Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 43 RANNSÓKNIR á námserf- iðleikum eru ekki í forgangi á Íslandi í samanburði við þau lönd sem við viljum líkja okkur við. Ástæðan get- ur verið að börn og unglingar eru veikur þrýstihópur í samanburði við aðra hópa í þjóðfélaginu. Síðustu misseri hefur talsverð at- hygli beinst að skólum í ýmsum fjöl- miðlum. Oft er það jákvæð umfjöllun um þróunarstörf og góðan árangur einstakra skóla en þar hefur líka ver- ið neikvæð umfjöllun, samanber slæma útkomu í PISA 2003, sem er umfangsmikil rannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í ýmsum náms- greinum sem nær til 32 landa. Þar kemur fram að lestrargetu 15 ára barna hefur hrakað verulega frá fyrri mælingu sem birtist í PISA 2000. Einnig sýna samræmd próf að lestrarfærni drengja hrakar stöðugt á Íslandi sem og í öðrum vestrænum ríkjum. Alþjóðlegar rannsóknir sýna einnig að drengir eru í meirihluta þeirra sem greinast með lesblindu og önnur þroskavandamál. Af og til er fjallað um stöðu les- blindra, bæði barna, unglinga og full- orðinna á Íslandi. Áætlað er að 3–8% allra á Íslandi séu haldnir lesblindu og eru það samsvarandi tölur og annars staðar. Litlar rannsóknir eru hins vegar til hér. Þó má benda á að rannsókn Rannveigar Lund og Ástu Lárusdóttur (2004) á algengi dys- lexíu meðal 14 ára unglinga bendir til að þetta hlutfall sé allt að 13%. Greiningarferli í grunnskólum Á síðustu árum hafa komið út skimunarpróf til að hægt sé að finna þá nemendur sem fyrst sem eru með leshömlun. Þar má nefna læsi sem gefið er út af Námsgagnastofnun. Þetta hóppróf er þýtt úr norsku og samanstendur af 5 heftum sem lögð eru fyrir nemendur í 1. og 2. bekk og er ætlað kennurum til að fylgjast með hvernig byrjendum gengur að tileinka sér lestur. Síðan hafa nokkrir sérkennarar þróað, staðlað og gefið út 2 próf, fyr- ir 10 ára og 14 ára nemendur. Spyrja má hvort ekki sé of seint að leggja skimunarpróf fyrir nemendur í 9. bekk en því er til að svara að dys- lexía breytist með aldri og þroska nemenda og greinist ekki alltaf fyrr en meira fer að reyna á nemendur í námi. Stuðningur í grunnskólum Á grunni niðurstaðna skimana er hægt að bregðast strax við óvæntum erfiðleikum með viðeigandi kennslu og þjálfun. Það er ekki hægt að stytta sér leið til þess að læra færni, hvort sem það er lestur eða stærð- fræði. Það er því hægt að hafa gömlu góðu setninguna „Æfingin skapar meistarann“ að leiðarljósi í sambandi við færniþjálfun. Stund- um stafa vandamál af ónógri eða rangri þjálfun. Fyrir þann hóp barna/unglinga er nóg að fá meiri þjálfun og fókus á þá færni sem læra á – til að taka framförum. Hins veg- ar er mikilvægt að muna að hjá mörgum geta undirliggjandi ástæð- ur (hæfileikar) gert þeim erfitt fyrir að tileinka sér lestrarfærni, á sama tíma og flestir aðrir. Rannsóknir sýna að það geta ver- ið vandamál tengd sjónkerfinu (vi- sual processing) sem geta hindrað þróun á færni eins og lestri, stærð- fræði og hreyfingu. Einnig vanda- mál tengd hljóðkerfisvitund og vinnsluminni. Margt er órannsakað um hvernig best er að vinna með þeim nemendum sem erfiðast eiga með lestrarnám og á Íslandi þarf að leggja aukna áherslu á rannsóknir í kennslu á lestri á íslensku. Það er nefnilega ekki svo að hægt sé að færa rannsóknir