
Kanadamanninum Lawrence Day
(2278). 14. Bxh5! Hf6 svartur hefði
orðið mát eftir 14... gxh5 15. Dxh5+
Kg8 16. Hxg7+ Kxg7 17. Ke2. Í fram-
haldinu er taflið einnig gjörunnið á
hvítt. 15. Bf3 b5 16. h5 Bh6 17. hxg6+
Kg7 18. Re2 fxe4 19. Bxe4 Df8 20. Rg3
Hxf4 21. Rh5+ Kg8 22. g7 og svartur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Sterkt spil.
Norður
♠G842
♥52
♦ÁG65
♣D72
Vestur Austur
♠73 ♠D1095
♥ÁK10763 ♥DG984
♦74 ♦--
♣G93 ♣K854
Suður
♠ÁK6
♥--
♦KD109832
♣Á106
Suður spilar 5♦ og fær út hjartaás.
Samningurinn er fjallsterkur og það
þarf mikinn bölsýnismann til að teikna
upp verstu legu og finna ráð við hæfi.
En hér gengur ekkert upp; spaðinn
liggur allur í austur, svo þar er ekkert
að hafa, og ekki dugir heldur að spila
laufi á drottningu, né svína tíunni síðar.
Sannkölluð hellega. En þeir sem nenna
að mála slíkan skratta á vegginn finna
kannski lausnina: Útspilið er trompað,
vörnin aftrompuð, ÁK í spaða spilað,
farið inn á blindan á tígul, hjarta spilað
og spaðasexu hent heima! Nú gefur
vörnin slag með því að hreyfa laufið
eða spila hjarta. Ef austur lendir inni
og spilar smáum spaða, hendir sagn-
hafi laufi og vestur má eiga drottn-
inguna, því þá fer annað lauf niður í
gosann síðar.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 flatfiskar, 8
girnd, 9 náðhús, 10 mán-
uður, 11 ok, 13 endast til,
15 dreggjar, 18 truflun,
21 sníkjudýr, 22 skjögra,
23 heldur, 24 gífurlegt.
Lóðrétt | 2 mauk, 3 fetti,
4 fárviðri, 5 bágborinn, 6
rekald, 7 ósoðna, 12
starfssvið, 14 bókstafur,
15 næðing, 16 sælu, 17
týna, 18 óhamingju-
samur, 19 heiðarleg, 20
rolluskjáta.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 galti, 4 þrótt, 7 matur, 8 ormur, 9 alt, 11 norn,
13 gróa, 14 aldna, 15 skúm, 17 trog, 20 far, 22 efldi, 23
angan, 24 tímum, 25 trana.
Lóðrétt: 1 gaman, 2 lítur, 3 iðra, 4 þrot, 5 ólmar, 6 tyrfa,
10 lydda, 12 nam, 13 gat, 15 skert, 16 útlim, 18 regla, 19
ginna, 20 fimm, 21 raft.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
1 Hvað hét fyrsta skáldsaga Hall-dórs Laxness?
2 Við eigum tvo Norðurlandameist-ara í frjálsíþróttum. Hverjir eru
þeir?
3 Tónlistarmaðurinn Nick Cave erhöfundur að handriti kvikmynd-
arinnar The Propositon. Um hvers
konar mynd er að ræða?
4 „Þeim var ég verst er ég unnimest.“ Hver mælti svo?
5 Þessi maðurer forsætis-
ráðherra í landi
sínu. Hver er
hann?
Spurt er…
dagbok@mbl.is
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Gavril Princip, sá, sem skaut Ferdinand
erkihertoga. 2. Stefán Jankovic og Magni
Fannberg. 3. Ruby Tuesday. 4. Drómi,
Læðingur og Gleipnir. 5. Georgíu.
Babyshambles, hljómsveit heróín-istans Pete Doherty, hefur nú
gert samning við Parlophone. Samn-
ingur sveitarinnar við Rough Trade
er útrunninn og því kemur út ný
stuttskífa á vegum Parlophone, í
gegnum und-
irmerki þess,
Regal. Segir
trymbillinn,
Adam Ficek:
„Já, þetta
ótrúlegt. Þeir
sömdu við
okkur án þess
að hafa heyrt
nótu af nýju
lögunum.
