Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í hverri viku er kosningavaka með frambjóðendum allra flokka. Ég hef hlustað á þessa þætti og finnst þeir vera endurtekning á eldgömlum lummum sem matreiddar hafa veið of- an í kjósendur fyrir hverjar kosn- ingar, þó hafa þessar umræður ein- kennst af meiri málefnaþynnku en áður. Eitt mál hefur vakið sérstaka at- hygli mína, það er umræðan um frjálst flæði verkafólks inn í landið og hefur verið reynt að færa málið í þann búning að slíkt væri okkur Íslend- ingum lífsnauðsyn. Það hefur lengi verið sérstakt áhugamál atvinnurekenda að ná tang- arhaldi á verkafólki með einhverjum hætti og gerðar hafa verið ýmsar til- raunir til þess að reka fleyg í stétt- arfélagslegu samstöðu þeirra, t.d. með því að hvetja fólk til þess að vera ekki í stéttarfélögum. Og ýmsu fleira. Frjálst streymi verkafólks milli landa er ekki fyrir þjóðfélögin, heldur atvinnurekendur, þetta er þeirra ósk- astaða að geta látið atvinnulausa frá Austur-Evrópu fylla atvinnumark- aðinn í Vestur-Evrópu og með því þrýst niður launum innlendra. Það er ömurlegt að vinstriflokkar ýti undir slíka aðför að íslensku verkafólki. Ég hélt að umræða um málefnið væri aldrei til skaða, heldur til þess fallin að fá víðtækari yfirsýn yfir málið og því báðum til hagsbóta. Forsætisráðherra kynnti á flokks- þingi Sjálfstæðisflokksins sextán ára gamalt loforð Friðriks Sophussonar frá því flokkurinn var síðast í stjórn- arandstöðu þar sem hann lofaði því að ef Sjálfstæðisflokkurinn kæmist í stjórn eftir kosningar skyldi fram- færslulífeyrir verða skattfrjáls. Sjálf- stæðisflokkurinn komst í stjórn og Friðrik varð fjármálaráðherra. Hann mun hafa reynt að standa við málið en var ýtt úr ríkisstjórninni og við ráðuneytinu tók núverandi forsætis- ráðherra. Hann byrjaði svo á því að aftengja ellilífeyri frá launavísitölu og klippti þar með á alla möguleika elli- lífeyrisþega til að geta þrýst á um bætt kjör í samræmi við aðra laun- þega. Dettur einhverjum í hug að for- sætisráðherra standi frekar við þetta loforð nú, fremur en hingað til, úr því að hann gerði þetta ekki fyrir kosn- ingar. Við höfum lifað undanfarna mánuði í góðæri en eftir kosningar mun verða saumað að fólki vegna slæmrar stöðu fyrirtækja og ríkissjóðs. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Kosningar framundan Frá Guðvarði Jónssyni: Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar MARGT hefur verið rætt og ritað um fyrirhugað álver ALCOA á Bakka við Húsavík. Hver framá- maðurinn á fætur öðrum berst við að mæra hugmyndina og svo er nú komið að allir stjórn- málaflokkar nema Íslandshreyfingin og Vinstri grænir styðja uppbygg- ingu þess. Málatilbúnaður álvers- manna er allur á eina vegu „jarð- hitaorka hefur lítil umhverfisleg áhrif“, „undirbúningsvinnan er sérlega vönduð“. Hvað skyldi hins vegar vera til í þessum fullyrð- ingum? Mengun vatns frá jarðhitavirkjunum Margt hefur verið ritað um mengun frá álverum. Má þar nefna krabbameinsvaldandi PAH efni sem berast með kerbrotum út í náttúruna og flúor, brennisteins- sambönd og koltvísýring, sem berst út í andrúmsloftið. Minna hefur verið rætt um áhrifin frá jarðhitavirkjununum sjálfum. Fyrir utan augljóst rask á landi, eins og Sunnlendingar hafa orðið áþreifanlega varir við með til- komu Hellisheiðarvirkjunar, þá er helsta mengun frá jarðhitavirkj- unum í formi hávaða, útblásturs og affallsvatns. Í affallsvatni há- hitasvæða eru helstu mengunar- efnin brennisteinsvetni, arsenik, bór, kvikasilfur og aðrir þung- málmar eins og blý, kadmíum, járn, sink, mangan, en liþíum, ammóníak og ál er einnig stund- um í skaðlegu magni. Af þessum efnum er arsenik sérstakt áhyggjuefni í jarðhitavökva á Mý- vatnssvæðinu, enda eitrað og hættulegt