Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Andra Karl andri@mbl.is TÍMAMÓT urðu í heilbrigðisþjón- ustu á Íslandi þegar gervihjarta var grætt í sjúkling hér á landi á miðvikudag. Aðgerðin, sem stóð yfir í um tíu klukkustundir, tókst vel en sjúklingnum er enn haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss. Talið er að í kringum fimm manns á ári uppfylli skilyrði til slíkrar ígræðslu. Sjúklingurinn er 64 ára karl- maður sem án aðgerðarinnar hefði ekki verið hugað líf. Maðurinn er enn í krítísku ástandi á gjör- gæsludeild en aðgerðin og með- ferðin er afar áhættusöm. „Áhætt- an er náttúrlega mikil af ýmsum ástæðum og það getur tekið tíma að koma sjúklingi í gegnum aðgerð og gjörgæslutímann. Því er það þannig að þegar svona ígræðsla er gerð, þá er það til að bjarga lífi sem hangir á bláþræði,“ segir Bjarni Torfason hjartaskurðlæknir sem stýrði tíu manna teymi í að- gerðinni. Þrjár ástæður eru fyrir ígræðslu af þessu tagi, þ.e. ef bið er eftir því að sjúklingur nái sér af sjúk- dómi sem vitað er að gengur yfir, ef sjúklingur bíður eftir hjarta- ígræðslu eða ef um er að ræða varanlega ígræðslu. Aðgerðin er afar kostnaðarsöm en Bjarni bend- ir á að ekki megi einblína á kostn- aðinn, fleiri þættir komi þar inn í. „Þetta er sjálfsagt dýrasta að- gerðin sem framkvæmd er en hún er fljót að skila sér. Ef við segjum að sjúklingur lifi nokkra daga eða vikur án ígræðslunnar, þá er það á gjörgæsludeild. Hver dagur á deildinni kostar sitt og er ekki lengi að ná upp í aðgerðina. Í Bandaríkjunum er t.a.m. miðað við að þessar línur skerist við 45 daga á gjörgæslu. Þar að auki erum við að sækjast eftir að bjarga lífi sjúk- lingsins og koma honum aftur út í lífið.“ Bjarni segir erfitt að meta hversu margar aðgerðir geti verið framkvæmdar á ári hverju en reiknar með að á milli tuttugu og þrjátíu sjúklingar verði metnir með tilliti til hennar. „Ég myndi svo giska á að það væru fimm af þeim sem uppfylltu skilyrði og hefðu gagn af svona ígræðslu.“ Fimm sjúklingar á ári sem uppfylla skilyrði til ígræðslu hjálparhjarta Morgunblaðið/Ómar Hjálparhjarta Bjarni Torfason, hjartaskurðlæknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, sýnir gervihjarta líkt því sem grætt var í sjúkling á sjötugsaldri á miðvikudag. Aðgerðin tókst vel en sjúklingnum er enn haldið sofandi. Hjálparhjarta var í fyrsta skipti grætt í mann hér á landi á miðvikudag. Vissulega tímamót fyrir Landspítala – háskóla- sjúkrahús og ekki síður fyrir sjúklinginn, sem öðlast mun nýtt líf. Í HNOTSKURN »Aðgerðin tók tíu klukku-stundir og var fram- kvæmd á hjartaskurðdeild Landspítala – háskólasjúkra- húss á miðvikudag. »Tíu manna teymi vann aðaðgerðinni undir stjórn Bjarna Torfasonar hjarta- skurðlæknis. Áður hafði far- ið fram þjálfun starfsfólks í Svíþjóð og Þýskalandi. »Samtökin Í hjartastaðsöfnuðu fyrir hjartanu og söfnuðust yfir tuttugu milljónir króna á þremur ár- um. »Samtökin safna nú fyrirgervihjarta sem nýtast mun í hjartaaðgerðum á börnum. Það tæki kostar 22 milljónir. »Talið er að milli 20 og 30sjúklingar verði metnir og fimm á ári muni uppfylla skilyrði fyrir aðgerðinni. EKKI hefði orðið af aðgerðinni nema fyrir tilstuðlan samtakanna Í hjartastað. Stofnandi og forsvarsmaður þeirra er Birna Sigurðardóttir en hún missti eiginmann sinn, Þorbjörn Árnason, úr hjartasjúkdómi fyrir þrem- ur árum. Innan spítalans er hjartað því oftar en ekki nefnd Þorbjörnshjarta. „Málið er að í hans tilviki hefði hann lifað ef hægt hefði verið að framkvæma aðgerðina hér á landi þá,“ segir Birna og bætir því við að markmið sjóðsins sé að tækjavæða hjartaskurðdeild LSH. Birna segir hjartað sjálft hafa kostað þrettán millj- ónir króna en með öllum smáhlutum, sem einnig þurfti, auk þjálfunar sérfræðinga, hefði kostnaðurinn verið nærri tuttugu milljónum. Hún þakkar þeim sem styrktu samtökin en þar komu jafnt að einstaklingar og fyrir- tæki. Einnig var mikið um að menn greiddu sem nam einum pakka af vindlingum á mánuði. Samtökin eru alls ekki af baki dott- in þó svo að búið sé að safna fyrir hjartanu. Komin er af stað söfnun fyrir hjarta- og lungnavél fyrir börn, og kostar tækið 22 milljónir króna – segist Birna þegar vera komin með tvær milljónir. Vélin sem safnað er fyrir nefnist ECMO og hafa fullorðnir sjúklingar gengist undir meðferðina á undan- förnum árum, s.s. þegar fólk missir stjórn á allri lungnastarfsemi eða eitthvað kemur upp á sem reiknað er með að gangi yfir fái lungun tíma til að jafna sig. Hægt er að nota gervi- lungað allan þann tíma sem lungun eru að jafna