Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Hávar Sigurjónsson havars@simnet.is M eðal góðra gesta sem sækja Reykjavík heim á Listahátíð er breski leikhópurinn Cheek by Jowl með nýfrumsýnda og marglofaða sýningu á Cymbeline eftir Shakespeare. Sýn- ingarnar verða alls fjórar í Þjóðleik- húsinu frá 15. til 18. maí. Höfuð- paurar leikhópsins eru tveir, Declan Donnellan leikstjóri og Nick Orm- erod hönnuður, en þeir stofnuðu leikhópinn 1981 og hafa unnið saman að öllum sýningum hans síðan, 25 að tölu, auk margra annarra á vegum þekktra leikhúsa, ópera og ball- ettflokka víða um heim og vísast á upplýsingasíðu Listahátíðar með þá upptalningu alla (/www.artfest.is). Verðlaun og viðurkenningar af ýmsu tagi hafa þeir hlotið saman og hvor í sínu lagi og teljast hiklaust til fremstu leikhúslistamanna breskra sinnar kynslóðar. Donnellan og Ormerod hafa dvalið hér í nokkra daga við undirbúning sýningarinnar og gáfu sér tíma á þriðjudagskvöldið til að ræða um vinnu sína og listræna nálgun að verkefnum á umræðufundi í Þjóð- leikhúskjallaranum undir stjórn Hlínar Agnarsdóttur, listræns ráð- gjafa Þjóðleikhússins. Bakgrunnur þeirra Donnellans og Ormerods er svipaður og margra annarra breskra leikhúsmanna af þeirra kynslóð. Þeir stunduðu nám við háskólann í Cambridge, Donnell- an í enskum bókmenntum og lög- fræði og Ormerod í lögfræði. Leik- listaráhuganum fundu þeir útrás með þátttöku í öflugu stúdentaleik- hússtarfi meðfram náminu og helltu sér síðan af fullum krafti út í hring- iðu leikhúslífsins að námi loknu en litlum sögum fer af frama innan breska réttarkerfisins þótt báðir hafi þeir hlotið málafærsluréttindi. Listin þarf að opna manni dyr sínar Í upphafi umræðnanna útskýrði Ormerod að nafn leikhópsins Cheek by Jowl er vel þekkt orðtak breskt og táknar mikla líkamlega nálægð. Orðtakið kemur fyrir í leikriti Shakespeares, Jónsmessunæt- urdraumi, en Ormerod sagði þá fé- laga ekki hafa haft hugmynd um þann uppruna þegar þeir komu sér saman um nafnið. Helgi Hálfdan- arson þýðir orðtakið „kinn við kjamma“ og segir það allt sem segja þarf. Nafnið gefur þó vísbendingu um nálgun leikhópsins að verkefnum sínum þar sem mikil líkamleg tján- ing er í öndvegi og leikarinn og lík- ami hans eru þungamiðjan. Donnell- an tók þó sérstaklega fram í svari við spurningu þessu að lútandi að hann væri lítið hrifinn af líkamlegri tækni leikara í sjálfu sér. „Leikarinn verð- ur að kunna að beita líkamanum og hafa fulla stjórn á honum en ég hef aldrei verið hrifinn af tæknilegum yfirburðum. Listin þarf að bjóða mann velkominn og opna manni dyr sínar. List sem útilokar mann og gerir lítið úr manni er mér ekki að skapi. Donellan og Ormerod eiga að baki langt og farsælt samstarf við Shake- speare. Sviðsetningar þeirra á verk- um skáldsins eru fjölmargar og sum verkin hafa þeir sett upp oft þótt sviðsetningin á Cymbeline sé sú fyrsta á því leikriti sem þeir vinna að. „Shakespeare er dásamlegur höf- undur af því að hann skrifar um ást- ina í öllum sínum margbreytilegu myndum. Stundum er ástin glaðleg og stundum er hún ógnvekjandi. Þegar við sviðsetjum leikrit þá vit- um við að sýningin þarf að haldast lifandi um langa hrið og fara víða. Leikrit Shakespeares eru alltaf lif- andi og það er alltaf hægt að koma að sýningunni og bæta við og breyta; halda henni lifandi. Ég geng ekki frá sýningu á frumsýningu og skipti mér ekki af henni eftir það, heldur vinn ég áfram og breyti ýmsu og læt sýn- inguna þróast áfram. Oft er ýmislegt sem kemur manni á óvart löngu eftir frumsýningu og það er eitt af því sem er svo stórkostlegt við verk Shakespeares. Það eru svo mörg leyndarmál í verkum hans sem ljúk- ast ekki upp fyrir manni fyrr en eftir langan tíma; verk hans eru alltaf dularfull og alltaf lifandi. Þau snúast um mannlega reynslu og þess vegna eru þau alltaf nálæg og nútímaleg. Shakespeare er ekki hugmynda- fræðilegur heldur mannlegur og þegar maður horfir á verkin hans þá horfa þau á mann á móti á sinn sér- staka hátt. Athygli ekki einbeiting Donnellan kvaðst aldrei ganga að uppsetningu með ákveðna hugmynd, konsept, í huga. „Ég kem stundum leikurunum á óvart í upphafi æfinga- tímans þegar ég segi að ég hafi ekki hugmynd um hvernig sýningin eigi að verða. Þeir trúa mér ekki en þetta er sannleikur. Fyrstu tvær vikur æf- ingatímans eru tímabilið sem grunn- hugmynd sýningarinnar kviknar. Ég fæ hugmyndir mínar út frá vinnu leikaranna en það þýðir hins vegar ekki að vinnan sé lýðræðisleg þar sem allir ráði jafnmiklu. Alls ekki. En þetta veldur því hins vegar að leikararnir verða mjög stoltir af vinnu sinni og framlagi sínu til sýn- ingarinnar. Þegar