lífríkinu. Nauðsynlegt er að skoða til fullnustu hvort fimmföldun á orkuöflun í Mý- vatnssveit valdi skaða á lífríkinu í vatninu og umhverfi þess, en sam- anlögð umhverfisáhrif virkj- ananna hafa ekki verið metin. Útblástur gróður- húsalofttegunda Miðað við forsendur mats- skýrslna fyrir Kröflu og Bjarnar- flag má gera ráð fyrir að 1300 tonn af koltvísýringi (CO2) og 108 tonn af brennisteinsvetni (H2S) verði leyst út í andrúmsloftið fyrir hvert virkjað MW. Á tiltölulega afmörkuðu svæði og í nágrenni þéttbýlisins í Reykjahlíð koma til með að leysast út í andrúmsloftið 390 þúsund tonn af CO2 og rúm 32 þúsund tonn af H2S á ári. Brennisteinsvetni er eitruð loft- tegund, en styrkur þess má ekki fara yfir 10 ppm á vinnustöðum á Íslandi miðað við 8 tíma vinnudag. Við þetta bætist síðan útblástur frá Þeistareykjum og Gjástykki, en miðað við sömu forsendur og ef orkuforsendur staðarvals- skýrslu ALCOA eru hafðar til grundvallar með 90 MW vatns- aflsvirkjun í Skjálfandafljóti, verður CO2 útblástur jarð- hitavirkjananna í heild sennilega alls um 600 þúsund tonn á ári, sem er álíka mikið og heildar- útblástur allra samgangna er hér á landi. Til samanburðar verður útblástur álversins um 375 þús- und tonn á ári. Verði orkunnar eingöngu aflað með jarðhitavirkj- unum þá liggur nærri að út- blástur CO2 sé helmingi meiri í orkuöfluninni en frá álverinu sjálfu. Ég tel það vera tími vera kominn til að við Íslendingar horfumst í augu við þá staðreynd að þessi græna orka okkar er ef til vill ekki svo græn í reynd. Staða Mývatnssveitar Ásýnd sveitarinnar, sem þó á að heita vernduð með náttúruvernd- arlögum, kemur til með að breyt- ast umtalsvert til norðausturs þeg- ar framkvæmdum lýkur. Nokkrar vinsælustu gönguleiðir ferðamanna raskast verulega. Margfalt magn af gufustrókum leggur til himins og svæðið verður undirlagt af steypu og rörum. Þar sem um 32 þúsund tonn brennisteinsvetnis koma til með að streyma upp í andrúmsloftið árlega í nágrenni aðalþéttbýlissvæðis sveitarinnar, þætti mér eðlilegt réttlætismál íbúa Mývatnssveitar að rækilega verði kannað hvort styrkur efnis- ins sé líklegur til að fara yfir leyfi- leg mörk. Úr þessu verður að ganga úr skugga áður en „of seint“ verður að snúa við. Fyr- irsjáanlegt er að baráttan fyrir verndun náttúru Mývatnssveitar, sem staðið hefur yfir í hartnær 40 ár, á eftir að harðna á ný. Sam- svörunin við baráttuna fyrir verndun Þjórsárvera er sláandi. Það er von mín að sem flestir taki sér tíma og myndi sér sjálfir skoðun á goðsögninni um álver á Bakka við Húsavík og nýtingu jarðvarmaorku fyrir álver al- mennt. Það er von mín að sem flestir taki afstöðu byggða á raun- verulegum gögnum um hvort þeir telji þessar álvershugmyndir vera velígrundaða umhverfisvæna að- gerð sem verði öllum íbúum lands- fjórðungsins til heilla og ánægju. Fyrir mér vekur umtal og áróður álverssinna hinsvegar margar spurningar, t.d.: „Hvenær verður múgsefjun að sannleika og hvenær verður tálsýn að veruleika?“ Áhugasömum er bent á að kynna sér staðarvalsskýrslu AL- COA, sem finna má á vefnum www.natturan.is. Er orkan virkilega væn og græn? Eftir Ragnhildi Sigurðardóttur Höfundur skipar 2. sæti Íslandshreyfingarinnar á Suðurlandi. MORGUNBLAÐIÐ birti 10. maí grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Greinin ber yfirskrift- ina ,,Menntun er arðbær fjárfesting“. Aðgerðir Sjálfstæð- isflokksins í menntamálum á síðustu árum hafa borið þess glögg merki að flokkurinn taki undir þá full- yrðingu að menntun sé arðbær fjárfesting og að menntakerfið skuli styrkja og efla. Villandi talnabrellur Hins vegar hefur verið dapurlegt að sjá hvernig Ingibjörg Sólrún og aðrir frambjóðendur Samfylking- arinnar hafa reynt að gera lítið úr þeirri menntabyltingu sem átt hef- ur