Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 53
MIKIÐ hefur verið deilt um
skattamálin hér á landi. Fulltrúar
ríkisstjórnarinnar segja, að skattar
hafi lækkað en
stjórnarandstaðan
segir, að skattar
hafi hækkað, eink-
um á hinum lægst
launuðu. Nú eru
komnar nýjar tölur
frá OECD um
skattamálin. Sam-
kvæmt þeim hefur skattbyrðin
þyngst mikið í tíð ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknar. Miðað við staðtölur OECD
hefur skattbyrðin aukist úr 38% af
landsframleiðslu 1990 í 48% af
landsframleiðslu 2006. Á sama tíma
hefur skattbyrðin á evrusvæðinu
aukist úr 43% af landsframleiðslu í
45%. Skattbyrðin á Íslandi er því
komin upp fyrir Evrópumeðaltal.
Hækkun á skattbyrði um 10 pró-
sentustig af landsframleiðslu er
mjög mikil hækkun. Hvað mundi
íhaldið og Mbl. hafa sagt, ef vinstri
stjórn hefði hækkað skattana svo
mikið?
Gerir út á skattheimtu
Rýrnun skattleysismarka hefur
þyngt skattbyrði lágtekjufólks mjög
mikið. Ef skattleysismörkin hefðu
fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau
í dag 140 þúsund krónur á mánuði en
þau eru aðeins 90 þúsund. Rík-
isstjórnin segir, að það væri of dýrt
fyrir ríkissjóð að færa skattleys-
ismörkin aftur í fyrra horf að raun-
gildi til. Það eru ekki litlar fjárhæðir
sem hún hefur haft af almenningi
vegna lækkunar skattleysismarka
Hún hefur gert út á skattheimtu af
lágum launum. Sjálfstæðisflokk-
urinn er orðinn að ójafnaðarflokki,
þótt hann reyni að leyna því rétt fyr-
ir kosningar.
Óráðsía ráðherranna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar,
sem eru að missa umboð sitt, hafa
verið ötulir við að gefa út kosn-
ingavíxla undanfarið. Má fullyrða, að
aldrei hafi annað eins átt sér stað í
þeim efnum. Ráðherrarnir hafa gef-
ið út hvern kosningavíxilinn á fætur
öðrum og ekki neina smávíxla, held-
ur upp á marga milljarða, suma
þeirra. Þetta eru skuldbindingar
langt fram í tímann, jafnvel svo
mörgum árum skiptir. Alls er hér
um 440 milljarða króna skuldbind-
ingar að ræða. Það er að sjálfsögðu
algerlega óheimilt að skuldbinda rík-
ið um háar fjárhæðir langt fram í
tímann. Slíkar skuldbindingar hafa
ekkert gildi fyrr en alþingi hefur
samþykkt þær með fjárlögum. En
þessir kosningavíxlar gegna því
hlutverki að slá ryki í augun á kjós-
endum. Stjórnarflokkarnir voru
orðnir svo hræddir um að missa
meirihlutann í kosningum, að þeir
gripu til þess örþrifaráðs að gefa út
hvern kosningavíxilinn á fætur öðr-
um. Þetta eru mennirnir, sem segj-
ast vera ábyrgir í fjármálum og
gagnrýna Samfylkinguna og stjórn-
arandstöðuna fyrir óábyrga fjár-
málastjórn. Ef einhverjir eru óá-
byrgir í fjármálum eru það þeir sem
gefa út kosningavíxla upp á 440
milljarða fyrir kosningar. Svar kjós-
enda við slíkri óráðsíu er aðeins eitt:
Að hafna stjórnarflokkunum í kosn-
ingunum og gefa þeim langt frí.
Skattbyrðin hefur þyngst um 10% á
valdatíma Sjálfstæðisflokks
Eftir Björgvin Guðmundsson
Höfundur skipar 10. sæti á
lista Samfylkingarinnar í
Reykjavík suður.
Í LEIÐARA Morgunblaðsins í
dag, 9. maí, er því fagnað að leyst
hafi verið úr húsnæðismálum
Listaháskóla Ís-
lands til frambúðar.
