Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● Bréf í Actavis, úrvalsvísitölufélagi í kauphöllinni, hækkuðu um tæp 12% í gær eftir yfirtökutilboð Novator en viðskipti með bréfin námu alls um 850 milljónum króna. Bréf í Marel sem einnig er í úrvalsvístölunni, hækkuðu um 4,6%. Almennt hækk- uðu öll félög innan úrvalsvísitölunnar lítillega og eina lækkunin var í bréf- um 365 sem lækkuðu um 0,3%. Úr- valsvísitala OMX á Íslandi hækkaði því um 1,7% eða í 7.858 stig. Exista hækkaði um tæp 0,2% en Icelandic Group lækkaði um 0,6% . Bréf í Actavis hækka um tæp 12% ● ARNAR Sigur- mundsson, for- maður Lands- samtaka lífeyris- sjóða, sagði á ársfundi samtak- anna í gær, að yf- irtökunefnd ætti að birta op- inberlega nöfn þeirra aðila, sem með einhverjum hætti leggja stein í götu nefndar- innar, hvort heldur með skorti á upp- lýsingagjöf eða með því að láta ekki ná í sig og þannig komast hjá því að veita upplýsingar. Sagði hann það hafa verið von- brigði að lesa að tveir ótilgreindir að- ilar í viðskiptunum með hlutabréf Glitnis hefðu hafnað því að veita nefndinni upplýsingar. Vill birta nöfn þeirra sem vinna gegn nefnd Arnar Sigurmundsson ● STJÓRN Englandsbanka hækkaði stýrivexti sína í gær um 0,25 pró- sentustig, úr 5,25 í 5,50%. Á sama tíma ákvað stjórn Seðlabanka Evr- ópu að halda sínum stýrivöxtum óbreyttum, líkt og bandaríski seðla- bankinn daginn áður. Stýrivextir á evrusvæðinu eru áfram 3,75% en sérfræðingar spá því að vextirnir verði hækkaðir í næsta mánuði. Englandsbanki hækk- aði stýrivexti sína LANDSBANKINN hefur gefið út 500 milljóna evra skuldabréf til fimm ára, með breytilegum vöxtum, jafn- virði um 43,5 milljarða króna. Vextir miðast við millibankavexti í evrum (EURIBOR) með 26 punkta álagi. Þetta er fyrsta útgáfa Landsbank- ans á skuldabréfum í evrum síðan í október 2005, segir í tilkynningu frá bankanum. Aðalumsjón með útgáfunni höfðu bankarnir Credit Suisse, Royal Bank of Scotland og SG CIB, með DZ Bank og Bayern LB sem auka- umsjónaraðila. Verulegur áhugi er sagður hafa verið fyrir þátttöku í láninu og áskriftarfjárhæðir tvöfalt hærri en útboðsupphæðin. „Útgáfan er mikilvægur áfangi í fjármögnun Landsbankans árið 2007. Landsbankinn hefur ekki gefið út skuldabréf á fjármálamörkuðum síðan 2006 vegna sterkrar lausafjár- stöðu bankans, sem er m.a. til komið vegna stóraukinna innlána. Að okkar mati var kominn réttur tími til að koma inn á markaðinn aftur, og þessar jákvæðu móttökur sem útgáf- an hefur fengið eru afar ánægjuleg- ar,“ segir Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Landsbankans. Þessi skuldabréfaútgáfa kemur í kjölfarið á tveimur öðrum á síðasta ári sem báðar fengu alþjóðlega við- urkenningu. Önnur var 600 milljóna evra sambankalán sem tekið var í júlí sl. og var verðlaunuð af tímarit- inu The Banker sem viðskipti ársins á Íslandi. Hin útgáfan var upp á 2,25 milljarða dollara í ágúst sl. sem heiðruð var af Credit Magazine. Landsbankinn með 500 milljóna evra skuldabréf Fyrsta útgáfa bankans í evrum síðan í október árið 2005 sér ástæðum kaupanna og á vef Bloomberg er haft eftir Frances Cloud hjá Nomura Code í London að yfirtaka Actavis sé líklega afleiðing af því að þeim mistókst að kaupa Merck en það sé auðveldara að ganga frá yfirtökum í gegnum óskráð félög. Kaup Actavis á Merck hefðu skuldsett félagið óhæfilega mikið fyrir félag á markaði en í dag nema skuldir félagsins um fjórfaldri EBITDA. Novator hyggst fjár- magna stóran hluta kaupanna með lánsfé en miðað við tilboðið er Actav- is metið á tæpa 300 milljarða króna. Yfirtökutilboð Nova- tor í Actavis of lágt? Novator gerir 180 milljarða yfirtökutilboð í Actavis Morgunblaðið/Þorkell Stærð Yfirtökutilboð Novator nemur um 180 milljörðum íslenskra króna og gangi það eftir verður yfirtakan sú stærsta í íslenskri viðskiptasögu. Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is NOVATOR, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, ætl- ar að leggja fram frjálst yfirtökutil- boð í allt hlutafé Actavis Group hf. í A-flokki, að því er fram kemur í til- kynningu frá Novator. Tilboðið jafn- gildir um 85,23 krónum á hlut sem er um 9% hærra en lokaverð bréfanna á markaði á miðvikudag, áður en til- boðið var lagt fram. Skiptar skoðanir um tilboðið Almennt virðast greiningaraðilar telja tilboð Novator í Actavis of lágt og búast jafnvel við að þriðji aðili komi inn í myndina með nýtt tilboð. Kaupþing telur það þó ólíklegt vegna sterkrar stöðu Novator, nema félag- ið selji þá sinn hlut. Greiningardeild Glitnis mælir ekki með að fjárfestar taki tilboðinu og telur yfirtökuverð liggja á bilinu 95-100 krónur á hlut. Björgólfur Thor er ósammála verðmatinu og segir að tilboðið sé með hæsta álagi sem sést hafi til þessa í kauphöllinni eða rúmum 21% hærra en meðaltalsgengi síðustu sex mánaða. Í sama streng tekur David Adlington hjá Cazenove og telur ólíklegt að tilboð komi til hækkunar frá þriðja aðila, bæði vegna eignar- hlutar Novator og þess að aðrir sem gætu haft áhuga, s.s. Barr, Teva og Mylan, séu með athyglina á öðru. Greiningaraðilar hafa velt fyrir Í HNOTSKURN »Eignarhlutur Novator ogtengdra félaga er nú um 38,5% »Bréf í félaginu tóku 12%stökk í gær eftir að til- kynnt var um tilboðið og end- uðu í 87,5 krónum á hlut, sem er 2,9% yfir tilboði Novators. »Væri tilboðinu tekið erkaupverðið um 180 millj- arðar króna. TAP á rekstri 365 hf. nam 35 millj- ónum króna á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við 440 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Sölutekjur fyr- irtækisins námu 2,7 milljörðum króna og jukust um 83 milljónir eða 3,2% frá sama tímabili 2006. Hagn- aður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 139 milljón- um en afkoman var neikvæð um 76 milljónir á fyrsta fjórðungi 2006. Ari Edwald, forstjóri 365, segir í tilkynningu að ánægjulegt sé að sjá rekstrarbata koma fram á fyrsta ársfjórðungi og að rekstur félagsins sé samkvæmt áætlun. Mikilvægum áfanga hafi verið náð varðandi lækk- un skulda sem hafi verið eitt aðal- markmið félagsins. Fram kemur að stjórnendur stað- festi áður útgefnar áætlanir um veltu á bilinu 12-13 milljarða króna og hagnað fyrir skatta og afskriftir á bilinu 1200 til 1400 milljónir króna. Í ljósi sveiflna á auglýsingamarkaði og vaxandi kostnaðar við dreifingu Fréttablaðsins sé gert ráð fyrir að félagið verði nær lægri mörkunum. Hands Holding til Baugs Í gær var jafnframt greint frá því að 365 hf. hefði selt allan hlut sinn, eða 30,7%, í Hands Holding hf. til Arena Holding óstofnaðs félags Baugs Group hf, Fons Eignarhalds- félags hf. og Icon ehf. Söluandvirði nemur 1.620 milljón- um króna, og verður stærstur hluti þess, eða 1.500 milljónir, greiddur þann 28. júní nk. Segir í tilkynningu að salan sé liður í endurskipulagn- ingu sem tilkynnt var 1. desember sl. en þar kom fram að selja