Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Gísli Súrsson er 15 tonna línu-bátur frá Grindavík. Strákarnir á honum settu Íslands-met í afla smá-báta nú í vikunni. Á mánudags-kvöldið var aflinn ríflega 17.000 tonn á 13.000 króka og í þriðju-daginn komu þeir með 16 tonn að landi, en þurftu að skilja eftir einn rekka ódreginn. Nú mok-fiska allir bátar sem komast á sjó, en veturinn hefur verið mjög erfiður vegna veðurs. Fyrra met við veiðar smá-báta er um 17 tonn á 20.000 króka, svo áhöfnin á Gísla getur verið ánægð. Óðinn Arnberg, vél-stjóri og afleysinga-skipstjóri, segir að bátarnir fiski allir, hvort sem það er í net eða á línu og það er mikið líf í fisk-vinnslunni í Grindavík. Mikil vinna er í salt-fiski og ferskum fiski fyrir flugið. „Þetta er rosalega fínn fiskur,“ segir Óðinn, en afli Gísla á mánudag var 14 tonn af þorski, 2,5 tonn af ýsu og smá-vegis af öðru. Íslands-met í afla smá-báta Morgunblaðið/RAX Glað-beittir kappar af Gísla Súrssyni. Öldunga-deild Bandaríkja-þings sam-þykkti á þriðju-daginn að banda-rískur her skyldi kallaður heim frá Írak. Það vill að brott-flutningnum sé lokið fyrir mars-lok á næsta ári. Sams konar til-laga var sam-þykkt í fulltrúa-deildinni í síðustu viku. Stuttu seinna lýsti Bush því yfir, að hann myndi beita neitunar-valdi gegn sam-þykktinni. Demókratar segja að sam-þykktin marki tíma-mót í Íraks-málunum og sé tæki-færi fyrir Bush til að breyta um stefnu. Repúblikanar segja að sam-þykktin yrði alvar-legustu mis-tökin í Íraks-stríðinu. Með henni væri verið að segja uppreisnar-mönnum að Bandaríkja-menn fari frá Írak á þeirra for-sendum, ekki sínum. Bush í átökum við þingið MR sigraði í Gettu betur Á föstu-dagskvöld kepptu lið MK og MR til úrslita í spurninga-keppni framhalds-skólanna Gettu betur. Keppnin var mjög spennandi og sigraði MR í bráða-bana eftir að MK hafði haft forystu í síðasta hluta keppninnar. MR hélt því heim með verðlauna-gripinn. Dan Brown sak-laus Breskur áfrýjunar-dómstóll hafnaði í vikunni mál-sókn tveggja af þremur höfundum bókarinnar Holy Blood and Holy Grail frá 1982, sem saka Dan Brown um að hafa stolið hug-myndinni að Da Vinci lyklinum frá sér. Lést af of-neyslu lyfja Fyrir-sætan Anna Nicole Smith lést af völdum of-neyslu lyfja sam-kvæmt sér-fræðingum sem rann-sakað hafa dauða hennar. Allt bendir til að um slys hafi verið að ræða og það fundust engin ólög-leg lyf í fórum hennar eða líkama. Verða Pitt og Jolie hjón? Svo virðist sem Brad Pitt og Angelina Jolie hafi loks ákveðið að gifta sig. Þau eiga að vera að skipu-leggja brúð-kaup um páskana í Dóminíska lýð-veldinu. Parið mun hafa fjár-fest í húsi og landar-eign þar og hefur hug á að halda fá-menna fjölskyldu-athöfn. Fólk Aðal-meðferðinni í Baugs-málinu lauk á fimmtu-dag en hún hófst 12. febrúar, fyrir rúm-lega einum og hálfum mánuði. Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenberger krafðist sýknu yfir skjól-stæðingi sínum. Verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar kröfðust einnig sýknu og sögðu að dómurinn yrði að hafa í huga að ef þeir yrðu dæmdir, jafn-vel fyrir hið minnsta brot, yrði þeim gert ómögu-legt, vegna ákvæða í hlutafélaga-lögum, að gegna störfum framkvæmda-stjóra, for-stjóra eða sitja í stjórnum hluta-félaga hér á landi í þrjú ár. Aðal-með- ferð lokið Ian Paisley og Gerry Adams, leið-togar and-stæðra fylkinga á Norður-Írlandi, náðu á mánudags-morgun samkomu-lagi um að mynda heima-stjórn sem tekur við völdum 8. maí. „Þetta er mjög mikil-vægur dagur fyrir Norður-Íra og einnig fyrir aðra íbúa Bretlands-eyja og sögu þeirra,“ sagði Tony Blair, forsætis-ráðherra Bretlands sem hefur lagt áherslu á að ná samkomu-lagi í mál-efnum Norður-Írlands áður en hann lætur af em-bætti síð-sumars. Ian Paisley er leið-togi stærsta flokks mót-mælenda, DUP, og Gerry Adams er leið-togi Sinn Féin, stjórnmála-arms Írska lýðveldis-hersins (IRA). Þeir hafa verið svarnir and-stæðingar um ára-bil, en þeir slíðruðu sverðin á mánu-dag og létu jafn-vel mynda sig saman. Gert er ráð fyrir að Paisley verði forsætis-ráðherra og Martin McGuinness, einn helsti samninga-maður Sinn Féin, verði varaforsætis-ráðherra. Heima-stjórn á Norður-Írlandi Ian Paisley og Gerry Adams á stórri stundu. Breski tónlistar-maðurinn Cliff Richard hélt tónleika í Laugardals-höllinni á miðvikudags-kvöld fyrir fullu húsi. Cliff tók gamla slagara og nýrri lög. Að-dáendur hans voru með á nótunum og hann var tvisvar klappaður upp. Cliff klappaður upp Morgunblaðið/Ómar Íslenska drengja-landsliðið í knatt-spyrnu er komið í átta liða úrslit í Evrópu-keppninni. Þeir sigruðu Rússland, Evrópu-meistarana frá 2006, með 6:5, í ævintýra-legum leik í loka-umferð milli-riðilsins í Portúgal. Ísland hafði áður gert jafntefli við Norður-Írland og Portúgal og vann riðilinn á betri marka-tölu en Portúgalar. Þetta er besti árangur sem íslenskt lands-lið hefur nokkru sinni náð í Evrópu-keppni. „Ég er ótrú-lega glaður og stoltur af strákunum, sem eru búnir að leggja gífur-lega mikið á sig og það er draumi líkast að þeir skuli hafa slegið þessar stóru fótbolta-þjóðir út úr keppninni,“ segir Lúkas Kostic, þjálfari liðsins. Drengja-landslið í 8 liða úrslit Morgunblaðið/ÞÖK Lúkas Kostic er ótrú-lega glaður. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.