Morgunblaðið - 14.12.2006, Side 38

Morgunblaðið - 14.12.2006, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðbjörg Sig-ríður Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 12. júlí 1907. Hún andaðist á líkn- ardeild Landakots 4. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Páll Einarsson bátasmið- ur og vélamaður og Pálína Jónsdóttir verkakona. Hún var elst þriggja alsystk- ina, yngri voru Jón- ína Lilja, f. 1909, d. 1980, og Guðmundur, f. 1911, d. 1941 (fórst með bv. Sviða). Hálf- systkini hennar voru Stefanía, Þórunn, Jóhanna, Einar og Olga Dagmar, þau eru öll látin. Faðir Guðbjargar drukknaði 1914. Hún ólst upp í Reykjavík hjá móður sinni ásamt alsystkinum sínum, oft við þröngan kost. Guðbjörg giftist 7. mars 1931 sr. Bergi Björnssyni, f. 9. maí 1905, d. 16. október 1990. Hann vígðist að vélavirkja, f. 1970, börn þeirra eru tvíburarnir Brynjar Þór og Katrín Ósk, f. 2001. Dóttir Guðmundar frá fyrra hjónabandi hans og Erlu Valtýsdóttur, d. 21. apríl 1969, er Berglind bankastarfsmaður, f. 1965, synir hennar eru Bergur Vil- hjálmsson, f. 1992, og Heiðar Páll Berglindarson, f. 2002. Árið 1961 fékk sr. Bergur lausn frá prestsembætti og fluttist fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Þar starf- aði sr. Bergur sem fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Einnig fékkst hann við kennslustörf. Í Reykjavík fór Guðbjörg að vinna utan heimilis og var starfsvett- vangur hennar á meðferðarheim- ili. Sr. Bergur var farlama sjúk- lingur síðustu 11 æviár sín, dvaldist lengst af heima og helg- aði Guðbjörg sig umhyggjunni fyrir honum. Eftir lát eiginmanns- ins bjó Guðbjörg áfram á heimili sínu á Háaleitisbraut 50, ásamt Ragnari Heiðari syni sínum, sem alla tíð bjó heima hjá foreldrum sínum og var þeirra beggja styrk- asta stoð. Mörg síðustu árin þjáð- ist Guðbjörg mjög af þeim sjúk- dómi, sem nú hefir leitt hana til lokadægurs. Útför Guðbjargar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Breiðabólsstað á Skógarströnd 27. mars sama ár og bjuggu þau hjónin þar um sex ára skeið. Þaðan fluttust þau að Stafholti í Stafholt- stungum. Þar þjónaði sr. Bergur frá 1937– 1961 og var prófast- ur í Mýraprófasts- dæmi frá 1945–1961. Þau hjónin eignuðust tvo syni, sem báðir eru búsettir í Reykja- vík, þeir eru: 1) Ragnar Heiðar, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, f. 1935. 2) Guð- mundur Páll, fulltrúi hjá Bruna- málastofnun Íslands, f. 1942, kvæntur Gerði Daníelsdóttur bankastarfsmanni, f. 1946. Börn þeirra eru a) Björn, vélfræðingur, f. 1970, sambýliskona Kristín Björnsdóttir, sonur þeirra er Guð- mundur Brimir, f. 2002. b) Guð- björg aðalbókari, f. 1976, gift Magnúsi Eðvarði Guðleifssyni bif- Elsku amma, ég sit hér við kerta- ljós og horfi á mynd af þér. Kistu- lagningin þín var í dag, en ég trúi þessu samt ekki, jú, jú, vissi að það kæmi að þeirri stund að þú myndir kveðja og hefja ferðalagið mikla. Þú orðin 99 ára og hálfu ári betur. En þetta er sárt, alveg ótrúlega sárt. Ég sagði við gullmolann okkar, son minn, hann Berg, þegar hann sagði „Nei, nei, langamma getur ekki verið dáin“ að við mættum ekki vera eigingjörn. Þú varst orðin svo þreytt, svo þreytt á eilífum sársauka og vanlíðan. Mikið þótti mér vænt um þegar séra Björn Jónsson kallaði mig fóst- urdóttur þína við kistulagninguna, þannig var það svo sannarlega þó svo að þú hafir alltaf verið amma í mínum huga. Til ykkar afa flutti ég eftir móðurmissi fjögurra ára göm- ul. Þið tókuð mér opnum örmun þó svo að þið væruð nú bæði komin yfir miðjan aldur eða um 60 ára, og þar af leiðandi örugglega ekki alltaf ver- ið auðvelt að sjá um lítið fjörugt stelpuskott, sem varð svo unglingur og oft á tíðum uppreisnargjarn ung- lingur. Alltaf voruð þið svo góð við mig, alltaf var mér fyrirgefið, ég sé það núna þegar Bergur minn er að komast á unglingsárin að þetta hef- ur nú ekki verið