sér stað í menntamálum á Ís- landi á undanförnum árum með villandi talnabrellum og hreinum rangfærslum. Samfylkingin virðist vera trú þeirri sannfæringu sinni í kosningabaráttunni að ef villandi upplýsingar eru endurteknar nógu oft þá fari fólk að trúa þeim. Rangar fullyrðingar Ingibjargar Sólrúnar Ástæða er til að gera at- hugasemdir við nokkrar fullyrð- ingar sem fram koma í grein Ingi- bjargar Sólrúnar og hafa reyndar áður komið fram í greinum annarra frambjóðenda Samfylkingarinnar um menntamál, þar á meðal Ágústs Ólafs Ágústssonar og Katrínar Júl- íusdóttur. Í greininni segir Ingibjörg: ,,Að mati okkar fremstu sérfræðinga er skortur á fjölbreytni ein helsta skýring þess að rúm 30% af hverj- um árgangi lýkur ekki formlegu prófi frá framhaldsskóla. Ísland er þar eftirbátur annarra ríkja eða í 23. sæti af 30 OECD-ríkjum.“ Þessi fullyrðing er röng. Stað- reyndin er sú að um 97% þeirra sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Brottskráning- arhlutfall úr framhaldskóla árið 2004 var 84% samkvæmt tölum OECD og hefur farið hækkandi síðan þá. Við erum nú í fremstu röð á þessu sviði. Á öðrum stað í greininni segir Ingibjörg: ,,Á íslenskum vinnu- markaði eru 40 þúsund manns á aldrinum 25–64 ára sem ekki hafa lokið formlegu framhaldsnámi. Þetta er allt að helmingi hærra hlutfall en á hinum Norðurlönd- unum.“ Þessi fullyrðing er líka röng og framsetningin villandi, enda er þar miðað við þá sem luku framhalds- skólanámi á árabilinu 1989–1999. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Talnaleikfimi Ingibjargar segir því litla sögu um það hvernig staðan er í dag. Við erum í fremstu röð í menntamálum Staðreyndin er sú að aldrei hafa fleiri stundað nám við framhalds- skóla og háskóla landsins og nú. Háskólar hafa aldrei verið fleiri. Aldrei hafa námsleiðir verið jafn margar, tækifærin fleiri og framtíð ungs fólks bjartari. Ekkert ríki ver eins háu hlutfalli vergrar lands- framleiðslu til menntamála og Ís- lendingar samkvæmt tölum frá OECD. Um þetta verður ekki deilt. Íslendingar eru í fremstu röð í menntamálum og aðgerðir mennta- málaráðherra Sjálfstæðisflokksins sýna að við sjálfstæðismenn teljum menntun arðbæra fjárfestingu. ,,Fjárfestingarátak“ Samfylkingarinnar En gildir það sama um Samfylk- inguna? Flokkurinn kynnti á dög- unum svokallað ,,Fjárfest- ingarátak“ flokksins í menntamálum. Samkvæmt ,,átaki“ Samfylkingarinnar er stefnt að því að útgjöld til menntamála verði aukin á tveimur kjörtímabilum þannig að við lok síðara kjör- tímabilsins verði búið að auka framlög til málaflokksins um 12 milljarða á ársgrundvelli. Á þessu kjörtímabili hefur rík- isstjórnin staðið þannig að málum að útgjöld til menntamála hafa vax- ið úr 24,2 milljörðum í 36,6 millj- arða, eða um rúma 12 milljarða á einu kjörtímabili. Svokallað ,,fjárfestingarátak“ Samfylkingarinnar og Ingibjargar Sólrúnar er því ekkert átak, heldur áform um samdrátt. Í aðdraganda þessara kosninga hefur Samfylkingin valið að tala ís- lenska menntakerfið niður og reynt að gera lítið úr því. Slíkur mál- flutningur er hvorki Samfylking- unni né menntakerfinu til fram- dráttar. Menntun er arðbær fjárfesting Eftir Sigurð Kára Kristjánsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður menntamálanefndar Alþingis. JÁ, nú má heyra að það er að koma kosningahljóð í flokkana. Þeir eru þegar byrjaðir að lofa okkur kjós- endum bæði gulli og grænum skógum að launum, bara ef við viljum kjósa þá. Reynsla mín í gegnum árin af þessum kosningaloforðum er ekki alltof góð og raunar sýnist manni að útkoman sé helst sú að sú eða sá sem lofar mestu endar bara með að svíkja mest. Hvað þessi nýju sprengi- framboð varðar þá hef ég ekki trú á að þau geri annað af sér en að auka enn á úlfúð og ósamheldni. Nokkuð