Gott væri ef satt
væri, en hér er sá
hængur á að fyr-
irheit hefur áður
verið gefið um
þessa sömu lóð og á
yfirlýsinguna vantar
undirskrift fjármálaráðherra. Hér
er því aðeins um kosningabrellu
Sjálfstæðisflokksins að ræða.
Lóðin sem borgarstjórinn í
Reykjavík gaf Listaháskólanum er
samkvæmt staðfestu deiliskipulagi
ætluð undir Náttúruhús, sem nú
skal skýrt. Í tilefni 100 ára afmælis
Hins íslenska náttúrufræðifélags og
Náttúrugripasafns Íslands á árinu
1989 bundust Reykjavíkurborg,
Háskóli Íslands og mennta-
málaráðuneyti f.h. ríkisins sam-
tökum um að nú loks skyldi reist
hús yfir Náttúrugripasafn Íslands.
Reykjavíkurborg lagði verkefninu
til þessa umræddu lóð á há-
skólasvæðinu við hliðina á þar sem
nú er Askja, kennsluhúsnæði HÍ í
náttúrufræðum. Skipulagi há-
skólasvæðisins var breytt og á
deiliskipulag bætt byggingarreit G,
sem eins og segir á árituðum upp-
drætti er „einungis ætlaður fyrir
náttúrufræðisafn og tengda starf-
semi Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands“.
Þessu myndarlega framtaki og
fyrirætlunum var fagnað á sínum
tíma en minna hefur farið fyrir
efndunum. Áhugamenn um bygg-
ingu náttúruminjasafns hafa hins
vegar alltaf litið til þess að þegar í
ríkisstjórn yrði skilningur og metn-
aður til að reisa hér öflugt Nátt-
úruminjasafn væri þessi lóð í
Vatnsmýrinni til reiðu. Hér er um
að ræða rúmgóða lóð í beinum
tengslum við vísindasamfélagið í
Háskóla Íslands og í miðju safn-
ahverfi Kvosarinnar. Ávinningurinn
af staðsetningunni er augljós: Nátt-
úruminjasafn yrði þarna í næsta
nágrenni við Þjóðminjasafn, Árna-
stofnun, Þjóðarbókhlöðu, Norræna
húsið, Listasafn Íslands og Lista-
safn Reykjavíkur. Nálægðin við
kennslu í líffræði, landafræði og
jarðvísindum skapar einnig færi á
samvinnu vísindamanna og samnýt-
ingu rannsóknastofa og fyrirlestr-
arsala. Þannig myndu bæði Háskóli
Íslands og Náttúrufræðistofnun Ís-
lands hagnast af nábýlinu.
Það kom því eins og blaut tuska
framan í áhugafólk um byggingu
náttúruminjasafns þegar mennta-
málaráðherra og borgarstjóri ráð-
stöfuðu þessari fyrirheitnu lóð í
annað sinn nú í aðdraganda kosn-
inga, einmitt á þeim tímapunkti og
reyndar sama dag, sem Helgi
Torfason, forstjóri nýstofnaðs Nátt-
úruminjasafns Íslands, var ráðinn
til starfa og í sömu vikunni og fyr-
irhugað er að auglýsa eftir hús-
næði, nýbyggingu eða tilbúnu húsi,
fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands.
Það er líka mjög miður fyrir
Listaháskóla Íslands, sem á allt
gott skilið, að áður en skólinn eða
aðrir geta gert áætlanir um nýt-
ingu lóðarinnar þarf að endurskoða
staðfest deiliskipulag með tilheyr-
andi auglýsingu. Ljóst er að í því
ferli mun fyrirheit borgarinnar frá
fyrri tíð verða metið til fjár – fjár
sem ætlað var til uppbyggingar
náttúruminjasafns og náttúrurann-
sókna.
