Morgunblaðið - 25.11.2006, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 25.11.2006, Qupperneq 67
Fjöldi mynda Myndskreytingar úr 29 barnabókum eru á sýningunni í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Morgunblaðið/Ómar Fastur liður Sýningin hefur verið haldin á hverju ári síðan 2002. Morgunblaðið/Ómar ÁRLEG sýning á myndskreytingum sem komið hafa út í barnabókum á árinu verður opnuð í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi í dag kl. 15. Við opnunina verða Íslensku mynd- skreytiverðlaunin, sem kennd eru við Dimmalimm, veitt fyrir bestu myndskreyttu barnabókina 2006. Sýningin hefur verið haldin á hverju ári síðan 2002. Guðrún Dís Jónatansdóttir verkefnisstjóri hjá Gerðubergi segir að sýndar verði myndskreytingar úr 29 bókum en myndskreytar sem taka þátt í sýn- ingunni í ár eru 25. „Okkur fannst al- veg tilefni til þess að vekja athygli á þessum þætti bókaútgáfunnar. Verðlaunin og sýningin hefur fallið í góðan jarðveg hjá myndskreytum og athyglin sem þetta vekur kemur bókaútgáfunum einnig vel,“ segir Guðrún Dís. Þeir myndskreytar sem sýna verk sín á sýningunni eru Anna Cynthia Leplar, Anna Þóra Árnadóttir, Ágúst Bjarnason, Áslaug Jónsdóttir, Bjarni Þór Bjarnason, Björk Bjarkadóttir, Brian Pilkington, Brynhildur Jenný Bjarnadóttir, Erla Sigurðardóttir, Freydís Krist- jánsdóttir, Guðrún Hannesdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Hall- dór Ásgrímur Elvarsson, Halldór Baldursson, Karl Jóhann Jónsson, Katrín J. Óskarsdóttir, Kristinn G. Jóhannsson, Lóa Hlín Hjálmtýs- dóttir, Margrét Laxness, Ólafur Gunnar Guðlaugsson, Sigríður Ásdís Jónsdóttir, Sigrún Eldjárn, Stephen Fairbairn, Þorgerður Jörundsdóttir og Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Heiðardóttir. Félag íslenskra bókaútgefenda, Myndstef og Penninn standa að verðlaununum ásamt Menningar- miðstöðinni Gerðubergi. Í dómnefnd eru þau Aðalsteinn Ingólfsson, list- fræðingur, Kalman le Sage de Fon- tenay, auglýsingateiknari og Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona. Myndskreytingar í barnabókum Íslensku myndskreytiverðlaunin afhent í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 67 menning GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Guðrún Hólmgeirsdóttir framhaldsskólakennari og Jón Kal- dal aðstoðarritstjóri. Þau ásamt lið- stjórunum Hlín Agnarsdóttur og Davíð Þór Jónssyni fást við þennan fyrripart, ortan um ótrúleg vand- ræði höfuðborgarbúa vegna snjó- komu í Reykjavík: Alltaf er jafn undravert þá ofan fellur snjórinn. Fyrripartur síðustu viku var ortur í tilefni af afmælisdegi Jónasar Hall- grímssonar: Betur hefði lifað lengur listaskáldið góða. Davíð Þór botnaði svo: Því feikna stefgjöld fengi drengur og feitan af þeim gróða. Edda Sóley Óskarsdóttir botnaði m.a.: Ótrúlega illa gengur öllum nú að ljóða. Íslensk tunga illa gengur, aldrei laus við sóða. Auður Lilja Erlingsdóttir: Í valinn fallinn vænn er drengur veröld setur hljóða. Hlustendur létu ekki sitt eftir liggja, m.a. Magnús Geir Guðmundsson: Ægifagri Íslandsdrengur, eftirlæti fljóða! Valur Óskarsson: Er ungra slitnar ævistrengur, alla setur hljóða. Jón Rúnar Sveinsson: Fjölnismaður, frábær drengur, vor fremsti smiður ljóða. Auðunn Bragi Sveinsson m.a.: Að því hefði orðið fengur: úrval mætra ljóða. Lífið kvaddi ljúfur drengur, - lítt sem hafði að bjóða. Þórhallur Hróðmarsson: Þá eflaust hefði ort sá drengur aukin kynstur ljóða. Georg Ólafur Tryggvason: Færst þá hefði okkur fengur í formi nýrra ljóða. Sverrir Friðþjófsson: Því svona merkur dáðadrengur er draumur allra þjóða. Eysteinn Pétursson: 0g svo væri einnig fengur í Sæmundi fróða. Undravert að ofan fellur snjórinn Orð skulu standa Þáttastjórnandi ásamt liðstjórum. Hlustendur geta sent sína botna á netfangið ord@ruv.is eða bréfleiðis til Orð skulu standa, Ríkisútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Útvarp | Orð skulu standa LeikarinnMichael Richards, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Cosmo Kramer í Seinfeld- þáttunum, hefur ráðið sér al- mannatengil sem hefur tengsl við samfélag þeldökkra í Bandaríkjunum. Þetta gerir hinn 57 ára gamli Richards í kjölfar niðr- andi ummæla sem hann lét nýlega falla um blökkumenn á sviði í grín- klúbbi í Los Angeles. Richards baðst afsökunar á fram- ferði sínu í sjónvarpi og hann hefur núna ráðið almannatengilinn How- ard Rubenstein til þess að koma iðr- un sinni á framfæri. Að sögn Rubenstein vill Richards „græða það stóra sár sem hann hef- ur valdið bandarískum almenningi“. Fólk folk@mbl.is Alltsem flú vilt vita um EMINEM Ævisaga rappara. Eiríkur Örn Nor›dahl fl‡ddi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.