Morgunblaðið - 25.11.2006, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 25.11.2006, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 63 menning SENA KLASSÍK KYNNIR: ÓPERUDÍVAN ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR OG SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS UNDIR STJÓRN KURT KOPECKY. ARÍUR EFTIR VERDI, PUCCINI, GIORDANO OG FLEIRI All Rights Reserved STEF SCD377 ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR ARÍUR EFTIR VERDI, PUCCI NI, GIORDANO OG FLEIRI SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSL ANDS KURT KOPECKY STÓRGLÆSILEG ÚTGÁFA Í TILEFNI AF 20 ÁRA STARFSAFMÆLI ELÍNAR ÓSKAR. Komin út! Á nýliðinni uppskeruhátíð Ís-lensku kvikmynda- og sjón-varpsakademíunnar, Edd- unni, skartaði leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir fagurrauðu trúð- anefi. Þó Ilmur hafi vissulega verið kómísk ásýndum var tilgangur hennar ekki einungis sá að skemmta áhorfendum. Hún var ekki síður að minna á dag rauða nefsins sem verður 1. desember nk. Það er landsnefnd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF Ísland, sem hvetur lands- menn til að gleðjast þennan dag og gleðja aðra, einkum börn sem búa við sára neyð. UNICEF hefur nú hafið sölu á rauðum nefjum eins og það sem Ilmur bar og rennur allur ágóði af sölunni til verkefna sem bágstödd börn víða um heim njóta góðs af. Hápunktur söfnunarinnar er hins vegar söfnunarþáttur sem sýndur verður í opinni dagskrá Stöðvar tvö, þar sem valinkunnir skemmtikraftar láta að sér kveða og hvetja í leiðinni fólk til að leggja góðu málefni lið.    Hugmyndin að baki degi rauðanefsins kemur frá bresku góð- gerðarsamtökunum Comic Relief, sem voru stofnuð árið 1985 þegar hungursneyð gekk yfir Eþíópíu. Dagurinn er nú haldinn í Bretlandi annað hvert ár sem Red Nose Day og hefur fest sig svo rækilega í sessi að hann er orðinn hálfgerður hátíð- isdagur sem gjarnan kemur fram á opinberum dagatölum. Allir sem plastnefi geta valdið verða sér úti um trúðanefin skæru og jafnvel bílar eða heilu byggingarnar skarta rauðu nefi í tilefni dagsins. Þá er skólastarf að miklu leyti tileinkað deginum. Hönnun nefjanna hefur verið mismunandi frá ári til árs. Til að byrja með var boðið upp á hið sí- gilda trúðanef, það sama og Íslend- ingar eru nú hvattir til að bera. Síð- ar óx nefinu handleggir og fætur, það breyttist í tómat, það lét sér vaxa hár í öllum regnbogans litum, jafnvel feld, og það bættist á það andlit. Næsti dagur rauða nefsins verður haldinn í Bretlandi í mars 2007 og herma heimildar að nefið verði í stærri kantinum það skiptið. Sú hefð hefur skapast í Bretlandiað gefin er út smáskífa í að- draganda dags rauða nefsins til að skapa réttu, léttu stemninguna og rennur ágóði sölu hennar til góð- gerðarmála sömuleiðis. Útgáfunnar er jafnan beðið með mikilli eft- irvæntingu enda engir aukvisar sem þar koma við sögu. Meðal þeirra listamanna sem hafa í gegn- um tíðina lagt sitt af mörkum með þessum hætti má t.d. nefna drengja- flokkana Westlife og Boyzone, Kryddpíurnar, McFly og Right Said Fred. Þessi hugmynd hefur verið gripin á lofti hérlendis og er sala hafin á smáskífu Baggalúts, Brostu.    En það er ávallt sjónvarps-útsendingin að kvöldi dags rauða nefsins sem beðið er með mestri óþreyju. Um stórviðburð er að ræða þar sem helstu skemmti- kraftar innan og utan heimsveld- isins bregða á leik – hver með sínu nefi auðvitað. Frá 1985 hefur á þriðja hundrað skemmtikrafta gef- ið vinnu sína til þessa góða mál- efnis, þeirra á meðal John Cleese, Jerry Springer, Johnny Depp, Ali G, Robbie Williams, Woody Allen, Rowan Atkinson, Little Britain- tvíeykið o.fl.    Tilgangur dagsins er göfugur: aðbeita gríni og glensi til að koma alvarlegum skilaboðum á framfæri. Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst með framtakið 1. desember nk. og hvernig Íslend- ingar taka í nýbreytnina, bæði í hlátri og fjárframlögum talið. Dagur rauða nefsins Ljósmynd/Börkur Sigþórsson Dagur rauða nefsins Ilmur er einn fjölmargra skemmtikrafta sem leggja degi rauða nefsins lið sitt. Flóki Guðmundsson » Síðar óx nefinuhandleggir og fætur, það breyttist í tómat, það lét sér vaxa hár í öll- um regnbogans litum, jafnvel feld, og það bættist á það andlit. floki@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.