Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 49 UMRÆÐAN MIKILL árangur hefur náðst á þeim árum sem sjálfstæðisstefnan hefur verið ráðandi í íslenskum stjórnmálum. Miklar breytingar hafa orð- ið á þessu tímabili. Árið 1991 átti ríkið eigin banka, síma- fyrirtæki, ferðaskrif- stofu, skipaútgerð, sementsverksmiðju og tryggingafélag svo eitthvað sé nefnt. Á þessum tíma þekktist ís- lenskur fjár- málamarkaður varla. Erfiðleikar í ríkisrekstri og bág- borin staða sjávarútvegs voru mikið í umræðunni þá. Í dag eru tímarnir aðrir. Efnahagsmálin í dag standa á traustum fótum. Meira að segja á traustari fótum en víðast hvar ann- arsstaðar. Landvinningar íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum undanfarin ár eru aðdáunarverðir og velgengni fyrirtækjanna á þessum stutta tíma í raun stórkostleg. Hvað hefur valdið þessu? Áhrif og völd ríkis og stjórnvalda í samfélag- inu hafa minnkað verulega. Aukið frelsi í viðskiptum eins og með inn- göngu í EES, lækkun skatta og einkavæðingu bankanna hefur í raun skapað þetta svigrúm. Þetta eru megin þættirnir sem stórhugar í við- skiptalífinu þurftu til að ná þessari auknu velgengni. Ábyrg efnahagsstefna Með traustri og ábyrgri efnahags- stefnu hefur skapast möguleiki að lækka tekjuskatt einstaklinga og fyrirtækja sem og virðisaukaskatt á matvæli. Við stefnum að enn frekari lækkun gjalda. Niðurfelling stimp- ilgjalda og lækkun vörugjalda á inn- flutning ásamt niðurfellingu al- mennra tolla er stefna Sjálfstæðisflokksins á komandi kjör- tímabili. Skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar upp og atvinnuleysi sem áður var mikið vandamál þekkist vart í dag. Staða efnahagslífsins á Ís- landi er sterkari en víðast hvar ann- ars staðar og kaupmáttur ráðstöf- unartekna hefur óvíða vaxið meira. Stærsta velferðarmálið er traust efnahagsstjórn Besta lífskjara- og velferð- arstefnan felst í góðu efnahagslífi og traustu atvinnuástandi. Á þetta leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu. Eina leiðin til þess að við Ís- lendingar getum haldið úti traustu og öflugu velferðarkerfi, sem sinnir þörfum allra, er sú að sköpuð verði verðmæti til að standa undir þeim kostnaði sem við viljum verja til vel- ferðarmála. Ótraust efnahagsstjórn mun aldrei standa undir öflugu vel- ferðarkerfi. Þess vegna er traust efnahagsstjórn stærsta velferð- armálið. Menntun er máttur Bylting hefur orðið í mennta- málum Íslendinga undanfarin ár. Aldrei hafa eins margir menntað sig eins mikið og nú. Samkvæmt tölum frá OECD ver ekkert ríki eins háu hlutfalli vergrar landsframleiðslu til menntamála og við Íslendingar. Þessa þróun má þakka aukinni sam- keppni og að einkaaðilum hefur nú verið gert kleift að stofna og reka há- skóla á Íslandi. Einkaframtakið hef- ur skilað kraftmiklum háskólum og þar af leiðandi fjölbreyttari kennslu og menntun. Við höfum báðar stundað nám í Háskólanum í Reykjavík. Auður Björk hóf þar MBA-nám árið 2000 og Sigríður hóf sitt MBA-nám í fyrra, sex árum síðar. Á þessum árum hef- ur nemendafjöldi á háskólastigi tutt- ugufaldast í meistara- og dokt- orsnámi. Fjöldi skráðra nemenda í námi á háskólastigi hefur aukist um 63,6% frá árinu 2000. Þetta er frábær þróun og lýsir í raun betur en mörg orð fá lýst þeirri menntasókn sem orðið