Morgunblaðið - 25.11.2006, Page 2

Morgunblaðið - 25.11.2006, Page 2
2 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                  ! " # $ %     &         '() * +,,,                  Í dag Sigmund 8 Umræðan 40/50 Staksteinar 8 Minningar 50/55 Veður 8 Kirkjustarf 56/57 Viðskipti 16 Af listum 63 Erlent 18/19 Leikhús 66 Menning 24, 62/68 Myndasögur 68 Akureyri 26 Dagbók 69/73 Landið 26 Staður og stund 70 Suðurnes 28 Víkverji 72 Árborg 28 Velvakandi 72 Daglegt líf 30/37 Bíó 58/61 Forystugrein 38 Ljósvakamiðlar 62 * * * Innlent  Íslensk og norsk stjórnvöld hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um eftirlit á norðurhöfum og fram- tíðarsamstarf á vettvangi varnar- og öryggismála. Þetta var ákveðið á fundi Geirs H. Haarde forsætisráð- herra og Jens Stoltenbergs, forsæt- isráðherra Noregs, í gær. » Forsíða  Forseti Alþýðusambands Íslands sakar ríkisstjórnarflokkana um van- efndir á loforði um hækkun vaxta- bóta. Hækkun eignaviðmiðs vegna bótanna úr 25%–30% sem meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar leggi til gangi of skammt, sé bitamunur en ekki fjár. » 6  Virðisaukaskattur af áfengi verð- ur lækkaður niður í 7% 1. mars nk. samkvæmt frumvarpi fjár- málaráðherra um lækkun virð- isaukaskatts af matvælum og fleira. Á móti kemur að áfengisgjaldið hækkar og því mun skattalækkunin ekki leiða til lægra áfengisverðs. Tekjur ríkisins af sölu áfengis munu heldur ekki minnka. Hin breytta álagning mun á hinn bóginn leiða til þess að dýrari vín lækka í verði en ódýrari vín sömu tegundar hækka. » Baksíða Erlent  Líkur benda til þess, að fyrrver- andi liðsmaður rússnesku leyniþjón- ustunnar, Alexander Lítvínenko, hafi verið myrtur með geislavirku efni, pólon-210, að sögn breskra yf- irvalda í gær. Pólon-210 er geisla- virkt efni sem finnst í náttúrunni. Það gefur frá sér alfageisla, sem eru mjög skammdrægir. » 20  Stjórnmálahreyfing róttæka sjíta-klerksins Moqtada al-Sadr hót- aði í gær að ganga úr ríkisstjórn Íraks, ef Nuri al-Maliki forsætisráð- herra hitti George W. Bush Banda- ríkjaforseta í næstu viku. » 18 Eftir Örnu Schram arna@mbl.is STJÓRN Landssambands sjálf- stæðiskvenna óttast að framboð Árna Johnsen í Suðurkjördæmi dragi úr fylgi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu í þingkosningunum í vor. Stjórnin hefur því sent forystumönn- um flokksins bréf, þar sem þess er óskað að „þetta mál verði skoðað“, eins og Ásta Möller, þingmaður og formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna, orðar það. Árni John- sen kvaðst ekki vilja tjá sig um þetta erindi stjórnarinnar, þegar eftir því var leitað í gær. Ásta segir að stjórn Landssam- bands sjálfstæðiskvenna hafi hist í fyrradag, þar sem tekið var undir yf- irlýsingu Sambands ungra sjálf- stæðismanna, um málefni Árna. Í henni gerði SUS þá kröfu til Árna, sem hugsanlegs þingmanns, að sýna auðmýkt er hann ræddi um þau brot sem hann var sakfelldur fyrir í starfi sínu sem þingmaður. Háttsemin, sem hann hefði verið dæmdur fyrir, hefði ekki verið „tæknileg mistök“ eins og Árni héldi fram. Ásta segir að stjórnin hafi ákveðið að senda formanni flokksins, vara- formanni og efsta manni á lista sjálf- stæðismanna í Suðurkjördæmi bréf þar sem tekið er undir sjónarmið SUS. Í bréfinu er jafnframt bent á að Landssambandinu beri skylda til að stuðla að bættum hlut kvenna í stjórnmálum. Konur séu í baráttu- sætum fyrir flokkinn víða um land og framboð Árna geti dregið úr mögu- leikum þeirra til að komast á þing. Ásta segir að ummæli Árna um „tæknileg mistök“ hafi farið fyrir brjóstið á mörgum og í kjölfarið hafi borið á úrsögnum úr flokknum. „Við viljum því að forystan skoði þetta mál út frá þeim sjónarmiðum sem við kynnum í bréfinu.