Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bryndís Svav-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 7. apríl 1946. Hún lést í Faro í Portúgal laugardaginn 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Svavar Gests, f. 17. júní 1926, d. 1. september 1996 og María Stein- grímsdóttir hús- móðir, f. 1. október 1928. Systkini Bryndísar eru Hjör- dís Guðrún, f. 25. júní 1949, maki Gísli Steinar Jónsson. Hörður, f. 15. janúar 1960, maki Díana Sig- urðardóttir. Gunnar, f. 26. sept- ember 1962, maki Hrönn Ásgeirs- dóttir. Hálfbræður Bryndísar samfeðra eru Máni, f. 15. júní 1967, maki Þuríður Jónsdóttir og Nökkvi, f. 29. júní 1971, maki Ás- dís Wöhler. Bryndís giftist 11. febrúar 1967 Óskari Hauki Friðþjófssyni hár- skerameistara, f. 25. maí 1942, d. 26. nóvember 2000, og voru þau Verzlunarbankanum í Banka- stræti, síðar Íslandsbanka og flutti á Kirkjusand við opnun nýs útibús og höfuðstöðva bankans þar. Á þeim rúmu 33 árum sem hún starfaði hjá bankanum gegndi hún margvíslegum störf- um. Fyrst og fremst í þjónustu við viðskiptavini, m.a. sem deildar- stjóri en einnig sá hún um ýmis námskeið og kom að opnun nýrra útibúa bankans. Árið 1997 söðlaði Bryndís um og starfaði um tíma við fararstjórn á Kanaríeyjum. Er hún flutti heim aftur starfaði hún fyrir Spron við opnun nýs útibús bankans. Síðustu ár starfaði hún á köflum við verslunarstörf hér heima og í Portúgal. Hún sótti fjölmörg námskeið í gegnum tíðina bæði tengd vinnu og áhugamálum sínum. Ferðalög, þá sér í lagi á suðrænar slóðir, heilluðu Bryndísi alla tíð. Ótal ferðir til suðrænna landa í styttri og lengri tíma voru reglulegar. Þar kynntist hún suðrænum döns- um sem voru eitt af hennar helstu áhugamálum ásamt því að sækja tónleika hér heima sem hún gerði ötullega alla tíð. Útför Bryndísar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13. gift í 32 ár. Faðir hans var Friðþjófur Adolf Óskarsson hárskerameistari, f. 13. apríl 1916, d. 10. júní 1967 og Krist- jana Jósepsdóttir, f. 20. júlí 1918, d. 13 febrúar 2004. Bryn- dís og Óskar eign- uðust tvö börn, Mar- íu Björk og Hauk. María Björk, f. 30. júlí 1967, er gift Þór Sigurgeirssyni, f. 7. apríl 1967. Börn þeirra eru Dagur, f. 17. febrúar 1997, d. 17. febrúar 1997, Sara Bryndís, f. 20. maí 1998, Arna Björk, f. 24. apríl 2000 og Marta Sif, f. 28. febrúar 2007. Haukur, f. 14. ágúst 1972, er í sambúð með Huldu Bjarnadóttur, f. 6. apríl 1973. Sonur þeirra er Óskar Dag- ur, f. 3. janúar 2000. Bryndís ólst upp í Laugarnes- hverfinu. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Vogaskóla árið 1962 og starfaði í framhaldi við verslunar- störf. Árið 1964 hóf hún störf hjá Elsku besta mamma mín, afskap- lega er ég tóm og sorgmædd þegar raunveruleikinn blasir svo harka- lega við mér. Þú ert farin frá mér svo alltof fljótt, ég sem var alltaf að vona að það kæmi betri tíð með blóm í haga og meiri tíma. Það er ótal margt óuppgert í huga mínum enda fyrirvarinn að fráfalli þínu enginn. Ég er að reyna að átta mig á þessum örlögum, að þú skulir, eins og pabbi, verða bráðkvödd langt fyrir aldur fram, í bæði skipt- in er ég með nýfætt barn og í bæði skiptin fer Haukur út fyrir land- steinana að sækja ykkur. Áföllin hafa verið svo alltof mörg hjá okkar litlu fjölskyldu síðustu 10 árin og fórst þú ekki varhluta af þeim fremur en við hin. Brotthvarf þitt átti ekki að vera partur af þeirri mynd nærri strax. Þau eru mörg minningabrotin sem fljúga í gegnum huga minn og ég er reyna að grípa þau sem flest. Alltaf varstu nú kletturinn okkar sem hélst heimilinu í föstum skorð- um þrátt fyrir allt og allt. Þú varst alla tíð yndislega falleg innan sem utan og elskaðir okkur Hauk tak- markalaust þó að við sýndum þér kannski ekki alltaf þann skilning sem þú þurftir á að halda. Fram til síðasta dags fann maður hversu stolt þú varst af okkur og hve mikið