hefur undanfarin ár undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins. Samfélag í fremstu röð Mikill uppgangur hefur orðið í ís- lensku samfélagi sem hefur m.a. veitt svigrúm til þess að stórauka framlög til menntamála og rannsókna. Háskólar á Íslandi hafa sett sér þau háleitu markmið að komast í hóp fremstu háskóla heims. Ef við ætlum að ná árangri í alþjóðlegu umhverfi er nauðsynlegt að setja markið hátt. Við viljum samfélag sem er í fremstu röð á öllum sviðum. Við eigum þann draum að Ísland bjóði upp á besta viðskiptaumhverfi í heimi, bestu menntun, bestu stjórnsýslu og besta samfélag. Margt þarf að koma til ef við eigum að ná því markmiði að vera í forystuhlutverki og þar gegnir menntun, í hæsta gæðaflokki, á öll- um skólastigum, lykilhlutverki. Menntun er fjárfesting ein- staklings í framtíð sinni og það eru hagsmunir okkar allra að mennt- unarstig í landinu haldist hátt. Sjálf- stæðisflokkurinn vill að Ísland verði fremst í flokki þekkingar- og nýsköp- unarsamfélaga. Menntamál eru því efnahagsmál sem varða Íslendinga miklu. Hvað skiptir okkur máli? Eftir Auði Björk Guðmundsdóttur og Sigríði Hallgrímsdóttur Höfundar eru viðskiptafræð- ingar og skipa 7. og 10. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. norður. Umræðan um málefni innflytj- enda hefur verið afar neikvæð og villandi síðustu mánuði og einkennst af kosningaskjálfta hjá sumum. Til að þyrla upp moldviðri hefur stefna frjáls- lyndra í þessum mál- efnum verið dregin fram og þeim m.a. gefið að sök að „daðra við útlend- ingahatur“. Er þar ekki síst vitnað í stefnu þeirra um að krefja innflytj- endur um heilbrigðis- og sakavottorð en með þeirri kröfu séu frjálslyndir að „stimpla“ þá sem annars flokks þegna þessa lands. Þessar rang- hugmyndir eru grafalvarlegar en henta sannarlega sumum, ekki síst stjórnarliðum. Krafa um heilbrigðisvottorð Ein af grundvallarforsendum þess að fá dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi er framvísun heilbrigðisvott- orðs og er sú krafa bundin í lögum. Þau lög hafa verið við lýði svo lengi sem elstu menn innan heilbrigð- iskerfisins muna. Umsækjendum ber að undirgangast almenna lækn- isskoðun og berklarannsókn. Auk þess er skimað eftir HIV, lifrarbólgu B og sárasótt. Aðrar rannsóknir fara eftir einkennum hvers og eins. Inn- flytjendum er heimilt að koma með heilbrigðisvottorð með sér til lands- ins en þau þurfa að vera þýdd yfir á íslensku og mega ekki vera eldri en þriggja mánaða. Hefur sú ráðstöfun verið afar umdeild innan heilbrigð- iskerfisins. Tilgangur heilsufars- skoðana hjá innflytjendum er marg- þættur og felst m.a. í greiningu sjúkdóma, fyrirbyggjandi meðferð og eftirliti með smituðum ein- staklingum. Almannaheill er höfð að leiðarljósi ekki síður en hagur ein- staklinganna enda brýnt að fyr- irbyggja útbreiðslu smitsjúkdóma í landinu. Atvinnurekendur sækja yfirleitt um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir starfsmenn sína og þurfa að greiða fyrir allan pakkann. Þeir þurfa jafn- framt að greiða sjúkratryggingu fyr- ir starfsmenn sína a.m.k. fyrstu sex mánuðina hér á landi eða þar til þeir komast inn í íslenska sjúkratrygg- ingakerfið. Einu alvarlegu vand- kvæðin við heilsufarsskoðanir inn- flytjenda eru tungumálaörðugleikar sem hafa skapað