Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ ER liðið rúmt ár frá gild- istöku reglugerðar nr. 241/2006 um tilvísanaskyldu til hjartasérfræð- inga. Í henni er kveðið á um að sjúklingar verði að fá tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni til að fá að hitta hjartasérfræðing. Sé það ekki gert taka sjúkratryggingar ekki þátt í kostnaði við þjónustuna. Reglugerðin kom í kjölfarið af því að sjálfstætt starfandi hjartalæknar sögðu sig af samningi sínum við rík- ið. Rök ráðuneytisins fyrir setningu reglugerðarinnar voru að með henni væri verið að tryggja sjúk- lingum endurgreiðslu vegna þjón- ustu hjartasérfræðinganna. Reglugerðin var sett án nokkurs samráðs við viðkomandi sjúklinga- hóp og samtök þeirra. Með þessari gjörð var sjúklingum mismunað. Tilvísunarkerfi var sett á fólk með hjartasjúkdóma og veldur því að það situr nú ekki við sama borð og aðrir sjúklingar. Slík mismunun á sjúklingahópum er óásættanleg. Rétt er að rifja aðeins upp að- draganda þess að hjartasérfræð- ingar sögðu sig af samningi. Sú saga er umhugsunarverð því hún var afleiðing af bættri þjónustu við hjartasjúklinga. Sérgreinalæknar og ríkið gerðu samning um ákveð- inn einingafjölda í vinnu þeirra sem TR tæki þátt í að greiða. Ein- ingafjöldi hjartasérfræðinga dugði í fyrstu meðan skortur var á hjarta- læknum og löng bið eftir tíma hjá þeim, gjarnan margir mánuðir. Þegar ungir sérfræðingar bættust í hópinn jukust afköstin, bið sjúk- linga styttist og þjónustan batnaði. En um leið gekk hraðar á eining- arnar uns að því kom að þær voru uppurnar í nóvember 2005. Að sögn hjartalæknanna urðu þeir þá að taka á sig hlut TR til áramóta. Eftir langar viðræður sögðu hjartalækn- ar sig af samningnum þar sem að þeirra mati ríkinu varð ekki þokað til að fjölga einingum. Þeir treystu sér þá ekki til að vinna mánuðum saman án launa fyrir þennan þátt þjónustu sinnar. Þá setti heilbrigð- isráðherrann umrædda reglugerð, að sögn til að tryggja rétt sjúk- linga. Nú er ekki úr vegi að athuga reynsluna af þessu ári. Niðurstaðan er í stuttu máli þessi: Til að fá skoðun eða meðferð hjá hjartasérfræðingum hafa sjúklingar fyrst þurft að fara til heilsugæslu- læknis og fá tilvísun, svo til hjarta- læknisins og loks að koma gögnum til Tryggingastofnunar til að fá hlut hennar endurgreiddan. Heimsóknum til sjálfstætt starf- andi hjartalækna hefur fjölgað, lík- lega nálægt 3%. Útgjöld Tryggingastofnunar vegna endurgreiðslna til hjarta- sjúklinga hafa minnkað verulega. Læknafélagið hefur mótmælt reglugerðinni enda hefur hún or- sakað fjölda ónauðsynlegra heim- sókna til heilsugæslulækna, sem ekki hafa haft annan tilgang en að fá tilvísun til hjartasérfræðinga. Ljóst er af þessum upplýsingum að margir hafa sleppt þeim tveimur ferðum sem í raun eru óþarfar og greitt hjartalæknum úr eigin vasa. Við trúum því varla að tilgang- urinn hafi verið að velta kostn- aðinum yfir á þá sem þurfa á þjón- ustu hjartasérfræðinganna að halda. Kostnaði og óþarfri fyrirhöfn er velt yfir á sjúklingana og reynd- ar líka á heilsugæslulæknana. Tilgangur stjórnvalda var vænt- anlega tilraun til að finna leið til niðurgreiðslu á þjónustunni í kjölfar þess að hjartasérfræðingar gengu af samningnum. Lausn ráðuneyt- isins hefur hins vegar snúist upp í andhverfu