er deilt um útlendinga sem flutt hafa til okkar síðastliðin ár, svokallaða ný- búa. Auðvitað tökum við vel á móti gestum, hvern lit sem þeir kunna að hafa eða hvaða trúarbrögð þeir að- hyllast. Aðalatriðið er að þetta sé gott og heiðarlegt fólk. Svo lengi sem við höldum frelsi okkar og getum sjálf ákveðið hversu stór þessi gestahópur má vera þá er þetta allt gott og bless- að. Við skulum vera þess minnug að í fátækari löndum Evrópusambands- ins eru á milli 20 og 30 milljónir manna atvinnuleysingjar sem eru til- búnir að prófa eitthvað nýtt þar sem ástandið getur í mörgum tilfellum ekki versnað. En bara ein milljón af þessu fólki væri ótrúlega stórt vanda- mál fyrir okkar litla land með sína 300.000 íbúa. Við Íslendingar værum hreinlega skák og mát. Og óneit- anlega vofir þetta yfir okkur. Nú, þarna er um að ræða eina af stærstu hættum sem biðu okkar við innlimun inn í ESB en óneitanlega eru hætt- urnar fleiri ef sú óhamingja myndi dynja yfir að við yrðum innlimuð. Sannleikurinn er bara sá að öll þessi loforð og tilboð sem flokkarnir eru að veifa framan í okkur, nú í aðdraganda kosninga eru upp til hópa algjör aukaatriði. Sumir flokkar neyta allra bragða til að plata okkur inn í ESB, – með öðrum orðum að selja frelsi föð- urlandsins í klærnar á hinu volduga Evrópusambandi. Allavega: Kosningarnar í vor eru hreinlega barátta á milli íslenskra frelsissinna og svokallaðra Evr- ópusinna. Öll önnur baráttumál og hugsjónir dæmast hér aukaatriði. KARL JÓNATANSSON, harmónikkuleikari. Kosningar í nánd Frá Karli Jónatanssyni: ÁNÆGJULEGT er að frétta, að ný stjórn sjálfstæðismanna í Reykja- víkurborg ætlar að gera átak í að bæta aðstöðu við göngubrautina meðfram Skerjafirði. Fyrrverandi R-listastjórninni voru sendar ýmsar góðar uppástungur um úrbætur, án nokkurra viðbragða af hennar hálfu. Fyrir allmörgum árum var reistur mikill grjótgarður meðfram strönd Skerjafjarðar Reykjavíkurmegin. Hlífir grjótið fyrir ágangi sjávar á bakkana og gerir strandvegarstæðið öruggara en áður. Hins vegar haml- ar garðurinn fólki að hafa greiðan aðgang að fjörunni. Fjöruganga hef- ur verið eftirsóknarverð meðal ung- linga í nærliggjandi hverfum. Skoð- un lífríkis fjörunnar er mjög fræðandi fyrir æskufólk, og er mið- ur, að þessi grjótgarðsbygging hefur komið í veg fyrir þann mennt- unarþátt. Væri ekki vel til fallið að byggja góðar steintröppur um garð- inn, sem lægju til dæmis við gömlu Shell-vörina, þannig að auðvelt væri fyrir fólk að komast þar í fjöru af bílastæðinu? Víða mætti bæta við bekkjum á þessari gönguleið frá Ægisíðu inn í Fossvog, því langt er á milli hvílu- staða. Er tilvalið bekkjarstæði við gömlu flugbátasteinbryggjuna og á nesoddanum sunnan við vélaverk- stæðið. Nú hefur Shellbryggjan verið fjarlægð að mestu, en stubbur af henni var samt skilinn eftir, þegar bryggjusporðurinn var rifinn. Ekk- ert hefur síðan verið gert við þennan bút. Strákar fara út á bryggjuna til veiða og leiks. Bryggjugólfið er þarna víða brotið og vantar í það margar fjalir. Er stórhættulegt að ganga þar fram vegna gata og lausra planka. Mikil mildi er, að ekki hafa hlotist slys af. Gangurinn út á bryggjuna hefur einnig verið gerður torsóttur með því að brjóta endann af tréverkinu, en strákar hafa einnig losað um handriðið og lafir það laust á bryggjusporðinum. Hver er ætlun borgarinnar með þennan stubb? Væri ekki þörf á því að gera bryggj- una mannhelda, ef hún á að standa, og hafa ekki þessa slysagildru í þjóð- braut. Sumar þessar athugasemdir sendi ég fjölmiðlum fyrir nokkrum árum, en borgin gerði þá ekkert til bóta. Nú er þörf á framkvæmdum. STURLA FRIÐRIKSSON býr við Skerjafjörð. Göngubrautin við Skerjafjörð Frá Sturla Friðrikssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.