Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 51 Framsóknarmennskan er fæðingargalli, Frónbúans langversti skatnaðarhalli. Eftir mislanga ævitöfina fylgir hann þeim flestum í gröfina. ÞAÐ er umdeil- anlegt hvað oft og lengi á að sparka í liggjandi stjórn- málaflokk. En sam- kvæmt nýjustu at- burðum virðist mér fullkomlega rétt- lætanlegt að gera það einu sinni enn. Til Sólar í Straumi Varla voruð þið búin að hafna stækkuðu álveri þegar framsókn- arformaður skundaði ásamt fríðu föruneyti til Rannveigar Rist, þerraði af henni tárin og fullviss- aði hana um einbeittan vilja sinn og ríkisstjórnarinnar til þess að smeygja sér framhjá þessum fæð- ingarhálfvitum. Jafnframt því heldur formaðurinn svo kotrosk- inn áfram að halda því að þjóðinni að ákvarðanir um virkjanir og ál- ver hafi ekki komið ríkisstjórninni við síðan 2003. Á sama tíma þreyt- ist Valgerður ekki á því fyrir norðan að eigna sér væntanleg ál- ver á Bakka. Þau hjúin geta því ekki einu sinni skrökvað í takt. Við ykkur Sólarfólk vil ég því segja þetta: Eftirfylgni er nauð- synleg. Gerið ekki sigur ykkar frá 30. mars að engu með því að kjósa ríkisstjórnarflokkana eða tvístíg- andi Samfylkingu hinn 12. maí. Jónína og séra Jónína Samkvæmt skoðanakönnunum hefur virðing Alþingis og traust á stjórnmálamönnum hrapað meðal þjóðarinnar á valdatíma núverandi ríkisstjórnar. Einkavina- og ætt- ingjavæðing Hæstaréttar, kvóta- kerfið, meðferðin á öldruðum og öryrkjum, Íraksstríðið, þjóðlend- umál, eftirlaunahækkanir ráðherra og þingmanna, útsala á rík- iseignum, þingmenn dæmdir þjóf- ar, stóriðjuæði og Byrgissukkið mætti nefna sem orsakir. En það merkilegasta sem þessi könnun leiddi í ljós var að um þriðjungur þjóðarinnar hefur annaðhvort ekki tekið eftir þessum smámunum eða fyrirgefið gjörendum. Mál tengdadóttur Jónínu Bjart- marz fegrar ekki ásýnd Fram- sóknar. Það má vera að hún hafi ekki komið sjálf beint að málinu, það gátu aðrir annast, svo sem efnispilturinn Guðjón Ólafur, sem vafalaust hefur vitað hvar ráð- herrann hans er til heimilis. Árás Jónínu á fréttamann sjónvarpsins í Kastljósi gerir hlut framsókn- arráðherrans enn skuggalegri. Vinur minn, sprenglærður í sið- fræði, sagði við mig af þessu til- efni: Þetta er siðblint fólk. Sið- blinda er yfirleitt ólæknandi og því á að sjálfsögðu ekki að kjósa slíka einstaklinga til trún- aðarstarfa í almannaþágu. Ormagryfjan Kunningi minn einn hitti eitt sinn Halldór Ásgrímsson í brott- fararsal Leifsstöðvar og tók hann tali. Þá sáu þeir Guðna Ágústsson álengdar og spurði kunningi minn Halldór að því hvert Guðni væri að fara. Til Íslendingabyggða í Kanada, svaraði Halldór, og bætti svo við: Ég vona að hann ílendist þar. Nú virðist vofa Halldórs ganga ljósum logum í Framsókn. Að minnsta kosti er aðferðin við að setja Jóhannes Geir af í Lands- virkjun alveg í hans anda. Á sín- um tíma var Siv sparkað úr ráð- herrastóli svo Halldór gæti tyllt sér niður sem forsætisráðherra. Síðan var allt kapp lagt á að grafa undan henni en púkka undir Árna, erfðaprins Halldórs. Og þegar Árni hrökklaðist úr sínum stól og fyrir borð, og Finnur lagði ekki í að þiggja formannsdjobbið, var