Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ágúst Krist-jánsson fæddist í Reykjavík 2. nóv- ember 1933. Hann lést á görgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss við Hringbraut 10. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Í. Ágústs- dóttur, f. 22.3. 1904, d. 16.9. 1961, og Kristjáns F. Sig- urjónssonar, f. 30.9. 1905, d. 13.3. 1982. Systir Ágústar er Fríða, f. 20.6. 1932, gift Rögnvaldi Bergsveins- syni, f. 23.3. 1931. Ágúst kvæntist 2. nóvember 1958 Heklu Þorkelsdóttur, f. 11.11. 1939. Þau eignuðust saman þrjú börn, þau eru: 1) Sigríður, f. 8.3. 1958, gift Sigurði Ólafssyni, f. 5.7. 1960, þau eiga þrjú börn, þau eru: a) Sigríður Kjartansdóttir, f. 7.2. 1963, kvæntur Ingunni Sig- urðardóttur, f. 1.11. 1964, þau eiga þrjú börn, Alexander, f. 17.8. 1992, Ágúst Þór, f. 21.8. 1998, og Heklu Guðrúnu, f. 12.12. 2000. Uppeldisár Ágústar voru á Blómvallagötu í Vesturbænum í Reykjavík. Á unglingsárum bjó hann við Barmahlíð í Reykjavík og stundaði hann þá nám við Iðnskól- ann í Reykjavík. Á námsárunum kynntist hann Heklu. Fyrstu hjú- skaparár þeirra hjóna voru við Nýbýlaveg 8 í Kópavogi þar sem Ágúst tók við fokheldri íbúð og lauk við byggingu hennar. Skömmu síðar reisti hann sér og fjölskyldu sinni hús frá grunni við Selbrekku 9 í Kópavogi og bjó þar allt til ársins 2003. Þá tók hann við fokheldu húsi við Klettás í Garða- bæ sem hann lauk við að byggja. Ágúst starfaði sem sjómaður, bif- reiðastjóri, lögreglumaður og lengst af sem vélvirki við álverið í Straumsvík eða allt þar til hann komst á eftirlaun. Útför Ágústar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 19.1. 1978, í sambúð með Ægi Viktors- syni, f. 26.12. 1976, þau eiga eina dóttur, Elisabeth Ýri, f. 25.8. 2003. b) Hekla Maídís Sigurðardóttir, f. 23.3. 1983. c) Anna Fanný Sigurð- ardóttir, f. 21.9. 1989. 2) Fanný María, f. 8.10. 1961, gift Illuga Erni Björnssyni, f. 25.7. 1962, þau eiga þrjú börn, a) Ágúst Örn, f. 5.10. 1978, í sambúð með Stellu Christiansen, f. 13. janúar 1982, dóttir Stellu er Anja Steinunn Christiansen, f. 24.6. 2002. b) Tinnu Maríu, f. 8.8. 1983, gift Magnúsi Þór Sigmundssyni, f. 19.7. 1982, þau eiga tvö börn, Ill- uga Þór, f. 12.12. 2002, og Kristínu Maríu, f. 19.11. 2006. c) Viktor Unnar, f. 25.1. 1990. 3) Þorkell, f. Kveðja frá eiginkonu Nú kveð ég þig hinstu kveðju, elsku Gústi minn. Þú varst besti vin- ur minn og erfitt verður að lifa án þín. Það er nokkuð sem ég verð að læra, guð gefi mér styrk til þess. Það eru ljúfar minningar sem streyma um hjarta mitt og verða geymdar þar. Þú varst svo skemmtilegur, duglegur, bóngóður og ljúfur maður. Ég þakka þér öll góðu árin sem við áttum saman. Ástvinur minn, ég kveð þig kært að sinni, og hvað væri lífið hefði ég ekki trú? Því sorgin er þung og þraut í sálu minni og því fer ég brátt til sama lands og þú. Þú varst mér svo kær, þú varst mín von- afylling, þú verndaðir mig og leiddir ævi- stig. Við greinum hér, sem í skuggsjá himins hilling og horfum því fram til Guðs er ann- ast þig. Minningafjöld í hugans heimi svífur. Hvert sem ég lít þá minnir allt á þig. En Guðs sonar mynd í hærra veldi hrífur, og hann mun þín gæta, vinur, fyrir