Morgunblaðið - 11.05.2007, Qupperneq 6
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
VEGNA stórsýningar franska götu-
leikhússins Royal de Luxe í miðborg
Reykjavíkur, verður bílastæðum í
gönguleið Risessunnar lokað á föstu-
dag og laugardag.
Göturnar sem um ræðir á föstu-
dag eru: Pósthússtræti, Hafn-
arstræti, Grófin, Bankastræti,
Skólavörðustígur, Klapparstígur of-
an Laugavegar ásamt Laugavegi frá
Klapparstíg upp að Snorrabraut.
Auk þessa verða bílastæðin á Mið-
bakka lokuð á föstudag og laug-
ardag.
Á laugardag er bílastæðum lokað
við Pósthússtræti, Kirkjustræti,
Austurstræti, Aðalstræti og Grófina.
Bílastæðum verður lokað með keil-
um og borðum. Eru það eindregin
tilmæli frá Reykjavíkurborg, að veg-
farendur virði merkingarnar, enda
sé tilgangurinn að koma í veg fyrir
hugsanlegar skemmdir á bílum og
skapa svigrúm fyrir þetta risavaxna
ævintýri. Bílar, sem lagt verður í
merkt stæði, verða fjarlægðir á
kostnað eigenda þeirra.
Starfsmenn Framkvæmdasviðs og
Bílastæðasjóðs sjá um lokanir bíla-
stæða en umferðarstjórn er í hönd-
um lögreglu.
Bílastæðum lokað
vegna stórsýningar
6 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KOSNINGAR 2007 | FRÉTTASKÝRING
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
UNDIRBÚNINGUR fyrir kjördag er nú á
lokaspretti um allt land og ætti því allt að
verða klappað og klárt þegar landsmenn
ganga að kjörborðinu á morgun. Að mörgu er
að hyggja til að allt geti gengið smurt fyrir
sig. Sveitarfélög þurfa að gæta þess að kjör-
skrár liggi fyrir, skipuleggja þarf vinnu
þeirra sem vinna á kjörstað og að sjálfsögðu
þurfa kjörseðlar og blýantar að vera á sínum
stað. Í Reykjavík þarf t.a.m. að hafa um fimm
þúsund vel yddaða blýanta með dökku blýi til
reiðu á kjörstöðum borgarinnar svo að lögum
sé framfylgt.
Skrifstofa borgarstjórnar ber hitann og
þungann af undirbúningi fyrir kosningarnar í
Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og að
sögn Gunnars Eydal skrifstofustjóra hófst
vinnan fyrir þremur mánuðum. Gunnar segir
undirbúning hafa gengið vel en yfirkjör-
stjórnir kjördæmanna tveggja hafa aðsetur í
Hagaskóla og í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Það er
vel á sjötta hundrað manns sem kemur að
undirbúningnum,“ segir Gunnar og bætir við
að þá sé að sjálfsögðu ekki meðtalið allt það
fólk sem sinnir öðrum störfum í kringum
kjördag, s.s. löggæslu, sendibílaakstri og
leigubílaakstri.
Gunnar segir kjörskrárgerð skipa veiga-
mikinn sess í undirbúningi en það er á ábyrgð
sveitarfélaganna að leggja fram kjörskrá tíu
dögum fyrir kosningar. „Kjörskrá getur tekið
breytingum allt fram á kjördag, t.d. vegna
fólks sem nýlega hefur fengið ríkisfang og svo
falla látnir að sjálfsögðu út,“ útskýrir Gunnar.
Um kl. 18 annað kvöld verða kjörkassar
sóttir á kjörstaði og í framhaldi af því byrjað
að telja. Áætlað er að fyrstu tölur liggi fyrir
um kl. 22. „Við vonumst til að vera þá þegar
búin að telja um 60% atkvæða en það fer auð-
vitað eftir því hvernig kjörsókn er og hversu
vel gengur,“ segir Gunnar og leggur mikla
áherslu á að fólk muni eftir persónuskilríkjum
enda þurfi allir að framvísa þeim á kjörstað.