rykið dustað af Jóni seðla- bankastjóra í stað þeirrar eðlilegu háttsemi að snúa sér til varafor- manns og ritara að leiða flokkinn. Eitt af lykilatriðum stjórn- arsamstarfsins áfram er einkavæð- ing Landsvirkjunar og þar smell- passar PM í hlutverk feita þjónsins. Annar slíkur, Björn Ingi Hrafnsson, formannsefni Halldórs- armsins, er í æfingabúðum í borg- arstjórn og komandi af Morg- unblaðinu þarf hann varla langa þjálfun. Meðan Framsókn var og hét hefði maður með slíkan stimpil ekki einu sinni fengið að skúra gólf hjá flokknum. Samstaða og eindrægni er því engin, að minnsta kosti þrjár fylk- ingar bítast um völd, sporslur og bitlinga. Þess bera menn sár Ég er yfirleitt ekki sammála Hannesi Hólmsteini en tek þó undir það sem hann segir, að þar sem enginn sjáanlegur munur sé lengur á stefnu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sé eðlilegast að þeir sameinist sem fyrst. Þar er þó einn hængur á. Í skoðanakönn- unum kemur í ljós að framsókn- arfólk kýs flokkinn af tómum vana. Að krossa við D gæti því reynst mörgum ofviða. Nú spá allar skoðanakannanir Framsókn fylgishruni. For- ystumennirnir halda í þá von að „okkar fólk“ sé bara svona tregt til að gefa sig upp en skili sér á kjördegi. Vel má vera að eitthvað verði um slíkt en hitt er þó lík- legra að það fólk sem skammast sín fyrir foringja sína og finnst það enn hafa blóð 700 þúsund Íraka á samviskunni og þunga fjögurra milljóna flóttamanna á herðum skili sér þrátt fyrir vana- festuna ansi illa í framsóknarrétt- ina tólfta maí. Framsóknarormagryfjan Eftir Indriða Aðalsteinsson Höfundur er bóndi á Skjaldfönn v/Djúp. Er vænlegt að fá VG eða „fúll á móti“-flokk í ríkisstjórn? Eiginhags- munaseggi er sundruðu tækifæri síðustu aldar til að sameina vinstri menn? Söfnuðinn sem rauf R-lista samstarfið? Hóp sem kennir sig við sósíalíska blöndu græningja og vill bakka þjóðfélaginu aftur í forræðishyggju, haftastefnu og lokar á Evrópu- samstarf. Er þetta það sem fólkið vill? – svarið er NEI, og þýðir NEI. Eða Framsókn? Viljum við áfram í ríkisstjórn sér- hyggjuklúbb hverra formaður kyrjar hvern dag þema um að landsmenn þurfi séríslenskan flokk. Sá sé Framsókn sem hafi séríslenska stefnu. Hann vill ásamt sósíal- grænum loka landsmenn enn lengur á jötu rándýrs rík- islandbúnaðarkerfis sem almenningur er skikkaður til að éta úr. Er þetta það sem fólkið vill? – svarið er NEI, og þýðir NEI. Það sem framsóknargrænir og sósíalistagrænir ætla seint að skilja er þetta: Flest það besta sem yfir íslenska þjóð hefur komið hefur ýmist komið að utan eða átt upptök sín þar og þröngvað okkur hér norður frá úr moldarkofunum, upp úr skinnskónum og inn í nútímann. Ef við hefð- um átt að lifa við séríslenskar aðstæður alla tíð, eins og græningjarnir kyrja í dúett, þá væri landið enn verstöð sem aðrir fitnuðu af. Sjálfs- bjargarviðleitnin kom yfir landsmenn með upplýstri þekkingu að utan og samstarfi og viðskiptum við aðra. Þar lærðum við en kenndum fátt, þar til rétt í nútímanum. Ný viðreisn; ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er eini raunhæfi kosturinn sem við blasir í dag til að tryggja stöðugleika, framþróun