auðvelt, amma mín. Afi orðinn skugginn af sjálfum sér eftir að hafa fengið blóðtappa við heila, misst málið og nánast lamaður hægra megin líkamans. En þú varst harðákveðin í því að annast hann sjálf heima með dyggri og góðri hjálp Ragga frænda. Hefði nú marg- ur gefist upp en ekki þú, amma, að gefast upp var ekki til í þínum kokkabókum, og þið Raggi önnuðust afa svona í 11 ár eða þangað til hann lést í rúminu sínu heima 16. okt. 1990. Frá ykkur gekk ég í skóla á vet- urna en á sumrin dvaldi ég í Borg- arfirðinum hjá foreldrum Gerðar stjúpmóður minnar og Ingibjörgu dóttur þeirra. Yndisleg hjón sem mér þótti mikið vænt um og leið vel hjá, en þau eru nú bæði látin. 18 ára flutti ég að heiman en það leið varla sá dagur sem ég heyrði ekki í þér amma mín, þér leið ekki vel nema þú næðir þó ekki væri nema smásímasambandi við mig og svo pabba, varðst bara að heyra í okkur hvern dag. Nánast á hverjum sunnudegi kom ég svo og nánast öll fjölskyldan í heimsókn til ykkar Ragga. Synir mínir dáðu þig mikið, þá sérstaklega Bergur sem varð 14 ára núna 7. des. Oft á tíðum þegar hann var yngri og þegar ég þurfti að vinna lengur en hinn venjulega vinnutíma þá fór Raggi og náði í hann og fór með hann til þín á „Háu“ og varð hann einstaklega hændur að þér og þótti mjög svo vænt um þig. Litli stubb- urinn minn hann Heiðar Páll, sem varð þriggja ára 3. des. eða daginn áður en þú kvaddir, hændist líka mikið að þér, hann var ekki hár í loftinu þegar hann fór að príla upp í rúmið til þín til að kúra hjá þér og knúsa þig, hann segir núna að þú sért farin til guðs, englanna og tunglsins. Ég gæti nú skrifað heila bók minninga, en ég hef stiklað á stóru hér. Mig langar, elsku amma mín, að kveðja þig með bæninni „þinni“ sem þú lagðir ofuráherslu á að við kenndum börnunum okkar. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Elsku amma mín, ég efast ekki um að þér líður vel núna. Hópur af fólki hefur tekið á móti þér „hinum megin“, afi Bergur þar fremstur í flokki, Ásta vinkona þín sem þig dreymdi svo oft, þið eruð á góðum stað að sötra kaffisull, og allir hinir sem hófu þessa ferð á undan þér. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allt, þú varst yndisleg kona, ég og strákarnir mínir söknum þín sárt. Hvíl í friði, amma mín. Berglind. Þá ertu farin, elsku amma mín. Ég sakna þín svo mikið en ég veit að þér á eftir að líða vel núna þegar þú ert komin til Guðs. Þú varst alltaf svo góð og kenndir mér svo margt um kærleika og trú. Aldrei máttirðu sjá neitt aumt án þess að finna til samkenndar og alltaf var trúin svo sterk hjá þér. Ég man svo vel eftir þegar þú varst að passa mig þegar ég var lítill, hvað þú varst góð. Stundum ef það voru slys eða annar harmleikur hjá ókunnugu fólki þá fórst þú að gráta af því þú fannst svo til með fólkinu. Ég man ennþá hvað þú varst stolt af mér þegar ég ákvað að fara í Vélskólann eins og Gummi bróðir þinn hafði gert, en ég sé það núna hvað þú hefur haft miklar áhyggjur af mér þann tíma sem ég var á sjónum. Alltaf hefur þú verið miðpunkturinn í fjölskyldunni og eru þær ófáar góðu stundirnar sem við höfum átt saman heima hjá þér og Ragga, eða í öllum símtölunum milli okkar. En þinn tími var víst kominn, enda aldurinn orðinn hár. Við fjölskyldan á Víghólastígnum kveðjum þig nú, en þú veist að þú átt alltaf stórt pláss í hjörtum okkar. Þínir ástvinir Björn, Kristín og Guðmundur. Minningarnar streyma fram. Mín- ar allra fyrstu minningar tengjast ömmu; við fjölskyldan sitjandi á Tótustöðum að drekka heitt súkku- laði og borða nestið sem hún útbjó og var í bláum kassa. Faðmurinn hennar ömmu var mjúkur og hlýr og tók alltaf á móti mér þegar ég kom til hennar, hún kallaði mig aldrei neitt annað en „nöfnu sína“ og þótti mér innilega vænt um það. Sunnudagsheimsókn- irnar til ömmu voru partur af lífi mínu frá því ég man eftir mér. Þá fékk ég heita súkkulaðið hennar