Ríkisstjórnina hefur sárlega
skort framtíðarsýn, ekki aðeins
varðandi uppbyggingu náttúrufars-
rannsókna, varðveislu þjóðararfsins
sem býr í vísindasöfnum Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands, um-
hverfismennt þjóðarinnar og
fræðslu til ferðamanna sem hingað
koma til að kynnast náttúru lands-
ins. Ríkisstjórnina hefur einnig
skort framtíðarsýn í málefnum
Listaháskóla Íslands. Það er því
dapurlegt að þegar ráðherra loks-
ins lýsir því yfir að húsnæðismál
skólans séu leyst til frambúðar
skuli aðeins vera um billega flug-
eldasýningu að ræða. Fram hefur
komið að Listaháskólinn hafi frem-
ur áhuga á því að vera í miðborg-
inni en í Vatnsmýrinni og einnig að
skólinn þurfi ekki að byggja á þess-
ari margumræddu lóð, heldur megi
hann selja hana öðrum. Hver er þá
tilgangurinn? Af hverju úthlutaði
borgin ekki Listaháskólanum lóð í
miðbænum? Og af hverju vantar
undirskrift fjármálaráðherra á yf-
irlýsinguna? Það ber vott um að
loforð menntamálaráðherra um
uppbyggingu húsnæðis fyrir
Listaháskóla Íslands sé innistæðu-
laus tékki – reikningurinn verður
sendur Náttúruminjasafni Íslands,
sem skal eftir 118 ár byrja með
tvær hendur tómar.
Ég skora á Reykjavíkurborg að
úthluta Listaháskóla Íslands lóð
sem skólinn vill byggja á og treysti
því að nýr menntamálaráðherra
hafi metnað til að reisa Nátt-
úruminjasafn Íslands í Vatnsmýri
ásamt aðstöðu fyrir Náttúru-
fræðistofnun Íslands í samræmi við
gefin fyrirheit. Menntamálaráð-
herra ætlast greinilega til þess að
áhugamenn um náttúruminjasafn
sláist nú um þessa lóð við áhuga-
menn um uppbyggingu listahá-
skóla. Að deila og drottna er gam-
aldags stjórnunarstíll. Ég get ekki
borið virðingu fyrir verklagi sem
þessu. Það ber aðeins vott um vald-
hroka og flokk sem þekkir ekki
valdmörk sín og svífst einskis í að-
draganda kosninga.
Margnota loforð, margnota skóflu-
stungur, margnota lóðir?
Eftir Álfheiði Ingadóttur
Álfheiður Ingadóttir skipar 2.
sæti á V-lista í Reykjavík-
urkjördæmi suður.
Í kosningabaráttunni sem nú er
senn að ljúka hafa menntamálin fall-
ið í skuggann. Það er miður því
menntamálin eru með mikilvægustu
málaflokkum stjórn-
málanna. Góð
menntun er forsenda
fyrir hæfni og ham-
ingju einstaklinga og
farsælu mannlífi þar
sem sjálfstæði, sam-
úð, gagnrýnin hugs-
un, umburðarlyndi og víðsýni eiga
að ráða ríkjum. Höfum það hugfast
að við mótum samfélag framtíð-
arinnar í skólum nútímans.
Fjárframlög til skólamála
Skóla- og menntamál hafa oft ver-
ið hitamál fyrir kosningar í formi
gagnrýni stjórnarandstöðu á naum-
ar fjárveitingar ríkisstjórna. Svo er
þó ekki að þessu sinni. Líklega
vegna þess að fjárframlög ríkisins til
skólamála hafa aldrei verið hærri.
Útgjöld ríkisins til háskóla og rann-
sókna hafa aukist um 176% á síðustu
tíu árum. Þá hafa framlög til fram-
haldsskólanna hækkað úr tíu millj-
örðum í u.þ.b. sextán milljarða á ör-
fáum árum. Við Íslendingar verjum
nú hærra hlutfalli landsframleiðsl-
unnar til menntamála en nokkur
önnur þjóð innan OECD.
Þetta eru líklega ekki árennilegar
tölur fyrir stjórnarandstöðuna sem
leitar logandi ljósi að gagnrýn-
ispunktum.
Fjölgun skóla og nemenda
En skipta menntamálin þá ekki
lengur máli? Eiga kjósendur ekki
heimtingu á því að fá að heyra um
menntastefnu hinna flokkanna? Eða
eru þeir gjaldþrota í þessum mála-
flokki?
