Morgunblaðið - 17.09.2006, Page 72

Morgunblaðið - 17.09.2006, Page 72
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 260. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: auglysingar@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Austan- og norð- austanátt. Víða rigning en dregur úr vætu víðast hvar er líður á daginn. Sval- ast norðvestanlands.» 8 Heitast Kaldast 15°C 7°C ÍSLENSK fyrirtæki gefa tæplega 1,3 millj- arða króna á ári til líknar- og menningar- mála sem er nær sjöfalt hærri upphæð en árið 1998. Um 10% fyrirtækja tilgreindu slík framlög í rafrænum skattframtölum sínum árið 1998 en á síðasta ári var þennan lið að finna í framtölum 18% fyrirtækja. Það skal tekið fram að upplýsingar þess- ar eru ekki tæmandi enda telja ekki öll fyr- irtæki fram rafrænt. Fyrirtæki hér á landi geta að hámarki notið skattaafsláttar sem nemur 0,5% af tekjum sínum, vegna framlaga til líknar- og menningarmála. Einstaklingar hafa enga slíka frádráttarheimild en það hindrar þá ekki í að gefa og það ríflega. Félagasam- tökum í hjálpar- og líknarstarfi hefur þann- ig reynst auðveldara en áður að fá fjár- framlög til starfsemi sinnar. Rekja forsvarsmenn þeirra það til almennrar vel- megunar og að margir hafi séð neyðina í fjarlægum löndum með eigin augum. Efnafólk gefur einnig ríflega til líknar- og menningarmála. Stærsta einstaka fram- lag einstaklinga er 500 milljóna króna fram- lag Björgólfs Guðmundssonar og Þóru Hallgrímsson í minningarsjóð um Margréti dóttur þeirra. Jóhannes Jónsson hefur einnig verið stórtækur og er skemmst að minnast 300 milljóna króna gjafar hans og barna hans, Kristínar og Jóns Ásgeirs, til Barnaspítala Hringsins. Stóraukin fram- lög til líknar- og menningarmála  „Okkur er ekki sama“ | 16 STEYPUVINNU lauk í gær við nýju umferð- arbrúna á gatnamótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar. Byrjað var að steypa kl. 3 að morgni laugardags og að sögn Guðfinnu Hin- fjarlægja undirsláttinn sem borið hefur brúna uppi. Við það verður bæði hærra upp í brúna og breiðara undir henni og ætti þá öll umferð að eiga greiðari leið um vinnusvæðið. riksdóttur, verkefnisstjóra hjá Eykt, gekk verkið mjög vel, meðal annars vegna góðs veð- urs, og lauk þremur tímum á undan áætlun. Áætlað er að eftir um tvær vikur verði hægt að Morgunblaðið/Kristinn Óðum að komast mynd á brúna FJARSKIPTAKERFI Landhelg- isgæslu Íslands og Vaktstöðvar siglinga á svæðinu frá Látrabjargi og austur að Langanesi urðu sam- bandslaus laust fyrir kl. 19 á föstu- dagskvöld og lauk viðgerð ekki fyrr en á tólfta tímanum í gærmorgun. Varðstjóri gæslunnar segir NMT- farsímakerfið í raun hafa bjargað málum á meðan eðlileg samskipti voru ómöguleg. Í tilkynningu sem send var frá Símanum í gærmorgun kemur fram að upp hafi komið bilun í ljós- leiðarakerfi Símans sem hafi m.a. leitt til staðbundinna truflana á Rás var ánægður með notagildi NMT- kerfisins. „Á sama tíma og við misstum allt hér út á þessu svæði virkaði farsímakerfið og það varð okkur nánast til bjargar.“ Engin alvarleg hætta var þó á ferðum þar sem skipin eru með búnað til að koma frá sér neyðar- köllum og gátu eins haft samskipti sín á milli. En gæslan spyr hvernig geti staðið á því að farsímakerfið hafi staðist þessa bilun en örygg- iskerfi, sem nauðsynleg eru til að halda úti hefðbundnu eftirliti, hafi dottið út. „Okkur er ætlað að hafa eftirlit með allri skipaumferð við landið og þegar grunnkerfin detta út hefur það mjög slæm áhrif á rekstur stöðvarinnar.