Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 61 ✝ Anna Nikulás-dóttir fæddist í Reykjavík 5. sept- ember 1924. Hún andaðist á sjúkra- húsi í Trelleborg í Svíþjóð 12. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Guðbjörg Helga- dóttir frá Skarðs- hömrum í Norður- árdal, f. 21. júní 1893, d. 27. júní 1931, og Nikulás Árni Halldórsson trésmiður í Reykjavík, f. 25. des. 1887, d. 10. des. 1978. Systkini Önnu eru fimm, Guðrún, f. 1916, Halldór Þorsteinn, f. 1918, Þórdís, f. 1920 og tvíburarnir Kristín og Bjarni Reynir, f. 1928. Þau eru öll bjuggu í Keflavík, þau skildu 1970. Anna átti fyrir soninn Ólaf Reyni tollvörð, f. 1944, kvæntur Brynhildi Aðalsteinsdóttur, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. Anna missti móður sína mjög ung og var komið fyrir að Snæ- foksstöðum í Grímsnesi. Þar var hún öll sín uppvaxtar og unglings- ár. Eftir að Anna flutti til Kefla- víkur var hún heimavinnandi hús- móðir en að auki vann hún hin ýmsu störf, m.a. sem talsímakona á Keflavíkurflugvelli og í fisk- vinnslu. Anna starfaði bæði í Kirkjukór Keflavíkur sem og Systrafélaginu þar. Anna giftist Herði Ísakssyni 1971 og fluttust þau til Svíþjóðar. Hann lést 1986. Anna bjó í Svíþjóð til dauðadags. Bálför Önnu var í Anderslöv. þar sem hún bjó. 25. apríl. Minningarathöfn um hana verður í Fossvogskapellu í dag og hefst klukkan 11. látin nema Kristín sem býr í Reykjavík, gift Árna Tryggva- syni leikara. Anna giftist Knút Höiriis stöðvarstjóra 1948. Börn þeirra: 1) María skrifstofu- maður, búsett í Sví- þjóð, gift Alf Bengts- syni, þau eiga fjögur börn og tvö barna- börn. 2) Tómas Júl- ían kafari, unnusta hans er Magga Hrönn Kjartansdótt- ir. Hann á tvær dætur og tvö barnabörn frá fyrra hjónabandi. 3) Björn Ingi flugvallarstjóri, í sambúð með Jónu Kristínu Þor- valdsdóttur. Hann á þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Anna og Knútur Þegar ég lít yfir þau 50 ár sem ég átti þig að sem móður er mér efst í huga sá kærleikur sem ætíð ríkti á milli okkar. Fjarlægðir á milli okkar voru oft miklar en hugurinn var ætíð nálægur og mörg bréfin á ég frá þér. Við töluðum einnig mjög oft saman í síma og var laugardagurinn sérstak- lega vinsæll hjá okkur. Minning æskunnar er sterk, ég man eftir því er ég hjálpaði til við að brjóta saman þvottinn með þér, fara út með ruslið, bera saman út Morg- unblaðið, samverustundir í sumarbú- staðnum við Meðalfell, ferðalög inn- anlands og hversu æðrulaus þú varst er ég hafði eyðilagt ný föt sem ég hafði fengið. Reyndar sagðir þú að ég hefði verið mikill buxnabani sem barn. Þú kenndir mér að vera heið- arlegur og koma vel fram við eldra fólk. Við systkinin vorum alltaf svo vel til höfð við öll tækifæri að dáðst var að því um alla Keflavík. Ungar mæður komu í heimsókn til að læra hvernig átti að raða í skápa og halda heimilinu hreinu og fínu. Þú hélst alla tíð heimili sjálf, fallegt og hlýlegt var það og notalegt að koma til þín og dvelja hjá þér og Mar- íu systir. Í öllum okkar samskiptum frá fyrstu tíð var viss léttleiki yfir hlutunum hjá okkur, ég elskaði það að heyra þig hlæja og að segja þér sögur af hinum ýmsu prakkarastrikum mín- um eða ævintýraraunum og ekki voru þau síðri frá þér. Það var þessi létt- leiki sem gat hjálpað okkur að gleyma erfiðu tímabilunum okkar sem við bæði áttum. Lífshlaupið þitt var oft enginn dans á rósum en að eignast 4 heilbrigð börn, 12 ömmubörn og 10 langömmubörn eru forréttindi sem þú fékkst notið og ást þín til þeirra var ósvikin. Ég geymi yndislegar samveru- stundir okkar í huga mér og þakka af einlægni allt það sem þú gafst af þér til mín og minna, sérstaklega fannst mér síðasta heimsókn þín til okkar um jólin 2005 ánægjuleg og hversu vel þú undir þér á heimili okkar Möggu. Það var mikill fjársjóður að eiga þig sem móður og minningin er falleg og söknuðurinn mikill. Ég kveð með bæninni sem þú kenndir mér sem barn og ég hef farið með alla tíð, Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Guð geymi þig, elsku mamma og hafðu þökk fyrir allt. Tómas Júlían Knútsson. Í dag kveðjum við Önnu Nikulás- dóttur. Hjá okkur var hún alltaf köll- uð Anna frænka í Svíþjóð, en þar bjó hún til fjölda ára. Margar góðar minningar eigum við um Önnu. Hún var alltaf svo