Þetta er
merkilegt í
ljósi þess hversu óábyrg þessi bless-
aða hljómsveit okkar er. En við er-
um farnir að haga okkur miklu betur
núna.“ Nýr gítarleikari sveitarinnar,
Mick Withnall, hefur staðfest að
sveitin sitji nú á rökstólum með yf-
irmönnum Parlophone varðandi
langtímasamning.
Fólk folk@mbl.is Þeir félagar, Elton John ogGeorge Michael, eru nú orðnirbestu vinir á ný en stirt hefur verið ámilli kappanna að undaförnu og lá
við algerum vinslitum um tíma.
Skarst í odda með þeim er Elton
sagði að Michael væri „vælukjói“ og
hann ætti
að koma
sér oftar út
á lífið.
Micheal
sem sást á
dögunum
læðast út af
hommabar
á Hamp-
stead
Heath
svaraði
fullum
hálsi og
sagði að
Elton væri
ekki vinur
sinn lengur. En í viðtali á bresku
sjónvarpsstöðinni ITV1, í spjallþætti
Michaels Parkinsons, sagði Elton að
Michael væri frábær gaur og hann
hefði séð hann síðast á umræddum
stað. Michael hefði gist heima hjá
honum í fyrra og allt væri í góðu á
milli þeirra.
J.K. Rowling, höfundur HarryPotter, tókst með elju að fá það í
gegn að taka handritið að síðustu
Harry Potter-bókinni með sér í
handfarangri upp í flugvél í New
York. Hún hefði ekki tekið flugið
hefði henni verið meinað þetta, segir
hún. „Ætli ég hefði ekki farið með
skipi frekar,“ lét hún hafa eftir sér.
„Mikið af handritinu er einfaldlega
skrifað niður á pappír og ég á engin
afrit.“
Rowling segist vera að velta fyrir
sér tveimur titlum á bókina. Annar
sé búin að marinerast lengi vel en
svo hafi henni dottið nýr titill í hug
þegar hún var í sturtu í New York.
Bandaríska tímaritið Peoplehefur valið Jennifer Aniston
sem bes klæddu konuna, enda sé
stíll hennar einkar „náttúrulegur“.
Halle Berry hafnaði í öðru sæti
með sinn klassíska stíl en Jessica
Alba í því þriðja og þykir vera
besti nýliðinn í þessum efnum.
Listinn var í fyrsta skipti valinn
af lesendum í gegnum Netið. Just-
in Timberlake þótti flottastur
karlmanna og David Beckham
fékk einnig tvo þumla upp. George
Clooney fékk þann vafasama heið-
ur að vera álitinn mónókrónísk-
astur. Hinn
nýi Cary
Grant,
hvorki
meira né
minna. Par-
is Hilton og
Teri Hatc-
her þykja
hins vegar
ekki kunna
að klæða
sig og eins
er með
bresku tví-
burana Jor-
dan og Jo-
die Marsh.
Orlando Bloom er nú að jafna sigeftir skilnað við Kate Bosworth
og þráir einfaldara lífsmunstur.
Hann hyggst kaupa sér land á Ca-
yman-eyjum. Bloom hefur dvalið
langdvölum í Karíbahafinu, annars
vegar vegna upptakna á Sjóræn-
ingjum Karíbahafsins og svo hinnar
óháðu myndar Haven.
Bloom segist vera orðinn ástfang-
inn af þessu svæði. Hann segst þó
ekki ætla að flatmaga með tær út í
loft alla daga, heldur hyggst hann
veiða og sinna viðhaldi á bátum. „Ca-
yman-eyjarnar eru yndislegar. Ég
vissi ekkert um þetta svæði en er nú
yfirmáta hrifinn af því. Að vinna Ha-
ven þarna var einslags vinnu-frí.“