þú elskaðir barnabörnin – gullmol- ana þína og gleðigjafa. Við vorum lánsöm að eiga þig og mér finnst leiðinlegt að hafa ekki þakkað þér betur. Ég man eftir sólbaðsstundunum úti í garði í Efstasundinu, ég man líka eftir ferðunum okkar saman til útlanda þar sem við misstum okkur í búðunum þ.e.a.s. þú hvattir mig iðulega til að kaupa þetta og kaupa hitt, Þór til mismikillar ánægju þegar við komum heim með tösk- urnar og kortareikninginn. Ég man hve gaman mér þótti að koma í bankann til þín en þar varstu svo sannarlega í essinu þínu enda alla tíð dýrkuð og dáð af viðskiptavin- unum. Ég man viðbrögð þín þegar spurt var um Maju en þú fullyrtir að þarna byggi engin Maja bara María. Ég man eftir tárunum þín- um daginn sem ég flutti að heiman og tárunum þegar við Þór misstum litla drenginn okkar hann Dag. Ég man líka eftir gleðitárunum þínum þegar ég útskrifaðist úr Háskólan- um og þegar yndislegu dæturnar mínar þrjár fæddust. Ítrekuð áföll á skömmum tíma settu mark sitt á þig, elsku mamma mín. Af öllu mínu hjarta vildi ég að málin hefðu þróast á annan hátt. Að ég hefði fundið vinningsformúluna í stuðningnum því ég vildi þér aðeins það besta, en ráð mín féllu eðlilega kannski í misgóðan jarðveg þegar ég brá mér í hlutverk uppalandans. Á þessari stundu er gott að vita að þú ert nú komin á fallegan og góðan stað. Við vitum að þú ert bú- in að hitta afa Óskar, elskulega Dag okkar og öll hin. Við vitum að þau tóku þér opnum örmum og umvefja þig ást og umhyggju. Við vitum að framvegis mun þér alltaf líða vel og aldrei skorta neitt – það er okkur sem eftir erum mikil huggun því þú átt bara það besta skilið, elsku mamma mín. Þakka þér fyrir árin sem við átt- um saman og fyrir að vera sú sem þú varst. Ég sakna þín innilega. Ég mun halda minningu þína í heiðri um ókomin ár og kenna ömmu- stelpunum þínum, þeim Söru Bryn- dísi, Örnu Björk og Mörtu Sif allt það góða sem þú kenndir mér. Ég veit að Haukur mun gera slíkt hið sama. Þú skilar kveðju til pabba og gætir Dags fyrir mig þar til við sjáumst á nýjan leik. Megi góður Guð vernda þig og styrkja okkur öll í sorginni. Hvíldu í friði, elsku mamma. Þín dóttir að eilífu, María Björk. Elsku mamma mín, með þessum örfáu orðum langar mig að kveðja þig elskan mín. Ég get ekki á nokk- urn hátt skilið af hverju þetta þurfti að gerast núna – þú áttir það ekki skilið. Þú gafst mér líf og svo traust og gott uppeldi. Þú gafst mér endalausa ást og hlýju. Þú gafst okkur Huldu vináttu og hjálp eftir fremsta megni. Alltaf varstu boðin og búin fyrir hann Óskar Dag sem þú elskaðir svo mikið. Ég vildi svo innilega eiga meiri tíma til þess að endurgjalda þér þetta allt með einhverju móti. Það verður því mið- ur ekki í bráð. Ég held nú að þrátt fyrir öll barnabörnin, sem voru þitt líf og yndi, hafi ég nú alltaf verið litli strákurinn þinn. Ég verð það áfram og mun heiðra minningu þína hvar sem ég kem. Ég bið góð- an Guð um að finna þér stað þar sem þér líður vel. Að finna þér stað þar sem ást, umhyggja og hlýja er mikil því það áttu svo sannarlega skilið. Guð blessi þig elsku mamma mín – ég sakna þín og mun ávallt elska þig. Þinn Haukur. Við ótímabært andlát tengda- móður minnar er gengin mikil gæðakona sem hafði virkilega margt til brunns að bera. Það er skrítið að Bryndísi aðeins 61 árs og Óskari rakara tengdaföður mínum heitnum sem lést árið 2000 aðeins 58 ára að aldri skyldi ekki vera gef- inn meiri tími í þessari jarðvist með okkur. Þau njóta því ekki ævi- kvöldsins í faðmi barna og sístækk- andi hópi barnabarna. Í staðinn geymum við fallegar minningar um þau. Enn og aftur er höggvið skarð í fjölskyldu okkar sem er vandfyllt. Dætur okkar ömmustelpurnar Sara Bryndís, Arna Björk, og nýskírð Marta Sif sakna ástríkar ömmu og vinar. Ég kynntist Bryndísi vel árið 1987 þegar við María dóttir hennar fórum að vera saman. Hún var eld- hress, glæsileg