mig (JFK) Þín Hekla. Elsku pabbi okkar. Það er sárt að hugsa til þess að heyra ekki lengur frá þér daglega. Það var hluti af dagsins önn hjá Kela að heyra í þér í síma, fyrir eða eftir tíufréttir eða í tengslum við einhvern viðburð sem þú vildir ræða. Oftar en ekki varst þú þó nær okkur en í símafæri og til taks hvenær sem við þurftum á þér að halda. Það er vissulega skarð í hjarta okkar og tilveru að sjá á eftir þér, elsku pabbi. Alla okkar ævi hef- ur þú verið mjög nálægt okkur, fjöl- skyldu okkar og okkar vinum. Sér- staklega er það athyglivert hve vel þú hefur kynnst okkar vinum og sýnt þeim áhuga. Það fór ekki framhjá okkur hve vel þú tókst á móti þeim. Kannski var það vegna þess að þú leystir þeirra vandamál líkt og okkar en líklegra teljum við þó að persónan þín, framkoma og liðlegheit hafi orð- ið til þess að aðdráttarafl þitt var ávallt eins og raun bar vitni. Það voru forréttindi fyrir okkur að alast upp og eldast með pabba eins og þér sem bæði var góður faðir og mikill vinur. Sigga og Fanný voru fyrr á ferðinni að stofna til búskapar og varð Keli því áþreifanlega var við hve umhugað þér var um að heimili og fjölskyldulíf barna þinna gengi vel. Þú varst með eindæmum hjálp- legur og eftirtektarsamur og ekki þurfti að biðja þig um aðstoð, þú varst kominn til okkar áður en henn- ar var óskað. Það sem stendur uppúr hjá okkur þegar við lítum til baka er að þú hélst í raun fjórum heimilum við með umhyggju þinni, dugnaði og eftirfylgni. Við munum sakna stund- anna sem við áttum saman, þú varst svo duglegur að hringja í okkur ef við vorum í fríi og lokka okkur í kaffi, tilbúin með bakkelsi, þá áttum við alltaf svo gott spjall. Þú varst með eindæmum greiðvikinn, hvort sem það var að skutlast með börnin okk- ar, laga bílana, redda þvottavélunum okkar eða að smíða úr járni, en þeir hlutir eru ómetanlegir. Við erum svo þakklát fyrir stundirnar með þér, þær hefðu bara mátt vera svo miklu fleiri. Við erum líka svo þakklát fyrir það að þú heimsóttir okkur öll þar sem við bjuggum í útlöndum, Kela og Siggu í Danmörku og nú síðast til Fannýjar í Englandi, það voru ógleymanlegar stundir fyrir hana þar sem hún var nú fjarri þér. Hún minnist heimsóknar þinnar nú ný- verið þegar þú vaknaðir snemma, kysstir hana góðan dag og svo hellt- uð þið uppá kaffi og spjölluðuð um allt og ekkert eins og þið gerðuð svo oft meðan hún bjó heima. Sigga kem- ur til með að sakna þægilegu kvöld- verðanna og skemttilegu sunnudags- morgnanna með klatta á boðstólum. Þegar við systkinin hugsum til baka þá rennur upp fyrir okkur sá grunur að við kepptumst í raun um að njóta nærveru þinnar og mömmu án þess að vita endilega af því. Við erum svo þakklát fyrir það hvað þú varst góð- ur við öll barnabörnin þín og eiga þau margar eftirminnilegar stundir með þér sem þau minnast nú í okkar eyru og hlýjar það okkur um hjarta- rætur betur en orð fá lýst. Þinn hlýi hugur kom sterklega fram í veikind- um Heklu Maidísar, hún brosti þeg- ar hún sá þig. Það lýsti þér vel þegar þú réðst í að byggja ykkur mömmu nýtt heimili eftir að þú hættir að vinna og varst kominn á eftirlauna- aldur. Öll þín verk hafa verið vel ígrunduð og