ætti hlutinn innan 12 til 24 mánaða. Andvirði sölunnar á að verja til lækkunar á skuldum félagsins. Eftir söluna lækka vaxtaberandi skuldir félagsins um 1.500 milljónir og verða um sjö milljarðar króna. Afkoma 365 hf. betri en í fyrra Tap á fyrsta ársfjórðungi nemur 35 milljónum króna en var 440 milljónir í fyrra Morgunblaðið/Sverrir Aukning Sölutekjur 365 hf. á tíma- bilinu jukust um 3,2% frá í fyrra. bjarni@mbl.is Uppgjör 365 hf. BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfs- son segir við Morgunblaðið að yfirtökutilboð Novators geti ekki talist lágt. Tilboðið sé 21% yfir meðalgengi Actavis síðustu sex mánaða og þetta sé eitt hæsta álag sem sést hafi við yf- irtöku á félagi í Kauphöll Íslands. Spurður hvort Novator ætli sér með yfirtöku og afskráningu að fara með Actavis í stórar yfirtökur á öðrum lyfjafyrirtækjum segir Björgólfur Thor engar slíkar ákvarðanir hafa verið teknar. Eng- ar breytingar séu heldur fyrirhug- aðar á stefnu félagsins eða hópi stjórnenda. „Við berum fullt traust til þeirra sem reka fyrirtækið í dag,“ segir Björgólfur Thor en hann hefur áður sagt að Róbert Wessman forstjóri sé í algjörum sérflokki stjórnenda. „Ég kom fyrst að Actavis, sem þá hét Pharmaco, árið 1999 og hef gegnt starfi stjórn- arformanns í um sjö ár. Á þessum tíma hefur félagið notið gífurlegrar velgengni. Það hefur vaxið hratt og dafnað vel. Verðmæti hlutabréfa hefur margfaldast og hefur fyr- irtækið verið í hópi framsæknustu fyrirtækjanna í Kauphöll Íslands. Ég er í rauninni ákaflega ánægður og stoltur yfir hversu margir Ís- lendingar hafa náð að ávaxta vel eigur sínar í félaginu á síðustu sjö árum,“ segir Björgólfur Thor. Ber fullt traust til stjórnenda Björgólfur Thor Björgólfsson   -   .     - % /01* !23'  &'   ( )                        !  " # $ %& ' ( )%!  '! & ' *  *      +  , - ./.  ! 0 *  +', - $ ) #1  %   2  '   " '% 2  '   34 / 5*6  78 7 8%%% - - 9  - .) + +. $ %+ -  ' &) #/ - 0 ") " ' " -/  ))                                                                    "' , -  ' % 7! -: ' %; ( +  < =>? ><= =?@ ?A A@ ?  >> <A == < AA =<A =< @ A=A <@B  = ?@ BB? B< @= AB < A= @? A?@ > A@= < B@ >> B?= @@ =A < B?@ A>= > >@< ?= , <B ><= >>> B=> AB< , A AB >>> , @? A ?>@ <=> , =BCB> ?C=> =>C>> BC<= =C=> A=C=> AC@ C<> <>C>> CB> B@C<> <C>> A>CA <>@C>> <C ACA? AC@> ?C BC@> =C <AC>> C@> ==C ?C= =<>C>> BC<@ @CA> A@C>> ABC> C?> <>=C>> C= =>C<> <BC A>C <>@C <C ACAB ABC>> CB <BC ?C =C =C <AC>> BC?> 9- : D  7" E  %    /' -  =@ A B = <? << <@ A = ?> , @  , < ,   , F % % -  - <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B <>  A>>B =  A>>B <>  A>>B <>  A>>B ?  A>>B @  A>>B <>  A>>B @  A>>B <>  A>>B A  A>>B <>  A>>B =  A>>B 5*6 5*6 * + +   5*6 26 *   + +   F GH  3 ' I * * + +   7+# F 6 * * + +   5*63< 5*6#?> * * , +   ● EKKI eru allir hluthafar í banda- ríska álfyrirtækinu Alcoa hrifnir af til- boði félagsins í allt hlutafé kan- adíska álfyrirtækisins Alcan. Fjárfestingafélagið Jana Partners í Bandaríkjunum hefur sent frá sér til- kynningu, þar sem félagið hvetur stjórn Alcoa til að hætta við tilboðið. Í tilkynningu Jana Partners segir að félagið sé „stór hluthafi“ í Alcoa. Þar segir hins vegar að stjórn Alcoa ætti að einbeita sér að því að auka verðmæti þeirra hluta sem hluthaf- arnir eiga í Alcoa, frekar en að reyna að yfirtaka Alcan. Hluthafi andsnúinn yfirtökutilboði Alcoa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.