Morgunblaðið - 25.11.2006, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 25.11.2006, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nýtt íslenskt skáld Óskar Magnússon Borðaði ég kvöldmat í gær? Frásagnargáfa og húmor eins og Íslendingar vilja hafa hann „Þetta er þaul- hugsaður texti, hverfist um skýra fléttu hverrar sögu án útúrdúra. Og um allt leikur elskuleg hæðni sem veldur hlátri hjá grandalausum lesanda sem veit varla hvers er von.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttablaðinu 13. nóvember Í LEYNDINNI þrífst spillingin. Það er því mikið fagnaðarefni þegar nú er brotið blað í stjórnmálasög- unni og stjórnmálaflokkarnir koma sér loksins saman um löggjöf um fjármögnun stjórnmálastarfsemi og kosningabaráttu. Ár eftir ár eftir ár, allt frá árinu 1995, hef ég barist fyrir því að löggjöf af þessu tagi yrði sett. Benedikt Gröndal, fyrrv. formað- ur Alþýðuflokksins, er þó sennilega sá sem fyrstur lagði fram slíkt frumvarp árið 1975 eða fyrir rúmum 30 árum. Það hefur því tekið ótrú- lega langan tíma að ná fram þessari mikilvægu löggjöf, sem kemur fjár- reiðum stjórnmálaflokk- ana upp á yfirborðið, en grannþjóðir okkar hafa í langan tíma haft slík lög. Róðurinn var erfiður en nú ber að fagna Meginefni frumvarpsins sem ég lagði fram fyrir rúmum 11 árum var um skyldu stjórnmálaflokka til að birta opinberlega samræmda árs- reikninga sína og að nafngreina styrktaraðila sem gæfu fjárframlög yfir tiltekin mörk. Ítrekaður end- urflutningur og endurbætur á þessu máli á örugglega sinn þátt í að nú er verið að opna fjármál flokkanna sem mikil leynd hefur hvílt yfir og skap- að hefur mikla tortryggni. Í grein- argerð með því frumvarpi sem nú verður lagt fram er skýrsla um fjár- mál stjórnmálaflokkanna, sem lögð var fram af fyrrv. forsætisráðherra árið 2005 að minni beiðni, sögð vera aðdragandi þess að málið er nú í höfn. En róðurinn var sannarlega erfiður og segja má að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi verið helsti drag- bíturinn í þessu máli. Ísland á leið inn í nútímann Það gat ekki gengið lengur að Ís- land væri eitt af þremur ríkjum í Vestur-Evrópu, ásamt Sviss og Lúx- emborg, þar sem ekki hefði verið sett löggjöf um fjár- mál stjórnmálaflokka. Það var orðið skamm- arlegt að ítrekað væru hunsuð tilmæli um þetta á al- þjóðavettvangi, eins og innan Efnahags- og framfarastofn- unarinnar (OECD). Í nefnd stofnunarinnar, sem fjallar um spill- ingu, hafði Ísland iðu- lega sætt ákúrum fyr- ir að setja ekki löggjöf um að opna fjármál stjórnmálaflokka. Það er því mikið fagnaðarefni að Ísland sé nú á leið inn í nútímann með öðrum þjóð- um. Enn eru spillingarsmugur Vissulega er það þó áhyggjuefni að ekki eigi að vera gegnsæi í fjár- framlögum frá einstaklingum og þau birt opinberlega með líkum hætti og hjá lögaðilum. Þetta gæti aukið lík- urnar á áframhaldandi neðanjarð- arstarfsemi við fjármögnun stjórn- málaflokka í gegnum fjárframlög fjársterkra einstaklinga. Einnig má spyrja hvort eitthvað í þessu frum- varpi komi í veg fyrir að fyrirtæki gætu greitt auglýsingareikninga og fleira fyrir flokka og frambjóðendur, án þess að það kæmi fram í bókhaldi þeirra. Full ástæða er líka til að setja fjáraustri flokkanna í kosn- ingabaráttu þrengri skorður m.a. vegna auglýsinga, auk þess sem heimild frambjóðenda til þess sama er fullrýmileg. Jóhanna Sigurðardóttir alþing- ismaður. Loksins, loksins Jóhanna Sigurðardóttir fjallar um fjármál stjórnmálaflokka » Það er því mikiðfagnaðarefni að Ís- land sé nú á leið inn í nú- tímann með öðrum þjóð- um með því að opna fjármál stjórnmála- flokkanna. Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður. ÉG HEF frá 18 ára aldri tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæð- isflokksins, fyrst í ungliðahreyfing- unni og síðan í baklandi flokksins en stíg nú inn í hringiðu stjórnmál- anna. Ég hef reynslu af samgöngu- málum í gegnum fjögurra ára starf í samgönguráðuneytinu, hef reynslu af fjármálamarkaði þar sem ég starfaði sem eftirlitslögfræðingur Verðbréfaþings Ís- lands, nú Kauphall- arinnar, og hef reynslu af mennta- málum þar sem ég hef verið stundakennari við lögfræðideild Við- skiptaháskólans á Bif- röst og fyrsti deild- arforseti hennar. Frá árinu 2002 hef ég starfað í orkugeir- anum og er nú fram- kvæmdastjóri Orku- sölunnar. Ég hef ennfremur víðtæka reynslu af ýmsum öðrum sviðum þjóðmála. Þjöppum okkur saman! Við sem búum í þessu stóra og góða kjördæmi, Norðaust- urkjördæmi, þurfum að þjappa okkur saman og taka til hendinni við að gera það enn betra og eft- irsóknarverðara til búsetu. Við þurfum að stórefla samgöngur inn- an kjördæmisins því bættar sam- göngur eru lykillinn að því að styrkja innviði kjördæmisins og nýta betur þá fjárfestingu sem er til staðar í heilbrigðis- og mennta- kerfinu og á öðrum sviðum sam- félagsþjónustunnar. Góðar sam- göngur styrkja ennfremur stoðir atvinnulífsins. Norðfjarðargöng eru efst á for- gangslistanum og framkvæmdir við þau þurfa að hefjast strax. Ég lít á gerð þeirra sem fyrsta skrefið af mörgum í að þjappa saman byggð- arkjörnum á Austurlandi, allt frá suðurfjörðum og upp á Hérað. Úr- bætur á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum eru brýnar, sömu- leiðis Vaðlaheiðargöng, nýr vegur til Vopnafjarðar og bundið slitlag á alla helstu tengivegi í kjördæminu. Við þurfum líka að út- rýma einbreiðum brúm á helstu sam- gönguleiðum. Hægri grænir Ég hef brennandi áhuga á að stuðla að aukinni þjóðarvitund um mikilvægi um- hverfismála. Ég styð af alefli áform um uppbyggingu Vatna- jökulsþjóðgarðs sem ég held að muni hafa áhrif í öllu kjördæm- inu ef rétt er að staðið. Ég styð það einnig heilshugar að við höld- um áfram að nýta orkulindir okkar til að framleiða umhverfisvænstu orku heims, atvinnulífinu og þjóð- inni til framdráttar. Sjálfstæðisflokkurinn er að mín- um dómi „hægri grænn“ flokkur sem þarf að hampa mun meira en gert hefur verið markvissri stefnu sinni í umhverfismálum. Menntun er grunnur nýsköpunar Ég er þeirrar skoðunar að menntun sé grunnur allrar nýsköp- unar í landinu og með það að leið- arljósi vil ég beita mér á því sviði. Ég vil halda áfram að byggja upp þær menntastofnanir sem eru í kjördæminu og standa vörð um hag þeirra, stórefla verkmenntun sem og möguleika fólks til símenntunar. Þá vil ég stuðla að uppbyggingu öflugs þekkingarnets, með Háskól- ann á Akureyri sem grunnstoð. Ekkert á að vera því til fyrirstöðu að fjarnám á æðri skólastigum geti farið fram á mörgum stöðum í kjördæminu. Uppsveiflu um allt kjördæmið! Ég hef séð með eigin augum hversu miklum breytingum til hins betra samfélagið fyrir austan hefur tekið við allar þær framkvæmdir sem þar standa yfir. Breytingarnar eru mun stórbrotnari en margir átta sig á. Ég vil í náinni framtíð sjá sams konar uppsveiflu í öðrum hlutum kjördæmisins og nú er í gangi fyrir austan. Fyrir því mun ég beita mér, fái ég til þess umboð flokkssystkina minna. Mætum á kjörstað Um leið og ég þakka öllum sem hafa lagt mér lið í prófkjörsbarátt- unni, með sjálfboðavinnu og öðrum hætti, hvet ég sjálfstæðisfólk í Norðausturkjördæmi til að mæta á kjörstað í dag. Tökum þátt í að stilla um sterkum og sigurstrang- legum lista til alþingiskosninga. Leggjum drög að glæstum kosn- ingasigri í vor. Ég býð