sem gerðar hafa verið á lestrarkennslu á einu tungu- máli yfir á annað tungumál. Hvert tungumál hefur sín sérkenni og ís- lenska er ekki það hljóðrétta mál sem okkur var lengi talin trú um. Þörf á rannsóknum Eftir að Lestrarmiðstöð Kenn- araháskóla Íslands var lögð niður vegna fjárskorts hefur ekki verið til nein þekkingarmiðstöð á Íslandi fyrir lestur og leshömlun. Við mælum með að sett verði á stofn rannsóknarmiðstöð fyrir nám og færniþróun, þar sem aðaláhersla yrði á lestrarnám/leshömlun en einnig stærðfræðinám/stærð- fræðivandamál. Það er til dæmis ekki vansalaust að ekki skuli rann- sakað hvaða árangri leiðbeinendur Davies-aðferðarinnar ná en þeir auglýsa að þeir „leiðrétti“ lesblindu á stuttu námskeiði. Slík miðstöð þyrfti að vera í nánum tengslum (samvinnu) við alþjóðlegar rann- sóknarstofnanir á þessum sviðum og háskólastofnanir á Íslandi. Rannsóknarmiðstöð um nám og færniþróun ætti að hafa tvö meg- inmarkmið: 1. Rannsóknir: Í miðstöðinni yrði aðaláhersla lögð á rannsóknir á lestrarnámi/leshömlun. Unnið yrði að því að finna hvaða að- ferðir gefa bestan árangur í námi. 2. Miðlun: Miðlun þekkingar út í samfélagið yrði stór þáttur af starfseminni þannig að sú þekking sem safnast saman auki árangur og lífsgæði í sam- félaginu. Miðlunin gæti verið fólgin í útgáfu vísindagreina og bóka. Einnig með námskeiðum og ráðstefnum fyrir þá hópa sem vinna með börnum svo sem leikskóla- og grunnskólakenn- ara. Einnig yrði mikil áhersla lögð á að upplýsa foreldra um nýjustu kenningar á sviði náms og þroska. Við skorum á menntamálaráð- herra að huga að bættri þjónustu við þennan hóp fólks sem enn ber skarðan hlut frá borði í íslenska skólakerfinu. * Mismunandi orð um það sama. Lesblinda – dyslexía – leshömlun* Anna Guðmundsdóttir, Guðmundur S. Johnsen og Hermundur Sigmundsson skrifa um stuðning við þá sem eiga í námsörðugleikum » Við skorum ámenntamálaráð- herra að huga að bættri þjónustu við þennan hóp fólks sem enn ber skarðan hlut frá borði í íslenska skólakerfinu. Hermundur Sigmundsson Anna er aðstoðarskólastjóri í Hrafna- gilsskóla; Guðmundur er formaður Félags lesblindra og Hermundur er prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Guðmundur Johnsen Anna Guðmundsdóttir VIÐ Íslendingar fögnum á þessu ári tveimur stórafmælum. Af báðum stafar mikilli birtu þó með ólíkum hætti sé. Í ár eru s.s. 200 ár liðin frá fæðingu Jónasar Hallgríms- sonar og 100 ár eru lið- in frá því Kleppsspítali var tekinn í notkun. Ef sagt væri um Jónas að hann væri merkileg- asti maður í síðari tíma sögu Íslendinga væri líklega engu logið. Uppblásinn titill klæð- ir hinsvegar Jónas illa. Hann var meira svona „smávinur fagur foldar skart“. Ef sagt væri um tilkomu Klepps- spítala að hún væri merkilegasta yfirlýs- ing Íslendinga um að þeir væru frjáls og full- valda þjóð sem hefði metnað til að gera land sitt að einhverjum ákjósanlegasta stað veraldar þá er það sömuleiðis sannleik- anum samkvæmt. Lög um að reist skyldi sjúkrahús á Kleppi í Laugarnesi fyrir þá sem ættu við andlega vanheilsu að stríða voru sett á fyrsta löggjaf- arþingi Íslendinga eftir heimastjórn veturinn 1905. Árið eftir reis á Kleppi eitt stærsta og reisulegasta hús landsins og starfsemin hófst eins og áður segir 1907 og er Kleppsspít- ali fyrsta