hugsuð til enda, seigla þín og dugnaður er það sem stendur okkur ofarlega í huga og erum við því sannfærð um að sá sjúkdómur sem lagðist svo skyndilega á þig hafi verið með þeim hætti að ekki var í mannlegum mætti að glíma við hann. Það er því trú okkar að góður guð hafi kallað á þig svo skyndilega til þess að nýta þína einstöku eigin- leika. Elsku pabbi okkar, myndin af þér lifir alltaf í hjarta okkar, við höf- um nú misst traustan vin og einstak- an föður. Við erum þess fullviss um að góður guð mun vernda þig og taka vel á móti þér. Elsku mamma, megi góður guð styrkja þig og varðveita í þessari miklu sorg, þú misstir ekki bara lífsförunaut heldur líka þinn besta vin. Það er erfitt að horfast í augu við að venjuleg flensa, sem virt- ist saklaus, geti hrifsað okkur burt í einum vettvangi. Megi guð vera með þér og okkur öllum á þessum erfiða tíma. Þín börn Sigríður, Fanný og Þorkell. Elsku afi minn. Ég kveð þig með miklum söknuði ég bara trúi ekki að þú skulir vera farinn frá okkur, þú, sem áttir svo mikið eftir og í fullu fjöri. Ég á eftir að sakna þín svo sárt, það verður ekkert eins án þín. Það var alltaf svo mikil gleði í kringum þig, svo hress og kátur og mikill prakkari, alltaf til í smá djók, eins og t.d. þegar ég var lítil og var að æfa mig í að skera ost og skar eina alveg fullkomna. Ég sýndi þér hana, þú hrósaðir mér og ást hana síðan og hlóst alveg svakalega. Ég man hvað ég var stolt af þér. Þegar ég fékk að gista hjá þér einu sinni rétt fyrir jól- in og þú sagðir mér að maður ætti að setja vel pússuð stígvél út í glugga og síðan unnum við í sameiningu að því að pússa stígvélið áður en það fór í gluggann. Og ég man að ég fékk fullt í stígvélið þá nótt, enda varstu vinur jólasveinsins og sagðir mér frá leyndarmáli sem þið áttuð, en það var að þú sást um að gefa Íslandi í skóinn fyrir hann því það var svo mikið að gera hjá honum, ó, hvað ég var stolt af þér. Æ elsku afi, það eru svo miklar og margar minningar um þig sem ég ætla að varðveita í hjarta mínu, eins og t.d. ferðin til Ameríku sem við fór- um öll saman síðasta sumar. Ég vildi óska að við hefðum fengið meiri tíma með þér og að litlu börnin mín hefðu fengið að alast upp með þér, því þú áttir svo mikinn tíma fyr- ir þau. Það er svo sárt að hugsa til baka um allar minningarnar sem skiptu ekki svo miklu máli þá, en skipta mann öllu máli núna þegar þú ert farinn frá okkur svona fljótt og óvænt. En, elsku afi minn, þú verður allt- af í hjarta mínu og þar geymi ég minningarnar á góðum stað. Ég veit þú verður alltaf með okkur, og þá sérstaklega ömmu, sem elskaði þig svo mikið. Ég bara trúi ekki að síð- ustu gullmolarnir, sem voru all- nokkrir, sem ég heyrði frá þér væru þegar þú áttir símtal við ömmu um að kaupa fuglafóður. Þar fórstu al- veg á kostum eins og svo oft áður. Þú varst ekki bara besti afi heldur líka besti maður sem hægt var að hugsa sér. Ég hlakka til að hitta þig aftur þegar minn tími kemur, því ég elska þig svo mikið. Tinna María Elsku afi okkar. Erfitt er að horfa á eftir þér og tómarúmið sem þú skil- ur eftir þig er stórt. Þú sem varst alltaf svo hress og kátur. Við nutum þeirra forréttinda að eiga þig að. Þú