Morgunblaðið - 11.05.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 11.05.2007, Qupperneq 36
vín 36 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ M eð tímanum veltu hins vegar margir því fyrir sér hvert Chile myndi stefna í vínframleiðslunni. Allir vissu að í Chile væri hægt að búa til ódýrt vín úr Cabernet Sauvig- non, Chardonnay og Sauvignon Blanc en gat vínræktin þar syðra stefnt hærra? Myndi hún kannski staðna og Chile-vín aldrei ná út úr til- boðshorninu í stórmörkuðum Vestur- Evrópu og Bandaríkjanna? Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með því hvernig mál hafa þróast og í þriðju heimsókn minni til Chile, fyrr á þessu ári, fór ekki á milli mála að hlutirnir gerast ansi hratt. Áherslan á magn er ekki eins mikil og áður og æ fleiri vínframleiðendur eru orðnir meðvitaðir um að víniðnaðurinn í landinu verður að þroskast og hann er vissulega að breytast með róttæk- um hætti. Breytt viðhorf Fyrst þegar ég kom til Chile, fyrir tæpum áratug, var greinilegt að Chile var vínframleiðsluland en ekki vínneysluland. Um leið og komið var út fyrir bestu veitingahús höfuðborg- arinnar Santiago var gott vín vand- fundið. Það var framleitt en jafn- harðan flutt úr landi. Einungis mjög þröngur hópur kunni virkilega að meta framleiðslu landsins Viðhorfin eru hins vegar að breyt- ast og haldast kannski í hendur við þá miklu nútímavæðingu sem á sér stað í landinu í heild. Það voru einungis sex ár liðin frá því ég heimsótti Chile síðast og svo sannarlega hefur margt breyst. Ömurlegt vegakerfið hefur vikið fyrir einhverju fullkomnasta hraðbrautakerfi sem hægt er að hugsa sér, Santiago er orðin að iðandi alþjóðlegri stórborg þar sem góðir veitingastaðir eru á hverju strái. Breytingin í víngerðarhéruðunum er róttæk. Við síðustu heimsókn í Casablanca-dalinn, norður af San- tiago, heimsótti ég framleiðandann Veramonte sem hafði þá nýverið opn- að glæsilegt víngerðarhús sem gestir og gangandi gátu heimsótt, fengið að smakka vín og jafnvel fengið sér mat- arbita. Þetta var mikil bylting á þeim tíma. Nú er Casablanca að breytast í litla útgáfu af Napa-dalnum í Kali- forníu eða kannski öllu heldur So- noma. Vínhúsin leggja mikið í byggingar og gera það sem hægt er til að laða til sín fólk. Svipaða sögu er að heyra frá t.d. Colchagua. Frjór og glaður víniðnaður Einmitt þessi tvö svæði hafa verið leiðandi í því að innleiða nýja strauma í víngerðina í Chile. Í Casablanca fundu menn kjöraðstæður til að rækta ferskt og ávaxtamikið hvítvín, í Colchagua náðu hins vegar rauðu þrúgurnar óþekktum stærðum í land- inu og sýndu fram á hvað hægt var að gera með Cabernet Sauvignon, Mer- lot og Syrah. Í Casablanca voru það t.d. Morande, Carmen og Veramonte sem vörðuðu leiðina. Í Colchagua – nánar tiltekið á Apalta-svæðinu – Montes og Casa Lapostolle. Það sem slær mann mest þegar maður ferðast um Chile, og smakkar það sem landið hefur upp á að bjóða í dag, er hversu frjór, spennandi og glaður víniðnaðurinn er. Alls staðar eru menn að uppgötva ný svæði, möguleika einstakra þrúgna og nýjan stíl. Ég kom heim sannfærður um að Chile ætti síður en svo á hættu að staðna heldur geti þvert á móti haldið forskoti sínu ef rétt er haldið á spil- unum. Möguleikarnir virðast nefni- lega nær óþrjótandi. Þar kemur