fram krafta mína. Ég býð fram krafta mína Ólöf Nordal reifar stefnumál sín »Ég vil í náinni fram-tíð sjá sams konar uppsveiflu í öðrum hlut- um kjördæmisins og nú er í gangi fyrir austan. Ólöf Nordal Höfundur er framkvæmdastjóri á Eg- ilsstöðum og býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norð- austurkjördæmi. ÞJÓÐ sem hefur opnað vinnu- markað sinn fyrir einstaklingum frá öðrum löndum ber skylda til að gera það sem hún getur til að tryggja að þessum ein- staklingum séu kynnt réttindi sín og opnaðir allir mögu- leikar til þess að vera virkir meðlimir í samfélaginu. Ár- angur innflytj- endastefnu má meta því hversu vel hefur tekist til með aðlög- un innflytjenda að samfélaginu, sem ætti því með réttu að vera helsta takmark innflytjendastefnu hverrar þjóðar. Allt sem þarf að gera er að litast um og spyrja: Gerir þessi ríkisstjórn nóg til þess að innflytj- endur geti lært tungumálið? Er þeim séð fyrir þeim upplýsingum sem þeir þurfa varðandi réttindi og skyldur? Er börnum innflytj- enda veitt sú aðstoð sem þau þurfa í skóla, varðandi tungumál og félagslega aðlögun svo þau fái sömu menntun og önnur börn? Í stuttu máli, gerir þessi ríkisstjórn allt sem hún á að gera til að fólk, sem hleypt er inn í landið, aðlagist? Á Íslandi er mikið af þjónustu í boði ýmissa samtaka um allt land. Hér í Reykjavík er Al- þjóðahúsið (The Int- ercultural Centre) helstu samtök fyrir samfélag innflytjenda á Íslandi. Fámennt starfslið þess veitir einstaklingum sem ný- komnir eru til landsins margþætta þjónustu, frá lagalegri ráðgjöf til þýðinga, frá íslensku- námskeiðum til þjón- ustu við börn. Flestir ef ekki allir, af u.þ.b. 5.000 innflytjendum sem búa í Reykjavík, hafa snúið sér til Alþjóðahússins eftir aðstoð, jafnvel mörgum sinnum og munu vonandi halda áfram að gera það. Ég segi vonandi af því að borg- arstjórn Reykjavíkur – sem Al- þjóðahúsið treystir á fjárhagslega – hefur nýlega ákveðið að skerða framlög til Alþjóðahússins um þriðjung, úr 30 milljónum króna á ári niður í 20 milljónir. Þetta gæti vel þýtt skerðingu á þeirri þjón- ustu sem Alþjóðahúsið getur veitt. Ástæða þessarar fjárhagslegu skerðingar er sú að peningurinn á að renna til tveggja nýrra þjón- ustumiðstöðva innflytjenda; einnar til austurs og annarrar í Hlíð- unum. Ég fagna fjárhagsstyrk þessara nýju þjónustumiðstöðva og ég skil að borgin hefur ekki milljónir á reiðum höndum. Hins vegar veitir Alþjóðahúsið ýmis konar ómiss- andi þjónustu fyrir stóran hluta af íbúum borgarinnar. Þeir hafa ein- faldlega ekki efni á fjárhagsskerð- ingu og Ísland hefur það ekki heldur. Þessi staða undirstrikar þörf þess að ríkið taki virkari þátt í þjónustu við aðlögun innflytjenda. Í vor munu rúmlega 33 milljónir íslenskra króna á ári losna úr fjár- lögum þegar hvalveiðum í vísinda- legum tilgangi verður hætt. Hluti þessa fjármagns gæti farið í að styðja Alþjóðahúsið. Hvaðan sem fjármagnið kemur er eitt alveg ljóst: Peningarnir sem sparast með því að skerða fjárveitingu til þjónustu við aðlögun innflytjenda tapast margfalt í því sem það mun kosta okkur til langs tíma litið ef það fólk sem kemur til landsins getur ekki lært tungumálið, hlýtur ekki viðunandi menntun og hrein- lega fær ekki tækifæri til að verða fullgildir og virkir meðlimir þjó- félagsins. Aðlögunarþjónusta er hagstæð fyrir allt Ísland. Ekkert okkar hefur efni á að vera án hennar. Einungis ábyrgð borgarinnar? Paul F. Nikolov skrifar um þjónustu við innflytjendur Paul F. Nikolov » Aðlög-unarþjón- usta er hagstæð fyrir allt Ís- land. Höfundur er frambjóðandi í forvali Vinstri grænna. Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.