Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VEGNA greinar landbún- aðarráðherra um uppbyggingu Reykja í Morgunblaðinu 9. maí sl. verðum við að leiðrétta nokkur at- riði. Í fyrsta lagi voru það ekki stjórn- endur Garðyrkjuskólans sem „leit- uðu eftir því að verða þriðja stoðin í Landbúnaðarháskóla Íslands“. Það var frumkvæði alþingismannsins og stjórnarmanns Sambands garð- yrkjubænda í stjórn Garðyrkjuskól- ans, Kjartans Ólafssonar. Þetta gerði þingmaðurinn af góðum hug og af metnaði fyrir hönd skólans, í apríl 2004. Þetta veit landbún- aðarráðherra. Stjórnendur tóku hins vegar vel í þessa málaleitan þar sem þeir fengu fyrirheit, m.a. frá fyrr- nefndum stjórnarmanni, að starf- semi Reykja yrði óbreytt eða efldist. Nýr sameinaður skóli myndi fela í sér nýtt líf fyrir Reyki og aðgang að nýjum starfskröftum. Framtíðin væri björt. Það má líka líta á skýrslu um framtíð Reykja, „Háborg græna geirans“ sem gefin var út í desember 2002, skrifuð af áður nefndum Kjartani Ólafssyni, Árna Magnússyni, fv. ráð- herra og Birni Bjarndal Jónssyni. Skýrslan er á bóka- safni Reykja og í skúffum landbún- aðarráðuneytisins. Þar kemur fram framtíðarsýn Reykja, lögð fram af eðlilegum metnaði og bjartri sýn á framtíð- ina. Í öðru lagi er það ljóst að í öllum rekstri á hinum almenna vinnu- markaði gildir að stjórnendur eða framkvæmdastjóri taka við fyr- irmælum stjórnar fyrirtækisins og búa þær ástæður í góðan búning. Það er vinnan þeirra. Stjórnendur Garðyrkjuskólans viku ekki frá þessum óskrifuðu reglum. Það er hins vegar sérkennilegt þegar ráð- herra reynir að koma ábyrgð ráðu- neytis og Alþingis á þessa sömu embættismenn. Sé ráðherra ekki ánægður með framgang mála á Reykjum í dag liggur beinast við að skoða nútíðina, ekki fortíðina. Aðgerðaleysi er líka stefna Sveinn Aðalsteinsson og Ólafur Melsted gera athugasemd við grein landbúnaðarráðherra Ólafur Melsteð » Sé ráðherra ekkiánægður með fram- gang mála á Reykjum í dag liggur beinast við að skoða nútíðina, ekki for- tíðina. Sveinn er fv. skólameistari Garð- yrkjuskólans. Ólafur er fv. aðstoð- arskólameistari Garðyrkjuskólans. Sveinn Aðalsteinsson Á SÍÐUSTU vikum og mán- uðum hefur mikið verið rætt um málefni barna og unglinga með geð- og hegðunarraskanir. Í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu hefur áhersla á þenn- an málaflokk aukist mikið á síðustu árum, en frá árinu 2003 hafa varanleg fjár- framlög til mála- flokksins aukist um 187 miljónir króna. Síðastliðið haust voru kynntar aðgerðir ráð- herra til að bæta enn frekar þjónustu við börn og unglinga með geð- og hegð- unarraskanir. Þessar aðgerðir hafa al- mennt fallið í góðan jarðveg og gengur framkvæmd að flestu leyti samkvæmt áætl- un. Heilsugæslan styrkt og efld um land allt Miðstöð heilsu- verndar barna (MHB) sem er hluti heilsugæslunnar er nú í stakk búin að taka að sér í auknum mæli frumgreiningu og meðferð vægari geð- og hegðunarvandamála hjá börnum á höfuðborgarsvæðinu, einkum vegna ofvirkni og athygl- isbrests. Tilvikum sem vísað er til MHB hefur fjölgað mjög mikið og eru mun fleiri mál afgreidd þar nú en áður. Gert er ráð fyrir enn