þrennt til. Í fyrsta lagi gamalgróin víngerð þar sem nokkur aldagömul og fjárhagslega öflug fyr- irtæki hafa sterka fótfestu. Í öðru lagi að því er virðist endalausir landfræðilegir möguleikar á nýsköp- un og í þriðja lagi hin unga, al- þjóðlega, áhugasama og hæfi- leikaríka kynslóð – jafnt í víngerð, viðskiptum og fjármálalífi – sem er að ryðja sér til rúms. Horfum til landafræðinnar fyrst því það er eflaust helsta trompið sem Chile hefur. Landið er afskaplega langt (um 1.400 kílómetrar) og mjótt og nær frá svæðinu rétt sunnan við miðbaug suður til svæða sem helst má líkja við Ísland hvað loftslag varð- ar. Austan megin eru Andesfjöllin sem tryggja vatn og vestan megin er Kyrrahafið þar sem kaldur Hum- bold-straumurinn hefur veruleg áhrif á loftslagið. Þarna má finna nær allar aðstæður og eftir að hafa skoðað jarðfræðileg kort með þarlendum sérfræðingum, þar sem bent er á hvað er nú í rækt og hvað kann hugs- anlega að vera ræktanlegt, hreinlega gapir maður. Ný nöfn og leiðandi fyrirtæki Hin hefðbundnu ræktunarsvæði allt frá nítjándu öld eru öll rétt við höfuðborgina: í dölunum Maipo, Ra- pel, Curico og Maule. Lengst af voru allar vínekrur á sléttum dalanna en einnig í þessum héruðum eru menn farnir að teygja ekrurnar lengra og lengra upp í hæðir fjallanna sem alls staðar setja svip sinn á landslagið. Svæðunum fjölgar líka stöðugt. Ég hef nefnt Casablanca og Colchagua en alltaf eru ný ræktunarhéruð að bæt- ast við þar sem framsæknir framleið- endur uppgötva kjöraðstæður fyrir tilteknar þrúgur. Oft eru það lítil vín- fyrirtæki sem varða leiðina en þau stóru fylgja oft í kjölfarið. Ný nöfn á svæðum skjóta upp kollinum: San Antonio, Bio Bio og Limari. Sum lengst í norðri, önnur lengst í suðri. Eitt þeirra svæða sem eru svo sannarlega þess virði að leggja á minnið er Leyda innan San Antonio- svæðisins, alveg við ströndina suður af Casablanca. Þaðan smakkaði ég vín úr þrúgunum Sauvignon Blanc og Pi- not Noir sem voru hreinlega stórkost- leg þó svo að um tiltölulega ung fyr- irtæki og ekrur væri að ræða. Vín með dýpt, lengd og mikinn og flottan karakter. Fylgist með vínframleið- endunum Matetic, Amayna og Ana- kena! Það er einnig athyglisvert að sjá hvernig eldri fyrirtæki og eldri svæði eru að þróast. Vina Carmen er elsta vínhús landsins en hefur tekist að halda sér í fremstu röð og verið í hópi leiðandi fyrirtækja þegar kemur að því að leiða þróunina áfram, t.d. með því að veðja á hvítvínsrækt í Casa- blanca. Kvenlegt innsæi í víngerðinni Aðalvíngerðarmaður Carmen er María Pilar del Gonzáles sem var raunar aðalvíngerðarmaður Vina Santa Carolina þegar ég hitti hana síðast. Þar vann hún í 20 ár áður en hún hóf störf hjá Carmen. María Pilar hefur verið að þróa Carmen-vínin áfram síðustu árin og ekki er ég frá því að hins kvenlega innsæis sé farið að gæta í auknum mæli. Hún hefur unnið töluvert í Búrgund í Frakklandi t.d. með Willi- am Févre og vínin úr Búrgundar- þrúgunum eru stórgóð. Winemakers Reserve Chardonnay hefur t.d. breyst töluvert eftir að María Pilar tók við víngerðinni. Það hefur verið dregið mjög mikið úr eikinni og öll áherslan er á ávöxtinn – er kraftmik- ið með dúndrandi suðrænum ávexti. Enn róttækari eru breytingarnar á Reserve Pinot Noir sem er aflmikið og tannískt vín