Morgunblaðið - 30.09.2006, Side 26

Morgunblaðið - 30.09.2006, Side 26
tíska 26 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Íhugum margra er hinn klassíski há-skólanemi með trefil og hatt, í frakka eðasnjáðum jakka, þreytulegur af lestri,fjárhagsáhyggjum og kaffihúsasetu en samt fullur af eldmóði og skoðunum. Þeir eru í minnihluta sem falla undir þessa ímynd há- skólanema í dag þó svo að á rölti blaðamanns um háskólasvæðið hafi mátt sjá nokkra slíka laumast innan um fjöldann eins og drauga úr fortíðinni. Háskólanemar eru eins misjafnir og þeir eru margir og ekkert eitt virðist einkenna klæða- burð þeirra nema þá helst frjálsræði. Allir sem blaðamaður talaði við voru sammála um að tískukröfur minnkuðu mikið þegar komið væri í háskóla miðað við hversu miklar þær væru í framhaldsskóla. Oft er talað um að klæðaburður háskólanema fari eftir deildum og byggingum innan Háskóla Íslands. Einn nemandi í lögfræði benti blaðamanni t.d. á að fara í aðalbyggingu skólans því þar væri allt skrítna liðið, en kennsla í hugvísindadeild fer oft fram þar. Nemandi í heimspeki sagði að í Háskólabíói væri viðskipta- fræðin og þar væru allir klæddir því nýjasta úr tískubúðinni Sautján, en „hnakkarnir“ kaupa fötin sín þar, var blaðamanni sagt. Þrátt fyrir yfirborðslegan skæting eins og þennan á milli háskólanema virðist allt vera leyfilegt og hver og einn fær að vera hann sjálfur. Blaðamanni þótti þó augljóst einkenni hins akademíska klæðaburðar vera að blanda ólíkum flíkum sam- an, vera svolítið úr hvor sinni áttinni, í mörgum fatalögum og með úfið hár. Fín Það fer eftir skapinu hvernig Mar-grét Ágústa Sigurðardóttir lög- fræðinemi mætir klædd í skólann. „Þessi klæðnaður í dag er nokkuð venjulegur fyrir mig, ég var svo sein í morgun að ég fór í það sem hendi var næst,“ segir Margrét sem er í svörtum fínum jakka, „jogging“-peysu innan undir honum, gallabuxum og kúrekaskóm yf- ir buxurnar. Auk þess er hún með svartan hárklút sem hún segir mjög þægilegan þar sem hún hafi ekki nennt að greiða sér. „Mér finnst fólk yfirhöfuð vera mikið eins klætt hér í skólanum og sjálfsagt er ég engin und- antekning á því.“ Töff Lögfræðineminn Leifur ArnkellSkarphéðinsson er sportlegur en töff. Hann segir þetta klassískan klæðaburð hjá sér en samsetningin sé tilviljunarkennd. „Ég hugsa ekki mikið út í það á morgnana hverju ég ætla að klæðast í skólann þann dag- inn.“ Spurður hvort það sé satt að klæðaburð- ur nemenda sé ólíkur eftir deildum innan Há- skólans jánkar Leifur því en vill ekki koma sér í bobba með því að fara að draga nemana í dilka. „Eins og þú sérð eru háskólanemar yfirhöfuð flottir í tauinu en lögfræðinemar eru þó sérstaklega vel tilhafðir,“ segir Leifur hlæjandi. Flottur Íklæddur flauelsjakka oggulröndóttri skyrtu situr bókmenntafræðineminn Emil Hjörvar Peter- sen inni í Árnagarði. „Ég hugsa út í það hvernig ég klæði mig því ég vil koma vel fyr- ir,“ segir Emil sem fylgir sínum eigin stíl. „Ég er mikið fyrir allskonar jakka og skemmtilegar skyrtur en ég lendi alltaf í erf- iðleikum með að finna á mig buxur.“ Emil segir háskólanema klæða sig misjafnt eftir deildum. „Viðskipta- og lögfræðinemarnir eru allir uppdubbaðir, hugvísindafólk er frjálslegt í klæðaburði og raunvísindafólkið er frekar druslulegt,“ segir Emil kankvís. SmartKristínu Maríu Birgisdótturstjórnmálafræðinema finnst hver og einn Háskólanemi vera með sinn stíl. „Ég held að það finnist allar týpur í öllum deildum hér í skólanum og það sé ekkert sem einkennir hverja þeirra umfram aðra. Hér fer fólk eftir eigin höfði og er sjálfstætt í fatavali.“ Kristín er einstaklega smart til fara en hún segist ekki hafa hugsað mikið út í það um morguninn hverju hún klæddist. „Ég fór í það sem var hreint og þægilegt en það skiptir mig miklu að vera í þægilegum fötum í skólanum. Minn stíll er ósköp venjulegur og ég fer ekki ótroðnar slóðir í fatavali.“ Morgunblaðið/Ásdís Notalegur Hinn bindisprýddi Dagur Hjartarson er á fyrsta ári í ís- lenskunámi. Spurður afhverju hann sé með bindi í miðri viku segir hann þetta vera flott bindi og tilvalið í skólann. „Ég fékk það á 250 kr. í Rauða krossinum,“ segir Dagur og leggur áherslu á að það megi alveg vera með bindi við striga- skó og hann sé ekki að reyna að vera hallærislegur. GlamúrKatrín Jónsdóttir, mast-ersnemi í alþjóða- samskiptum, segist vera glysgjörn þegar að fatnaði komi. „Ég vil liti og glamúr,“ segir Katrín sem er þennan dag í rauðu og bleiku. „Bleika pilsið er hálfgerð dula og eina leiðin til að nota það er utan yfir buxur. Leðurjakk- ann keypti ég nýlega í Kolaportinu á 2000 kr. Svo er ég í bronslituðum strigaskóm og með silfurlitaða tösku.“ Katrín segist hafa sína eigin tísku og teljast nokkuð spes í klæða- burði. Henni finnst háskólanemar vera frjáls- legir í klæðaburði „Mér finnst flottast þegar fólk klæðir sig eins og það vill og t.d. finnst mér strákarnir virkilega sætir þegar þeir mæta í skólann í jakkafötum.“ Háttur háskóla- nema Nemendum Háskólans þykir ekki töff að ofhugsa útlitið, eða það virtist Ingveldi Geirs- dóttur þegar hún skoðaði hinn akademíska klæðaburð. ingveldur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.