Morgunblaðið - 25.11.2006, Síða 60
60 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vörubílar
Hjólkoppar - varahlutir
Hjólkoppar 15"-22,5" fyrir flestar
gerðir stærri bíla.
Varahlutir í vörubíla. Fjaðrir og ýmsir
notaðir hlutir.
Heiði rekstrarfélag ehf.,
sími 696 1051.
Til sölu þessi glæsilegi Jeep
Grand Cherokee Laredo 4X4 árg.
2005. 4703cc, 5 dyra, 8 strokkar, 290
hö, sjálfsk. 31" dekk, ek. 46 þ.km.
Gullfallegur og flottur í snjóinn.
Tilboð óskast! Uppl. 662 0030.
Verðhrun á bílum!
Nýlegir bílar frá öllum helstu fram-
leiðendum allt að 30% undir mar-
kaðsverði. Bestu kaupin valin úr 3 m.
nýrra og nýlegra bíla í USA og
Evrópu. Íslensk áb. og bílal. 30 ára
traust innflutningsfyrirtæki. Fáðu be-
tra tilboð í síma 552 2000 eða á
www.islandus.com.
VW Touran Trend árg. '05, ek. 22
þús. km. Mjög góður 7 manna VW
Touran Trendline til sölu. Steingrár
árg. 2005. 200 þús. út + yfirtaka á
láni. Upplýsingar í síma 899 0568.
MITSUBISHI LANCER, ÁRG. ‘92,
Ek. 157 þús., skoðaður ‘07. N’y ve-
trardekk. Verð 90 þús. Uppl. í síma
662 4285.
MMC Pajero árg. 1998 til sölu, 2.8
dísel, sjálfskiptur, topplúga, raf-
magnsrúður o.fl. 35" jeppaupphækk-
un. Toppbíll. Upplýsingar í síma
544 4333 og 820 1070.
Renault Megane II Coupe, ‘06,
Dynamic með 16” álfelgum. Sjálfsk.,
3ja dyra, glertoppur, regnskynj., rafdr.
rúður, fjarst. útvarp. Ek. 4 þús.Gott
bílalán. Sími 690 2577.
Til sölu Forester LUX XT '04
Ek. 38 þ. km. CD, lúga, cruise, hlíf,
cooler, leður, turbína, 177 hestöfl,
75% lán, afb. 42 þ. kr. Staðsetning
Höfðahöllin. Skoða skipti á '96-’00
Subaru á verði 2.490 þ. Tilboð 2.180
þ. Uppl. í síma 862 8892.
Bílar
Til sölu vegna veðurs Dodge
RAM 1500 árg. 2003, ekinn 84 þ. km,
næsta skoðun 2007. HEMI Magnum
V8-5.7 l, 345 hestöfl. Heilsársdekk á
20” krómfelgum, leður, geislaspilari
og DVD spilari með tveimur þráðlaus-
um heyrnartólum. Bíllinn er skráður 6
manna, pallhús og vetrardekk á 17”
felgum fylgja. Verð 2.640 þ. Nánari
upplýsingar veitir Ólafur, or@os.is.
Athugið að nýjasti veðurhaunkurinn,
Hálfdán, hefur setið í bílnum!
Þjónustuauglýsingar 5691100
NÝR DVD SPILARI OG NÝ VETRARDEKK FYLGJA
Chrysler Town and Country 2006. Þessi frábæri fjölnota fjölskyldubíll fæst
nú á sérstöku verði með öllu fyrir krakkana og tilbúinn fyrir veturinn.
100 bílar ehf., Funahöfða 1, sími 517 9999, www.100bilar.is
Opið virka daga kl. 10-19 og laugardaga kl. 12-17.
SLEÐA, VEIÐI OG HJÓLABÍLL MEÐ ÖLLU
Einn frábær í sportið! Dodge Ram 1500 ‘96 með húsi, tveir góðir 35” dekkja-
gangar, loftlá , 456 hlutföll, leitarljós, loftpúðar, nýr cd spilari. Toppbíll í
einstöku viðhaldi. Verðtilboð óskast.
100 bílar ehf., Funahöfða 1, sími 517 9999, www.100bilar.is
Opið virka daga kl. 10-19 og laugardaga kl. 12-17.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
VIÐURKENNING Barnaheilla fyr-
ir sérstakt framlag í þágu barna og
réttinda þeirra var afhent við hátíð-
lega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu á
mánudaginn.
Að þessu sinni féllu verðlaunin í
skaut Anh-Dao Tran sem stýrir
verkefninu „Framtíð í nýju landi“.
Áður hafa Barnahús, Hringurinn
Velferðarsjóður barna á Íslandi og
Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir á
BUGL hlotið viðurkenningu Barna-
heilla.
Anh-Dao kom sem flóttamaður
með fjölskyldu sinni til Bandaríkj-
anna árið 1975. Hún var þá á ung-
lingsaldri. Hún lauk meistaranámi í
kennslu heyrnarskertra frá Teachers
College við Columbiaháskólann í
New York. Hún kom fyrst til Íslands
árið 1980, en hefur átt hér lögheimili
síðan 1984. Hún kenndi fyrst við
Heyrnleysingjaskólann í Reykjavík,
en starfaði næstu ellefu árin við
enskukennslu, aðallega við skóla í
Borgarfirði.
