Morgunblaðið - 04.03.2007, Side 29

Morgunblaðið - 04.03.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 29 þó mælt sölunni bót, hvorki lærðir né leikir. Borgarstjórn og ráðuneyti – fjármála- og heilbrigðismála – vísa hvert á annað, gefa loðin svör, þegar óskað er skýringa, ef á annað borð er svarað. Hvernig er 50 ára afmælis Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur minnst? Hefði ekki verið við hæfi að henni hefði verið sómi sýndur, hún fengi gjafir, sem styrkt hefðu starf- semina, flaggað í heila stöng, skrif- uð vegleg afmælisgrein, með öðrum orðum hátíð í bæ? Lengi hef ég haft áhuga á að skrifuð verði saga þessarar merku stofnunar, hef raunar þegar hafist handa ásamt Erlu Dórisi Halldórs- dóttur sagnfræðingi. Mér er því sönn ánægja að upplýsa, að Borg- arstjórn Reykjavíkur og Heilbrigð- isráðuneytið hafa ákveðið að styrkja þessa söguritun með fjárframlögum. Þótt ég hafi verið afar ósátt við ákvarðanir þeirra um sölu Heilsu- verndarstöðvarinnar met ég mikils þetta framlag þeirra, sem sýnir að þeim er annt um þessa stofnun þrátt fyrir allt og þar með er 50 ára af- mælisins minnst með veglegum hætti. Fyrir það vil ég þakka. Ég veit að þrátt fyrir þetta er heilsugæslan í höndum frábærra starfsmanna og sami metnaður og áhugi þeirra mun móta starfsemina í framtíðinni sem hingað til. Ég óska því heilsugæslunni allra heilla á þessum tímamótum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Markaði tímamót Hálf öld er liðin frá því að heilsuverndarstöðin í Reykjavík var vígð. Á þeim tíma hafa margar kynslóðir Reykvíkinga leitað í þetta virðulega hús. Nú stendur hins vegar til að því verði breytt í hótel. Höfundur er fyrrverandi hjúkrunar- forstjóri Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Opnunartími alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld Landnámssýningin við Aðalstræti veitir gestum tækifæri til að skyggnast inn í lífið á landnáms- öld. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld. Einnig má þar finna fornleifar frá því um 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi. Einstök margmiðlunartækni gerir gestum kleift að ímynda sér hvernig lífi heimilisfólks í fyrstu byggð Reykjavíkur var háttað og hvernig umhverfi og landslag borgarinnar var við landnám. Heimsferðir geta nú boðið enn fleiri sæti í eldriborgarferðina 13. apríl og gistingu á hinu glæsilega Hotel Deloix í 26 nætur. Hótel Deloix er mjög gott fjögurra stjörnu hótel, rétt hjá Mediterr- ano hótelinu. Hótelið er nýlegt (opnaði í júlí 2005) og er allur að- búnaður hinn glæsilegasti. Her- bergi eru smekkleg, hönnuð í ný- tískulegum og notalegum stíl með sjónvarpi, síma, minibar, inter- net-aðgengi, loftkælingu og svölum. Veitingastaður og bar er á hótelinu og fallegur garður með stórri sundlaug og sundlaugar- bar. Á hótelinu er einnig líkamsrækt, innisundlaug, sauna og heit- ir pottar. Fleiri gistivalkostir á Benidorm eru einnig í boði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Benidorm 13. apríl - 26 nætur Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 109.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði í 26 nætur á Hotel Deloix Frábært sértilboð á Hotel Deloix GLÆSILEG ELDRIBORGARAFERÐ - viðbótarsæti og ný gisting

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.