sig og getur það því skipt sköpum. Aðeins hefur verið til tæki fyrir fullorðna, en samtökin ætla að reyna að breyta því. Markmið samtakanna Í hjartastað að tækjavæða hjartaskurðdeild spítalans Birna Sigurðardóttir MIKILVÆGT er að verkferlar í heilbrigðiskerfinu verði bættir til að auka öryggi sjúklinga. Þetta er mat Svölu Rúnar Sigurðardóttir, stofn- anda Emilíusjóðsins, sem flutti á miðvikudag erindi á ráðstefnu um gæðastjórnun í heilbrigðiskerfinu. Svava telur tilhneigingar gæta inn- an heilbrigðiskerfisins að þagga mistök niður og kveðst byggja það mat á eigin reynslu. Emilíusjóðurinn og ráðgjafarfyr- irtækið FOCA efndu til ráðstefn- unnar. Fyrirlesarar voru fagaðilar í gæðastjórnun innan heilbrigðisgeir- ans. Þá var formlega tekinn í notkun vefur á vegum Emilíusjóðsins, sjuk- lingaoryggi.is. Þar má finna fræðslu fyrir almenning um sjúklingaöryggi, og mistök í heilbrigðisþjónustu. Stofnandi Emilíusjóðsins, Svala Rún Sigurðardóttir, var einn fyrir- lesara á ráðstefnunni og hvatamað- ur hennar. Í erindi sínu, „Lækna- mistök – Nei, takk“, talaði Svala út frá sinni eigin reynslu. Hún sagði frá því að hún hefði misst barn sitt, rúmlega hálfnuð á meðgöngu, þegar upp kom sýking. Þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir í fjóra sólarhringa til að fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu var Svala ekki skoðuð, til þess að at- huga hvort henni eða barni hennar væri hætta búin, fyrr en of seint. Svala hefur starfað í gæðastjórnun í 10 ár og er menntuð á því sviði. Þessi lífsreynsla vakti hana til um- hugsunar um gæðastjórnun innan heilbrigðiskerfisins. Þegar Svala tók að ræða þessa reynslu fann hún að sögn fyrir varn- arviðbrögðum innan heilbrigðiskerf- isins og hún kveðst engar leiðir hafa fundið innan þess til að koma á framfæri athugasemdum. Svala heldur því fram að mistök, eða atvik eins og þau eru kölluð, séu ekki skráð nema að litlu leyti, þótt lög kveði á um annað, og þær athuga- semdir sem berist eigi sér engan ákveðin feril innan kerfisins. „Þau mál sem við höfum orðið vör við eru aðeins toppurinn á ísjakanum,“ seg- ir Svala . Kortlagning atvika nauðsynleg Mjög mikilvægt er , að áliti Svölu, að bæta núverandi verkferla til að auka öryggi sjúklinga. Það sé fjöldi af áhugasömu fólki innan heilbrigð- iskerfisins sem hafi áhuga á að skrifa verkferla og gæðakerfin, sem FOCAL býður upp á, séu að hluta til staðar. En athyglin sé ekki á réttum þáttum. Frumskilyrði er að kort- leggja þau atvik sem eiga sér stað svo að hægt sé að sníða verkferla sem taka á því sem út af ber, að mati Svölu. Einnig sé nauðsynlegt að efla samskipti fagfólks og sjúklinga, sníða ferli fyrir athugasemdir, t.d. með embætti Umboðsmanns sjúk- linga, auk þess sem viðurkenna þurfi að mistök eigi sér stað. Ef rannsóknir frá Bandaríkjunum séu heimfærðar látist um 100 manns á ári vegna mistaka á Íslandi. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, flutti erindi um inn- leiðingu ISO-gæðastaðla hjá Blóð- bankanum. Stofnunin kallaði eftir opinberu eftirliti með starfseminni um árabil en náði ekki eyrum yf- irvalda. Árið 1996 hóf Blóðbankinn sjálfur undirbúning að innleiðing- unni, hlaut fyrstu ISO-vottun árið 2000, fyrstur blóðbanka á Norður- löndum til þess en síðar hafi fleiri þættir verið vottaðir, t.d. stofn- frumuvinnsla árið 2006. Aukið öryggi og skilvirkni Sveinn segir þann lærdóm sem draga megi af þeirra reynslu vera virkni allra starfsmanna, að setja markið hátt og fara alla leið. Þá hafi stofnunin ekki haft neinn tíma til að bíða eftir skilningi eða stuðningi yf- irvalda. „Við í Blóðbankanum lítum á það sem skyldu okkar að tryggja öryggi blóðgjafanna og sjúklinga okkar, blóðþeganna,“ segir Sveinn. Sem dæmi um einfaldan hlut í gæða- kerfum heilbrigðisstofnana sé merking sjúklinga. Í dag er sjúk- lingur aðeins merktur með nafni. Krafan ætti að vera armbönd með prentuðu nafni, kennitölu og strika- merki, sem tryggi rekjanleika og ör- yggi í inngjöf blóðs og lyfja. Þetta sé á ábyrgð yfirvalda en þar hafi menn sofið á verðinum. Blóðbankinn hafi með ISO-gæðakerfinu náð auknu öryggi, skilvirkni og betri nýtingu á tíma. Eigin reynsla hvatning til gæðastjórnunar Mikilvægt að verkferlar innan heilbrigðiskerfisins verði bættir til að tryggja öryggi sjúklinga Morgunblaðið/Kristinn Uppbygging gæðakerfa Páll Halldórsson, gæðaráðgjafi hjá FOCAL, flyt- ur erindi sitt og Akureyringar fylgjast með í gegnum fjarfundarbúnað. Sveinn Guðmundsson Svala Rún Sigurðardóttir FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.