Morgunblaðið - 14.12.2006, Qupperneq 22
|fimmtudagur|14. 12. 2006| mbl.is
Bókin sem allir eru að tala um
- og þú verður að lesa
„Frásögnin er einlæg og verð-
ur sterkari fyrir bragðið.
Hún einkennist af hugrekki,
því að til sögunnar eru þeir
nefndir, sem svífast greini-
lega einskis til að skara eld
að eigin köku.“
Björn Bjarnason dóms- og
kirkjumálaráðherra
á björn.is
„Ég ætlaði ekkert að lesa
hana, bara að þefa af henni
eins og maður gerir við flest-
ar bækur á þessum árstíma.
En það var eitthvað við upp-
hafið (...) sem laðaði mig
inn í bókina uns ég gat ekki
hætt að lesa. Flott verk.“
Silja Aðalsteinsdóttir
á tmm.is
„Með betri ævisögum ís-
lenskra stjórnmálaleiðtoga.
Opinská, fróðleg, áhrifarík
og umfram allt skemmtileg.
Ég mæli sterklega með
þessari bók.“
Guðmundur Steingrímss.
á gummisteingrims.blog.is
Frábærlega vel skrifuð bók
eftir Þórunni Hrefnu Sigur-
jónsdóttur um einn merkasta
stjórnmálamann síðari ára,
Margréti Frímannsdóttur.
Magnús Már
Guðmundsson, formaður
Ungra jafnaðarmanna.
Einlæg og átakamikil ævisaga
sem lætur engan ósnortinn
daglegtlíf
Í Washington má gera ýmislegt
annað en að velta sér upp úr
heimsmálunum jafnvel þótt það
geri úrhellisrigningu. » 28
ferðalög
Á Ítalíu hefst aðventan fyrir al-
vöru 8. desember og eftir það
má fólk fara að skreyta jólatrén
sín. » 29
aðventan
Skortur virðist vera á Lego-
leikföngum fyrir þessi jól um
Evrópu alla og þar á meðal á Ís-
landi. » 24
börn
Allt að 95% verðmunur mæld-
ist á nýjum jólabókum í verð-
könnun sem verðlagseftirlit
ASÍ gerði í gær. » 26
verðkönnun
Fyrir þessi jól kaupa Íslendingar
rúmlega 40.000 lifandi jólatré.
En hvernig á að meðhöndla þær
tegundir sem eru í boði? » 25
neytendur
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Við höfum stundum veriðfleiri og stundum færriog svo hafa bæst nýirmeðlimir í hópinn. En
harða kjarnann myndum við
stelpurnar sem kynntumst þeg-
ar við byrjuðum saman í sex ára
bekk hér í sveitinni,“ segja þær
Agnes Heiður Magnúsdóttir,
Sylvía Sigurðardóttir og Jónína
Kristjánsdóttir sem hafa það fyrir
reglu að hittast á aðventunni, njóta
samverunnar og búa eitthvað til í
leiðinni eins og jólakort og jóla-
gjafir. Í þetta sinn hittast þær
heima hjá Sylvíu í Reykholti í
Biskupstungum, en í þeirri sveit
eru þær allar þrjár fæddar og upp-
aldar.
„Við höfum flutt burt í millitíð-
inni og þá hist á aðventunni í
Reykjavík, Hveragerði eða annars
staðar og stundum brotist áfram í
vondum veðrum til að komast alla
leið. En nú erum við Agnes fluttar
aftur á æskuslóðirnar og í hópinn
hafa bæst frænkur og systur sem
eru búsettar hér,“ segir gestgjaf-
inn Sylvía.
Ein úr hópnum, Heiðbrá
Harðardóttir, lét sig ekki muna um
að koma alla leið frá Kirkjubæj-
arklaustri til að vera með á jóla-
fundinum, en henni kynntust
Agnes og Jónína þegar þær voru
saman í Fjölbraut á Selfossi á sín-
um tíma. Erla Ólafsdóttir lætur sig
heldur aldrei vanta á aðventukvöld
vinkvennanna en hún er úr Skafta-
fellssýslu rétt eins og Heiðbrá.
„Við Heiðbrá vorum í herbergi við
hliðina á Agnesi og Jónínu á
heimavistinni á Selfossi og við átt-
um það allar sameiginlegt að vera
að flytja í fyrsta skipti að heiman,
sextán ára og bláeygar og við náð-
um strax vel saman og höfum hald-
ið vinskap síðan þá.“
Tvær í hópnum eru ný-
liðar, þær Bryndís Krist-
jánsdóttir systir
Jónínu og Ás-
laug Rut Krist-
insdóttir frænka
þeirra.
Það er þó
nokkur handa-
gangur í öskj-
unni þegar tek-
ið er til við
sápugerð sem Agnes
leiðir, hún bræðir efni í
potti og hellir í mót. Hinar
taka meiri þátt í baðsaltsgerðinni
og ilmolíurnar ná að yfirgnæfa
jólailminn. Jólalögin hljóma yfir sjö
raddir kátra vinkvenna og nóg er
af góðgæti sem Sylvía
reiðir fram af mik-
illi gestrisni.
Eftir að
sápur og
baðsalt hef-
ur verið af-
greitt og
maginn fyllt-
ur af góðum mat tek-
ur jólakortagerðin við og þá er
meira hægt að spjalla, spá og spek-
úlera. Rifja upp gamlar minningar
og hlæja að því hvaða strákum þær
voru skotnar í á unglingsárunum.
Og hvað þær skemmtu sér mikið
þegar þær bjuggu í bænum í pínu-
litlum íbúðum og þeyttu rjóma
uppi í rúmi á aðventukvöldinu.
Systurnar Jónína og Bryndís
keppast við að hrista af sér orð-
spor um lítil afköst í kortagerðinni,
aðrar nostra lengi við hvert kort
og afraksturinn er mjög fjöl-
breyttur.
Vinkonur búa
til sápu, bað-
salt og jólakort
Vinkonur Það er gaman að koma saman, spjalla og rifja upp gamla tíma á meðan jólakortin eru búin til og sáp-
urnar mótaðar. Frá vinstri: Áslaug, Agnes, Sylvía, Bryndís, Erla, Heiðbrá og Jónína.
Morgunblaðið/ Kristín Heiða
Jólakortagerð Efniviðurinn í kortin kemur úr ýmsum áttum.