Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NÝ könnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið staðfestir uppsveiflu hjá Framsókn- arflokknum, á landsvísu þótt hlut- fallið sé reyndar heldur lægra nú en í síðustu könnun sem birt var í fyrra- dag. Flokkurinn fær nú níu þingsæti og Sjálfstæðisflokkurinn, sem stend- ur í stað, er með 23 sæti. Samanlagt eru stjórnarflokkarnir því með nauman meirihluta, 32 sæti af 63. Samfylkingin með 17 sæti og Vinstrihreyfingin grænt framboð með 10 sæti bæta nú nokkuð við sig í prósentum, Frjálslyndir standa í stað og halda fjórum þingsætum, Ís- landshreyfingin lækkar og fær sem fyrr engan þingmann. Síðasti þingmaðurinn inn er fram- sóknarmaður en næsti maður inn er sjálfstæðismaður. Sjálfstæðisflokk- urinn þarf samt að bæta nokkru við sig til að fella níunda mann Fram- sóknar. En Sjálfstæðisflokkurinn má muna sinn fífil fegri í þessum könnunum, hann var lengi vel öðrum hvorum megin við 40% mörkin og fór í 41,9% í könnun sem gerð var dagana 5.–6. maí. Nú er hann ekki lengur mikið yfir fylginu sem hann fékk í kosningunum 2003, 33,7% sem var þriðji lélegasti árangur flokksins frá því að hann var stofnaður fyrir nær 80 árum. Athyglisvert er að mikill hluti þess fylgis sem framsóknarmenn hafa verið að missa til Sjálfstæðis- flokksins síðustu vikur og mánuði er nú að snúa aftur heim ef marka má könnunina. Er hugsanlegt að mark- viss kosningaáróður Framsóknar- flokksins sé að bera ávöxt, áherslan á að sterkari staða hans sé trygging fyrir því að meint frjálshyggjusjón- armið sjálfstæðismanna verði ekki allsráðandi í stjórninni en um leið að hagvöxtur haldi áfram. Og þeir sem nú flykkjast á ný undir merki flokks- ins en eru ekki alveg sáttir við að sömu tveir flokkar vermi ráðherra- stólana allt of lengi samfleytt hafa kannski fram til þessa viljað minna leiðtogana á það í könnunum að þeir verði að gæta sín – en finnst of langt gengið að ganga af flokknum dauð- um. Könnunin var gerð dagana 8.–9. maí, notað var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá, 1097 manns 18 ára og eldri. Nettósvarhlutfall var 64,2% sem er ívið hærra en síðast. Spurt var: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Svarhlutfallið fer hækkandi Þegar búið var að bæta við tveim hefðbundnum aukaspurningum til að auka svarhlutfallið meðal þeirra sem neituðu að svara eða voru óákveðnir, fyrst hvaða flokkur væri líklegastur til að hreppa atkvæðið og loks hvort líklegra væri að það yrði Sjálfstæðisflokkurinn eða einhver hinna, fór svarhlutfallið upp í 89,5%, hærra hlutfall en nokkru sinni í þessum könnunum hingað til. Capacent Gallup tekur einnig saman fylgið á landsvísu í könnunum sem gerðar voru á fimm dögum, 5.–9. maí, úrtakið var 2650 manns og nettósvarhlutfallið 62,9%. Niður- stöðurnar eru mjög í samræmi við nýju könnunina hér að ofan, eini munurinn að heita má er að Sjálf- stæðisflokkurinn er talsvert hærri, með 38,3%, en Framsóknarflokkur- inn nokkru lægri, með 11,4%. Vikmörkin, sem stundum eru nefnd skekkjumörk, í þessari könn- un eru mun lægri en í þeirri að ofan enda könnunartíminn lengri og úr- takið meira. Þau eru plús eða mínus 2,5% hjá Sjálfstæðisflokknum (það er fylgið gæti verið 2,5% meira eða 2,5% minna), 2,3% hjá Samfylking- unni, 1,9% hjá VG, 1,6% hjá Fram- sókn, 1,3% hjá Frjálslyndum og 0,8% hjá Íslandshreyfingunni. Þing- mannatalan er 25 hjá Sjálfstæðis- flokknum, 17 hjá Samfylkingunni, 10 hjá VG, sjö hjá Framsókn og fjórir hjá Frjálslyndum. Munurinn á milli þessara tveggja kannana gæti skýrst af því að Fram- sókn hafi verið að sækja á síðustu dagana og sú sveifla skili sér því bet- ur í könnuninni 8.