frekari fjölgun. Þá verður grunn- þjónusta heilsugæslunnar við þennan hóp aukin til muna með ráðningu fleiri sálfræðinga. Lögð verður ríkari áhersla á forvarnir og fræðslu til foreldra, leikskóla- starfsmanna og annarra sem koma að málefnum barna. Þá má einnig geta þess að MHB hefur útbúið fræðslu- og forvarnarnámskeið fyrir foreldra ungra barna sem notað er víða um land. Nokkrum heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni hefur verið gert kleift að semja um farþjónustu sérfræðinga til að sinna geðheil- brigðisþjónustu við börn. Samn- ingar hafa verið undirritaðir við Heilbrigðisstofnanirnar á Egils- stöðum, Hornafirði, Sauðárkróki og Ísafirði. Því má bæta við að um árabil hafa verið í gangi nokkur tilraunaverkefni af hálfu heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytis svo sem meðferðarteymi barna og unglinga við Heilsugæsl- una í Grafarvogi, þverfaglegt barnateymi á Akranesi, teymi sér- fræðinga í Reykjanesbæ og sál- fræðiþjónusta á Suðurlandi. Biðlistar á BUGL Á síðastliðnum árum hefur verið lögð mikil áhersla á að styrkja og efla Barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólaskólasjúkra- húss (BUGL) og áhersla lögð á að stytta biðlista, efla göngudeild- arþjónustu og heimaþjónustu. Í febrúar síðastliðnum var tekin skóflustunga að fyrsta áfanga að nýju húsnæði göngudeildar BUGL við Dalbraut og standa fram- kvæmdir nú yfir og ganga sam- kvæmt áætlun. Húsnæðinu á að skila fullbúnu í maí á næsta ári. Hlutverk BUGL er fyrst og fremst að sinna þeim börnum og ungling- um sem eiga við alvarlegustu sjúk- dómana að stríða og er nauðsyn- legt að sá hópur fái þjónustu sem fyrst. Til að slíkt sé mögulegt verða stofnanir sem sinna fyrsta og annars stigs þjónustu að vera í stakk búnar að sinna hlutverki sínu. BUGL á að vera miðstöð faglegs starfs í þjónustu við börn og unglinga með geðrask- anir auk þess að vera miðstöð þróunar nýj- ustu aðferða í grein- ingu og meðferð. BUGL þarf að hafa á að skipa færustu sér- fræðingum á þessu sviði og hefur gott starfsfólk verið gæfa stofnunarinnar und- anfarin ár. Það er þó alvarlegt vandamál að ekki eru til nógu margir barna- og ung- lingageðlæknar hér á landi og að erfiðlega hefur gengið að ráða í sumar starfsstéttir á BUGL. Biðlistar sem myndast á deildinni eru ekki síst afleið- ingar þessara að- stæðna, og nú í vor hafa þeir lengst. Tekið skal fram að öll bráða- tilfelli eru sett í for- gang og ekki látin bíða. Stjórnendur Landspítala – háskólasjúkrahúss munu fara yfir þetta mál og skoða hvernig hægt er að bregðast við þessari þróun. Ljóst er að ráðherra hefur lagt mikla áherslu á þennan málaflokk með stefnumótun og uppbyggingu sem hefur tekið mið af greiningu á þörfum og aðstæðum. Þjónusta við börn og unglinga með geð- og hegðunarraskanir hefur verið bætt og efld að undanförnu og mun efl- ast enn frekar á næstu misserum. Málefni barna og ungmenna með geð- og hegðunar- raskanir Kolbrún Ólafsdóttir skrifar um stefnumótun í málefnum barna og unglinga með geð- og hegðunarraskanir Kolbrún Ólafsdóttir » Síðastliðiðhaust voru kynntar aðgerð- ir ráðherra til að bæta enn frekar þjónustu