sína og bitnað á sjúkling- unum sjálfum. Þannig fer stundum þegar ekkert samráð er haft við þá sem málið snerta. Hjartaheill og SÍBS hafa allt frá upphafi komið á framfæri mótmæl- um vegna reglugerðarinnar. Fundað hefur verið m.a. með heil- brigðisráðherra, heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis og fulltrú- um félags sjálfstætt starfandi hjartalækna. Þá hafa samtökin átt sæti í samráðshópi ásamt fulltrúa heilbrigðisráðuneytis og lækninga- forstjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík. Þar hefur sjónarmiðum sjúklinga verið komið á framfæri og m.a. verið bent á mikið óhagræði og kostnaðarauka sjúklinga með til- komu reglugerðarinnar. Meg- inkrafa samtakanna hefur verið sú að fulltrúar hjartasérfræðinganna og samninganefnd ráðuneytisins setjist að samningsborði og leitist við að ná saman. Til þess að greiða fyrir því kölluðu SÍBS og Hjarta- heill á fulltrúa ofangreindra aðila til fundar og hvöttu þá til að setjast að samningaborði enda forsenda þess að lausn fáist að aðilar hittist og leiti málamiðlunar. Þrátt fyrir þetta höfum við ekki spurnir af því að að- ilar hafi komið saman ennþá. Við teljum að nú sé nóg komið og tímabært að láta af augljósu rang- læti og óþarfa fyrirhöfn og kostnaði fyrir sjúklinga. Eitt er að gera mis- tök en miklu verra er að neita að horfast í augu við þau og lagfæra þau. Núverandi ríkisstjórn hefur sagt að á næsta kjörtímabili eigi að snúa sér að enn frekari endurbótum á velferðarkerfinu. Það þarf ekki að bíða kosninga með að hefja vinnu við samningagerð við hjarta- sérfræðinga svo leggja megi af þessa reglugerð. Slíkt benti til að vilji til endurbóta á kerfinu væru ekki innantóm orð sem gleymdust að loknum kosningum. Guðmundur Bjarnason, varafor- maður Hjartaheilla Haraldur Finnsson, formaður Reykjavíkurdeildar Hjartaheilla Helgi Hróðmarsson, fram- kvæmdastjóri SÍBS Reglugerð sem bitnar á hjartasjúklingum enn í gildi Guðmundur Bjarnason, Haraldur Finnsson og Helgi Hróðmarsson skrifa um tilvísanaskyldu til hjartasérfræðinga » Við trúum því varlaað tilgangurinn hafi verið að velta kostn- aðinum yfir á þá sem þurfa á þjónustu hjartasérfræðinganna að halda. Helgi Hróðmarsson Guðmundur er varaformaður Hjartaheilla, Haraldur er formaður Reykjavíkurdeildar Hjartaheilla og Helgi er framkvæmdastjóri SÍBS Guðmundur Bjarnason Haraldur Finnsson Í BYRJUN marsmánaðar birtist í Blaðinu viðtal sem Kolbrún Berg- þórsdóttir átti við fráfarandi for- stöðumann Listasafns Íslands, Ólaf Kvaran. Viðtalið var ekki ýkja langt en þeim mun innihaldsríkara. Í viðtalinu kallar Ólafur eftir stefnumörkun í menningarpólitík og hvetur til þess að við nálgumst þá umræðu frá víðu sjónarhorni. „Í vel- ferðarsamfélagi eins og okkar tölum við gjarnan um rétt fólks til heilbrigð- isþjónustu. Á sama hátt er eðlilegt og mikilvægt að tala um rétt fólks til menn- ingar og aðgengis að henni. Það er að sjálfsögðu alltaf póli- tísk spurning hvað ríkisvaldið á að vera sterkt í þessari upp- byggingu eða hvort á að láta hana alfarið í hendurnar á hinum frjálsa markaði sem stofnanir eins og Listasafnið verða þá háðar. Af einhverjum ástæðum hefur ekki orðið pólitísk umræða í samfélaginu um þessa stöðu menning- arstofnana og þá um leið rétt fólks til menningar sem hluta af eðlilegum lífs- gæðum. Í menningar- umræðu þarf póli- tíska stefnumörkun. Þetta er meðal annars spurning um hvað menningarstofnanir eigi að vera sterkar þannig að þær geti sinnt hlutverki sínu og um leið er þetta spurning um sterkt eða veikt samfélag.