og með skemmti- lega kímnigáfu sem var mér aldeilis að skapi. Við náðum því mjög vel saman og ekki spillti svo að við er- um bæði hrútar með sama afmæl- isdag 7. apríl. Oft og iðulega í gegn- um árin fékk ég einhverja grín-afmælisgjöf frá Bryndísi sem hitti auðvitað beint í mark. Alltaf talaði hún um að þetta væri frá hrúti til hrúts. Hún var á þessum árum í skemmtilegu starfi í Verzlunar- bankanum og ófáa hefur maður hitt á förnum vegi um dagana sem minnast afburðaþjónustu hennar í bankanum. Ég er á því að banka- störfin hafi gefið henni kraft og sjálfstraust því þar naut hún virð- ingar og velgengni. Rík þjónustu- lund var henni í blóð borin. Ferðalög voru mikið áhugamál Bryndísar og starfaði hún um skeið við fararstjórn á Kanaríeyjum og gekk vel. Síðari árin varð Portúgal hins vegar árlega fyrir valinu þar sem hún naut mikillar gestrisni góðrar vinkonu sinnar Jóhönnu. Síðustu ár hafa verið Bryndísi þung í skauti af ýmsum ástæðum. Hún bar sig þó yfirleitt vel, sinnti barnabörnum sínum afar vel og var alltaf að bera á þau gjafir og góð- gæti. Þau voru henni ljós á erfiðum stundum. Við Bryndís vorum ekk- ert alltaf sammála en hún var frá- bær tengdamamma sem naut virð- ingar og ástar okkar. Ég er þakklátur tengdamóður minni fyrir allar þær skemmtilegu stundir svo sem jólin og afmælin og allt sem við höfum upplifað saman. Hún setti svo sannarlega sinn svip á þær stundir. Eins er ég ríkari maður fyrir að hafa verið tekið opn- um örmum inn í fjölskylduna í Efstasundi á sínum tíma. Það er öruggt mál að það hafa verið fagnaðarfundir hjá ykkur Óskari og líklega hefur fótboltast- rákurinn okkar Dagur verið með ykkur ásamt fleiri ástvinum sem kvatt hafa á stund endurfundanna. Elsku Bryndís mín! Ég þakka þér samfylgdina af heilum hug og mun gæta augasteina þinna hér um ókomna tíð. Ég veit þú gerir slíkt hið sama á þínum stað – frá hrúti til hrúts… Minningin um góða konu mun lifa. Þinn tengdasonur Þór Sigurgeirsson. Elsku Bryndís mín. Sorgin er mikil við fráfall þitt og Guð einn veit hve mikið hefur verið lagt á Maríu og Hauk, nú við fráfall þitt og áður við fráfall Óskars. Þú þjáðist mikið þegar Óskar lést, en erfiðast fannst þér sennilega að horfa upp á börnin þín missa vin sinn og föður. Nú við andlát þitt, horfum við hin upp á elskulegu börnin þín þjást sem aldrei fyrr. En það yljar okkur öllum um hjarta- rætur að hugsa til þess að nú munið þið fá hvíldina saman, amma Bydda og afi Óskar, bæði þó alltof ung til að vera horfin á braut. Það var gæfa mín í lífinu að eign- ast þig sem tengdamóður. Frá fyrsta degi tókstu mér með opnum örmum og þú veittir mér þá vináttu og hlýhug sem þú veittir börnum þínum, enda var hugulsemi þín ein- stök. Það var gaman að vera í kringum í þig og þegar ég kynntist þér varst þú oftar en ekki hrókur alls fagnaðar, ekki síður í gleðskap barna þinna. Það var ekki að ástæðulausu sem vinir Hauks köll- uðu þig „Byddu beib“, enda varstu alltaf svo fín og flott til fara og fas þitt heillaði fólk. Þú þekktir orðið annan hvern mann úti á götu eftir öll þín ár í bankanum, enda með heillandi framkomu, jákvætt við- mót og framúrskarandi þjónustu- lund. Þú varst greinilega ein sú allra besta í bænum í því hlutverki og skal engan undra. Tónlistin var þitt líf og yndi og dáðist ég alltaf jafn mikið að því hversu hugrökk og dugleg þú varst að drífa þig ein á tónleika þegar enginn annar komst með. Við hrút- arnir látum ekkert stöðva okkur, varstu vön að segja, enda hafðir þú ekki lítið gaman af því að við tengdabörnin þín værum fædd í sama stjörnumerki og þú. Þú vitn- aðir ýmist í sjálfa þig sem hrútinn eða salsa-drottninguna, enda tókstu ósjaldan salsa-sporin þín fyrir okkur þegar sá gállinn var á þér. Þær góðu stundir sem við átt- um saman eru nú dýrmætari en nokkru sinni fyrr. Þú komst fram við alla af auðmýkt og virðingu og munum