Anh-Dao hefur lengi aðstoðað
flóttafólk frá Víetnam, bæði í Banda-
ríkjunum og á Íslandi. Hún vann á
unglingsárunum við túlkun á vegum
US Catholic Charities og tók síðar
þátt í móttöku flóttafólks fyrir Rauða
kross Íslands. Árið 1999 fór hún með
fjölskyldu sinni til tveggja ára dvalar
í Bandaríkjunum. Frá því hún sneri
aftur til Íslands hefur hún unnið að
sömu markmiðum sem kennari,
menntunarráðgjafi, verkefnisstjóri
og þátttakandi í rannsóknarverk-
efnum um málefni innflytjenda.
Anh-Dao Tran hefur hlotið ridd-
arakross hinnar íslensku fálkaorðu
fyrir störf í þágu nýrra Íslendinga og
íslensks fjölmenningarsamfélags.
Tilraunaverkefni
Verkefnið „Framtíð í nýju landi“
er þriggja ára tilraunaverkefni sem
hefur það að markmiði að aðstoða
víetnömsk ungmenni á aldrinum 15–
25 ára við að afla sér menntunar og
taka virkari þátt í í íslensku sam-
félagi. Í verkefninu er lögð áhersla á
að greina hindranir sem börn inn-
flytjenda þurfa að takast á við í skóla-
kerfinu og atvinnulífinu, að efla þátt-
takendur til að takast á við þær
hindranir og samtímis að vinna að því
að ryðja hindrunum úr vegi í skóla-
kerfinu og atvinnulífinu.
Morgunblaðið/Ásdís
Hlaut viðurkenningu Barnaheilla
RÁÐSTEFNA um kynferðisof-
beldi verður haldin í Tjarnarbíói í
dag, laugardag, kl. 12–19.
Stígamót, Bríet og Karlahópur
Femínistafélagsins halda ráðstefn-
una í tilefni af 16 daga átaki gegn
kynbundnu ofbeldi. Ráðstefnan
skiptist í tvö málþing. Á fyrra mál-
þinginu frá kl. 12–13.30 verður
sektarkennd kvenna tekin fyrir.
Leitast verður við að skilgreina
sektina, hvaðan hún kemur og
hvaða áhrif hún hefur á þolendur
kynferðisofbeldis. Veitt verður
innsýn í persónulega upplifun af
sektinni og baráttunni við sjálfs-
ásakanirnar.
Á málþingi um ábyrgð karla frá
kl. 14–16 verður leitað svara við
spurningunni um hver ábyrgð
karla sé í umræðunni um kyn-
ferðisofbeldi, hvernig karlar geti
tekið þátt í henni og haft áhrif á
hana.
„Með því að hafa þessi tvö mál-
þing samhliða er verið að sýna
hvernig þarf að breyta umræðunni
um kynbundið ofbeldi. Ábyrgðin í
þessum málaflokki á ekki að liggja
á konum og þess vegna þurfa kon-
ur að afsala sér henni. Í ljósi þess
að meira en 90% ofbeldismanna
eru karlar þarf þessi umræða að
eiga sér stað á meðal karla. Karl-
menn þurfa að taka ábyrgð í bar-
áttunni gegn kynferðisofbeldi,“
segir í fréttatilkynningu.
Þegar málþingi karlanna er lok-
ið verður gengið að Héraðsdómi
Reykjavíkur við Lækjartorg til að
mótmæla lélegri nýtingu á refsi-
ramma laganna gagnvart nauðg-
urum.
Að mótmælastöðunni lokinni er
fólki boðið aftur í Tjarnarbíó þar
sem samantekt verður gerð á mál-
þingunum tveimur. Boðið verður
upp á veitingar og ljúfa tóna frá
trúbadorunum Lay Low og Þóri.
Aðgangur er ókeypis.
Ráðstefna um
kynferðisofbeldi
DANSRÁÐ Íslands, fagfélag dans-
kennara á Íslandi, stendur fyrir
jólasýningu og jóladanskeppni nk.
sunnudag 26. nóvember, í Broad-
way Hótel Íslandi.
Jólasýningin hefst klukkan 13 og
verða fjölmörg sýningaratriði á
boðstólum frá félögum DÍ, barna-
dansar, djassballet og samkvæm-
isdansar, auk þess sem dansað
verður í kringum jólatré og hver
veit nema jólasveinninn láti sjá sig,
segir í fréttatilkynningu.
Að sýningunni lokinni, kl. 15.30,
hefst jóladanskeppnin, sem er með
öðru sniði en keppendur og áhorf-
endur eiga að venjast, þar sem
dómarar keppninnar eru ekki fag-
lærðir danskennarar heldur áhrifa-
manneskjur í þjóðlífinu, hver á sinn
hátt. Að þessu sinni verða dómarar
keppninnar Siv Friðleifsdóttir heil-
brigðis- og tryggingaráðherra, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar-
stjóri, Bentína Björgólfsdóttir
athafnakona og Birgitta Haukdal
poppstjarna.
Þetta er í annað sinn sem Dans-
ráð Íslands stendur fyrir slíkri
keppni en á síðasta ári var góður
rómur gerður að þessari keppni.
Húsið verður opnað klukkan 12 og
er áætlað að keppni ljúki eigi síðar
en klukkan 18.
Jóladanskeppni og sýning