þeim og heilbrigð- isstarfsmönnum ómæld óþægindi. Málefni innflytjenda Íslensk stjórnvöld, atvinnurek- endur og stéttarfélög bera ábyrgð á aðlögun innflytjenda hér á landi og ber að tryggja að réttur þeirra sé virtur í hvívetna. Útlendingar eiga að hafa jafnan aðgang og heima- menn að menntakerfinu, heilsu- gæslu, húsnæði, framgangi í starfi o.s.frv. Síðustu 12 árin hefur félags- málaráðuneytið skoðað stöðu inn- flytjenda hér á landi og eru nið- urstöður þeirrar naflaskoðunar hálfnöturlegar og hafa lítið breyst á þessum 12 árum. Í stuttu máli benda niðurstöður til þess að aðlögun inn- flytjenda í íslensku samfélagi hafi mistekist, bæði hvað þá varðar og samfélagið. Innflytjendur hafa ekki fengið þá íslenskukennslu og fræðslu um sögu og menningu landsins sem nauðsynleg þykir svo að vel fari. Þeir hafa því einangrast frá íslensku sam- félagi og hópað sig saman í einstaka hverfum, margir hverjir mállausir og ólæsir á íslenska tungu. Sú þróun ætti engum að koma á óvart enda er fólk félagsverur og eðlislægt að hópa sig saman utan um sameiginlega tungu, gildi og menningu. Sú staðreynd blasir við að enginn einn aðili hefur eftirlit og umsjón með aðlögun innflytjenda og að þeir fái upplýsingar um réttindi sín og skyldur. Ótrúlegt en satt! Atvinnu- rekendur og stéttarfélög hafa einnig skyldur gagnvart útlendingum og aðlögun þeirra í samfélaginu og ber, skv. lögum um útlendinga, að sinna fræðslumálum og upplýsingaflæði til þeirra. Mikill misbrestur hefur orðið á að framfylgja þessu lagaákvæði enda talið að einungis um 80% inn- flytjenda hafi skrifað undir ráðning- arsamning í núverandi starfi og að- eins um 38% þeirra skilið samninginn að öllu leyti eða að hluta til. Þekkt eru dæmi þess að fyrirtæki hafi nýtt sér vanþekkingu erlendra starfsmanna sinna, mismunað þeim og refsað fyrir að leita upplýsinga um réttarstöðu sína. Stéttarfélögin fá ekki við neitt ráðið og stjórnvöld sofa þyrnirósarsvefni. Stefnuleysi stjórnvalda Algjört stefnuleysi hefur ríkt í málefnum innflytjenda síðustu 12 ár- in og fá úrræði eru fyrir hendi. Vandamál hafa skapast varðandi að- lögun innflytjenda; vandamál er m.a. lúta að tungumálakunnáttu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, húsnæði og menntakerfi landsins, Stór hluti hef- ur ekki náð að aðlagast íslensku sam- félagi og þjóðin hefur ekki náð að að- lagast þeim. Þessar staðreyndir eru grafalvarlegar og koma sér illa fyrir stjórnarflokkana í komandi kosn- ingum. Það er því til mikils að vinna að hylja sannleikann. Frjálslyndi flokkurinn hefur kjark til að benda á þessar staðreyndir og vill tryggja að réttindi innflytjenda séu virt. Hann hefur lagt á það áherslu að þjóðfélagið sé í stakk búið til að taka vel á móti þeim sem hing- að vilja sækja enda akkur fyrir ís- lenskt samfélag að auka fjölbreytni í menningu og samfélagsgerð. Slíkar áherslur bera ekki vott um kynþátta- hatur heldur virðingu fyrir þeim sem hingað vilja koma og eru velkomnir. Rasistagrýluna er ekki að finna hjá frjálslyndum. Eftir 12 ára stjórn- arsetu núverandi ríkisstjórnar eru málefni innflytjenda svo illa stödd að þau þola ekki dagsbirtuna. Gagnrýni á störf hennar er stimpluð sem „ras- ismi“. Staðreyndir um mál- efni innflytjenda Eftir Guðrúnu J. Gunnarsdóttur Höfundur er