Morgunblaðið - 01.04.2007, Page 58

Morgunblaðið - 01.04.2007, Page 58
58 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Gísli Súrsson er 15 tonna línu-bátur frá Grindavík. Strákarnir á honum settu Íslands-met í afla smá-báta nú í vikunni. Á mánudags-kvöldið var aflinn ríflega 17.000 tonn á 13.000 króka og í þriðju-daginn komu þeir með 16 tonn að landi, en þurftu að skilja eftir einn rekka ódreginn. Nú mok-fiska allir bátar sem komast á sjó, en veturinn hefur verið mjög erfiður vegna veðurs. Fyrra met við veiðar smá-báta er um 17 tonn á 20.000 króka, svo áhöfnin á Gísla getur verið ánægð. Óðinn Arnberg, vél-stjóri og afleysinga-skipstjóri, segir að bátarnir fiski allir, hvort sem það er í net eða á línu og það er mikið líf í fisk-vinnslunni í Grindavík. Mikil vinna er í salt-fiski og ferskum fiski fyrir flugið. „Þetta er rosalega fínn fiskur,“ segir Óðinn, en afli Gísla á mánudag var 14 tonn af þorski, 2,5 tonn af ýsu og smá-vegis af öðru. Íslands-met í afla smá-báta Morgunblaðið/RAX Glað-beittir kappar af Gísla Súrssyni. Öldunga-deild Bandaríkja-þings sam-þykkti á þriðju-daginn að banda-rískur her skyldi kallaður heim frá Írak. Það vill að brott-flutningnum sé lokið fyrir mars-lok á næsta ári. Sams konar til-laga var sam-þykkt í fulltrúa-deildinni í síðustu viku. Stuttu seinna lýsti Bush því yfir, að hann myndi beita neitunar-valdi gegn sam-þykktinni. Demókratar segja að sam-þykktin marki tíma-mót í Íraks-málunum og sé tæki-færi fyrir Bush til að breyta um stefnu. Repúblikanar segja að sam-þykktin yrði alvar-legustu mis-tökin í Íraks-stríðinu. Með henni væri verið að segja uppreisnar-mönnum að Bandaríkja-menn fari frá Írak á þeirra for-sendum, ekki sínum. Bush í átökum við þingið MR sigraði í Gettu betur Á föstu-dagskvöld kepptu lið MK og MR til úrslita í spurninga-keppni framhalds-skólanna Gettu betur. Keppnin var mjög spennandi og sigraði MR í bráða-bana eftir að MK hafði haft forystu í síðasta hluta keppninnar. MR hélt því heim með verðlauna-gripinn. Dan Brown sak-laus Breskur áfrýjunar-dómstóll hafnaði í vikunni mál-sókn tveggja af þremur höfundum bókarinnar Holy Blood and Holy Grail frá 1982, sem saka Dan Brown um að hafa stolið hug-myndinni að Da Vinci lyklinum frá sér. Lést af of-neyslu lyfja Fyrir-sætan Anna Nicole Smith lést af völdum of-neyslu lyfja sam-kvæmt sér-fræðingum sem rann-sakað hafa dauða hennar. Allt bendir til að um slys hafi verið að ræða og það fundust engin ólög-leg lyf í fórum hennar eða líkama. Verða Pitt og Jolie hjón? Svo virðist sem Brad Pitt og Angelina Jolie hafi loks ákveðið að gifta sig. Þau eiga að vera að skipu-leggja brúð-kaup um páskana í Dóminíska lýð-veldinu. Parið mun hafa fjár-fest í húsi og landar-eign þar og hefur hug á að halda fá-menna fjölskyldu-athöfn. Fólk Aðal-meðferðinni í Baugs-málinu lauk á fimmtu-dag en hún hófst 12. febrúar, fyrir rúm-lega einum og hálfum mánuði. Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenberger krafðist sýknu yfir skjól-stæðingi sínum. Verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar kröfðust einnig sýknu og sögðu að dómurinn yrði að hafa í huga að ef þeir yrðu dæmdir, jafn-vel fyrir hið minnsta brot, yrði þeim gert ómögu-legt, vegna ákvæða í hlutafélaga-lögum, að gegna störfum framkvæmda-stjóra, for-stjóra eða sitja í stjórnum hluta-félaga hér á landi í þrjú ár. Aðal-með- ferð lokið Ian Paisley og Gerry Adams, leið-togar and-stæðra fylkinga á Norður-Írlandi, náðu á mánudags-morgun samkomu-lagi um að mynda heima-stjórn sem tekur við völdum 8. maí. „Þetta er mjög mikil-vægur dagur fyrir Norður-Íra og einnig fyrir aðra íbúa Bretlands-eyja og sögu þeirra,“ sagði Tony Blair, forsætis-ráðherra Bretlands sem hefur lagt áherslu á að ná samkomu-lagi í mál-efnum Norður-Írlands áður en hann lætur af em-bætti síð-sumars. Ian Paisley er leið-togi stærsta flokks mót-mælenda, DUP, og Gerry Adams er leið-togi Sinn Féin, stjórnmála-arms Írska lýðveldis-hersins (IRA). Þeir hafa verið svarnir and-stæðingar um ára-bil, en þeir slíðruðu sverðin á mánu-dag og létu jafn-vel mynda sig saman. Gert er ráð fyrir að Paisley verði forsætis-ráðherra og Martin McGuinness, einn helsti samninga-maður Sinn Féin, verði varaforsætis-ráðherra. Heima-stjórn á Norður-Írlandi Ian Paisley og Gerry Adams á stórri stundu. Breski tónlistar-maðurinn Cliff Richard hélt tónleika í Laugardals-höllinni á miðvikudags-kvöld fyrir fullu húsi. Cliff tók gamla slagara og nýrri lög. Að-dáendur hans voru með á nótunum og hann var tvisvar klappaður upp. Cliff klappaður upp Morgunblaðið/Ómar Íslenska drengja-landsliðið í knatt-spyrnu er komið í átta liða úrslit í Evrópu-keppninni. Þeir sigruðu Rússland, Evrópu-meistarana frá 2006, með 6:5, í ævintýra-legum leik í loka-umferð milli-riðilsins í Portúgal. Ísland hafði áður gert jafntefli við Norður-Írland og Portúgal og vann riðilinn á betri marka-tölu en Portúgalar. Þetta er besti árangur sem íslenskt lands-lið hefur nokkru sinni náð í Evrópu-keppni. „Ég er ótrú-lega glaður og stoltur af strákunum, sem eru búnir að leggja gífur-lega mikið á sig og það er draumi líkast að þeir skuli hafa slegið þessar stóru fótbolta-þjóðir út úr keppninni,“ segir Lúkas Kostic, þjálfari liðsins. Drengja-landslið í 8 liða úrslit Morgunblaðið/ÞÖK Lúkas Kostic er ótrú-lega glaður. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.