með svörtum berjaá- vexti og nýmöluðu kaffi í nefi. Frá og með árganginum 2004 eru notaðar þrúgur frá Casablanca í stað Maipo. „Ég er alls ekki að reyna að gera búrgúndískan Pinot. Þó svo að Casa- blanca sé svalara svæði en Maipo þá er það heitara en Búrgund. Við erum því með annan stíl,“ segir María Pil- ar. Aðstæður í Maípo henta hins vegar mjög vel fyrir þrúgur sem þurfa mik- inn hita og sól og er Cabernet líklega besta dæmið. Carmen tekst mjög vel til með þrúgnablöndurnar og má nefna Carmenere-Cabernet sem dæmi. „Carmenere er fín þrúga í blöndur en hún á erfiðara með að standa á eigin fótum,“ segir María Pilar. Önnur blanda, sem er ekki síð- ur vel heppnuð, er Syrah-Cabernet. Vilji menn kynnast hinum klassísku einkennum Maípo mælir hún með Re- serve Cabernet Sauvignon sem er dökkt og mikið vín þar sem hin dæmi- gerða mynta Maípo-héraðsins kemur vel fram. Í minningu föðurins Það er lýsandi fyrir þróunina í Chile að jafnvel í rótgrónustu hér- uðunum á borð við Maípo eru ný og spennandi fyrirtækið að skjóta upp kollinum. Eitt slíkt er Pérez Cruz, fyrirtæki sem setti fyrstu vín sín á flösku árið 2002 eftir að Huelquén- búgarði fjölskyldunnar var breytt í vínbúgarð. Var sú ákvörðun tekin af ellefu systkinum sem vildu heiðra minningu föður síns. Það er kannski dæmigert fyrir ný viðhorf í Chile að í stað þess að vera sjálf að vafstra í hin- um daglega rekstri var sett saman ungt teymi fagmanna sem sér um allt frá vínrækt til alþjóðlegrar markaðs- setningar. Pérez Cruz framleiðir ein- ungis rauðvín, og einungis toppklassa rauðvín. Forvitnilegast er vínið Cot sem er hið upprunalega nafn Malbec- þrúgunnar. En hver er að leita að Malbec frá Chile þegar Argentína er handan Andes-fjallanna. Cabernet Sauvignon og Syrah vínin standa hins vegar fyllilega fyrir sínu og toppvínið Liguai, þriggja þrúgna blanda, er sannkallaður bolti. Chile virðist ætla að takast að við- halda spennunni í kringum vín sitt og stöðu sinni sem eitt framsæknasta víngerðarland Nýja heimsins og ekki síst það land sem hefur hvað mesta möguleika til frekari þróunar til lengri tíma litið. Tegundum ofurvíns – þ.e. stórt og frekar dýrt vín – fjölgar jafnt og þétt. Dýrustu tegundir eru langt frá því að vera jafndýrar og þær dýrustu í Frakklandi, Ítalíu eða þess vegna Kaliforníu. Þær verða einnig betri og betri með hverju ári, eftir því sem vínviðurinn eldist og víngerð- armenn ná betri tökum á aðstæðum og aðferðum. sts@mbl.is Spennandi sóknarfæri í víngerð Chile Ljósmynd/ Steingrímur Sigurgeirsson Vínviður Breytingin í víngerðarhéruðum Chile á síðustu árum er róttæk og er Casablanca t.d. að breytast í litla útgáfu af Napa-dalinum í Kaliforníu. Víngerðarmeistari Maria Pílar del Gonzalez hjá Vina Carmen. Chile hefur verið eitt heitasta ríkið í vínheiminum síð- ustu árin. Á leifturhraða skaust Chile-vínið inn á svið- ið og stal senunni er kom að góðu og aðgengilegu víni sem var á færi allra. Vín, segir Steingrímur Sig- urgeirsson, sem hér skaut öðrum ref fyrir rass í ódýr- ustu flokkunum og heillaði marga upp úr skónum. Það sem slær mann mest þegar maður ferðast um Chile, og smakkar það sem landið hefur upp á að bjóða í dag, er hversu frjór, spennandi og glaður vín- iðnaðurinn er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.