Jú, menntamálin hafa líklega aldr-
ei skipt meira máli en einmitt nú.
Framhaldsskólar hafa aldrei verið
fleiri, öflugi né fjölbreyttari, auk
þess sem unnið er hörðum höndum
að því að fjölga framhaldsskólum í
heimabyggð og fjölga möguleikum á
dreifnámi og fjarnámi. Íslenskir há-
skólar eru nú átta talsins, víðs vegar
um landið, og hefðu fáir trúað því,
fyrir nokkrum árum. Og hér er ekki
um að ræða einhverja ómerkilega
skilgreiningarpólitík, því allt eru
þetta öflugar menntastofnanir, vel
mannaðar og með ótrúlega metn-
aðarfull markmið. Aldrei hafa fleiri
Íslendingar setið á skólabekk í fram-
haldsskólum og háskólum en einmitt
nú. Fjöldi þessara nemenda hefur
tvöfaldast frá árinu 1990 eða úr ríf-
lega 22 þús. nemendum í ríflega 44
þús. síðastliðið haust. Nú má svo
heita að nær allir sem ljúka grunn-
skólanámi hefji framhaldsnám. Þá
hefur orði bylting í símenntun hér á
landi, hvoru tveggja í fjölda nem-
enda og framboði á slíku námi.
Frelsið veigamest
Vissulega hefði ég talið það sann-
gjarnt að hið ötula starf mennta-
málaráðherra hefði oftar borið á
góma í þessari kosningabaráttu. En
þá á ég ekki fyrst og fremst við hið
stóraukna fjárframlag ríkisins, held-
ur miklu fremur, hinar nýjar
áherslur í stefnumótun þessa mála-
flokks: Stefnu Sjálfstæðisflokksins:
Áherslur á frelsi, frumkvæði, fjöl-
breytni, ábyrgð, sjálfstæði, sam-
anburð og samkeppni. Öll þessi hug-
tök voru tabú í einhæfri
skólamálaumræðunni hér á landi
fyrir örfáum árum. Nú þykja þau
sjálfsögð enda lýsa þau einkennum
sem eru driffjöðrin í íslensku
menntabyltingunni. Fyrir það á
menntamálaráðherra fyrst og
fremst þakkir skildar.
Misstu vinstri menn
áhuga á menntamálum?
Eftir Ragnhildi Guðjónsdóttur
Höfundur er framhaldsskóla-
kennari og skipar 8. sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík suður.
KAJ Munk danski skáldpresturinn segir á einum stað: Græðgi er synd, af-
neitun er synd, en syndin gegn heilögum anda er hið kalda hjarta. Ég horfði
á þig í sjónvarpinu sitjandi sigurvissa, vel heppnaða, í ábyrgðarmikilli stöðu
heilbrigðisráðherra, segjandi frá þeim úrræðum sem þið í stjórnarflokk-
unum eruð um það bil að koma í framkvæmd, þó seint sé. Þú
sagðir frá því að jafnvel væri í athugun að forgangsraða
sjúklingum sem þyrftu að gangast undir dýrar og viðamiklar
aðgerðir. Og auðvitað hrökk ég í kút, ég er sjötíu og eins árs
og komin á aldur naumt skammtaðs lífeyris, en það er svo-
sem í lagi, en að heyra forráðamenn þjóðar minnar lýsa því
yfir að ég fái ekki þá læknishjálp sem ég þurfi á að halda þeg-
ar að því kemur vegna þess að verið sé að skoða málin um
forgangsröðun.
Ég fór að hugleiða þessa nýju gusu sem stjórnarflokkarnir senda nú eldri
borgurum þessa lands. Og komst að þeirri niðurstöðu að hið kalda hagsýna
hjarta virðist alls ráðandi á „fögru landi ísa“.
Og eftir að hafa hugleitt svolítið lengur allt það sem í dag er að gerast und-
ir stjórn þessa kalda hjarta sem spyr: Hvað heldur þú að kosti þjóðina að
lappa uppá öll þessi gamalmenni sem nú streyma inná heilbrigðisstofnanir
sökum elli?