–9. maí. Áfram er lítill munur á stuðnings- mönnum og andstæðingum ríkis- stjórnarinnar, ívið fleiri eru á móti að þessu sinni, 50,3% gegn 49,7%. Og konurnar sem eru andvígar stjórninni eru mun fleiri en þær sem styðja hana, 56,3% gegn 43,7%. Fram kemur að 94,2% þeirra sem segjast ætla að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn styðja núverandi stjórn og sama á við um 91,9% þeirra sem hyggjast kjósa Framsóknarflokk- inn. Konur velja fremur vinstriflokkana Þegar rýnt er betur í tölur Capa- cent Gallup kemur enn í ljós að kon- ur eru í miklum meirihluta meðal þeirra sem segjast munu kjósa vinstriflokkana, tvo, Samfylkingu og VG, tveir af hverjum þrem stuðn- ingsmönnum þeirra eru konur. En hjá stjórnarflokkunum tveim eru karlar hins vegar mun fleiri en kon- ur. Enn hækkar í þessari könnun hlutfall þeirra sem kusu Framsókn- arflokkinn í þingkosningunum 2003 og ætla að gera það aftur núna, hlut- fallið er nú komið í 70,4% og hefur ekki verið hærra í aðdraganda kosn- inganna. Að þessu sinni segjast að- eins 12,1% fyrrverandi kjósenda flokksins ætla sér að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn sem er mun lægra hlutfall en áður, flóttinn til hægri virðist hafa verið stöðvaður. Trygglyndi kjósenda Sjálfstæðis- flokksins er stöðugt og eykst ef eitt- hvað er, mælist nú 83,9% og er eng- inn flokkur jafnoki hans að þessu leyti, helst virðist vera nokkurt flæði yfir til Samfylkingarinnar. Einnig eru stuðningsmenn VG frá 2003 staðfastir, 73,6% þeirra halda tryggð við flokkinn og 68,7% þeirra sem kjósa núna Samfylkinguna gerðu það einnig 2003. Og varla þarf að geta þess að sem fyrr mælist mikið flæði milli fylgis Samfylkingarinnar og VG. Þegar spurt er um tryggð þátttak- andans við flokkinn sem ætlunin er að kjósa er lítill munur á afstöðu kynjanna. 63,6% karla segjast vera flokknum trygg, 9,8% hvorki né en 26,7% segjast vera ótrygg. 61,5% kvenna lýsa yfir tryggð við flokkinn sem þær ætla að kjósa, 11,2% segja hvorki né og 27,3% segjast vera ótrygg. Stuðningur við VG er hlutfallslega mikill meðal kjósenda á aldrinum 18–29 ára eða 22,3%, hlutfall þessa aldurshóps er svipað hjá Samfylk- ingunni en talsvert hærra hjá Sjálf- stæðisflokknum eða 31,6%, Fram- sóknarmenn eru með sama hlutfall og á landsvísu í þessum hópi og stuðningur við Frjálslynda er mun hærri en á landsvísu eða 9%. Ís- landshreyfingin er með 2,6% fylgi í þessum aldurshópi en minni stuðn- ing í öðrum aldurshópum. Þegar hugað er að hópnum 30–39 ára gamlir kemur Sjálfstæðisflokk- urinn mun sterkar út, þar er hann með 45,1% , Samfylkingin 23,8% og VG 17,9%, Framsóknarflokkurinn á hinn bóginn aðeins 7,8%. Hjá 40–49 ára kjósendum er Sjálfstæðisflokk- urinn áfram sterkur, mælist með 40,6%, Samfylkingin er með 26,0%, VG 16,9% og Framsókn 9,5%. Fólk á aldrinum 50–59 ára kýs gjarnan Sjálfstæðisflokkinn, 37,8% en Samfylkingin er einnig öflug í þessum aldurshópi með 30,9%. Framsókn er með 14,3% og VG 9,3%. Framsóknarmenn eru hlut- fallslega mjög sterkir í elsta hópn- um, 60 ára og eldri, þar er stuðn- ingur við þá 22,1%. Næstir eru kjósendur Samfylkingarinnar, 30,0%, þá Sjálfstæðisflokksins, 26,9%, 11,1% kjósa VG og 7,5% Frjálslynda. Há skekkjumörk í kjördæmakönnunum Fylgi flokkanna í könnununum 5.