Morgunblaðið - 25.11.2006, Page 37

Morgunblaðið - 25.11.2006, Page 37
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 37 FRAM kemur á vef Aftenposten að sænsku neytendasamtökin hafi látið gera úttekt á þrettán barna- rúmum. Sex rimlarúm fá fall- einkunn, einungis tvö fá góða ein- kunn. „Sem betur fer hefur ekki orðið alvarlegt slys lengi,“ segir sér- fræðingur neytendasamtakanna, Kerstin Csiffary. Tölfræðin sýnir að algengustu slysin eru þau að börn falla úr rúminu. Léleg ending getur falið í sér alvarlega áhættu, t.d. þá að ef hlutar brotna í sundur eða gliðna getur myndast bil sem barnið reynir að troða sér í gegnum. Það getur orðið til þess að barnið kafnar, en slíkt slys varð einmitt nýlega í Bretlandi. Gæðaeftirlit sem viðhaft er með barnarúmum í Svíþjóð hefur ekki sýnt fram á að framleiðendur hafi tekið sig á síðan síðasta stikkprufa var tekin fyrir u.þ.b. þremur ár- um. Algengustu gallar á barnarúm- um eru þeir að rimlar losni og standi þannig upp eða út úr rúm- inu, veik bygging og galli í skrúfum. Einnig getur það valdið slysi ef of langt bil er á milli riml- anna, of langt er niður á botn rúmsins, svo og vondar samsetn- ingarleiðbeiningar. Rúm með slæma galla Anna Eco, Happyland Happy, Baby Dan Ocean, Segr Yvonne, Basson Baby Nicolai, Dangarden APS 88:an, Br. Johanssons Sängfabrik Rúm með minni galla Classic, Modi Moon Exclusive, Brio Trille Nina, Segers babyhose Troll Bebo, Babyproffsen Scandinavia, Babyproffsen Gallalaus rúm Anna, Kaxholmen Diktad, Ikea Morgunblaðið/Ásdís Varasamt Algengustu gallar á barnarúmum eru þeir að rimlar losni og standi upp eða út úr rúminu, veik bygging og galli í skrúfum. Hættuleg barnarúm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.