Og kalda hjartað bætir við annarri spurningu: Hvað heldur þú að kosti
þjóðina að vera með þetta náttúruverndarbull þegar stórfyrirtæki bjóða í
auðlindir landsins? Hverju á maður að svara? Við ráðum ekkert við þessi
köldu hagsýnu hjörtu, vegna þess að verðmætamat okkar og þeirra er svo
ólíkt. Og við getum bara svarað veikróma: Hvað kostar fallegur foss sem
hjalar sinn glaða máttuga söng upp á öræfum? – já hvað ætli hann hafi kost-
að? – Því nú er niður hans þagnaður og fegurð hans horfin sjónum manna.
Og þessu með forgangsröðun sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, mín kæra Siv,
ég ætla bara að svara þér prívat og persónulega: Mér finnst það allt í lagi. Því
mig langar ekkert að lifa neitt lengi í landi sem velur sér stjórnendur með
kalt verðmætamat hagsýninnar að leiðarljósi. Ég er fegin því að þurfa ekki
að horfa uppá landið mitt og fegurð þess ögrum skorið virkjanastíflum og
einhliða atvinnusköpun með gífurlegan kaupmátt. Nei takk, þá vil ég heldur
teygja úr tánum og deyja læknishjálparlaust með hinum ellibelgjunum. Og
fari nú svo að eitthvert okkar þrjóskist við og haldi áfram að lifa þrátt fyrir
hagsýnar áskoranir, þá komum við bara heim til þín, elskan, koxrugluð og
farlama, prílum við upp tröppurnar hjá þér og fáum inni, því við höfum grun
um að einhversstaðar inni í allri þessari stjórnvisku og hagsýni hjá þér og
þínu fólki búi hlýtt hjarta.
Opið bréf til Sivjar
Friðleifsdóttur
Eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur
Höfundur er leikkona.
Eitt af þeim málum sem lítið fer fyrir í kosningabaráttunni en umræða
um fíkniefnaneyslu. Fíkniefnaneysla fer stöðugt vaxandi á landinu og þá
einkum meðal ungs fólks. Á tyllidögum ræða ráðherrarnir um að taka á
þeirra málum en aðhefjast ekkert. Korteri fyrir kosningar lofaði xB einum
milljarði til forvarnarmála en það var svikið. Það er sorg-
legt til þess að vita hversu fá úrræði eru til fyrir unglinga í
vanda. Það segir mér að forgangsröðun núverandi rík-
isstjórnar er röng. Hún er röng að mínu mati og margra
annarra sem bera hag almennings fyrir brjósti, en er það
ekki einmitt málið. Núverandi ríkisstjórn hefur engan snert
af jafnaðartilfinningu. „Einn fyrir alla, allir fyrir einn.“
Spilling?
Þegar síðustu áratugir eru skoðaðir, allt frá því að xB og xD gáfu fiskiauð-
lindina okkar, kemur í ljós að núverandi ríkisstjórn er stjórn hinna útvöldu.
Hinna fáu útvöldu. Og þannig munu þeir stjórna áfram fái þeir til þess um-
boð. Bankarnir okra á almenningi og ríkisstjórnin aðhefst ekkert. Olíufé-
lögin okra á almenningi með samráði og ríkisstjórnin aðhefst ekkert.
Stjórnarþingmenn mismuna innflytjendum sem óska eftir ríkisborgararétti
og ekkert er að gert. Ef stjórnmálamenn halda áfram á þessari braut, hvert
stefnir þá þetta þjóðfélag? Er spilling virkilega farin að hreiðra um sig í ís-
lenskum stjórnmálum? Hvað ætlar þú að gera í því? Skipta um ríkisstjórn?
Hvað annað? Ef ekki þá munu þeir gefa einkavinum sínum Landsvirkjun og
þá er nánast búið að einkavæða vatnið. Ætlar þú að sitja hjá og reyna að
geta rétt til um hverjum þeir ætla að gefa Landsvirkjun eða á að gera eitt-
hvað í málinu?
Fíkniefni og forvarnir
Eftir Valdimar Leó Friðriksson
Höfundur er þingmaður.