varst okkur svo mikill félagi og tókst þátt í lífi okkar af heilum hug. Þær voru ófáar mótorhjólaferðirnar sem þú fórst með okkur í enda var auð- velt að fá þig til að koma út að leika. Það þurfti ekki að biðja þig að smíða kerru þegar fyrsta mótorhjólið kom og bættir svo við rennum fyrir hin sem á eftir komu. Þú varst alltaf tilbúinn til að hlusta á okkur lesa og hjálpa okkur við heimanámið. Þú hvattir okkur til að vera dugleg í íþróttum og taldir það ekki eftir þér að keyra okkur og sækja á æfingar. Þú áttir það til að sækja okkur óvænt í skólann og fara með okkur niður að tjörn að gefa öndunum, eða rúnta um bæinn, niður á bryggju eða bjóða okkur á söfn. Ef ekki var boðið upp á eina með öllu var oft gripinn salat- poki sem við köllum nú afasalat. Það voru okkur einnig kærar stundir þegar þið amma pössuðuð okkur í Selbrekkunni. Nú er ekki lengur hægt að sofna í fanginu þínu í stóra stólnum. Feðga(bíó)ferðirnar eru okkur strákunum ógleymanlegar, en ekki verður þú með okkur að horfa á boltann í sjónvarpinu, það verður einnig skrýtið að fara ekki oftar með þér til Fannýjar í fótboltaferð. En við eigum svo góðar minningar um ferðalögin okkar saman og stundirnar sem allar eru góðar og við búum að alla tíð. Mamma og pabbi munu hjálpa okkur að rifja upp góðu minningarnar, og segja okkur sögurnar sem þú sagðir þeim af þér í gamla daga. Guð gefi þér góða nótt, elsku afi okkar, og takk fyrir allt sem þú kenndir okkur og gerðir fyrir okkur. Alexander, Ágúst Þór og Hekla Guðrún. Elsku afi okkar, það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig svona snemma. Einhvern veginn höfðum við ætlað þér að vera hjá okkur miklu lengur. Það er varla hægt að eiga betri afa en þig, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur hvort sem það voru gleðistundir eða erfiðar stund- ir. Þegar við vorum litlar reyndirðu að aga okkur til og beina okkur í rétta átt. Hins vegar þegar við fórum að eldast vorum við ofdekraðar, þú gerðir einfaldlega allt fyrir okkur. Það var aðeins eitt símtal í afa og þú gerðir það sem þú gast til að hjálpa til, hvort sem það var að passa, skutla, laga eitthvað, smíða húsgögn eða fara með bílinn í smurningu. Þegar Hekla Maídís veiktist og fjöl- skyldan gekk í gegnum erfiða tíma þá sýndir þú okkur ómetanlegan stuðning. Það var alltaf gott að koma til ykkar ömmu í Selbrekkuna og gerðum við mikið af því enda höfum við allar búið þar hjá ykkur á mis- munandi tímum í lífinu. Í dag kveðj- um við þig með miklum trega elsku- legi afi okkar, svo góðhjartaður, skemmtilegur og yndislegur maður sem þú varst, við söknum þín afar sárt. Við þökkum Guði fyrir að hafa átt þig að og fengið að kynnast þér og elska þig. Við skulum styðja ömmu eins vel og við getum Í dag kveð ég bróður minn Ágúst Krist- jánsson er lést þ. 10. apríl sl. eftir stutt en erfið veikindi. Ágúst var Reykvíkingur og bjó í Vesturbænum fyrstu ár ævi sinnar, seinna í Hlíðunum en lengst af í Kópavogi. Skólaganga hans var hefðbundin, má nefna að hann gekk í Landakotsskóla sem þá var rekinn af kaþólsku nunnunum og mun dvöl hans þar hafa verið honum gott veganesti í lífinu. Hann lærði vél- virkjun og starfaði við ýmis