“ Óttast áhrif framboðs Árna á fylgi flokksins Sjálfstæðiskonur vilja að flokksforystan „skoði málið“ Í HNOTSKURN »Stjórn Landssambandssjálfstæðiskvenna óttast að framboð Árna Johnsen hafi áhrif á fylgi flokksins á lands- vísu. »Þar með hafi framboðhans áhrif á gengi kvenna sem skipa baráttusæti. »Stjórnin vill því að forystaflokksins „skoði málið“ með þetta í huga. KRAKKARNIR á leikskólanum Fálkaborg voru hinir hressustu í gær þegar þau renndu sér á snjóþotum nið- ur brekkuna á leikskólalóðinni. Brekkan sú er raunar ekki ýkja brött og ekki er heldur hægt að segja að hún hafi verið sérlega snjóþung. Þessir annmarkar eru allir augljósir fullorðnu fólki en þeir höfðu afskaplega tak- mörkuð áhrif á snjóþotukappana á Fálkaborg. Það er líka óneitanlega einn afar góður kostur sem litlar brekkur hafa fram yfir þær stóru; maður er fljótari að komast upp á topp aftur. Morgunblaðið/Ásdís Brekkan er ekki brött en dugar SVAFA Grönfeldt hefur verið ráðin rektor Háskólans í Reykjavík. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í gær. Svafa er aðstoðarforstjóri Actavis en hún mun taka við starfi rektors 1. febrúar nk. þegar Guðfinna S. Bjarnadóttir lætur af störfum. Svafa sagði að ákvörðunin um að taka við starfinu hefði í senn verið mjög erfið og mjög auðveld. „Það koma alltaf nýjar áherslur með nýju fólki. Hins vegar hefur þessum skóla verið stýrt mjög fagmannlega frá upphafi og hér eru deildir með ákveð- ið sjálfstæði og akademískt frelsi. Ég kem fyrst og fremst inn til þess að læra, skoða og sjá, en svo er kannski hægt að nota eitthvað af minni reynslu til þess að marka ný spor,“ sagði hún. Ný bygging skólans í Vatnsmýri og sú alþjóðlega teng- ing sem skólinn hefur sett á odd- inn væru helstu verkefnin sem framundan eru. „Það er líklega þar sem mín reynsla mun nýt- ast hvað best,“ sagði Svafa í gær. Einróma ákvörðun Bjarni Ármannsson, formaður há- skólaráðs HR, sagði það hafa verið einróma ákvörðun ráðsins að leita til Svöfu og háskólaráð væri mjög stolt af því að fá hana til starfsins. Þá þakkaði Bjarni fráfarandi rektor fyr- ir vel unnin störf. Svafa er doktor í vinnumarkaðs- fræði og stjórnun frá London School of Economics. Hún lauk meistara- námi í stjórnunar- og boðskiptafræð- um frá Florida Institute of Techno- logy og er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Svafa hefur verið lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands frá 1997 og starfaði um tíma sem lektor við viðskiptadeild HR. Svafa var framkvæmdastjóri Gallup (nú Capacent) í níu ár. Árið 2005 var hún ráðin sem aðstoðarfor- stjóri Actavis en hún hóf störf sem framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs fyrirtækisins árið 2004. Svafa Grönfeldt tekur við sem rektor HR Svafa Grönfeldt, nýr rektor HR. Kynningar – Morgunblaðinu fylgir for- varnablaðið Slökkviliðsmaðurinn frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.