sem mér fannst besta súkkulaði í heimi. Amma var alltaf svo ánægð með okkur barnabörnin og lét okkur óspart vita af því hvað hún var stolt af okkur og fyrir það er ég þakklát. Langömmubörnin voru orðin fimm og eru Katrín og Brynjar heppin að hafa fengið að kynnast langömmu sinni svo vel. Núna vita þau að langamma er komin til langafa og vona þau að Perla sé einhverstaðar þarna nálægt og að langamma knúsi hana frá þeim. Já, minningarnar um ömmu eru margar og ljúfar. Minningar um jól- in, matseldina hennar, mig í Ölfus- borgum með ömmu, afa og Ragga og minningar um hana að hlúa að afa. En fyrst og fremst eru þetta minningar um ótrúlega konu sem setti fjölskylduna alltaf í fyrsta sæti. Missir Ragga er mikill. Amma hefði ekki getað verið heima svona lengi nema vegna hans og verður honum aldrei fullþakkað fyrir allt sem hann gerði fyrir hana. Loksins hefur amma mín fengið hvíldina sem hún var farin að þrá svo heitt. Ég þakka henni fyrir allar góðu stundirnar og minningarnar sem þær skilja eftir sig. Guðbjörg. Elsku (lang)amma, þegar mamma vakti mig aðfaranótt 4. desember og sagði mér að þú værir dáin, þá leið mér bæði vel og illa. Ég vissi það að þú, sem varst einu sinni hrædd við að deyja, varst farin að þrá það núna. Þess vegna var ég glaður. En mér leið illa vegna þess að ég veit að ég mun sakna þín svo mikið. Þegar ég byrjaði í skóla þá sótti Raggi frændi mig stundum og fór með mig á „Háu“, mér fannst það alltaf svo gaman og síðan þegar ég eltist, þá fór ég í heimsókn til þín á sunnudögum og knúsaði uppáhalds- ömmu mína. Þú varst víst langamma mín, en ég kallaði þig alltaf ömmu. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem.) Hvíl í friði, elsku amma mín. Þinn Bergur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þetta vers, ásamt ýmsum öðrum, kenndi hún amma Pálína börnunum sínum. Og kvöldversin hennar ömmu gengu svo áfram í fleiri ættliði og vonandi gera þau það í náinni fram- tíð. Gauja móðursystir hefur nú lokið við síðustu bænina sína hér á jörðu. Á stuttum tíma nú í haust og vetur hafa verið höggvin stór skörð í raðir ættingja okkar frá Hvassahrauni, Palli í Hafnarfirði, Tóta systir okkar og núna síðast blessunin hún Gauja. Gauja var einstök manneskja, vildi öllum vel, sígefandi, enda alin upp við að „sælla er að gefa en þiggja“. Hún var ekki alin upp við neinar alls- nægtir. Afi Páll drukknaði, er hún var aðeins sjö ára, og eftir stóð hún amma Pálína með börnin sín, Gauju sjö ára, Lilju fimm ára og Guðmund þriggja ára. Ekki var um neinar bæt- ur að ræða á þeim tímum, en amma gafst ekki upp og er fátækrafulltrúi Reykjavíkur ætlaði að splundra þessari litlu fjölskyldu gengu þær föðursystur Guðríður og Þórunn í ábyrgð fyrir þau öll. Þetta var sam- hent fjölskylda sem stóð að þeim Pálsbörnum. Gauja mín talaði oft um það, er maðurinn kom frá bænum. „Ég hélt dauðahaldi í kjólinn hennar mömmu og hágrenjaði,“ sagði hún, „og maðurinn leit á mig og sagði: Ekki gráta litla stúlka.“ En amma stóð eins og klettur og barðist áfram með börnin sín þrjú. Stundum var ekki matarbiti til í búrinu og börnin spurðu mömmu sína hvað þau ættu að borða. „Guð leggur okkur eitthvað til,“ svaraði þá amma. Og það varð. Afafjölskyldan góða og vinir gauk- uðu alltaf einhverju að þeim. Amma vann við ýmis störf sem féllu til í þá daga. Fljótlega fóru þau systkinin svo að taka til hendinni. Gauja fór með mömmu sinni á stakkstæðin fyr- ir innan bæinn og svo að vaska fisk og breiða á reitunum. Oft var kalt ef fraus á kerunum og urðu þær að brjóta ísinn með berum höndunum. En fjölskyldan stóð saman og gafst ekki upp. Alltaf var farið í Dómkirkj- una á sunnudögum, þaðan voru systkinin fermd. Þar lærðu þau mik- ið af sálmum og bænum, sem fylgdu þeim alla tíð. Barnaskólinn tók við og þar luku þau prófum með prýði. Unglingsárin tóku við og fór Gauja að vinna bæði í Björnsbakaríi og á sútunarverkstæði, sem