við börn og ung- linga með geð- og hegðunar- raskanir. Höfundur er aðstoðarmaður heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra. Hallgrímur Viðar Arnarson | 10. maí Mikilvægi frelsisins FRELSI er það dýrmætasta sem við eigum. Það er ekki sjálfsagður hlutur. Frelsi er í raun for- réttindi sem ekki allir búa við. Styrjaldir, uppreisnir, borg- arastríð og ófriður af ýmsu tagi vitnar um það. Kynslóðin sem lifði það að sjá Ís- land öðlast fullveldi 1. desember 1918 segir frá því að enda þótt spænska veikin hafi herjað á þjóð- ina um sama leyti hafi flestir safn- ast saman til að fagna þessum áfanga í sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar. Meira: http://hallgrimurxd.blog.is Jóhann Elíasson | 10. maí „Pilsnerfylgi“ TILEFNI skrifa minna er fylgistap Samfylkingarinnar og ummæli formanns hennar fyrir ekki svo löngu síðan. En fyrst skulum við fara aftur til þess tíma, er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sóttist eftir því að verða formaður Samfylkingarinnar (illu heilli fyrir Samfylkinguna). Meira: johanneliasson.blog.is MARGT hefur verið rætt og rit- að um innrásina í Írak og aðkomu íslenskra stjórnvalda að henni. Rúmlega fjögur ár eru nú liðin frá upphafi stríðsins og sem kunnugt er hafa íslensk stjórnvöld ekki í hyggju að draga stuðning sinn til baka né biðja íraska þjóð afsökunar á aðild okkar. Því er stundum haldið fram á Íslandi að þetta sé mál sem heyri fortíðinni til og þarfnist ekki frekari umræðu. Ég tel okkur nauðsynlegt að ræða það og gera upp gagn- vart þeim stjórn- málamönnum sem bera ábyrgð á því og jafnframt að end- urheimta mannorð okkar sem þjóðar sem fer ekki með ófrið á hendur öðrum þjóðum. Afsökunarbeiðni okkar til þjóðar sem líður stríðshörmungar fyrir heimsku vestrænna ráðamanna er reyndar lítil sárabót en hún getur samt verið íslensku þjóðinni mik- ilvæg viðurkenning þess að við gerðum eitthvað stórkostlega rangt sem ekki má endurtaka sig. Að í framtíðinni höfnum við stjórn- málamönnum sem temja sér þau vinnubrögð sem viðhöfð voru hér á landi í aðdraganda innrásarinnar. Á dögunum var lögð fram á Al- þingi fyrirspurn til ríkisstjórn- arinnar hvort ekki væri kominn tími til að draga stuðninginn við Íraksstríðið til baka og biðja íraska þjóð afsökunar. Ráðherr- arnir sem urðu til svara, þeir Guðni Ágústsson og Geir Haarde létu sér fátt um finnast og það var ekki á þeim að heyra að við hefð- um gert neitt rangt enda höfum við nú þegar sent 300 milljóna peningagreiðslu til Íraka. Þessi peningasending er því syndaaf- lausn ríkisstjórnarinnar og á að þvo hendur hennar af liðveislu við þennan blóðuga harmleik. Ef við ætlum okkur að taka þátt í því endurreisnarstarfi sem liggur fyrir í Írak hljótum við að gera það með myndarskap og þannig að við finn- um fyrir því. Öðruvísi munum við ekki draga lærdóm af mistökum sem nauðsynlegt er að við bætum fyrir, með mannúð og peningum. 