Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 49 GESTIR þátt- arins Orð skulu standa í dag eru Hall- grímur Thor- steinsson fjöl- miðlamaður og Jakob Fal- ur Garðarsson stjórnmála- fræðingur. Þeir ásamt liðstjórunum Hlín Agnarsdóttur og Davíð Þór Jónssyni fást við þennan fyrri- part: Leggur Ómar allt sitt starf undir og kallast hetja. Fyrripartur síðustu viku var byrjun á limru um Magna Ás- geirsson: Það er mikill söngvari hann Magni sem mjög þenur raddbönd af lagni. Hlín Agnarsdóttir botnaði tvisv- ar: Fólk vakir um nætur, vonar og grætur. Það vill ekki að söngvarinn þagni. Hann rokkar og rólar, galar og gólar og vonar að heimsbyggðin fagni. Vigdís Jakobsdóttir átti líka tvo botna, annan á ensku: Með sveitta lófa Supernóva sagði að hann kæmi ekki að gagni. He played his guitar and came back a star. Er furða þótt smáþjóðin fagni? Davíð Þór Jónsson leysti þetta svona: Þó hreppti loks hnossið sá hási með glossið. Því trúi ég Frónbúar fagni. Pétur Blöndal hugsaði til föður söngvarans: Hann datt út úr keppni fyrir kynduga heppni. Held ég fjárbóndinn eystra því fagni. Hlustendur áttu sinn hlut, t.d. Eysteinn Pétursson: Á Hawaiitíma menn hringja í síma svo heimsmeistaraefnið ei þagni. Helga Stefánsdóttir notaði enskar skammstafanir eftir efn- inu: Rokkaði’ OK og reigði’ í LA engin furða þótt landinn því fagni. Bergljót Gunnarsdóttir fann tvær útgáfur að botni: Hann fékk heila þjóð til að hitna sem glóð. Þar Magni kom heldur að gagni. Hann kom heilli þjóð til að hitna sem glóð. Ei kemur þó Alcoa að gagni. Pétur Stefánsson sendi þennan: Núna trúi ég því að hann taki sér frí og komi frúnni að frjósömu gagni. Hildur Friðriksdóttir sendi m.a. þennan: Hann varð ekkert leiður þó veittist ei heiður að verða fjórða hjól undir vagni Sigurður Einarsson braut upp limruformið: Hann leikur og syngur við hvurn sinn fingur, þessi bráðsnjalli Borgfirðingur. Valdimar Lárusson botnaði og bætti við stöku: Hann söng af miklum sóma er síðan flestir róma. Og engin furða þótt þjóðin fagni. Ekki er fyrir skildi skarð „skríllinn“ stóð í blóma. Magni leynt og ljóst því varð landi og þjóð til sóma! Útvarp | Orð skulu standa á Rás 2 Ómar kallast hetja Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Umsjónarmað- urinn Karl Th. Birgisson. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is RÚSSAR eiga von á góðu því Óp- erukórinn í Reykjavík er að leggja í tónleikaför til St. Pétursborgar. Í tilefni af förinni mun Óperukórinn halda kynningartónleika fyrir ís- lenska áheyrendur undir yfirskrift- inni „Austurleiðir vil ég halda“ í Langholtskirkju kl. 17 í dag. „Okkur er boðið til Rússlands til að syngja Óðinn til gleðinnar eftir Beethoven á árlegum fjáröfl- unartónleikum St. Petersburg State Hermitage Orchestra til styrktar líknarstofnunum í St. Pétursborg. Þessir tónleikar eru aðaltilefni ferð- arinnar en síðan, úr því við erum að fara alla þessa leið, ætlum við að halda okkar eigin tónleika líka og uppistaðan í þeim er kynning á ís- lensku efni,“ segir Ásrún Davíðs- dóttir, aðstoðarskólastjóri Söng- skólans í Reykjavík og meðlimur í Óperukórnum. „Styrktartónleik- arnir verða haldnir 7. október en það er fæðingardagur Pútíns Rúss- landsforseta. Kórinn flýgur út 4. október og syngur svo á sínum eigin tónleikum hinn 5. október.“ Safna í ferðasjóð Ásrún segir það mikinn heiður fyrir Óperukórinn að vera boðið að koma fram á styrktartónleikunum. „Við erum aðalatriðið á tónleik- unum, enda tekur Óðurinn til gleð- innar rúman klukkutíma í flutningi en ásamt okkur koma fram nokkrir einleikarar víðs vegar að úr heim- inum. Það eru þýskir og enskir að- ilar sem kosta þetta allt saman að öðru leyti en því að allir tónlist- armennirnir sem koma þarna fram gefa sína vinnu. Við borgum okkar far út og erum að reyna að safna fyrir því, tónleikarnir hérna heima í dag eru bæði til að lofa fólki að heyra þetta áður en við förum út og til að safna í ferðasjóð.“ Á tónleikunum í Langholtskirkju flytur kórinn sömu lög og munu hljóma á þeirra eigin tónleikum í Rússlandi. „Íslenskir áheyrendur mega eiga von á að heyra þjóðlaga- perlur í útsetningum Jóns Ásgeirs- sonar ásamt kórum úr óperum hans, Þrymskviðu og Galdra Lofti, nokkur af Íslands fegurstu kórlög- um og svo atriði úr þekktum óp- erum og óperettum. Þetta verða fjölbreyttir og skemmtilegir tón- leikar,“ segir Ásrún. Einsöngvarar á tónleikunum hér heima og í Rúss- landi eru Nanna María Cortes, Auð- ur Guðjohnsen, Garðar Thór Cortes og Jón Leifsson, stjórnandi er Garðar Cortes. Tónlist | Óperukórinn í Reykjavík með fjölbreytta dagskrá í Langholtskirkju Þjóðlaga- perlur og falleg kórlög Morgunblaðið/ÞÖK Tónleikaför Óperukórinn í Reykjavík heldur tónleika í Langholtskirkju áður en hann heldur til Rússlands. Trúbadúrinn trúaði Yusuf Islam,sem frægastur var þegar hann kallaði sig Cat Stevens, hefur bæst í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa um- mæli Benedikts páfa á dögunum. Yusuf, sem sjálfur gekk í kaþ- ólskan skóla sem drengur og var þar kennt að páfi væri óskeikull, sagði í viðtali við BBC að ummæli páfa væru ill og ófögur ummæli miðalda- texta um hina íslömsku trú. Yusuf hefur hins vegar tekið af- sakanir Benedikts gildar og segist virða páfa og stöðu hans. Fólk folk@mbl.is Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Einbýlishús óskast nú þegar Æskileg staðsetning: Garðabær, Seltjarnarnes eða Arnarnes. Rétt eign má kosta allt að 150 millj. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Æskileg stærð 350-400 fm Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Fossvogi. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR A ll ta f ó d ýr ir Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir virðulegu einbýlishúsi í nágrenni miðborgarinnar, t.d. í Þingholtunum. Rýming samkomulag. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. EINBÝLISHÚS Í NÁGRENNI MIÐBORGAR- INNAR ÓSKAST, T.D. Í ÞINGHOLTUNUM – STAÐGREIÐSLA –
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.