Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 37
meistaramatur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 37 Fjölmiðlahamagang-urinn í kringum Live Earth-tónleikana lyktaði af gamalkunnum trixum, sem oft er beitt rétt fyrir kosningar, reyndar ekki af stjórnmálamönnum. Forsvarsmenn „góðs málefnis“ á borð við tón- leikahald, sem ekki hafa fengið þá peninga úr vösum skattgreiðenda sem þeir telja sig þurfa á að halda, segja frá því í fjölmiðlum rétt fyrir kosningar í þeirri von að fólkið með peningana verði hrætt og borgi. Í þetta sinn virðist það þó ekki hafa tekizt að krækja í 25 milljónir af pen- ingum skattgreiðenda í tónleikahald. x x x Víkverja skilst að Live Earth-tónleikarnir hefðu getað orðið gríðarlega góð landkynning; tveir milljarðar manna hefðu horft á þá í sjónvarpinu. Voru þá ekki fyrirtæki í ferðaþjónustu reiðubúin að styrkja þá? Reynslan af áhrifum slíkra stór- viðburða á ferðamannastrauminn er ótvíræð; hver man ekki eftir bylgju ferðamanna eftir heimsmeistara- keppnina í handbolta? Eitt og annað skond-ið hnýtur Víkverji um í kosningabarátt- unni. Þannig auglýsir Frjálslyndi flokkurinn aftan á strætisvögn- unum í Reykjavík að takmarka þurfi flutning fólks til landsins. Og hverjum er það svo að þakka að þessa auglýs- ingu Frjálslynda flokksins ber fyrir augu borgarbúa? Að stórum hluta innflytjendum, sem aka strætis- vögnum. Án strætóbíl- stjóra frá Póllandi, Litháen og fleiri löndum myndi strætisvagnakerfið í Reykjavík sennilega ekki ganga. x x x Voru það ekki einmitt frjálslyndirsem vildu gefa fólki frítt í strætó? Og vilja þeir þá ekki hafa fólk til að keyra strætó? Kannski skiptir það ekki máli, því að það eru eiginlega engir frjáls- lyndir eftir í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar. Nánast hver einasti nefndarmaður, sem F-listi til- nefndi eftir kosningarnar í fyrra, er farinn úr flokknum.            víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Landliðsmaðurinn EyþórRúnarsson yfirmatreiðslu-maður á veitingastað Sigga Hall sýnir okkur hvernig best er að steikja saltfisk að spænskum hætti. Steiktur saltfiskur með brúnuðu kryddsmjöri Fyrir 4–5 100 g ósaltað smjör ½ fínt skorinn rauður chili ½ fínt skorinn skalottlaukur 1 msk. fínt skorinn graslaukur rauðvínsedik, eftir smekk 4–5 falleg saltfisks-hnakkastykki, um 150 g stk. hveiti ólífuolía 1⁄2 poki klettasalat Brúnaða smjörið (hnetusmjör): Setjið smjörið í pott og á hæsta hita. Hrærið vel í á meðan. Þegar smjörið er farið að taka dökkan lit hellið því yfir í annan pott í gegnum kaffisíu. Setjið smjörið aftur í pott og yljið upp á því, setjið fyrst chili ofan í svo skarlottulaukinn og að lokum gras- laukinn. Smakkið til með salti, pipar og rauðvínsediki. Saltfiskur: Þerrið fiskinn veltið honum upp úr hveitinu. Hellið vel af ólífuolíu í pönnu eða svo að hún nái upp að helmingshæð fisksins. Hitið olíuna þar til hún er vel heit, setjið fiskinn á pönnuna og steikið á báð- um hliðum þar til hann er gullin- brúnn. Framreiðið með klettasalati og jómfrúr ólífuolíu. Lauksulta Fyrir 4–5 1 laukur 2 msk. ólífuolía 1 msk. fínt skorin steinselja rauðvínsedik, eftir smekk salt og hvítur pipar, eftir smekk Skrælið og skerið lauk í fínar skíf- ur. Hellið olíunni í pott og setjið laukinn ofan í. Eldið við lágan hita í um 1½ tíma, eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur undir tönn. Smakkið til með ediki, salti og pipar. Steiktar kartöflur Fyrir 4–5 16 soðnar smáar kartöflur ólífuolía til steikingar 1⁄4 búnt fínt skorin steinselja salt og pipar Skerið kartöflur til helminga, hell- ið vel af olíu á pönnu, raðið kartöfl- unum á pönnuna með sárið niður. Steikið þar til þær eru gullinbrúnar, snúið þeim þá við og kryddið með salti og pipar. Stráið svo steinselju yfir í lokinn. Smjörsoðnar rófur Fyrir 4–5 1 meðalstór rófa 100 g smátt skorið smjör 2 msk. fínt skorin graslaukur salt og pipar Skrælið rófu og skerið í í fína báta. Setjiðá pönnu með botnfylli af vatni ásamt smjöri. Eldið í 10–15 mín., eða þar til rófurnar eru orðnar mjúkar í gegn. Kryddið með salti og pipar og dreifið graslauknum yfir. Lostæti Saltfiskur með brúnuðu kryddsmjöri sem Eyþór matreiðir að hætti Spánverja. Steiktur saltfiskur að spænskum hætti Gott með saltfiskinum Steiktar kartöflur og smjörsoðnar rófur. ÞÓ AÐ flestir hér á Fróni fagni vor- boðanum ljúfa, sem ber með sér bæði sól og yl í kroppinn, eru aðrir sem þurfa að hafa varann á þegar gróðurinn fer að vakna allt í kring. Með hækkandi sól og blóm í haga fara nefnilega einstaklingar með árstíðabundið ofnæmi að verða meira varir við nefrennsli, hnerra, stíflur og önnur merki og einkenni frá ónæmiskerfinu. Í fyrstu eru það frjókorn úr trjám sem berast með vindi sem eru helsti sökudólgurinn og síðar byrjar grasið gjarnan að valda vandamálum fyrir þessa ein- staklinga. Verstu einkennin eiga sér þó stað þegar heitt, þurrt og vinda- samt er og þegar mikið af frjói og mold er í loftinu. En áður en ákveðið er að gróð- ursetja í garðinum gerviblóm og plasttré, mælir bandaríska sjúkra- stofnunin MayoClinic með því að reyna eftirtalin ráð til að draga úr ofnæmiseinkennum af völdum gróð- ursins.  Lokaðu dyrum og gluggum þegar mikið er af frjói í loftinu.  Forðastu að hengja þvottinn út því að frjó getur fest við föt, lök og handklæði.  Notaðu loftkælingu heima og í bílnum. Hún hreinsar, kælir og þurrkar loftið.  Forðastu að vera úti snemma á morgnana er frjókorn mælast mest.  Haltu þig innan dyra á þurrum og vindasömum dögum. Best er að vera úti eftir góða rigningu.  Notaðu rakatæki til að draga úr raka innan dyra.  Hafðu svefnherbergisgluggana lokaða á næturnar.  Láttu öðrum helst eftir að slá flötina, reyta illgresið og sinna öðr- um garðverkum, en vertu með grímu til að hylja vitin ef þú vilt endilega taka til hendinni.  Auk þeirra ráða, sem að framan eru talin, gætirðu ráðfært þig við lækni um lyfjainntöku gegn ofnæm- inu, en til eru ýmsar gerðir af nef- úða, augndropum og töflum til að stemma stigu við einkennum og ónotum af völdum vorsins. Ofnæmið springur út á vorin Hnerri Ofnæmiseinkenni eru mörg. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 heilsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.