Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 31
6–8 sveppir 6–8 tómatar, smátt skornir, eða tvær dósir maukaðir tómatar. Einnig má blanda saman nýjum og nið- ursoðnum tómötum. 1 dós tómatpasta einn bakki ferskt basil annað ferskt laufkrydd, t.d. timían, oregano og steinselja 2–2½ lítrar sjóðandi vatn salt og pipar eftir smekk Best er að gera súpuna í stórum og háum potti, t.d. 6–8 lítra potti. Smjör- ið og olían sett í pottinn ásamt smátt söxuðum lauknum, sneiddum svepp- um, selleríi og gulrótarræmum. Hrá- efnið hitað í pottinum og laukurinn mýktur og á meðan er súputening- unum skellt út í og þeir leystir upp. Þegar laukurinn og grænmetið er orðið mjúkt eru tómatar og tómat- mauk sett saman við og hrært í stutta stund. Á annarri hellu er hitað vatn, sem haldið er við suðumark og því hellt yfir í súpupottinn. Smakkað til með salti og pipar og látið sjóða í 15–20 mínútur. Basilið skorið smátt ásamt öðru laufkryddi og sett út í um það leyti sem súpan er borin fram. Borið fram með snittubrauði og kannski geitaosti til hátíðarbrigða. Steiktur smásilungur (fyrir átta) 1,6 kg silungur eða annar fiskvöðvi 6–8 greinar ferskt timían 10 fersk salvíublöð salt og pipar sítrónusafi íslenskt smjör græn ólífuolía Skolið fiskstykkin og hreinsið hugsanleg bein, sem orðið hafa eftir við flökunina. Um 20 mínútum fyrir steikingu er settur sítrónusafi yfir fiskinn ásamt sjávarsalti eftir smekk. Einnig má pipra fiskinn. Smjör og ólífuolía sett á pönnu og hitað saman, en magnið er mats- atriði. Þegar smjörið hefur linast er ferska kryddið sett út á pönnuna. Látið hitna vel í fitunni. Gott er að steikja fisk við háan hita til að byrja með, en ekki í meira en 3–5 mínútur á hvorri hlið. Síðan er fiskurinn lagður í ofnskúffu eða ofn- fat og bakaður í fimm mínútur við 200–220°C. Með þessu er upplagt að borða bakaðar kartöflur í skúffu ásamt rauðlauk og hvítlauk. Bökunarkartöflur eru skornar í teninga, fimm til sjö rauðlaukar eru skornir í 6–8 báta og síðan skornir þvert og þrjú til fjögur hvítlauksrif eru hæfilegt magn fyrir hvern ein- stakling. Fyrst er ofninn hitaður í 220-230°C. Smjörklípa ásamt ólífu- olíu sett í fat og sett í ofn og látið hitna. Þegar smjörið er bráðið eru kartöflurnar og laukurinn sett í fatið. Bakað í um 20 mínútur. Best er ef kartöflurnar og laukurinn nái aðeins að brenna. Mikilvægt er að hafa hvítlauksgeirana í skinninu. Þegar kartöflurnar og laukurinn eru tilbúin er kryddað með salti og pipar. Villisvepparísotto (fyrir fjóra) 1⁄3 bolli þurrkaðir villisveppir, t.d. kóngasveppir ef þeir eru til, en annars furusveppir 1½ bolli ferskir ræktaðir sveppir safi úr ½ sítrónu 75 g smjör 2 msk. fínt skorin steinselja 4 bollar kjöt- eða kjúklingasoð 2 msk. ólífuolía 1 lítill laukur, fínt skorinn 1½ bolli rísotto-hrísgrjón ½ bolli þurrt hvítvín salt og nýmalaður pipar 3 msk. ferskur parmesanostur Setjið þurrkuðu sveppina í litla skál með einum og hálfum bolla af volgu vatni. Látið liggja í að minnsta kosti 40 mínútur. Hreinsið sveppina vel. Látið sveppavatnið renna í gegn- um kaffipoka og geymið, sérstaklega ef mikil óhreinindi