“ Þetta eru orð að sönnu og eiga erindi inn í pólitíska umræðu í að- draganda kosninga. Hér er talað um rétt fólks til menningar og byggt á þeirri hugs- un að öllum verði gefinn kostur á því að lifa innihaldsríku menning- arlífi. Í öðru lagi er vakin athygli á því að með því að gera menning- arstofnanir háðar markaðnum um fjárframlög undirgangist þær jafn- framt áhrif hans og vald. Þá segir Ólafur Kvaran að spurningin snúist ekki um það eitt að gera menningarstofnanir sterk- ar og öflugar heldur samfélagið allt. Greinilega má ráða af viðtalinu við fyrrum forstöðumann Lista- safns Íslands að hann lét ekki landslagið rugla áttirnar. Í starfi leitaði hann til allra þeirra sem honum sýndust vera líklegir til að styðja aðgang almennings að menningu samkvæmt gildandi leikreglum og væntingum stjórn- valda. Samfélagsleg ábyrgð Ég vil taka undir þá meginhugsun Ólafs Kvaran að líta eigi á menningu sem mik- ilvægan þátt í velferð- arsamfélaginu hvað varðar lífsgæði og lýð- ræði. Á komandi kjör- tímabili er brýnt að efnt verði til breiðrar umfjöllunar og sam- ræðu á milli stjórn- málamanna, skóla- samfélagsins, samtaka listamanna og alls al- mennings um að leita leiða til setja ákveðin markmið til þess að styrkja menningar- lífið; í þeim tilgangi að efla listræna sköpun, styrkja stofnanir þess og auðvelda almenn- ingi aðgang að menn- ingarlífinu. Nauðsyn- legt er að gera úttekt á rekstrargrundvelli og fjárveitingum rík- isins til þessa mála- flokks í heild sinni, bæði til skapandi lista sem og stofnana eins og Þjóðleikhússins, Þjóðarbókhlöðu, Listasafns Íslands, Þjóðminja- safns, Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands auk annarra stofnana og spyrja hvort fjárveitingar – sem er helsta stjórntæki ríkisins – séu í takti við eðlilegar væntingar al- mennings og með hvaða hætti hægt sé að efla þátttöku almenn- ings í menningarstarfsemi af ýmsu tagi. Í þessari umræðu er mikilvægt að ræða um ábyrgð samfélagsins – ríkisins og sveitarfélaga – á menn- ingunni og menningararfinum og spyrja m.a. hvort eðlilegt sé að helstu menningarstofnanir lands- ins sem fjalla um mikilvæga þætti í sjálfsmynd okkar sem þjóðar og sögu verði fyrst og fremst háðar fjárveitingum og stuðningi fyr- irtækja. Hvaða áhrif hefur það á starfsemi þessara stofnana og alls menningarlífsins að þannig sé um hnútana búið? Er það eðlilegt að einkafjármagnið stýri þessari þró- un? Að hve miklu leyti getur það haft áhrif á viðfangsefni stofnana menningarlífsins? Brú á milli heima Öflugt og fjölbreytt menningar- líf sem tekur til samtímamenn- ingar og menningararfs er ekki bara mikilvægt með hliðsjón af sjálfsmynd okkar sem þjóðar í þeirri miklu alþjóðavæðingu sem á sér stað heldur einnig mjög mik- ilvægt sem leið eða brú fyrir þá stóru hópa fólks sem eru að flytj- ast til Íslands. Þótt menning þjóð- ar byggist á hefðum og arfleifð sem á sér djúpar rætur er menn- ingin jafnframt sameinandi. Hún brúar bil á milli ólíkra heima. Ólafur Kvaran, fráfarandi for- stöðumaður Listasafns Íslands, hefur