Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 38
daglegt líf 38 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/G.Rúnar Hestafjölskylda Arna Rúnarsdóttir og Helgi Leifur Sigmarsson, ásamt börnum sínum Rúnu og Sigurði. Arna Rúnarsdóttir og HelgiLeifur Sigmarssonákváðu fyrir rúmu einu oghálfu ári að byggja stórt hesthús þar sem aðstaða væri fyrir sundlaug og aðra leikfimiaðstöðu fyrir hesta. Þau keyptu þá hesthús í Víðidal en létu rífa það og byggðu þetta stóra hesthús á lóðinni. „Ég las grein um hestasundlaugar fyrir nokkrum árum og frá því hætti ég ekki að hugsa um þetta fyrr en við létum það verða að veruleika. Víði- dalurinn er sérlega hentugur staður því hér eru náttúrlega allir hestarnir – flestir hestar í heimi á einum stað.“ Seldu húsið og fluttu í hesthúsið Í kringum jólin 2005 seldu hjónin húsið sitt og fluttu inn í blokkaríbúð en seldu hana svo síðar og ákváðu að flytja í hesthúsið. „Við sáum ekki til- gang í að vera með íbúð sem við vær- um aldrei í nema til að sofa. Því stækkuðum við svæðið uppi og flutt- um hér inn. Með því að búa hérna þurfum við aldrei að vísa fólki frá og það eru líka algjör forréttindi að geta haft börnin alltaf hjá sér og þau koma aldrei að tómu húsi,“ bætir Arna við. Börn Örnu og Helga, þau Rúna 15 ára og Siggi 11 ára, stunda bæði nám við Seljaskóla sem er rétt hjá Víðidalnum og því hentar stað- setningin á heimilinu og fyrirtækinu einnig sérlega vel Fyrsta hestasundlaugin Byggingin á heimilinu og hesthús- inu tafðist mikið svo það var ekki fyrr en í nóvember á síðasta ári sem hjónin opnuðu og kynntu þá Íslend- ingum fyrstu hestasundlaugina á Ís- landi. „Hestasundlaugar hafa verið notaðar erlendis í fjölda ára og er af- ar misjafnt hvernig þær eru í laginu. Stundum eru líka notaðar nátt- úrulegar laugar eins og ár og sjór en sjórinn er allt of kaldur á Íslandi.“ Sundlaugin sem Arna og Helgi byggðu er sporöskjulöguð. Þau standa á bakkanum og fá hestinn of- an í laugina og teyma hann svo áfram af bakkanum. Hitastigið í lauginni er 14-16°C og hún er 2,30 metrar á dýpt. „Um leið og laugin næði 18°C yrði hún eins og heitur pottur fyrir hestinn. „Með því að synda í lauginni hreyfir hesturinn vöðva sem hann hefur jafnvel aldrei notað áður og teygir vel á þeim. Í fyrsta skiptið sem þeir fara teymum við þá einn hring en svo strax næsta skipti fara þeir alveg 3-5 hringi. Þetta gerum við til að venja þá við“. Boðið upp á gistingu Flestir hestarnir sem koma í þjálfun hjá Örnu og Helga taka fyrst um 5-10 skipti í einu og svo koma þeir oftast einu sinni í viku. Við- skiptavinirnir eru ekki aðeins þeir sem eiga hesta í Víðidal heldur koma margir með hestana sína keyrandi og til að mynda kemur ein kona frá Borgarnesi með hestinn sinn einu sinni í viku. Hjónin bjóða einnig upp á gistingu fyrir hestinn á meðan hann er í t.d. viku hjá þeim. Arna og Helgi bjóða ekki einungis upp á sund fyrir hesta heldur eru þau líka með göngubretti fyrir hesta. Þar er hesturinn teymdur og hann fer á feti og styrkir vöðvana. „Við ríðum svo mikið á tölti hérna á Íslandi að hestar ná ekki að styrkj- ast á fetinu sem er einstaklega gott fyrir þá. Sumir hestarnir fara bara í Hestasundlaugin Þær hafa verið notaðar erlendis í fjölda ára og er afar misjafnt hvernig þær eru í laginu. Hrossasund Arna teymir hér einn hestanna í lauginni. Með því að synda í lauginni hreyfir hesturinn vöðva sem hann hefur jafnvel aldrei notað áður og teygir vel á þeim. Hitastigið í lauginni er 14-16°C Seldu ein- býlishúsið og byggðu hesthús Í hesthúshverfinu í Víðidalnum hefur fjölskylda byggt um 350 fermetra hesthús með hestasundlaug, hlaupa- bretti fyrir hesta og að auki um hundrað fermetra íbúð þar sem fjölskyldan býr. Laila Sæunn Péturs- dóttir kíkti í heimsókn og skoða herlegheitin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.