hún vitnaði oft í hvað hefði verið erfitt starf. Unglingarnir urðu fullvaxta og hvert öðru glæsilegra, svo eftir var tekið. Eins og í ævintýrunum beið prinsinn hennar Gauju handan við hornið. Hjónaband og atvinna af öðrum toga komu nú til sögunnar. Gauja vann hug og hjarta allra, sem kynntust henni. Enginn fór svangur frá henn- ar húsi. Hún vissi vel hvað var að vera svangur. Hún eignaðist góða drengi, Guðmund og Ragnar, og svo uppeldisdótturina Berglindi. Er eig- inmaðurinn veiktist annaðist hún hann heima í 11 ár og þá kom fórn- fýsi sonanna í ljós, sérstaklega Ragnars, sem bjó alla tíð í heima- húsum. Aldurinn færðist yfir hana frænku mína og heilsan tók að bila, en Ragnar stóð vaktina. Það má segja að hann hafi hjúkrað og þjónað í 20 ár, þvílíkur kærleikur. Og Guð- mundur hringdi til mömmu sinnar á hverjum degi hvar í heiminum sem hann var staddur. Uppeldisdóttirin, tengdadóttirin og ömmubörnin öll komu saman á hverjum sunnudegi hjá þessari heiðurskonu. Þau hafa svo sannarlega ræktað þann arf, sem hún frænka mín fékk hjá henni móð- ur sinni. Síðustu orðin hennar hér á jörðu, þá fársjúk, voru: „Guði sé lof.“ Hún var farin að sjá birtuna sem beið hennar. Við Lilju börn þökkum henni umhyggjuna fyrir okkur og öll þau blessunarorð, sem hún kvaddi okkur með, hvort sem við komum í heim- sókn eða höfðum símasamband við hana. Við söknum hennar björtu raddar, sem hún hélt fram á síðasta dag. Er hún varð 90 ára datt upp úr henni þessi dásamlega setning: „Bara að ég væri aðeins áttræð. Það er svo gaman að lifa.“ Sjöfn Pálfríður. Gauja var elsta kona sem ég hef kynnst og ég er þakklát Guði fyrir þau kynni. Hún var áttatíu árum eldri en ég. Við náðum mjög vel sam- an og ég undraðist alltaf hve litlu máli aldursmunurinn skiptir þegar vinátta á í hlut. Kona, sem var við- stödd þegar allt þetta merkilega gerðist í Íslandssögunni sem ég reyndi að leggja á minnið daginn fyr- ir próf, var góð vinkona mín. Í návist Gauju var ég alltaf dáleidd af fegurð hennar og manngæsku. Trú hennar var einlæg og nærvera hennar góð. Blessuð sé minning Gauju. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Kamma Thordarson. Mig langar til að minnast og þakka henni Guðbjörgu minni alla þá elsku og væntumþykju sem hún sýndi mér frá okkar fyrstu fundum. Ég kynnt- ist henni þegar við urðum nágrannar í Háaleitinu fyrir 25 árum og varð fljótlega svo lánsöm að eignast vin- áttu hennar og Ragnars og fá innsýn í lífshlaup hennar sem svo sannar- lega var margbrotið. Hún sagði mér frá æskuárum sínum í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún vann m.a. í bakaríi og við konfektgerð. Hún var stórglæsileg ung kona sem hefur örugglega þótt góður kvenkostur, eins og sagt var í þá daga, en það var hann séra Bergur sem hreppti hnossið. Það var ekki auðvelt að verða prestsfrú úti á landi þar sem aðstæður voru víða erfiðar, hvað þá fyrir unga og óreynda Reykjavíkur- mær, en Guðbjörgu tókst það með heiðri og sóma. Hún var alla tíð hörkudugleg og ósérhlífin og alls staðar dáð og metin að verðleikum af samferðafólki sínu. Söknuður er mikill við andlát Guð- bjargar en ég trúi því að hún hafi verið sátt við að kveðja þennan heim þar sem hún skilur eftir minningar um skemmtilega, ótrúlega minnuga og umfram allt heilsteypta konu í orði og æði. Við Þórhallur vottum fjölskyldu Guðbjargar innilega sam- úð og biðjum þeim guðsblessunar. Adda Örnólfsdóttir. Guðbjörg Sigríður Pálsdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN JÓHANNSSON, Melteigi 8, Keflavík, lést mánudaginn 11. desember. Jarðsungið verður frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 19. desember kl. 14.00. Jóna Sigurgísladóttir, Stefanía Jónsdóttir, Pétur Sigurðsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Árni Þór Árnason, Jóhann Gunnar Jónsson, Ásta Elín Grétarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.