Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur
helgakristin@gmail.com
YFIRGRIPSMESTA sýning sem
sett hefur verið upp á verkum Roni
Horn á Norðurlöndum verður opnuð
í Listasafni Reykjavíkur – Hafn-
arhúsi í dag. Á sýningunni eru ljós-
myndir, þrívíð verk, teikningar,
bækur og glerverk valin í samvinnu
við listamanninn, sem endurspegla
bæði náið samband hennar við Ís-
land og varpa ljósi á feril hennar.
Roni Horn kom fyrst til Íslands
sem ungur listnemi fyrir rösklega 25
árum. Hún hefur ferðast meira um
landið en flestir Íslendingar og hefur
sótt innblástur í óspillta náttúru í
mörgum af sínum þekktustu verk-
um. Skemmst er að minnast Vatna-
safnsins í Stykkishólmi, sem opnað
var 5. maí síðastliðinn, skúlptúr-
innsetningar með glersúlum sem
geymir vatn úr 24 íslenskum jöklum.
Linda Norden listfræðingur og
safnstjóri heldur fyrirlestur á ensku
um verk Roni Horn í Hafnarhúsinu á
morgun klukkan 14 og er hún fyrst
spurð út í heiti sýningarinnar, My Oz
og þýðingu þess.
Hennar Oz
„Á sýningarskránni er ljósmynd af
Roni Horn sjálfri, sem er fátítt í
hennar listsköpun, þar að auki horfir
hún beint á mann. Hún kallar sýn-
inguna „My Oz“, sem gefur til kynna
að hún sé að varpa sinni eigin skynj-
un eða fantasíu, hennar Oz er ekki
endilega Oz annarra. Þýðing þess
magnast svo enn fremur við það að
hér er ekki bara um að ræða yfirlits-
sýningu á verkum hennar, heldur yf-
irlitssýningu á Íslandi,“ segir hún.
Linda Norden hefur fylgst með
listsköpun Roni Horn frá upphafi og
varð strax fyrir sterkum áhrifum
sem ekki sér fyrir endann á. „Sam-
band mitt við verk hennar hefur var-
að lengi og verið mér afar þýðing-
armikið,“ segir hún.
Linda veltir því meðal annars fyrir
sér hvers konar Ísland verður til í
gegnum list Roni Horn og hefur
jafnframt áhuga á því hvernig lista-
maðurinn birtist sjálfur í listsköpun
sinni. „Þegar Roni Horn hefur talað
um Galdrakarlinn frá Oz hefur hún
meðal annars sagt að hann hafi fært
sér Kansas. Fæstir myndu segja að
Galdrakarlinn frá Oz kallaði fram
Kansas í þeirra huga, miklu frekar
Borg smaragðanna. Þetta rennur
ljóslifandi upp fyrir mér núna eftir
að hafa komið til Stykkishólms.
Vatnasafnið er mikið og metn-
aðarfullt verkefni, en að sama skapi
ótrúlega hreint og beint. Þar renna
Kansas og Oz saman á mjög sér-
kennilegan máta. Ísland er Oz og
Kansas birtist sem lítill bær án upp-
hafningar, þar sem hversdagslífið og
lífsbjörgin eru í fyrirrúmi. Svo kem-
ur hið skapandi og óstýrláta ímynd-
unarafl hugans til skjalanna,“ segir
hún.
Einstakt vald
Þegar listsköpun er annars vegar
er umræða um merkingu sjaldan
langt undan. Og Roni Horn segir
sjálf að upplifun hvers og eins af
verkum hennar sé merkingin. „Fyrir
mér kallar það hins vegar fram þá
retórísku spurningu, hver upplifunin
sé og hvort hún sé raunverulega mín.
Getur hún verið mín, en samt háð
framsetningu listamannsins?“
Henni verður líka tíðrætt um ein-
stakt vald listamannsins á kring-
umstæðum og framsetningu verka
sinna. „Ég hef líka lengi velt fyrir
mér formi efnisins sem hún notar,
henni tekst ævinlega að laða fram
hárréttu eiginleikana. Efniviðurinn
er ekki bara efnið eða eiginleikar
þess, heldur hvað það getur gert. Ég
nefni sem dæmi glerfleyga sem ég sá
á sýningu hjá henni fyrir mörgum
árum og gúmmíkvoðufleyga sem hún
sýndi í safni Yale-háskóla og gerðu
mig forviða í einfaldleika sínum. Þar
var ekki bara um að ræða efni í rými
heldur samspil efnis og rýmis sem
náði virkilegum tökum á ímyndunar-
aflinu,“ segir Norden að lokum.
Upplifunin sjálf er merkingin
Morgunblaðið/RAX
Listfræðingurinn Hefur fylgst með verkum Horn frá upphafi.
Yfirlitssýning á verkum Roni Horn
opnuð í Listasafni Reykjavíkur
Ḿargir miðlar Á yfirlitssýningunni um Roni Horn eru meðal annars ljósmyndir, þrívíð verk og teikningar.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
VÍKINGUR Heiðar Ólafsson píanóleikari spil-
ar í kvöld á hátíðartónleikum Kópavogsbæjar
sem haldnir eru í tilefni af afmæli bæjarins.
Hann leikur Franska svítu nr. 5 í G-dúr eftir
J.S. Bach og sónötu nr. 3 í h-moll eftir F. Chop-
in, auk Appassionata-sónötunnar eftir Beet-
hoven. Þá frumflytur Víkingur glænýja píanó-
svítu eftir föður sinn, Ólaf Óskar Axelsson.