“ um að skoða málin kom strax í ljós að landstöðvarkerfið var dottið út og þegar við héldum áfram að líta á þetta kom í ljós að við erum ekki með neinn fjarskiptabúnað á Norð- urlandi,“ sagði varðstjórinn sem 1 og Rás 2 á Norðurlandi. Bilunina mátti rekja til þess að símalína var grafin í sundur við Húnaflóa. Hjá Landhelgisgæslunni og Vaktstöð siglinga varð bilunin til þess að fjarskiptabúnaður, þ.e. sjálfvirk tilkynningaskylda skipa, AIS-eftirlitskerfið og strand- stöðvabúnaður duttu út víða á Vest- fjörðum og Norðurlandi. Þurftu skip að tilkynna sig út og inn um hafnir ásamt því að reynt var að fylgjast með ferðum þeirra í gegn- um NMT-farsímakerfið og eina virka rás á Ísafirði. Varðstjóri hjá gæslunni segir það hafa verið einu haldreipin í stöðunni eftir að ljóst var að skip voru að detta út úr til- kynningaskyldunni. „Þegar við fór- Vaktstöð siglinga fjar- skiptalaus á Norðurlandi Eftir Andra Karl andri@mbl.is Í HNOTSKURN »Laust fyrir kl. 19 uppgötv-aðist að Vaktstöð siglinga hafði misst eðlilegt samband við skip á Norðurlandi. Við- gerð lauk fyrir hádegi í gær. »NMT-farsímakerfið varðvaktstöðinni til bjargar þar sem það datt aldrei út. MAGNÚS Kristinsson útgerðarmaður gagnrýnir harðlega fullyrðingar Björgólfs Thors Björgólfssonar um átökin í fjárfest- ingarbankanum Straumi-Burðarási, sem birtust í sérblaði sem fylgdi Morgun- blaðinu 27. ágúst sl. og Magnús kallar kynningarrit, í grein í blaðinu í dag undir fyrirsögninni Grjótflug úr glerhúsi. Í greininni rekur Magnús margvísleg dæmi um samskiptin í stjórn Straums- Burðaráss, m.a. um þær ásakanir að hann, Kristinn Björnsson og Þórður Már Jó- hannesson, fyrrv. forstjóri, hafi tekið skammtímahagsmuni fram yfir langtíma hag bankans. „Þeir Samsonarmenn sóttu mjög á um að Straumur yrði með í Novator 1 sjóðnum og við gengumst inn á það. Þeg- ar sameiningin við Burðarás var að baki var sóknin aftur hert og voru háværar raddir um að Straumur legði tugi milljarða í fjárvörslu með sama hætti. – Þá sagði ég nei … Ég hygg að þarna hafi fyrst orðið hinn raunverulegi trúnaðarbrestur milli okkar BTB.“ | 18–19. „Þá sagði ég nei“ ♦♦♦ VEIÐITÍMABILI hreindýra lauk sl. föstudag og að sögn Jóhanns G. Gunnarssonar, starfsmanns veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar, gekk veiðin í ár mjög vel en aðeins þrjú dýr voru eftir af kvótanum. Heimilt var að veiða 909 hreindýr í ár sem er rúmlega hundrað dýrum fleira en í fyrra. Þegar um hálfur mánuður var eftir af veiðitím- anum var mikið af dýrum óveitt, eða um fimm hundruð dýr. Þegar þrír dagar voru eftir af tíma- bilinu átt hins vegar aðeins eftir að veiða 21 hrein- dýr. Jóhann segir veiðar hafa gengið illa framan af vegna tíðarfars, sem hafi verið sérlega slæmt á tímabili, auk þess sem veiðimenn hafi verið seinir af stað í ár. „Það bjargaði miklu að það komu fimm dagar í kringum síðustu helgi sem voru góðir hvað veðrið varðaði á öllum svæðum. Ef það hefði ekki gerst hefðu menn að öllum líkindum lent í vand- ræðum með að klára kvótann,“ segir Jóhann. Alls voru veiddir 473 tarfar og 433 kýr í ár en veiðitímabilið er frá 15. júlí til 15. september. Heimilt var að veiða tarfa frá 15. júlí en kýr og kálfa sem undir þeim ganga frá 1. ágúst. Aðeins þrjú hreindýr eftir af kvótanum þegar veiðitímabili lauk Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson HREINSAÐ var til í Árbæ í gær undir merkjum fegrunarátaksins „Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík“. Lögðust íbúar hverfisins á eitt um að snyrta sitt nánasta umhverfi, tína rusl, leggja túnþökur, sópa og laga girðingar svo dæmi séu tekin. Hreinsunardagur í Árbænum Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.