jákvæð, það er gott veganesti sem hún gaf okkur öllum, jákvæðni og gleði. Anna var forkur dugleg og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum, skemmtilegan húmor, var mjög glettin og sá oft spaugilegu hliðarnar á hlutunum. Hún fylgdist vel með afkomendum sínum og var stolt af þeim. Þó lífið hafi ekki alltaf verið auðvelt hjá henni og hún hafi þurft að ganga í gegnum mikil veikindi ásamt andstreymi þá kvartaði hún ekki eða var með sjálfs- vorkunn, það sýndi okkur hvað hún var sterk og aldrei var gefist upp. Með árunum varð vinskapurinn enn nánari á milli okkar og sýndi hún okk- ur alltaf mikla hlýju og vináttu sem nú ber að þakka. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Anna frænka. Við þökkum þér fyrir allt það sem þú varst okkur í lífinu og biðjum algóðan guð að blessa þig og varðveita. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra vottum við Nikulás einlæga samúð okkar. Hafdís Gunnarsdóttir. Anna Nikulásdóttirfjarska þar sem hann tekur strikiðniður eftir Skaftahlíðinni. Ætti ég að reyna að gæta bróður míns og hefta för hans eða ætti ég að hlýða þeim skynsamlegu fyrirmælum sem ég kunni og halda mig í öryggi garðsins heima? Kannski kæmi bíll, eða öskukall eða einhver önnur ógn þess tíma. Þá birtist hún við enda götunnar eins og engill. Sólin skein á vest- urhimni og lýsti upp baksviðið þannig að ljóst hárið ljómaði eins og kóróna frá himnum. Hún rétti Gunna höndin, leiddi hann til baka og seinustu metrana bar hún hann í fanginu. Þetta var Bydda stóra systir mín. Bryndís var nærri fimmtán árum eldri en ég og var í sömu guða tölu og foreldrar eru litlu barni. Bryndís verður alltaf í huga mér sem stór systir, sem hægt var að reiða sig á og leita aðstoðar eða hjálpar hjá. Hún var alltaf sú sem sá um allt, hélt utan um allt og gerði allt hnökralaust. Þannig var hún okkur og það breytir engu um, þó í erfiðleikum seinustu missera höfum við stundum kosið að sjá eitthvað annað. Svona var líf henn- ar. Það er ömurlegt þegar einhver ógæfa herjar á fólk með þeim hætti að persónuleiki þess breytist og möguleikar þess til bjargar tak- markast eða hverfa. Hættan er allt- af sú að í stað þess að beina reiði sinni að sjúkdómnum eða óværunni sem á herjar, beinist gagnrýni og gremja að manneskjunni sem hefur ekkert til saka unnið annað en það að eiga í vanda. Þannig reynist mörgum erfitt að skilja á milli manneskjunnar og meinsins. Seinustu misseri fannst Byddu hún vera einmana og óhamingju- söm, þrátt fyrir að til staðar væri fjöldi manns sem vildi allt fyrir hana gera. Okkur sem eftir lifum finnst auðvitað ömurlegt að Bryn- dís skuli fallin frá. En það er hálfu ömurlegra að líf hennar upp á síð- kastið hafi verið svona erfitt, það er ósanngjarnt að lífið skuli vera eins og það er og með engu móti hægt að réttlæta ósanngirni þess. Í þessum hugsunum hrærist sorg okkar þegar við kveðjum Bryndísi, stóru systur mína. Hörður Svavarsson. Kveðja frá saumaklúbbnum Vinkona okkar, hún Bydda, varð bráðkvödd 61 árs gömul hinn 28. apríl sl. þar sem hún var að heim- sækja vinkonu sína í Portúgal. Hún hlakkaði mjög til þessarar árlegu ferðar til vinkonu sinnar sem þar býr. Fyrir 35 árum stofnuðum við nokkrar ungar konur saumaklúbb og höfum haldið honum gangandi í öll þessi ár. Lengst af var Bydda eins konar „framkvæmdastjóri „ klúbbsins og hélt utan um starf- semina, sem eins og venja er um fyrirbæri af þessum toga, fólst í því að hittast heima hjá hver annarri eða fara saman á veitingahús. Hún vann í Verzlunarbankanum og var afar góður skipuleggjandi og sinnti málefnum viðskiptavina sinna af mikilli alúð, enda naut hún vináttu og trausts þeirra alla sína starfsævi. Engri okkar hefði komið til hug- ar að stofna reikning í öðrum banka en bankanum hennar Byddu og fylgdum við henni inn á Kirkju- sand. Hún var mjög dyggur starfs- maður og pottþéttari konu var ekki hægt að hugsa sér. Á hverju hausti afhenti hún saumaklúbbs-meðlimum borðalmanök – merkt bankanum auðvitað – og þar var rækilega merkt hvaða daga hver átti að hafa klúbb út allan veturinn. Hún gegndi þessu af mikilli rögg- semi sem var mjög einkennandi fyrir hana í öllum hennar störfum. Hún var ekki frísk undanfarin ár og starfsgetan var lítil, en lát henn- ar kom okkur