kallað eftir umræðu um menningarstefnu. Sú umræða hefði mátt vera meiri í aðdrag- anda þessara alþingiskosninga. Reyndar hefur umræða af þessu tagi verið af mög skornum skammti hér á landi á liðnum ár- um. Það er kominn tími til að breyta því. Menning og lýðræði Ögmundur Jónasson vill öflugt og fjölbreytt menningarlíf Ögmundur Jónasson »Ég vil takaundir þá meginhugsun Ólafs Kvaran að líta eigi á menn- ingu sem mik- ilvægan þátt í velferðarsam- félaginu hvað varðar lífsgæði og lýðræði. Höundur er þingmaður VG. GOTT ER að staldra við og fagna þeim áfanga sem náðst hefur í viðreisn og framþróun byggð- arlaga hér eystra. Þarf vart lengi að líta í kringum sig til þess að fanga vongleðina í augum fólks, þá tilfinningu, að landshlutinn sé loks- ins gildur að þessu leyti í samfélagi stærri staða, þar sem mannfjöldinn hefur helst hreiðrað um sig. Það var mikið fagnaðarefni að ákveðin niðurstaða fékkst, sem með áþreifanlegum hætti myndar kjöl- festu í atvinnumálum flestra þétt- býliskjarna hér eystra. Kjölfestu, sem örvar byggðirnar í fjórð- ungnum til frekari dáða um áfram- haldandi þróun í atvinnu- og sam- göngumálum og átaks í öðrum brýnum málum m.a. á sviði mennt- unar og heilsugæslu. Í þau þrjátíu ár sem ég hef búið hér eystra hefur margt verið reynt og lagt upp með af heima- mönnum og stjórn- völdum til þess að treysta byggðirnar. Ekkert af því, þrátt fyrir áræði, góðan vilja og fyrirgreiðslu, hefur orðið til þess að skapa nauðsynlegan viðsnúning fyrr en uppbyggingu stóriðj- unnar á Reyðarfirði var hleypt af stokkunum. Að mínu mati hafði sú ákvörðun úrslitaþýðingu varðandi framtíðarmöguleika fjórðungsins. Ef til vill var ekki öllum ljóst, jafn- vel hér um slóðir, hvað tilvist byggðanna stóð glöggt. Þær raddir heyrðust auk heldur æ háværari, utan frá, að sjálfsagt væri og eðli- legt að stór hluti landsbyggð- arinnar legðist af. Hið hagræna lögmál sæi svo um. Inn í það dæmi er þó ekki reiknuð gríðarleg fjárfesting sem er lit- róf íslenskrar menn- ingar og sú þekking, sem staðkunnugir búa yfir á landsins gögn- um og gæðum. Því síður þau átthagabönd sem umfram flest annað gera þjóðina að Íslendingum. Þá hefur ósjaldan hrotið úr munni „ábyrgra“ að stóriðja, s.s. álver, „sé gamaldags og úreltur atvinnuvegur og ekki í takt við tímann“ og þar með gefið í skyn að fólk á Austurlandi sé að þessu leyti að stórum hluta fá- kunnandi og lítilsiglt. Að sýna fólki, samlöndum sínum lítilsvirð- ingu með þeim hætti, vitnar betur um þá er slíkt mæla. Á tímamótum þegar álverið er að hefja starfsemi sína er mér ljúft að þakka þeim, sem stutt hafa þá uppbyggingu með ráðum og dáð og þar með brotið í blað, hvað framtíð- armöguleika Austurlands áhrærir. Um leið er þökkuð sú nærgætni, skilningur og tillitssemi sem for- svarsmenn álversins hafa á upp- byggingarferlinum sýnt í sam- skiptum við nærliggjandi sveitarfélög og stofnanir þeirra. Er það til eftirbreytni. Vonarrík framtíð á Austurlandi Davíð Baldursson segir viðsnúning hafa orðið eystra við byggingu stóriðjunnar á Reyðarfirði » Á tímamótum er ljúftað þakka þeim sem stutt hafa uppbyggingu með ráðum og dáð og þar með brotið í blað, hvað framtíðarmögu- leika Austurlands áhrærir. Davíð Baldursson Höfundur er sóknarprestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.