ég ákveð að gera aðra upp- setningu að sama leikriti, t.d Ham- let, þá er það ekki vegna þess að ég hafi fengið nýja og sláandi hugmynd að sýningu heldur vegna þess að ég hef augastað á leikara sem mér finnst tilbúinn til að leika Hamlet. Það eru sautján ár síðan ég sviðsetti Hamlet og á þeim tíma hef ég öðlast dýpri skilning á dauðanum. Það gæti skilað einhverju. Leikarinn er kveikjan að sýning- unum og mitt hlutverk er að veita leikaranum þær aðstæður að hann geti unnið markvisst og óttalaust. Óttinn er stærsti þröskuldurinn í vinnu leikarans. Að yfirvinna þann þröskuld er stærsti sigurinn. Donnellan er höfundur bók- arinnar The Actor and his Target, Leikarinn og markmið hans, og þar lýsir hann því hvernig hann nálgast leikarann og vinnur með honum. Donnellan er þekktur sem „leik- araleikstjóri“ og setur hugmyndir sínar fram á mjög skýran og auðskil- inn hátt í bókinni. Gagnrýnendur hafa hrósað henni óspart fyrir hversu aðgengileg hún sé. „Ég get ekki unnið með leikurum nema á milli okkar ríki gagnkvæmt traust og ég verð að finna að leik- urunum líki við mig.“ Honum verður tíðrætt um með hvaða hugarfari leikarinn eigi að nálgast vinnu sína og segir „einbeitingu“ og „athygli“ vera lykilhugtök. „Þetta eru and- stæður. Ég vil ekki að leikarinn ein- beiti sér. Ég vil að hann beiti athygli. Einbeiting útilokar aðra en athygli beinist að öðrum. Með því beina at- hygli sinni að hinum leikurunum verður leikarinn móttækilegri fyrir áhrifum og hann verður ekki eins upptekinn af sjálfum sér. Gleymir sér. Það er mikilvægt.“ Annað hugtak sem Donnellan er greinilega hugleikið er að leiklistin sé lifandi. „Hún þarf alls ekki að vera fullkomin en hún verður að vera lifandi. Ég er ekki alltaf jafn- hrifinn af öllu sem birtist í sýning- unum mínum en ef það er lifandi þá er ég tilbúinn að láta það standa. Skeggjaður í lok sýningar Ormerod varð fyrir svörum þegar spurningar beindust að samstarfi þeirra félaganna. Samstarf þeirra á sér reyndar ýmsar myndir en þeir unnu t.a.m. saman leikgerð að sýn- ingu fyrir Royal Shakespeare Company eftir skáldsögunni Great Expectations eftir Charles Dickens. „Ég væri að skrökva ef ég segði að við hefðum engar fyrirframgefnar hugmyndir um sýninguna eða verkið þegar æfingar hefjast en það skilar samt miklu meiri árangri að leyfa hugmyndum að kvikna og þróast á fyrstu tveimur vikum æfingatímans. Gömlu hugmyndunum er nær alltaf kastað fyrir róða og það eru forrétt- indi að geta unnið á þennan hátt þar sem vinna fyrir stór leikhús á borð við Þjóðleikhúsið ykkar kallar nær alltaf á leikmyndahönnun áður en æfingar hefjast. Það er einnig gagn- legt að hafa í huga að leikrit Shake- speares eru skrifuð með opið og nær tómt svið í huga. Við þurfum nánast alltaf að gera ráð fyrir að sýningar okkar fari víða og því er mikilvægt að leikmyndin sé einföld. Best er að hefja vinnuna með tómt svið og upp- götva hvað sýningin kallar á. Það er þó ekki alltaf hægt.“ Þeir félagar slógu á létta strengi í samtali sínu við íslenska leik- húsfólkið og lýstu aðstæðum í bresku leikhúsi á þann hátt að erfitt væri að halda í góða leikara þar sem gylliboð frá Hollywood freistuðu þeirra sem slægju í gegn í leikhús- inu. „James Bond (Daniel Craig) var í sýningu hjá okkur einu sinni. Breski og ameríski kvikmyndageir- inn lítur reyndar á okkur leik- húsfólkið sem hálfskrýtið og að við hljótum öll frekar að vilja vinna í kvikmyndunum. Sjálfur gæti ég vel hugsað mér að gera kvikmynd og mér finnst reyndar miklu skemmti- legra að fara í bíó en í leikhús. Ég ætti auðvitað ekki að segja þetta en við Nick förum satt að segja ekki oft í leikhús og slæm leiksýning er sú allra versta upplifun sem ég get hugsað mér. Það er merkilegt hvað tíminn verður afstæður í leikhúsinu ef leiksýning er leiðinleg. Ein klukkustund verður eins og vika og maður er hissa að vera ekki orðinn fúlskeggjaður í lok sýningarinnar.“ Ekki er að efa að gestir í Þjóðleik- húsinu í næstu viku munu gleyma hvað tímanum líður og ganga út inn- blásnir af skapandi þörf eftir stefnu- mót Kinnar við kjamma við Cymbel- ine Shakespeares. Kinn við kjamma Cymbeline Leikkonan Jodie McNee í hlutverki sínu ásamt leikhópnum Cheek by Jowl. »Ég kem stundum leikurunum á óvart í upphafiæfingatímans þegar ég segi að ég hafi ekki hug- mynd um hvernig sýningin eigi að verða. Þeir trúa mér ekki en þetta er sannleikur. » James Bond (Daniel Craig) var í sýningu hjáokkur einu sinni. Breski og ameríski kvik- myndageirinn lítur reyndar á okkur leikhúsfólkið sem hálfskrýtið og að við hljótum öll frekar að vilja vinna í kvikmyndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.