Morgunblaðið - 25.11.2006, Side 36

Morgunblaðið - 25.11.2006, Side 36
tíska 36 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ EF ÞÚ FINNUR EKKI RÉTTU STÆRÐINA EKKI KENNA OKKUR UM Faxafeni 8, 108 Reykjavík, Sími 577 1170, www.boconcept.is Ef einhvern tímann er hægt aðspá fyrir um flóðbylgjutískuslysa þá er líklegast aðsú skelli á þegar tígra- mynstur komast í tísku. Þau eru nefni- lega stórhættuleg eins og dýrin sem gefið hafa hönnuðunum innblásturinn, sjóðheit, villt og öskrandi. Þau er ekki auðvelt að temja og þykja oft villa á sér heimildir: Er það druslulegt og billegt eða fágað og svalt? Í vetur er tígurmynstur að minnsta kosti heitt og er áberandi í nokkrum lit- um, einkum hvítu/svörtu, gulu/svörtu og rauðu/svörtu. Hönnuðirnir Louis Vuitton, Roberti Cavalli og Marc Jacobs voru á meðal þeirra í hátískunni sem lögðu línurnar í fatnaði og fylgihlutum, sem eru fjölmargir alveg dásamlegir, til þess að lífga upp á heildarútlitið og jafnvel þótt tískan fari í hringi þá bland- ar hún gömlu og nýju oft saman á skemmtilegan hátt svo úr verður eitt- hvað óvænt og jafnvel frumlegt. Þannig gefur tígurmynstrið kvenlegum sniðum í anda fimmta og sjötta áratugarins oft og tíðum fersk blæbrigði. Annað er, að mynstrið býður oft upp á svo fjölbreytta notkunar- og samsetningarmöguleika. Það má nota sömu flíkina, t.d. topp, til þess að klæða sig upp eins og þegar far- ið er á árshátíð, við svartar buxur eða pils, en hann passar líka vel við galla- buxur eða pils í vinnunna – hvort tveggja er við hæfi. En hvað er þá svona hættulegt? Tíg- urmynstur geta einfaldlega orðið að- eins of mikið af því góða því mynstrið er athyglisfrekt. Sé það hins vegar notað í hófi, við réttu aðstæðurnar og réttu flíkurnar er aðdráttarafl þess ótvírætt. Sumar konur geta klæðst kápu, kjól og topp, aðrar ættu að kalla fram það eftir- tektarverðasta í sínu fari með því að nota fylgihlut, veski, skartgripi eða skó, séu þær hrifnar af mynstrinu. Í flestum tilvikum er lykillinn að vel tömdu, tígruðu útliti sá að klæðast að- eins einni mynstraðri flík við einlitan fatnað eða nota einn áberandi fylgihlut. Ef kona klæðist of mörgum tíg- urmynstruðum flíkum eða ber of marga fylgihluti þá er hætta á að hún fari út af slóðinni, mynstrið taki völdin og hún verði að gangandi tískuslysi. En lífið er ekkert skemmtilegt án áhættu, svo æfðu þig bara fyrir framan spegilinn þangað til þér tekst að temja tíg- urmynstrin að þínum persónuleika og stíl! Rautt Mynst- ur undir áhrif- um tígursins verður áfram áberandi næsta vor og sumars eins og þessi kjóll eftir jap- anann Junko Shimada. Svalur Þennan kjól er auðvelt að temja við svört stígvél, 9.990 kr. Companys. Dásamleg Breitt belti, 2.495 kr. Skór.is, mjórra 1.995 kr. Valmiki. Klassi Fylgihlutir eru margir bæði fágaðir og kynþokkafullir. Veski, 4.990 kr. Cosmo. Virkar Stuttur jakki úr fínflaueli með sniði frá sjötta áratugnum, 11.990 kr. Oasis Temdu tígurinn Tígulegir Hættulega flott stígvél frá Maríu K. Magnúsdóttur, 49.990 kr. Valmiki. Vandmeðfarið Það eru fáar konur sem kom- ast upp með að klæðast tígramynstri frá toppi til táar en þessi getur það. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Tígurmynstrið getur verið konum stórhættulegt en þau er líka oft áhættunnar virði og stórglæsileg á þeim sömu eða í fylgd þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.