heilbrigðisstarfsmaður. RANNSÓKNIR OECD sýna að aukning menntunarstigs um eitt ár að meðaltali hækkar varanlega lands- framleiðslu á íbúa um þrjú til sex prósent. Ef tækist að fjölga í hópi þeirra í hverjum árgangi sem ljúka námi á framhalds- skólastigi upp í 80%, þýðir það eitt og sér hækkun mennt- unarstigs um hátt í heilt prósentustig. Þetta er stefna Samfylkingarinnar að gera og kynntum við sérstakt fjár- festingarátak í menntun fyrir nokkr- um dögum. Í slíkum fjárfestingum felast mestu sóknarfæri okkar á næstu misserum og inntak bæði atvinnustefnu og byggðastefnu Samfylkingarinnar. Tökum dæmi til að útskýra hvernig ábati upp á fjörutíu milljarða verður til. Ef hlutfall þeirra sem ljúka há- skólaprófi ykist úr 30% í 40% myndi menntunarstigið aukast um a.m.k. 0,3 prósentustig. Á tveimur kjör- tímabilum mætti auka lands- framleiðsluna um eitt prósent, eða um það bil jafnmikið og áætlað er að álver Alcoa og Kárahnjúkavirkjun muni leggja til landsframleiðslunnar. Arðsemi fjárfestingar í menntun er mun meiri fyrir einstaklinga og þjóð- arbúið í heild en er í öðrum þáttum þjóðfélagsins og samkvæmt rannsókn OECD eru langtímaáhrif á afköst af einu viðbótarári menntunar meðal fullorðinna almennt á bilinu 3-6%. Því er fjörutíu milljarða ábatinn varlega áætlaður. Tillögur Samfylkingarinnar leiða fjárhagslega til varanlegrar hækk- unar landsframleiðslu á mann um 3-6% þegar áhrifin eru komin fram að fullu. Á tveimur kjörtímabilum mun landsframleiðslan hafa hækkað vegna aðgerðanna um 1%-stig. Því mun átakið skila okkur þessum mikla hagnaði með beinum og óbeinum hætti. Í menntaátaki okkar er sérstök áhersla lögð á innihald skólastarfs, aukið val nemenda, bætta stöðu og menntun kennara og annars starfs- fólks skóla og aukið faglegt sjálfstæði skóla til að móta námskrár og árang- ur í skólastarfi. Þriðjungur hvers árgangs lýkur ekki framhaldsskólanámi. Í því felst mikil samfélagssóun. Þeir sem falla á brott. Finna ekki námsleið við sitt hæfi. Eru frávik frá norminu. Til að stórefla skólann ætlum við að eyða aðgreiningu á milli bóknáms og verknáms og byggja upp nýjan framhaldsskóla. Við ætlum að efla list- og verknám og fjölga styttri námsleiðum. Þannig á hver nemandi að ljúka námi og finna nám við sitt hæfi og á sínum forsendum, ekki kerfisins. Liður í menntaátaki okkar er að efla LÍN og tryggja þannig enn betur jöfn tækifæri til menntunar. Þar stendur upp úr að 30% námslána breytist í styrk að námi loknu, mán- aðarlegar greiðslur námslána í stað eftirágreiðslna verði teknar upp og sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að auðvelda fólki sem ekki lauk fram- haldsskóla að taka upp þráðinn. Samfylkingin ætlar að hætta sam- ræmdum prófum í núverandi mynd en leggja aukna áherslu á reglulegt fjölbreytt námsmat til að stuðla að framförum nemenda. Þá leggjum við megináherslu á, til að hver nemandi finni námsleið við hæfi og að aðgerðir gegn leshömlun og öðrum námsörðugleikum verði efldar verulega. Við ætlum að stór- bæta greiningu og meðferð vegna leshömlunar í skólum en talið er að á bilinu 10-20% barna eigi við leshöml- un (dyslexíu og dyscalculu) í ein- hverri mynd að stríða. Námserf- iðleikar þeirra og barna sem eru ofvirk eða með önnur þroskafrávik, eru ávísun á erfiðleika í framhalds- skóla síðar. Þessum