Á landinu öllu eru ríflega 220 þúsund
manns á kjörskrá en kosningarétt hafa allir
íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára
aldri og eiga lögheimili hér á landi. Miðað er
við lögheimili fólks fimm vikum fyrir kosn-
ingar og í þessu tilviki því 7. apríl sl.
Brottfluttir halda rétti í átta ár
Fólk sem flyst af landi brott heldur kosn-
ingaréttinum í átta ár frá því að lögheimili
var flutt. Íslendingar sem lengur hafa búið
erlendis geta sótt sérstaklega um að komast á
kjörskrá.
Í alþingiskosningum fyrir fjórum árum
voru kjósendur rúmlega 10 þúsundum færri.
Konur eru að þessu sinni um 0,5% fleiri en
karlar og ungt fólk sem gengur að kjörborð-
inu í fyrsta sinn er um 7,7% kjósenda eða
rúmlega 17 þúsund talsins.
Kjördæmin eru einnig misstór, bæði land-
fræðilega og m.t.t. til fólksfjölda. Flestir kjós-
endur eru að þessu sinni í Suðvesturkjör-
dæmi og Reykjavíkurkjördæmin eru
næststærst. Samtals eru 64% kjósenda í þess-
um þremur kjördæmum. Minnsta kjördæmið
er svo Norðvesturkjördæmi þar sem rúmlega
20 þúsund manns eru á kjörskrá.
Ríflega 220 þúsund kjósendur á kjörskrá og 17 þúsund kjósa í fyrsta sinn
Fimm þúsund blýantar í borginni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fundað með kjörstjórnum Fjölmennur fundur fór fram í Hagaskóla í gær þar sem hverfis- og
undirkjörstjórnir í Reykjavík suður fóru yfir helstu skipulagsatriði varðandi kjördag.
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Rimini í júní. Njóttu lífsins í
sumar á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Rimini er ekki
aðeins frábær áfangastaður út af fyrir sig heldur eru ótrúlega
spennandi valkostir í næsta nágrenni, vilji menn kynnast mörgum
andlitum Ítalíu í einni ferð. Bókaðu flugsæti og 4 dögum
fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Rimini
28. júní
frá kr. 29.990 m.v. 2
Allra síðustu sætin
Verð kr. 29.990 -
Netverð á mann, m.v. að lágmarki 2 ferðist
saman. Stökktu tilboð í viku 28. júní. Flug,
skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Aukavika kr. 10.000.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
FIMM manna sendinefnd frá al-
þjóðlega netfyrirtækinu Yahoo er
stödd hér á landi til þess að kynna
sér aðstæður og möguleika á því að
reisa hér netþjónabú á næstu árum.
Fulltrúar fyrirtækisins áttu fund
með Geir H. Haarde forsætisráð-
herra og Guðlaugi Þ. Þórðarsyni,
stjórnarformanni Orkuveitu
Reykjavíkur, í stjórnarráðinu í gær.
Athugun þeirra er á frumstigi en
auk Íslands kannar Yahoo aðstæður
í tíu öðrum löndum.
Kevin Timmons, framkvæmda-
stjóri aðgerða hjá Yahoo, sagði í
samtali við blaðamenn líklegt að
fulltrúar fyrirtækisins kæmust að
niðurstöðu um hvaða staður væri
hentugastur að um hálfu áruiliðnu.
Jafnframt sagði hann Ísland vel
þekkt sem vistvænt land sem byggi
yfir ofgnótt ódýrrar orku.