samt öllum á óvart, við vonuðum allar að hún næði fyrri heilsu á ný. Síðasti saumaklúbburinn var haldinn í sumarbústaðnum hennar Ingu og var ánægjulegt að við skyldum allar geta mætt þar. Við áttum ákaflega ánægjulega kvöld- stund saman, þar sem við sátum við kertaljós og góðar veitingar. Að leiðarlokum sendum við Mar- íu móður Bryndísar, Maríu Björk og Hauki og öllum öðrum aðstand- endum vinkonu okkar, innilegar samúðarkveðjur. Byddu verður sárt saknað úr okkar hópi. Erla, Margrét, Guðrún, Ingiríður, Kristín og Dagfríður. Hinn 28. apríl bárust mér þær sorgarfréttir að Bryndís Svavars- dóttir væri látin. Ég var harmi slegin enda var hún yndisleg mann- eskja. Bryndísi eða Byddu eins og hún var kölluð er ég búin að þekkja frá því að ég var eins árs gömul. For- eldrar mínir kynntust Byddu og Óskari heitnum á Kanaríeyjum árið 1975. Þau voru óaðskiljanleg í þessari ferð og mamma og Bydda urðu miklar vinkonur. Minningarnar eru svo ótal marg- ar og streyma um hugann á stundu sem þessari. Allar útilegurnar, ára- mótapartíin, heimsóknir, matarboð og sólböð úti í garði í Efstasundinu. Bydda var einstök kona og svona konu kynnist maður bara einu sinni á ævinni. Hún vildi öllum vel og það var alltaf svo gott að leita til henn- ar. Bæði var hún góður hlustandi og ráðagóð en umfram allt svo traust. Við töluðum reglulega sam- an og á ég eftir að sakna þessara samtala mikið. Bydda var alltaf svo vel til höfð og ég sé hana ljóslifandi fyrir mér í blárri dragt með bleikan varalit, brosandi og sólbrún og auðvitað með ljósu lokkana. Eftir að ég eignaðist eldri dóttur mína, Helenu Ástrós, sýndi Bydda nýja takta sem eiga sér enga líka. Hún var nefnilega líka galdrakona og gat töfrað alls kyns dót úr erm- inni á sér eða úr eldhúsrúllupappa. Stór augun göptu af undrun. Bydda var stórkostleg í hennar augum og hafa ófáar sögurnar verið sagðar um þessa dularfullu galdrakonu. Helena Ástrós á erfitt með að skilja að hún muni ekki hitta Byddu galdrakonu aftur. Elsku María og Haukur, mamma ykkar var svo stolt af ykkur. Hún ljómaði öll þegar hún minntist á ykkur og yndislegu börnin ykkar. Ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar mínar dýpstu samúð. Minn- ingin um yndislega konu mun lifa í hjarta mínu ævilangt. Guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum. Esther Þorsteinsdóttir. Þegar kær vinkona kveður er margs að minnast og margt að þakka. Vinátta okkar hefur varað frá því við vorum ungar konur og fjöl- skyldur okkar eru tengdar órjúf- anlegum vináttuböndum. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Biddu minni, sem hafði fal- lega sál og stórt hjarta. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Um leið og ég bið Bryndísi bless- unar Guðs, votta ég börnum henn- ar, móður og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Erla Ólafsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, UNNUR S. MALMQUIST, Dalbraut 23, Reykjavík, sem lést föstudaginn 4. maí verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 11. maí kl. 13.00. Ulla Knudsen, Hilmar Knudsen, Ólöf Kjaran, Sigurður Bergsteinsson, Bryndís Kondrup, Bóas Bergsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ JÓHANNA JÓNSDÓTTIR ljósmóðir frá Skógum, Fellsströnd, Dalasýslu, lést sunnudaginn 29. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum góða umönnun í veikindum hennar. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Guð blessi minningu hennar og öll hennar störf. Vinir og vandamenn. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, BJÖRN ÞÓRÐUR RUNÓLFSSON frá Hofsstöðum, Skagafirði, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki miðviku- daginn 2. maí. Jarðsungið verður frá Hofsstaðakirkju á morgun, laugardaginn 12. maí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hofsstaðakirkju. Guðbjörg Björnsdóttir, Jón V. Gíslason, Berglind Eygló Jónsdóttir og Björn Þórður Jónsson. ✝ Bróðir okkar, JÓN ÓLAFSSON, Frostafold 20, lést á sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 19. apríl. Útför hans var gerð í kyrrþey að ósk hins látna föstudaginn 27. apríl. Jóhanna Ólafsdóttir, Helga Ólafsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Bryn- dísi Svavarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.