við Haukur hafa þá mann- kosti að leiðarljósi í uppeldi barna okkar. Ég kveð góða vinkonu og við í Rauðalæknum biðjum litlu engl- ana á himnum að taka á móti þér og lýsa niður til okkar hinna sem sakna þín svo sárt. Þín tengdadóttir og vinkona, Hulda. „Hún er búin að eignast kvígu“ hrópaði ég um allan Stafnsbæinn. Ein af mínum fyrstu minningum er sú þegar ég fékk að tala í símann í Stafni, þar sem mér var tilkynnt að elsta systir mín væri búin að eign- ast barn. Ég var áhugasamur strákur í sveit og vildi strax vita hvort það væri naut eða kvíga. Bydda var mín stóra systir og ég var stoltur strákur í sveit. En minningarnar eru svo marg- ar. Man eftir stoltri móður sýna nýja borðstofusettið sitt í Bólstað- arhlíð, man eftir þrítugri konu í Sigluvogi fá bíl í afmælisgjöf frá frábærum eiginmanni, man eftir húsmóður banna allt golfspil í stof- unni, man eftir ótal heimsóknum til skemmtilegrar systur sem alltaf átti mjólk og kex, man eftir skemmtilegum stundum í Efsta- sundi, man eftir gleði, man eftir sorg, man eftir stúlku og síðar konu sem gaf sig 100% í áratugi fyrir Verzlunarbankann – ekki bara fyrir stjórnendur, heldur fyrst og síðast fyrir viðskiptavinina. Man eftir svo mörgum sem þykir vænt um systur mína. Man eftir samræðunum og man eftir tölvupóstunum – man eft- ir ótal mörgu svo mörgu svo mörgu – það er gott að eiga minningar. Það er gott að eiga systur, gott að geta leitað til og rætt um hluti, það nýttist mér vel þegar að ég var að alast upp. Nýttist mér síðar, nýttist okkur báðum vel síðar – það var gott að geta líka verið sá sem hlustaði, gott að geta verið sá sem leitað var til. Samúðarkveðjur sendum við, Hrönn, Tinna, Ásgeir og Ólöf Rún, frændsystkinum mínum, þeim Mar- íu Björk og Hauki, börnum þeirra og fjölskyldum. Þau hafa misst góða móður, ömmu og vin, sorg þeirra er mikil. Mamma, María Steingrímsdóttir, syrgir og biður fyrir kveðjur til allra. Sendum öll- um öðrum ættingjum, vinum og samstarfsfólki samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja alla þá sem syrgja góða og fallega stúlku sem vildi öllum svo vel. Með Bryndísi er gengin ein sú vand- aðasta og eftirminnilegasta kona sem ég hefi kynnst. Megi Guð vera með henni. Gunnar Svavarsson. Það var sólríkt síðsumarsíðdegi um 1965 og garðshliðið við Skafta- hlíð 13 stóð opið. Við bræður vorum að skottast úti í garði og komum auga á að þessar dyr að hinum for- boðna og hættulega umheimi stóðu opnar. Ég var fimm ára og vissi ekki fyrr til en Gunnar bróðir minn sem er tveimur árum yngri, hafði stormað út um hliðið. Ég hef alla tíð verið kvíðnari og varkárari en Gunni og ég man vel eftir þeirri togstreitu sem heltók mig þegar ég kem út í hliðið og sé á eftir Gunna í Bryndís Svavarsdóttir Amma Bryndís var góð kona. Við söknum hennar mikið og elskum hana líka. Það var leiðinlegt að missa hana. Við munum alltaf eiga mynd af þér í hjartanu og munum alltaf eftir þér. Þú varst besta amma okkar. Kær kveðja frá ömmu- stelpunum þínum, Sara Bryndís, Arna Björk og Marta Sif. Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (Vald. Briem) Með Bryndísi er horfin ræktarsöm kona. Ég þakka henni góðan hug er hún sýndi tónlistarsafni mínu hér á Bíldudal. Ég bið börnum hennar, systkinum og að- standendum öllum blessunar Guðs. Jón Kr. Ólafsson söngvari, Reynimel, Bíldudal. HINSTA KVEÐJA Samúðar og útfaraskreytingar Bæjarhrauni 2 • sími 565 0300 Hafnarfirði ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA NIKULÁSDÓTTIR, er látin. Minningarathöfn fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 11. maí kl. 11.00. Ólafur Reynir Sigurjónsson, Brynhildur Aðalsteinsdóttir, María Knútsdóttir, Alf Bengtsson, Tómas J. Knútsson, Magga Hrönn Kjartansdóttir, Björn Ingi Knútsson, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, barnabörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.