–9. maí er greint eftir kjördæmum og skal hér minnt á að vikmörk eru þá að jafnaði mun hærri en í könn- unum á fylgi á landsvísu vegna þess að mun færri kjósendur eru nú á bak við hvern flokk. Nefna má að Sjálfstæðisflokkur- inn mælist með 25,2% stuðning í Norðvesturkjördæmi en vikmörkin eru plús eða mínus 6,8%. Sjálfstæð- ismenn gætu því verið með 32% fylgi en þeir gætu líka verið með 18,4% fylgi. Meiri er nákvæmnin ekki. Reyndar segja fræðimenn að þótt hafa megi nokkra skemmtan af því að túlka niðurstöður sem byggist á svo ónákvæmum mælingum sé rétta viðhorfið að líta á slíkar skoðana- kannanir eins og niðurstöður jarð- skjálftamæla. Við sjáum miklar sveiflur ef eitthvað verulega stórt er að gerast en venjulega eru sveifl- urnar sáralitlar og skipta í reynd litlu eða engu. En við getum oft not- að kannanir yfir nokkurt tímabil til að meta líkurnar á þróun í eina átt fremur en aðra. Uppsveiflan staðfest hjá Framsókn, Samfylking og VG bæta við sig, Sjálfstæðisflokkur stendur í stað Naumur þing- meirihluti stjórnarliða                                                        ! "#    $!%&  !$& '    ( '        ! "  " ##   $   %&  & " ##  ) ' "#    ' ( $! (                !" # !" #$ !"  !"     !   "#     $ %!   &    ' (   $    (      !    )  %     $   * ! %  ',  !$  %    %  %  %   %   %  %  %    %      %    %  %  %   % Í HNOTSKURN »Vikmörkin í könnuninni8.–9. maí eru 3,7% fyrir Sjálfstæðisflokkinn, 3,4% fyrir Samfylkinguna, 2,9% fyrir VG, 2,7% fyrir Framsókn, 1,9% fyrir Frjálslynda og 1,1% fyrir Íslandshreyfinguna. »Þótt svarhlutfallið hafihækkað eru 2,9% enn óákveðin, 4,6% neita að svara og 3,0% segjast munu skila auðu. Og ekki má gleyma að allmargir sitja vafalaust heima á kjördag. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm yfir Jónasi Garðarssyni fyrir manndráp af gá- leysi á Viðeyjarsundi árið 2005 þegar tveir farþegar í báti undir hans stjórn fórust. Þá var hann dæmdur til að greiða aðstandendum hinna látnu um 9 milljónir króna í bætur. Hæstiréttur sakfelldi Jónas fyrir að hafa aðfaranótt 10. september 2005, sem skipstjóri skemmtibátsins Hörpu á siglingu með fjóra farþega, verið undir áhrifum áfengis við stjórn bátsins og ekki haft gát á sigl- ingaleiðinni er siglt var í nætur- myrkri og slæmu skyggni og hafa þannig með stórfelldri vanrækslu í skipstjórastarfi orðið valdur að því að báturinn steytti á Skarfaskeri. Þá var Jónas sakfelldur fyrir að hafa ekki gert ráðstafanir til bjargar farþegum eftir að stórlega laskaður báturinn losnaði af skerinu um 20 mínútum eftir ásiglinguna, hvorki leitað aðstoðar björgunarliða né siglt skemmstu leið til lands, heldur tekið stefnu austur Viðeyjarsund þar sem bátnum hvolfdi skömmu síðar. Fyrir Hæstarétt var lögð fram matsgerð tveggja lækna sem töldu að Jónas hefði verið ófær um að hugsa rökrétt eða taka fulla ábyrgð á gerðum sínum í kjölfar ásigling- arinnar. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að matsmenn hafi ekki getað stutt niðurstöðu sína við beina skoð- un eða rannsóknir á Jónasi enda hafi þeim verið falið að leggja mat á mjög skammvinnt tímabundið andlegt ástand hans eftir slysið, sem varð hálfu öðru ári áður en matið fór fram. Rýrði þetta sjálfstætt gildi mats- gerðarinnar mjög, að mati dómsins. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörns- son. Hrafn taldi hæfilega refsingu 2 1/2 fanglesi. Verjandi var Kristján Stefánsson hrl. og sækjandi Sigríður J. Friðjónsdóttir frá ríkissaksókn- ara. Stórfelld vanræksla sönnuð í dómi Jónas Garðarsson hlaut 3 ára fangelsi í Hæstarétti vegna sjóslyssins við Viðey Morgunblaðið/Ásdís Skoðun Við málareksturinn í fyrra var bátur á borð við Hörpu skoðaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.