hópi þarf að sinna sér- staklega og tryggja að þau fái stuðn- ing í skólakerfinu og allt gert til að gera þeim kleift að ljúka grunn- og framhaldsmenntun. Sækjum fram í skólamálum Eftir Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. ÁRSREIKNINGUR Álftaness 2006 liggur fyrir. Bæjarstjórinn reyn- ir að koma í veg fyrir umræður, því fæst reikningurinn ekki ræddur í bæj- arstjórn fyrr en eftir kosningar. Undirrit- uðum finnst rétt að vekja athygli á frammistöðu vinstri meirihluta Á-listans á Álftanesi, sem bæj- arstjóri Vinstri grænna leiðir. Árin 2004 og 2005 voru bestu rekstrarár í sögu sveitarfélagsins. Árið 2005 var rekstrarniðurstaða í plús 210 milljónir. Fjárhagsáætlun ársins 2006, sem samþykkt var í des- ember 2005 var lögð fram af fulltrú- um D-lista. Í áætluninni var gert ráð fyrir góðum rekstrarafgangi 2006, eða um 320 milljónum. Bæjarstjóri vinstri grænna skilar árinu 2006 með 320 milljónir í mínus! Mismunur milli 2005 og 2006, 550 milljónir í mínus. Auk þessa hafa skuldir bæjarsjóðs aukist á árinu um 626 milljónir eða sem nemur aukn- ingu yfir 900 þúsund á hverja fjöl- skyldu! Heildarskuldir á hverja fjöl- skyldu á Álftanesi eru komnar yfir 2 milljónir! Skuldir bæjarsjóðs hafa hækkað á árinu úr 949 milljónum í 1.576 milljónir. Í ljósi þess að tekjur bæjarsjóðs eru 975 milljónir árið 2006, þá er þetta mögnuð staðreynd. Hverju er um að kenna? Fulltrúar D-lista í bæjarstjórn Álftaness hafa á undanförnum mán- uðum bent fulltrúum Á-lista á að ekki fari saman að taka úr sambandi tekjuáætlun þá, sem samþykkt var í desember 2005 vegna ársins 2006 og jafnframt að auka útgjöld umfram það sem áætlað var. Fulltrúar D-lista hafa gert þessu sjónarmiði góð skil, en svör Á-lista eru ,,allt er þetta D- listanum að kenna.“ Það þarf nú ekki reiknimeistara til, þegar leitað er skýringa á óförunum. Seinni hluti ársins er hreinlega ekki samanburð- arhæfur við aðra árshluta úr eldri uppgjörum. Svo mikil eru gleðiút- gjöldin að allir, sem skoða reikn- ingana eru rasandi hissa. Af hverju var ekki brugðist við? Við úttekt á stöðu bæjarsjóðs, sem gerð var tvisvar á síðasta ári, gáfust tækifæri til þess að gera ráðstafanir, þar sem ljóst var að stöðnun myndi ríkja í rekstri bæjarsjóðs í á annað ár. En auðvitað eru þessar upplýsingar ekki nýjar, þær liggja fyrir frá mán- uði til mánaðar. Fulltrúar D-lista hafa margoft varað við hættunni af út- gjöldum úr Gleðibanka Á-listans m.a. í ótrúleg gæluverkefni. Sá listi væri langur ef telja ætti allt upp. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Sjálfstæðisfélags Álfta- ness alftanes.xd.is. Svo mikill var hamagangurinn við að gera samninga við ýmsa aðila um uppbyggingu á miðsvæði bæjarfélagsins að bæj- arstjórinn virðist hreinlega hafa gleymt að sinna þurfti almennum rekstri bæjarsjóðs. Þetta er hörmu- leg staða, sem nú blasir við íbúum. Ef félagar bæjarstjórans hjá Vinstri grænum kæmust til valda í ríkisstjórn Íslands, væri þá módelið á Álftanesi fyrirmyndin? Kjósum Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi ábyrgðar á lands- stjórninni. Álftanes – hagstjórnar- mistök til vinstri Eftir Guðmund G. Gunnarsson Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisfélagsins á Álftanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.