störf því tengdu. Var hann einn af fyrstu starfsmönnum Álversins í Straums- vík og vann þar þangað til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Við Ágúst áttum góða daga saman í bernsku við leik og annað sem börn á okkar uppvaxtarárum tóku sér fyr- ir hendur. Minnist ég bjartra sum- arkvölda þar sem hann var fremstur í flokki okkar barnanna í hinum ýmsu útileikjum sem þá tíðkuðust og þar sem fölskvalaus gleði réð ríkjum. Bjart bros hans og ljúft skap mun verða ofarlega í minni mínu þegar ég hugsa til þessara dýrðardaga. Bróðir minn Ágúst var mjög greiðvikinn og hjálpsamur og vildi rétta öllum hjálparhönd sem aðstoð- ar leituðu. Hann var sérlega barn- góður og mikill uppáhaldsfrændi í mjög erfiðum veikindum Kristjáns sonar míns. Umhyggja hans og tillit- semi var mikil stoð á þessum erfiða tíma sem ég mun seint gleyma. Í nokkur ár bjuggum við Ágúst ásamt fjölskyldum okkar í sama húsi í Kópavogi. Var þar oft glatt á hjalla og hnýttumst við þar enn sterkari fjölskylduböndum. Eru þetta góður tími í minningunni. Eiginkona hans Hekla, var honum einstakur lífsföru- nautur. Samhent voru þau um allt sem þau tóku sér fyrir hendur og mikill sómi af öllu þeirra lífshlaupi. Elskuleg börn þeirra þrjú eru góður vitnisburður um það. Nú er komið að kveðjustund. Minn eini bróðir er burt kallaður, en eftir lifa minningar um hann sem aldrei gleymast. Ég mun sakna hans glaða og hlýja við- móts. Megi Guð varðveita minningu Ágústar og innilegar samúðarkveðj- ur sendi ég fjölskyldu hans og vinum öllum. Fríða systir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns sem lést 10. apríl sl. Ég kynntist Ágústi Kristjánssyni, eða Gústa eins og hann var jafnan nefndur, fyrir u.þ.b. 32 árum er ég fór að eltast við yngri dótturina á bænum, þá aðeins 13 ára feiminn og hlédrægur. Gústi kom mér strax fyr- ir sjónir sem ofurhress og stór- skemmtilegur náungi með brenn- andi áhuga á öllum íþróttum þannig að áhugamál okkar fóru strax sam- an. Það var alveg sama hvort það voru boltaíþróttir eða mótorsport, þú elskaðir þetta allt saman. Við vor- um ekki alltaf sammála um árangur Breiðabliks og gátum þráttað all- nokkuð um stefnu og aðferðir í þeim málum en alltaf enduðum við sáttir hvor við annan. Eins var það í pólitík, þar gátum við rökrætt allmikið og ég held ég megi segja aldrei höfum við verið sammála í þeim efnum en mik- ið höfðum við þó gaman af því báðir tveir. Síðar, þegar við Fanný fórum að baslast við að koma okkur upp heim- ili, þá að ég held 18 ára, ung og stór- huga, varstu alltaf boðinn og búinn að rétta okkur hjálparhönd. Það var sama hvað við áttum miklar druslur, þú sást um að halda þeim við og þeg- ar þær biluðu, sama hversu alvar- lega og ég farinn á taugum yfir kostnaði, þá varstu alltaf búinn að redda öllu þegar ég kom heim úr vinnu. Alltaf sama viðkvæðið: „Þetta er ekkert mál, þetta tekur okkur ekki nokkra stund.“ Þannig var Ágúst Kristjánsson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Blessuð sé minning Ágúst- ar móðurbróður okkar. Við sendum fjölskyldu hans og vinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Regína og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.