fylgja svepp- unum. Þurrkið fersku sveppina með rökum klút og skerið fínt. Setjið í skál með smá sítrónusafa. Bræðið þriðjung smjörsins á steikingarpönnu með háum börmum, sem duga fyrir réttinn, en annars víðan pott. Steikið sveppina yfir vægum hita þar til safinn losnar úr þeim og þeir brúnast. Hrærið stein- seljuna í og eldið í um hálfa mínútu. Færið yfir á hliðardisk. Setjið soðið í pott og bætið í það sveppavatninu. Hitið blönduna hægt upp að suðu- marki. Hitið saman þriðjung af smjörinu með ólífuolíu á sömu pönnu og sveppirnir voru eldaðir á. Hrærið með lauknum og brúnið þar til hann mýkist. Bætið við grjónunum og hrærið í 1–2 mínútur til að ná olíunni á þau. Setjið sósaða villisveppina út í og hrærið vel. Hellið víninu í og eldið yfir vægum hita þar til það er gufað upp. Bætið einni lítilli ausu af sveppavatninu út í. Eldið við vægan hita þar til það hefur gufað upp og hrærið rólega í á meðan svo að grjónin festist ekki við. Bætið við soði og hrærið þar til það er gufað upp. Haldið áfram með sama hætti. Eftir um 20 mín. eldunartíma skal smakka grjónin. Kryddið með salti og pipar. Haldið áfram að bæta soði út í og hrærið þar til grjónin hafa ör- lítið mýkst. Þá eru grjónin tilbúin. Eldunartími rísottos ætti að vera 20– 35 mín. Ef soðið klárast er óhætt að nota heitt vatn. Takið að lokum pönnuna af hellunni. Parmesanosti og restinni af smjörinu hrært út í. Smá pipar er malaður yfir og saltað eftir þörfum. Rísottoið látið jafna sig í 3–4 mín. áður en það er borið fram. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bragðgóð Tómatsúpan góða á rætur að rekja til Ítalíu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg Villisveppir Svepparísotto er í miklu uppáhaldi. Morgunblaðið/Einar Falur Veiðivon Þórhallur hefur gaman af silungsveiði og veiðir gjarnan í Þingvallavatni eða í Hlíðarvatni. Morgunblaðið/Mbl./BFH Sveppatínsla Þórhallur Vil- hjálmsson fer og tínir villisveppi ásamt konu sinni Sólveigu Bjarna- dóttur á hverju hausti. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 31 www.leikhusid.is sími 551 1200 Þjóðleikhúsið fyrir alla! LEG MJALLHVÍT Heillandi brúðuleiksýning! Sýningar á laugardag og sunnudag kl. 15.00 Tvær sýningar á sunnudag. Sýningum að ljúka! SITJI GUÐS ENGLAR Frábær fjölskyldusýning! HÁLSFESTI HELENU Matseðill í anda Austurlanda nær á Café Cultura á sýningarkvöldum „Yndislega geggjaður og "morbid" húmor“. Lísa Páls, Rás 2 „Tónlistin sem Flís sá um var æðisleg... ég hlakka sjúklega til að komast yfir diskinn“. Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is „Leg er skemmti-legasta leikrit sem ég hef séð“. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, Fréttablaðið „Leg er eiginlega skylduáhorf... drepfyndin og góð sýning“. Ingimar B, Blaðið Kristrún Heiða, Fréttablaðið Í SKÓLA TÍMANS HJÓNABANDSGLÆPIR Magnað verk um hjónabandið eftir höfund Abels Snorko og Gestsins „Þessi sýning situr í mér“. Þorgerður í Víðsjá Sigurður Skúlason og Margrét Helga Jóhannsdóttir leika valin atriði úr nokkrum verkum í tilefni 40 ára leikafmælisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.