Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 127. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is FÓTBOLTASUMAR NÍUTÍU LEIKIR Á ÍSLANDSMÓTI KARLA Í KNATTSPYRNU >> FÓTBOLTINN Á 28 SÍÐUM YFIRLITSSÝNING Á VERKUM RONI HORN HENNAR OZ UPPLIFUN: MERKING >> 26 FRÉTTASKÝRING Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is JÓN Sigurðsson, formaður Framsóknar- flokksins, á ekki víst að komast á þing og fylgi Vinstri grænna hefur hrunið í heima- kjördæmi flokksformannsins. Þetta er á meðal þess, sem má lesa út úr skoðanakönn- unum Gallup fyrir Morgunblaðið og RÚV, sem birzt hafa undanfarna daga. Þegar teknar eru saman niðurstöður raðkannana Gallup 5.–9. maí gefst færi á að brjóta úrtakið, samtals 2.650 manns, niður eftir kjördæmum. Þá sést til dæmis að Framsóknarflokk- urinn í Reykjavíkurkjördæmi norður, þar sem Jón Sigurðsson býður sig fram, fær að- eins 5% fylgi en hafði 7% í kjördæmakönnun Gallup 29. apríl til 3. maí. Það er líka vafa- samt að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra nái kjöri í Suðvesturkjördæmi með 7,8% fylgi. Fylgi Vinstri grænna í Norðausturkjör- dæmi er nú 12,7%, en var 23,9% í kjördæma- könnun 22.–26. apríl. Fylgið hefur minnkað um nærfellt helming, er undir meðalfylgi flokksins á landsvísu og líka kjörfylginu fyr- ir fjórum árum, er VG fékk 14,1% atkvæða í kjördæminu. Hugsanlega er þetta til merkis um að atvinnustefna VG fæli kjósendur frá þegar nær dregur alvöru kjördagsins. Guðjón Arnar í sókn Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, virðist hafa rifið upp fylgi hans í sínu heimakjördæmi norðan- lands og vestan. Flokkurinn mælist nú þar með 13,4% fylgi en var með 8% í kjördæma- könnun 22.–26. apríl. Formaðurinn virðist heima í héraði hafa lagt meiri áherzlu á fisk- veiðistjórnunarmál en innflytjendamál og uppsker kannski samkvæmt því. Í Reykjavík suður takast þrír flokksfor- menn á. Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru með mjög svipað fylgi og í kjördæmakönnun 15.–19. apríl, Geir með 41% og Ingibjörg með 26,9%. Ómar Ragn- arsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, nýtur hins vegar aðeins 3,4% stuðnings, sem er minna en fyrir þremur vikum en þá sögð- ust 5,4% í kjördæminu ætla að kjósa flokk hans. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er í fallhættu með 3,9% fylgi í kjördæminu. Jón: Óvíst um sæti. Steingrímur: Fylgið hrynur. Guðjón: Bætir við sig. Geir: Með yfir 40%. Ingibjörg: Stöðugt fylgi. Ómar: Fer ekki á þing. Foringjar í fallhættu Fylgið hrynur af Steingrími J. nyrðra  Naumur þingmeirihluti | 4 LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík var sett í gær í Listasafni Íslands og var þar um leið opnuð fyrsta yf- irlitssýningin hér á landi á mynd- list CoBrA-hópsins. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra setti hátíðina og kom fjöldi listamanna fram við það tækifæri. Kongóska hljómsveitin Konono N°1 lék þjóðlega danstónlist og sjást liðsmenn hennar á myndinni til hliðar leika og dansa af inn- lifun. Hamrahlíðarkórinn frumflutti nýtt verk eftir Jón Nordal við texta Jónasar Hallgrímssonar og Einar Örn Benediktsson og Curv- er Thoroddsen, eða Ghostigital, fluttu tónleika- og útvarpshljóð- verkið RADÍUM, Radíó -í og um, sem þeir unnu í samstarfi við myndlistarmanninn Finnboga Pétursson. | 22Morgunblaðið/Brynjar Gauti Listahátíð hafin í Reykjavík London. AFP. | Breskir veðmangarar sögðust í gær hafa tekið fjölmörgum veðmálum í tengslum við þá yfirlýsingu Tonys Blairs að hann hygðist láta af embætti forsætisráðherra 27. júní. Veðjað var um heiti endurminninga Blairs, hvaða leiðtogi yrði fyrstur til að lofsyngja hann og um litinn á bindinu hans er hann tilkynnti ákvörð- unina. Einnig var veðjað um hvað Blair tæki sér næst fyrir hendur og líklegast þótti að hann færi í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna. Nokkrir veðjuðu á að hann færi í tónleikaferð með Ugly Rumours, hljómsveit sem hann söng með á námsárunum, en aðrir að hann yrði knattspyrnustjóri Newcastle United, liðsins sem hann heldur með. | 21 Blair í hljómsveit eða fótboltann? Tony Blair Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is Einkahlutafélagsformið hentar betur fyrir Actavis, að mati Björg- ólfs Thors Björgólfssonar, stjórn- arformanns félagsins. Novator, fé- lag í eigu Björgólfs, mun leggja fram yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis og eru áform um að taka fé- lagið af markaði í kjölfar þess. „Ég hef verið stjórnarformaður í félaginu í sjö ár og séð hvernig landslagið hefur breyst á stuttum tíma. Samþjöppun er mjög hröð og yfirtökur eru orðnar harðvítugar. Því er mikilvægt að fyrirtæki sem ætla að halda áfram að stækka geti brugðist hratt við og tekið skjótar ákvarðanir,“ segir Björgólfur Thor, sem telur heppilegra fyrir fé- lag eins og Actavis að það sé í einkaeigu þar sem ákvarðanataka sé hröð og áhættan aðeins á herð- um þeirra sem ákvarðanirnar taka. Ráðstafi eigin peningum „Gangi áform okkar eftir verður félagið skuldsettara og áhættan meiri. Mér finnst rétt að þegar menn taka mikla áhættu í viðskipt- um, þá séu þeir að ráðstafa eigin peningum, ekki annarra,“ segir Björgólfur Thor ennfremur. Eins og áður segir ætlar Nova- tor, fjárfestingafélag í eigu Björg- ólfs, að leggja fram frjálst yfirtöku- tilboð í allt hlutafé Actavis Group hf. í A-flokki, að því er fram kemur í tilkynningu frá Novator, og hefur félagið fjórar vikur til þess. Eign- arhlutur Novator og tengdra fé- laga í Actavis er nú um 38,5%. Til- boðið jafngildir um 85,23 krónum á hlut. Bréf í félaginu tóku síðan 12% stökk í gær eftir að tilkynnt var um tilboð Novator og endaði gengi þeirra í 87,5 krónum, sem er 2,9% yfir tilboði Novators. Segir ákvarðanatöku vera hraðari í einkahlutafélögum Í HNOTSKURN » Novator býðst til að kaupaöll hlutabréf Actavis í A-flokki á 85,23 krónur á hlut. » Gangi yfirtakan eftirverður hún sú stærsta í Ís- landssögunni eða jafnvirði um 180 milljarða króna. » Novator hyggst taka Actavis af markaði eftir yfirtökuna. » Sérfræðingum ber ekkisaman um hvort tilboðið sé of lágt eða sanngjarnt. Novator gerir um 180 milljarða yfirtökutilboð í lyfjafyrirtækið Actavis  Yfirtökutilboð | 16 framsokn.is Árangur áfram - ekkert stopp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.