Morgunblaðið - 25.11.2006, Page 16

Morgunblaðið - 25.11.2006, Page 16
16 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Í HNOTSKURN » 1999 Björgólfur kaupirBalkanpharma í Búlgaríu við einkavæðingu. » 2000 Balkanpharma renn-ur saman við Pharmaco. » 2002 Björgólfur og við-skiptafélagr selja Bravo- bruggverksmiðjuna til Hein- eken og kaupa ráðandi hlut í Landsbankanum. » 2003 Eignast hlut í Burð-arási og CRa í Tékklandi » 2004 Kaupir hlut í BTC íBulgaríu við einkavæð- ingu. Stofnar Novator. Kaupir hlut í Saunalahti í Finnlandi sem sameinast Elisa. » 2005 Burðarás og Straum-ur sameinast. Eignast hlut í El Bank í Búlgaríu. Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is CESKE Radiokomunicace (CRa) tékkneska símafyrirtækið sem Björgólfur Thor Björgólfsson seldi nú í vikunni, var ekki nema hluti af eignum fjárfestingafélags Björgólfs, Novators, í símafyrirtækjum í Mið- Evrópu. Novator er í dag leiðandi fjárfestir í símafyrirtækjum í Pól- landi, Búlgaríu, Grikklandi og Finn- landi, en í vikunni var hins vegar leitt líkum að því í erlendum fjölmiðlum að frekari sala á símafélögum Nova- tors kunni að vera í farvatninu. Þetta er í fyrsta sinn sem félög Björgólfs innleysa verulegan sölu- hagnað af fjárfestingum sínum í símafyrirtækjum, en áætla má að hagnaður hans nemi 56 milljörðum króna. Um miðbik ársins 2004 bætir Björgólfur og fjárfestar honum tengdir verulega við hlut sinn í CRa, um haustið gera þeir yfirtökutilboð til annarra hluthafa og undir lok árs- ins var félagið svo afskráð af aðal- lista kauphallarinnar í Prag. Hækkar meira en markaðurinn Greining Landsbankans segir í Vegvísi í gær að markaðsvirði bréf- anna í kringum afskráninguna hafi þá verið um 40 milljarðar króna mið- að við hæsta verð. Reiknar deildin með að kaupverðið kunni að hafa verið eitthvað hærra þar sem ekki sé óalgengt að fjárfestar borgi hærra verð en gangverð á markaði þegar um yfirtöku sé að ræða. Gera má því ráð fyrir því að verðmæti félagsins hafi rúmlega tvöfaldast á þeim tveimur árum sem Björgólfur hefur farið með eignarhlut í félaginu. Á þessum tveimur árum hefur verð hlutabréfa á tékkneska mark- aðinum hækkað um 70%, þannig að arðsemi fjárfestingarinnar er tölu- vert umfram vöxt markaðarins. Ekki er hægt að benda á eitthvert eitt ákveðið atriði sem skýrir þessa miklu verðmætaaukningu aðra en að vel hafi gengið að hagræða í rekstr- inum á tímabilinu. Sala kann að vera í farvatninu Fjárfestingafélagið Novator á nú fjarskiptafyrirtæki í fjórum löndum; Finnlandi, Búlgaríu, Póllandi og Grikklandi. Novator er stærsti ein- staki hluthafinn í Elisa, næststærsta farsímafyrirtækis Finnlands, með 10% eignarhlut. Novator á í tveimur símafélaögum í Póllandi, Netia og P4. Í Búlgaríu á Novator Telecom Bulgaris nærri 75% í símafyrirtæk- inu BTC. Þá á Novator 26% eign- arhlut í gríska símafyrirtækinu For- thnet. Um síðustu áramót var talið að verðmæti fjárfestinganna væru vel á annað hundruð milljarða króna. The Financial Times segir í frétt að salan á CRa marki tímamót þar sem hún sýni vaxandi áhuga einka- fjárfestingasjóða á fjarskiptafélög- um og vilja þeirra til að ráðast í mjög skuldsett verkefni í Mið-Evrópu. Í erlendum fjölmiðlum er líkum leitt að því að kaup á BTC í Búlgaríu og Elisa í Finnlandi séu í farvatninu. Þessar fréttir er óstaðfestar. Björg- ólfur Thor er umbreytingafjárfestir að eigin sögn og margt bendir til að hagstæður seljendamarkaður sé nú á fjarskiptamarkaði í Mið-Evrópu og þannig gætu verið teikn á lofti. Verðmæti CRa tvö- faldast á tveim árum Frekari sala á símafyrirtækjum sögð í farvatninu Getur brosað Björgólfur Thor. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði lítillega eða um 0,1% í gær í 6.242 stig. Verslað var með hlutabréf fyrir tæpa 5,7 milljarða, mest með bréf Kaupþings banka eða fyrir rúma 1,7 milljarða. Gengi bréfa Atlantic Petroleum hækkaði mest eða um 1,4% en mest lækkun varð á bréfum í Teymi eða um 0,7%. Krónan styrktist um 0,5% í gær og kostar dalurinn nú 70,2, pundið 135,6 og evra 91,9 krónur. Króna styrkist annan daginn í röð ● MILESTONE, félag í eigu Karls Wernerssonar og fjölskyldu, verður kjölfestufjárfestir í nýjum fjárfest- ingabanka sem taka mun til starfa um næstu áramót. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, verður forstjóri bankans. Að sögn Karls Wernerssonar verður skýrt bet- ur frá stofnun bankans fyrir miðjan næsta mánuð og þá hverjir koma að stofnun hans með Milestone. Karl segir þó liggja fyrir að eigið fé bank- ans verði á bilinu 10–15 milljarðar króna og að starfsmenn verði á bilinu 40–45 og að þessi áform hafi ekki áhrif á eignarhlut Milestones í Glitni. Milestone stofnar fjárfestingabanka Tryggvi Þór Herbertsson falið í sér fyrir næstu vaxta- ákvörðun Seðlabankans enda hafi hann ekkert um það sagt þótt að öðru hafi verið látið liggja í fyr- irsögnum. „Þaðan af síður er hægt að túlka orð mín sem svo að þau endurspegli ágreining hagfræð- inga Seðlabankans við bankastjórn og enn síður bankaráð. Það hefur ekki verið venja mín að rökræða við bankastjórnina um pen- ingastefnuna í gegnum fjölmiðla og ég hef ekki í hyggju að taka þann sið upp nú,“ segir Arnór. ARNÓR Sighvatsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka Íslands, segir að í grein Morgunblaðsins í gær, þar sem vitnað hafi verið í umfjöll- un nokkurra aðila um ummæli sem fréttamaður fréttaveitu Bloomberg hafði eftir honum, gæti nokkurrar oftúlkunar. Í viðtalinu hafi hann að- eins endurtekið þau skilaboð um horfur í peningamálum sem sé að finna í síðasta hefti Peningamála. Arnór segir ótímabært að velta vöngum yfir því hvað geng- isþróunin undanfarnar vikur gæti Oftúlkun á orðum aðal- hagfræðings Seðlabankans                                    !"  #   $ ## %   "&     ' #  ( ) # * + , - . /+ ' #  & -' # , -  0   0  "    1   2$3 4 "54'  6      )7  " +   8  -   9: 5  ;<   ;<+++ 3 %3  = %3      !" 14 * + 13 -   ! #$ % 8>)? &  '  (                                                                 (- 2 3#  - + ;'3 @ # - +A .  1                         2        2 2    2 2 2                                              2 2    =3#  @ #B ;( C  +   "5%- 3#      2   2 2   2 2 2 1@3  3# 3 EFFIE-verðlaunin voru afhent öðru sinni í gær með viðhöfn á Nordica hóteli af Jóni Sigurðssyni, viðskipta- og iðnaðarráðherra. Samband ís- lenskra auglýsingastofa, SÍA, stend- ur fyrir verðlaununum, sem veitt eru fyrir auglýsingaherferðir og auglýs- inga- og kynningarefni. Voru þau fyrst afhent árið 2003. Valið stóð á milli 17 tilnefninga í tveimur flokkum. Í flokknum vörur voru veitt tvenn gullverðlaun, ann- ars vegar til Auglýsingastofunnar H:N markaðssamskipta og Bern- hard fyrir herferð um Honda CRV 4x4 bifreið og hins vegar til Íslensku auglýsingastofunnar og P. Sam- úelssonar fyrir herferð um Toyota Aygo-bifreið. ENNEMM auglýsingastofa og Ís- lensk getspá fengu silfurverðlaun í vöruflokknum fyrir herferðina um Lottóið með Lýð Oddsson í broddi fylkingar. Sigurvegarar verðlaunanna að þessu sinni geta talist ENNEMM auglýsingastofa sem jafnframt fékk gullverðlaun Effie í flokknum þjón- usta fyrir herferðina Nám er lífsstíll, sem unnin var fyrir Kaupþing banka. Silfurverðlaunin í sama flokki fóru til Hvíta hússins og Glitnis fyrir ímyndarherferð bankans. Morgunblaðið/ÞÖK Effie Fulltrúar ENNEMM og Lottó taka við Effie-verðlaunum sínum. Effie-verð- launin veitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.