Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 21 Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, tilkynnti í gær, að hann ætlaði að láta af embætti 27. júní næstkom- andi. Í tilfinningaþrunginni ræðu með flokksfélögum í kjördæmi sínu, Sedgefield, kvaðst hann viðurkenna, að ríkisstjórn sín hefði ekki ávallt staðið sig sem skyldi en hann hefði orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í forystu fyrir „þessari miklu þjóð“ í 10 ár. Það væri „nógu langur“ tími fyrir hana og hann. „Mér kunna að hafa orðið á mis- tök, það er ykkar að dæma um það. Ég bið ykkur samt að trúa því, að ég gerði aðeins það, sem ég taldi vera réttast og landi og þjóð til heilla. Ég þakka þjóðinni fyrir það, sem vel tókst, og ég bið hana afsökunar á því, sem miður fór,“ sagði Blair en hann mun gegna forsætisráðherra- embættinu þar til Verkamanna- flokkurinn hefur valið eftirmann hans. Enginn vafi er á, að hann verði Gordon Brown fjármálaráðherra. Blair skýrði raunar fyrst frá ákvörðun sinni á fundi með ríkis- stjórninni í gærmorgun og bað þá ráðherrana að bíða með lofið þar til síðar. Brown kvaðst þó ekki geta farið af fundinum án þess að þakka Blair fyrir „einstæðan árangur og einstæða forystu í þágu flokks, þjóð- ar og á alþjóðavettvangi“. John Burton, náinn vinur Blairs, sagði í gær, að Blair myndi gegna þingmannsstöðu sinni áfram nema því aðeins honum byðist mikið starf á alþjóðavettvangi. Alltaf dálítið öðruvísi Tony Blair eða Anthony Charles Lynton Blair eins og hann heitir fullu nafni hefur ávallt verið dálítið öðruvísi en aðrir og skorið sig úr. Strax í skóla vakti hann á sér athygli fyrir að ögra kennurum sínum og óskoruðu valdi þeirra og um hríð var hann aðalsöngvari hljómsveitar. Virtist hann eiga sér þann draum að verða rokkstjarna. Þá óraði engan og líklega síst hann sjálfan fyrir því, að hann ætti eftir að hasla sér völl í stjórnmálum. Hitt fór þó ekki framhjá neinum, að hann átti auð- velt með að hrífa fólk með sér. Saga Blairs er ekki saga manns, sem vinnur sig upp frá örbirgð til auðs og áhrifa. Hann er af millistétt- arfólki kominn, Leo, faðir hans er lögfræðingur, og hann hafði í sjálfu sér allt til alls. Ferill hans er samt ekki ómerkilegri fyrir það. Skjótur frami Blair, sem varð 54 ára 6. maí sl., fæddist í Edinborg en æskuárin átti hann flest í Durham þar sem faðir hans var formaður í félagi íhalds- manna. Virtist Blair ætla að feta þá sömu slóð í stjórnmálunum en hann sneri sér að Verkamannaflokknum og var fyrst kjörinn á þing fyrir Sedgefield á N-Englandi 1983. Frami Blairs innan flokksins var skjótur og þegar leiðtogi flokksins, John Smith, varð bráðkvaddur 1994, var Blair kjörinn eftirmaður hans. Samdi hann um það við Gordon Brown, núverandi fjármálaráðherra, að hann byði sig ekki fram en nú er komið að Brown að taka við af Blair. Þegar Verkamannaflokkurinn vann mikinn kosningasigur 1997 varð Blair forsætisráðherra 43 ára, sá yngsti í Bretlandi í 185 ár. Hann naut mikilla vinsælda, var einhvern veginn í takt við tímann og skynjaði betur samfélagið og hræringar þess en fyrirrennararnir. Nokkur leið- indamál og hneyksli urðu þó til að bletta ímyndina en sjálfur örlaga- valdurinn var Íraksstríðið. Óánægjan með þátttöku Breta í Íraksstríðinu fór vaxandi og það breyttist ekki þótt Blair yrði fyrstur leiðtoga Verkamannaflokksins til að vinna þrennar þingkosningar í röð 2005. Innan flokksins fjölgaði þeim, sem litu á hann sem byrði. Ný stefna, nýjar áherslur Með stefnu sinni félags- og efna- hagsmálum braut Blair í blað og sagði skilið við gamlar, sósíalískar kennisetningar Verkamannaflokks- ins. Olli það ónægju sumra en aðrir fögnuðu því, að hann skyldi losa flokkinn úr kæfandi faðmlaginu við verkalýðsfélögin. Í innanríkismálum beitti Blair sér fyrir umfangsmestu stjórnarskrár- breytingum í Bretlandi um aldaraðir er Skotland og Wales fengu að þróa sína eigin heimastjórn og hann und- irritaði samkomulagið, sem kennt er við föstudaginn langa, um frið á N-Írlandi. Því má þó ekki gleyma, að forveri hans á forsætisráðherrastóli, John Major, lagði grunninn að því. Blair vann að því, að Bretar lög- festu mannréttindasáttmála Evr- ópu, umbótum á lávarðadeild og auknum réttindum samkyn- hneigðra. Miklar breytingar hafa einnig orðið í mennta-, heilbrigðis-, eftirlauna- og löggæslumálum og fyrir það vill Blair, að sín verði minnst. Enn um sinn mun þó Íraks- stríðið skyggja á það allt, hvað sem síðar verður. „Gerði það sem ég taldi réttast“ Efnahagsuppgangur og breytingar hafa einkennt stjórnartíð Blairs en skuggi Íraksstríðsins grúfir þó enn yfir Reuters Kveðjustund Mikill mannfjöldi safnaðist saman er Blair tilkynnti hvenær hann léti af embætti. „Cherie, kærar þakkir fyrir að lána okkur bónda þinn“ segir á spjaldi þessarar konu og aðdáanda forsætisráðherrans. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lætur af embætti 27. júní eftir áratug í Downing-stræti 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.