Víkingur var kjörinn flytjandi ársins í flokki
sígildrar og samtímatónlistar þegar Íslensku
tónlistarverðlaunin voru veitt fyrir árið 2006,
en óhætt er að fullyrða að sjaldan eða aldrei
hafi íslenska þjóðin átt annað eins efni í píanó-
leik. Víkingur hefur verið sér meðvitandi um
þá umræðu sem um hann hefur verið og í við-
tali við Morgunblaðið í haust sagði hann: „… ég
er ekki háður áliti annarra á mér og vona að ég
hafi styrk og sé meðvitaður um það hvernig
sem hlutirnir fara hjá mér.“ Blaðamaður
heyrði þá á máli manns við annan að það væri
mikið lán hvað hann Víkingur væri skynsamur
og raunsær; það væri kannski besta veganestið
ef hann ætlaði sér á annað borð að hafa lifi-
brauð af því í framtíðinni að vera konsertpían-
isti. Nú er komið vor, Juilliard-skólanum í New
York að ljúka hjá Víkingi, og að baki heilmikið
tónleikaferðalag um Kanada, þar sem hann
hélt tíu tónleika á þrettán dögum. „Ef maður
kemst í gegnum slíkt álag á lífi, þá getur maður
hvað sem er,“ segir Víkingur, nýkominn heim
til landsins. „Hér heima æfir fólk prógramm í
svo og svo langan tíma, og spilar það kannski
einu sinni. Þegar fólk veit að tækifærið er bara
eitt, þá eykst pressan. Tónleikaupplifunin
breytist mikið við það að spila mikið og oft, og
ég nýt þess ennþá meira að koma fram núna.
Nú líður mér eins og ég sé heima hjá mér þeg-
ar ég er að spila fyrir fólk. Maður lærir á sjálf-
an sig undir álagi. Á tónleikum þarf maður að
vera fullkomlega í núinu. Það er galdur að láta
það ekki á sig fá þótt maður geri mistök, en ef
manni gengur of vel er hætta á því að maður
slaki á, verði sjálfumglaður og fái bakslag. Þess
vegna var þessi tónleikaferð rosalega góður
lærdómur. Það er átak að spila svona oft, en
líka góð æfing í að missa ekki einbeitinguna,
því það er brjálaður fókus sem maður þarf að
hafa í þessar níutíu mínútur. Þetta er gott
veganesti fyrir mig og ekki allir sem fá svona
tækifæri. Það eru forréttindi að vera beðinn að
koma aftur og aftur og fá góð tækifæri til að
koma fram. Manni verður að líða vel á sviðinu.
Ef manni líður illa er hætt við að áheyrendum
líði líka illa. Við þær kringumstæður að manni
líður vel á sviðinu og allt annað í lagi, þá getur
galdurinn gerst.“
Það fer varla á milli mála hvert Víkingur
Heiðar stefnir, en fyrir siða sakir skal spurt,
því af öllum þeim fjölda sem lærir á hljóðfæri
og á sér stóra drauma er aðeins agnarlítið brot
sem lifir þann draum.
„Jú, ég stefni á feril sem konsertpíanisti.
Undanfarin tvö, þrjú ár hefur tónleikahaldið
verið að aukast smám saman, einmitt eins og
ég óskaði mér að gerðist. Maður þarf að aðlag-
ast því. Þetta gerist hægt og svo áttar maður
sig kannski á því að allt í einu er þetta orðið að
veruleika. En það er algjörlega frábært þegar
maður spilar einhvers staðar og er svo boðið að
koma og spila aftur næsta vetur!“
Uppselt er á tónleikana í kvöld en auka-
tónleikar verða á mánudagskvöld kl. 20.
Konsertpíanisti, já
Konsertpíanisti Víkingur Heiðar Ólafsson.
Morgunblaðið/Eyþór
INNSETNING Alejandro Vidal í
Kling og Bang gallerí sam-
anstendur af tveimur myndbands-
verkum og ljósmyndaseríu. Vidal
býr og starfar í Barcelona og hef-
ur sýnt víða á alþjóðlegum vett-
vangi en viðfangsefni verka hans
hafa pólitískan undirtón.
Myndbandsverkið Material Dust
sýnir óræða frásögn með rauntíma
upptöku af gerð kvikmyndar í
Hong Kong. Það er þó baksvið
myndarinnar sem er hér aðal-
umfjöllunarefnið, og um leið og
leiðangurinn um milljónaborgina
vekur upp kvikmyndagoðsagnir þá
er það hið einstaklega næma auga
listamannsins fyrir myndbyggingu
og áferð sem heillar.
Tactical Disordar er titill annars
myndbands þar sem listamaðurinn
draga „í efa sambandið milli ör-
yggisstefnu og menningar óttans“.
Þau skilaboð komast ágætlega til
skila í verkinu en eins og í því
fyrrnefnda þá er aðall verksins
ekki síst fólginn í fallegri mynda-
töku þar sem nærmyndir af fólki
við vinnu í helliregni er sérlega
grípandi.
Ljósmyndaserían sýnir þrjár út-
gáfur af manni sem myndar sig við
að skera konu á háls. Verkið
fjallar um þema úr asískum neð-
anjarðarkvikmyndum þar sem „of-
beldisfullur dauðdagi verður að
helgiathöfn og gildismat er keypt
dýru verði“. Þótt viðfangsefnið sé
verðugt þá vantar upp á að verkið
skili hugmyndinni.
Sýningin er í heildina sterk og
áhrifarík þar sem Vidal tekst að
fjalla um firringu milljónasam-
félagsins á lágstemmdan en fal-
legan hátt án allrar upphafningar.
Fagurfræði firringar
MYNDLIST
Kling og Bang gallerí Laugavegi
Sýningin stendur til 13. maí. Opið
fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-17. Að-
gangur ókeypis
Blackout for Death – Alejandro Vidal
Þóra ÞórisdóttirVidal Firring milljónasamfélagsins á lágstemmdan en fallegan hátt.