„Það er mjög erfitt að segja til
um hversu mörg störf gætu skapast
hér á landi vegna netþjónabús og
að sama skapi er erfitt að segja til
um hversu mikla orku við mundum
þurfa. Það veltur allt á stærð starf-
seminnar.“
Raj Patel, framkvæmdastjóri
netverka hjá Yahoo, sagði að fyrir
þessa tegund starfsemi þyrfti fyr-
irtækið aðgang að mörgum teng-
ingum sem gætu flutt um 10 gígabit
á sekúndu af gögnum. Það vekur
óneitanlega spurningar um sæ-
strenginn sem hefur verið til vand-
ræða að undanförnu.
Geir H. Haarde sagði það alveg
ljóst að 100% öryggi í tengingu
væri forsenda starfsemi af þessu
tagi. Hið sama ætti við um aðrar at-
vinnugreinar og því væri sam-
gönguráðuneytið með nýjan sæ-
streng í undirbúningi. „Mér finnst
það mjög jákvætt að Yahoo skuli
sýna Íslandi þennan áhuga og það
er út frá mörgum sjónarmiðum.
Þeir hafa komist að því að hér á
landi er vinsamlegt umhverfi fyrir
starfsemi af þessu tagi og mér
finnst þetta vera ágætis viðbót við
aðrar greinar atvinnulífsins. Þetta
byggist fyrst og fremst á samn-
ingum við aðra aðila en ríkið en ég
tel þetta geta verið mjög ánægju-
lega þróun,“ sagði Geir ennfremur.
Guðlaugur Þ. Þórðarson segir
margt mæla með því að netþjónabú
séu starfrækt á Íslandi. „Í fyrsta
lagi erum við með örugga vistvæna
orku og þessi fyrirtæki leggja mikið
upp úr umhverfismálum, þeir hafa
mjög metnaðarfull markmið um að
takmarka útblástur koltvísýrings.
Að sama skapi er það kostur að hér
er kaldara loftslag en víða annars
staðar, auk þess sem stöðugt
stjórnarfar er mikilvægt svona fyr-
irtækjum.“
Guðlaugur hefur að eigin sögn
haft frumkvæði að því að fá net-
þjónabú til landsins og hitti í því
sambandi forsvarsmenn Cisco
Systems.
Kanna möguleika á
starfsemi netþjónabús
Morgunblaðið/G. Rúnar
Netþjónabú Geir H. Haarde forsætisráðherra (t.v.), Raj Patel og Kevin
Timmons funduðu um möguleikann á starfsemi Yahoo á Íslandi.
Í HNOTSKURN
»Verði netþjónabú Yahoo áÍslandi að veruleika getur
starfsemin hafist eftir 2–3 ár
og er sá tími nægur til þess að
leggja nýjan sæstreng.
»Yahoo varðveitir gífurlegamikið magn gagna vegna
starfsemi sinnar, t.d. rekur
fyrirtækið tölvupóstþjónustu
og fjármálaupplýsingaþjón-
ustu.
»Ef allt gengur að óskumætti að vera hægt að taka
sæstreng í notkun haustið
2008 að sögn samgöngu-
ráðuneytisins.
Netfyrirtækið Yahoo lýsir áhuga á starfsemi hérlendis
TIL ERU margar og misgóðar kenningar
um áhrif veðurfars á kosningaþátttöku
fólks. Hér á landi hefur reynst erfitt að
setja fram slíkar kenningar þegar kemur að
alþingiskosningum enda blæs norðanáttin
ekki eins í norðri og suðri og oft sannast
hið fornkveðna að skjótt skipast veður í
lofti.
Að þessu sinni er spáð norðaustanátt svo
að íbúar Norður- og Austurlands ættu að
bíða með að rífa fram sumarklæðnaðinn.
Hiti verður á bilinu 3–5 stig yfir daginn og
Ásdís Auðunsdóttir veðurfræðingur segir að
gera megi ráð fyrir slyddu eða rigningu og
jafnvel snjókomu á köflum.
Í suðri og vestri verður veðrið betra ef
spáin rætist en þar verður þurrt, þó líklega
ekki sólríkt, og hitinn gæti farið upp í tíu
stig yfir daginn.
Ekki strax í
sumarfötin