300 milljónir skipta íslenska þjóð litlu máli, það er upphæð sem nemur nokkrum einbýlishúsabygg- ingum hérlendis eða afmæl- isveislum fáeinna auðmanna. Eitt af mikilvægum verk- efnum næstu rík- isstjórnar ætti að vera að styðja millj- ónir stríðshrjáðra borgara í Írak Í svörum ráð- herranna á Alþingi var því einnig borið við að Bandaríkja- stjórn hefði misnotað eða blekkt Íslendinga. En það þurfti þá lítið til. Endalaus lygaá- róður Bandaríkja- stjórnar til réttlæt- ingar á stríðinu er í fersku minni. Hérlendis var hann jafnan end- urfluttur af ráðamönnum okkar og hagrætt og breytt eftir því sem á stríðið leið. Það þurfti litla dóm- greind til að sjá í gegnum blekk- ingar Bandaríkjastjórnar og Írak- ar höfðu aldrei átt sér viðreisnarvon, hvorki hernaðarlega né efnahagslega eftir helgreipar viðskiptabanns Sameinuðu þjóð- anna. Bandaríkjastjórn beitti ly- gaáróðri til að fela hinar efnahags- legu forsendur stríðsins, þá viðleitni heimsveldisins að ná yf- irráðum yfir náttúruauðlindum annarrar þjóðar. Svo dapurlegt sem það er byggðist ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hluta einnig á efna- hagslegum forsendum. Það kom m.a. skýrt fram hjá þingflokks- formanni Framsóknarflokksins þegar hann greindi frá því á Al- þingi að stuðningur við innrásina gæti fært Íslendingum hagstæðari samningsstöðu um herstöðina. Svo hátt reis myndugleiki okkar þjóðar, til að bæta hag okkar sjálfra studdum við aðgerðir sem fyrirsjáanlegt var að leiddu hörm- ungar yfir aðra þjóð. Íslenskir ráðamenn benda einatt á það að innrásin í Írak hefði orðið hvort sem okkar liðveislu naut eð- ur ei. Annað hefur víst aldrei hvarflað að nokkrum manni en það er ljóst að Bandaríkjastjórn þurfti á stuðningi hinna stríðsviljugu þjóða að halda til að framkvæma og réttlæta vilja sinn. Samkvæmt öllum þeim siðferðislegu gildum sem okkur eru eðlileg, er ljóst að liðveisla við glæp er glæpur. Það var líka ljóst að innrás okk- ar í annan menningar- og trúar- heim gat haft afdrifaríkar afleið- ingar fyrir öryggi vestrænna borgara. Styrjaldir eru ekki lausn á hryðjuverkavanda heldur upp- spretta og hin hrokafulla stefna bandarískra stjórnvalda virðist mesta ógnin við frið í heiminum. Ástæður og aðdragandi þessa lesendabréfs eru margar andvöku- nætur vegna þess sem hefur gerst í Írak og von mín að hér verði framvegis rekin sjálfstæð utanrík- isstefna sem snýr af þeirri leið sem nú er fylgt. Við getum dregið mikinn lærdóm af Íraksstríðinu, bæði stjórnmálalega og siðferði- lega. Við erum í vitorði með öðrum þjóðum í stríði sem á sér enga réttlætingu og berum siðferðilega meðábyrgð á dauða og hörm- ungum tuga þúsunda saklausra borgara. Það hlýtur að vekja ótta gagnvart okkur sjálfum, hversu lítils við metum mannslíf og til- finningar fólks í fjarlægum menn- ingarheimi. Við megum aldrei gleyma því sem íbúar þessa lands, að við erum ábyrg fyrir þeim ákvörðunum sem eru teknar í nafni þjóðarinnar og fyrir því fólki sem við veljum til forsvars fyrir okkur. Mannorð þjóðar Arinbjörn Þorbjörnsson skrifar um afstöðu ríkisstjórnar Ís- lands til innrásarinnar í Írak » Afsökunarbeiðni get-ur verið íslensku þjóðinni mikilvæg við- urkenning þess að við gerðum eitthvað stór- kostlega rangt sem ekki má endurtaka sig. Arinbjörn Þorbjörnsson Höfundur er verkamaður og nemi. BLOGG Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.