sjúkrastofnunin sem reist er og rekin algjörlega fyrir reikning ríkissjóðs. Í upphafi var Kleppsspít- ali fremur hugsaður sem dval- arheimili fyrir geðsjúka þar sem þeim yrðu boðnar mannsæmandi að- stæður og umönnun frekar en staður þar sem stundaðar væru lækningar. Þetta gjörbreyttist þegar leið á öld- ina og í dag er rekstur dvalarheimila hverfandi þáttur í geðheilbrigð- isþjónustu. Þeirri baráttu gegn geð- sjúkdómum sem hófst á Íslandi með Kleppsspítala er ekki lokið. Geð- sjúkdómar og kvillar eru í dag vax- andi vandamál. Mörg okkar kynnast á lífsleiðinni einhverju formi af and- legri vanheilsu og flest þekkjum við einhvern sem einhvern tímann hefur þurft að berjast við geðsjúkdóm. Ekki hafa allir þeir sem leitað hafa sér lækninga á Kleppi gengið heilir þaðan út, – saga Kleppsspítala er m.a. saga um persónulega ósigra og talsverða óhamingju. Þetta breytir ekki því að stofnun Kleppsspítala vitnar um viðhorf sem mun skila okk- ur verulegum og varanlegum ár- angri. Með aleflingu og einbeitingu náum við árangri. Í þessu sambandi getur verið gagnlegt að rifja upp sögu berkla á Íslandi. Í upphafi 20. aldar höfðu berklar sömu stöðu í huga Íslendinga og krabbamein og geð- sjúkdómar hafa í dag, – enginn óhultur, ólækn- andi sjúkdómur og stundum banvænn. En með því sem er kallað samstillt átak tókst á nokkrum áratugum að sigra vágestinn. Með betri meðulum, með uppbyggingu heilbrigð- isstofnana, – t.d. á Vif- ilsstöðum 1910 og í Kristnesi 1927 og með breyttum lífsstíl þjóð- arinnar voru berklarnir kveðnir í kútinn og heyra þeir nú sögunni til. Það er skoðun þess sem þetta skrifar að fátt eða ekkert eigi eftir að verða jafn stór og krefj- andi þáttur í lífi Íslend- inga á 21. öldinni eins og baráttan gegn geð- sjúkdómum og krabba- meini. Hluti þessarar baráttu ræðst í heimi stjórnmálanna, – hverj- ir verða kosnir, hverjir ná völdum og hvaða málum er lyft fram í kosningabarátt- unni. Varla er hægt að segja að ég hafi heyrt á þessi mál minnst í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur. Ef umhverfismál eru frátalin hefur það sem ég hef heyrt verið hefðbundið tal um atvinnu og samgöngur sem ekki sætir miklum tíðindum. Verkefnið fyrsta og stærsta á þessari öld sem er nýhafin verður samþætting milli menntunar og heilbrigðis. Hin al- menna menntun í þágu heilbrigðis. Tvennt þessu tengt í bláendann. Við skulum ekki byggja hátæknisjúkra- hús við Hringbrautina í Reykjavík. Það er jafn fráleit hugmynd og hug- myndin um Kleppsspítala var góð og gagnmerk fyrir 100 árum. Að reisa og reka hátæknisjúkrahús kostar mörg hundruð milljarða. Því fé er betur varið á öðrum stöðum í annars konar heilbrigðisþjónustu. Við skul- um ekki gera neitt sem er til þess fallið að rýra framhaldsskólann ís- lenska, – hvorki faglega eða þá þætti framhaldsskólans sem lúta að þroska nemenda og almennri menntun. Það er í skólunum en ekki á sjúkrahús- unum sem sigrarnir munu vinnast. Slagurinn stóri á 21. öldinni Björn Vigfússon horfir fram á veginn í heilbrigðis- og menntamálum Björn Vigfússon » Fátt eðaekkert á eft- ir að verða jafn stór og krefj- andi þáttur í lífi Íslendinga á 21. öldinni eins og baráttan gegn geðsjúkdómum og krabba- meini. Höfundur er kennari við Menntaskólann á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.