og velferðarþjóðfélag. Úr þessum kosningum kemur Geir Haarde sem fullvaxinn leiðtogi flokks sem hann ótvírætt leiðir. Skuggi fyrri formanns og hans valdaklíku hefur farið þverrandi, sá skuggi hverfur nú endanlega, nú eru nýir tímar. Evrópu-sinnar innan Sjálfstæð- isflokksins eru margir og atvinnuvegirnir eru þegar farnir að gera upp í erlendum gjaldmiðlum. Þá umræðu þarf að leiða af öflugri og samhentri ríkisstjórn. Eftir helgina verður ekkert sem valda þarf ágreiningi milli hægri og jafnaðarmanna við að taka höndum saman. Skapa nýja rík- isstjórn. Sterka og öfluga stjórn sem tekur á málum og horfir til fram- tíðar og velferðar. Það sem best gekk áður í samstarfi sjálfstæðismann og jafnaðarmanna á að vera eini valkosturinn sem við blasir núna. Þetta á að takast! Til þess þarf aðeins tvennt: 1) hægri kratar taki sæng sína og gangi heim til jafnaðarmanna eftir nokkra íhaldsvist, þá fellur núverandi stjórn eins og þarf að gerast! 2) jafnréttissinnaðar konur skoði hug sinn endanlega og sameinist undir merkjum jafnréttis og kvennabaráttu innan Samfylkingarinnar, fylkingar þeirra hugsjóna sem bornar eru uppi af Ingibjörgu Sólrúnu. Þá fær flokkur jafnaðarmanna það vægi sem þarf til að ganga við hlið sjálfstæðismanna inn í stjórnarráðið í næstu viku, og NÝ VIÐREISN HEFST! Ný viðreisn? Eftir Pálma Pálmason Höfundur er jafnaðarmaður og framkvæmdastjóri. MERKILEGUR fundur var hald- inn á Staðarflöt um daginn og fjallaði hann um landbúnaðarmál. Flögraði það að manni nokkrum sinnum að frambjóð- endur er þarna voru mættir hefðu hrein- lega ekki unnið heimavinnuna sína. Þarna var þó ein skýr undantekning, Einar Oddur Kristjánsson. Hann hefur verið einn öflugasti talsmaður landbúnaðarins á Alþingi undanfarin ár. Hvergi hefur hann hikað og hvergi hefur hann brugðist okkur bændum. Hans bjargfasta trú að landbúnaður sé órjúfanlegur hluti ís- lenska efnahagslífsins er algjörlega nýtt sjónarmið miðað við það sem aðrir frambjóðendur og aðrir flokk- ar en Sjálfstæðisflokkurinn halda fram. Á hinn bóginn er t.d. borðleggj- andi að kæmi stefna Samfylking- arinnar til framkvæmda yrði hrun í landbúnaðarkerfinu sem síðan bitn- aði á þjóðinni allri. Fullyrða má að störf bænda og afleidd störf af land- búnaði séu talsvert á annan tug þús- unda. Það munar um minna að fá þann fjölda inn á vinnumarkað höfuðborg- arsvæðisins og þó ekki sé talað um vanda er skapast hjá félagsþjónust- unni og vegna húsnæðisleysis. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir kynnti síð- astliðið haust þá stefnu Samfylkingarinnar að afnema alla tolla af innfluttum landbún- aðarvörum á tveimur árum. Síðan átti að stokka upp styrkjakerfið, að vísu í samráði við bændur. Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér umhverfi landbúnaðar sáu það strax að þetta væri dauðadómur yfir stéttinni. Viti menn, Samfylkingarmenn sáu ljósið, að minnsta kosti sumir, og hafa lag- að stefnu sína í átt að stefnu Sjálf- stæðisflokksins í landbúnaðarmál- um. Sem sagt að ekki eigi að afnema tolla nema að kröfu WTO og í sam- ráði við bændur. Þetta boða að a.m.k. tveir frambjóðendur Samfylk- ingarinnar, Anna Kristín Gunn- arsdóttir og Björgvin Sigurðsson, en ég finn það ekki enn í stefnuskrá flokksins. Á fyrrnefndum fundi á Staðarflöt viðurkenndi frambjóðandi Samfylk- ingarinnar í Norðvesturkjördæmi Anna Kristín Gunnarsdóttir að í til- lögugerð Samfylkingarinnar í tolla- málum hefðu orðið ákveðin mistök, gerð í „flumbrugangi“ en á lands- fundi þeirra hefðu þeir lagað stefn- una. Þetta voru hennar eigin orð. Þrátt fyrir að alltaf sé gott að fólk viðurkenni mistök sín, þá spyr ég mig sem bóndi af hverju landbún- aðarmálin lentu í einhverjum „flumbrugangi“ hjá Samfylking- unni? Er málefnið ekki svo mikils metið þar á bæ að það taki því að setja sig inn í það? Og nú spyr ég mig sem kjósandi: Eru fleiri mál sem þyrftu endurskoðunar við í stefnu Samfylkingarinnar? Leynist „flumbrugangur“ víðar í stefnu flokksins? Er ekki þarna lýsandi dæmi um trúverðugleika þessa flokks sem stendur ekki með sjálfum sér í lok kosningabaráttunnar. Síðla veturs létu Bændasamtök Íslands gera skoðanakönnun á landsvísu um stuðning landsmanna við landbúnað. 93,8% sögðu að það skipti máli að landbúnaður væri stundaður á Íslandi í framtíðinni. Miðað við þær upplýsingar ætti mik- ill fjöldi kjósenda að vara sig á að kjósa flokka sem ekki standa með landbúnaðinum. Bændur nú er komið að okkur. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með bændum í orði og verki. Það er meira en aðrir flokkar gera. Bændur, nú er komið að okkur Eftir Jóhönnu Erlu Pálmadóttur Höfundur er sauðfjárbóndi á Akri og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. ÞAÐ er svo margt: – sem er að veltast í hausnum á mér núna þegar kosningar eru al- veg að skella á. Það sem setti mitt hugarflug í gang var fréttin: Jóhannes Geir Sigurgeirsson verð- ur settur af sem stjórnarformaður Landsvirkjunar á aðalfundi á morgun, gegn vilja sínum. Við tekur Páll Magnússon, fyrrverandi aðstoð- armaður Valgerðar Sverrisdóttur. Ólga er innan Framsóknarflokksins vegna málsins og kom til snarpra orðaskipta milli ráðherra flokksins í gær en formannsskiptin eru talin gerð að undirlagi Jóns Sigurðs- sonar, formanns flokksins og iðn- aðarráðherra. Mér varð þá hugsað aftur í tím- ann: – þegar Sigurður E. Guðmunds- son forstjóri Húsnæðisstofnunar var settur af á sínum tíma – hann var kallaður til Páls Péturssonar ráðherra og beðinn að segja af sér – en vildi það ekki – þá var ákveðið að leggja Húsnæðisstofnun niður og þar með var Sigurður ekki leng- ur forstjóri – við niðurlagningu Húsnæðisstofnunar og stofnun Íbúðalánasjóðs var lýst yfir þeirri stefnu stjórnvalda að færa húsnæðislánakerfið allt út á hinn almenna markað. Þannig yrði til ný sjálfstæð stofnun, sem gæti starfað þar. Þessi nýja stofnun átti að vera svo laus við að vera ríkisstofnun, að forstjóri hennar (Guðmundur Bjarnason ráðherra var skipaður í það embætti) var tekinn út úr launakerfi ríkisstarfsmanna og stórhækkaður í launum. Hið sama var gert fyrir forstjóra hins (þá) nýja Fjármálaeftirlits, Pál ráð- herrason Pálsson (Péturssonar), nú forstjóra Samkeppniseftirlits. Finn- ur Ingólfsson þá viðskiptaráðherra, skipaði hann í embættið og tók hann um leið út úr launakerfi rík- isstarfsmanna, svo að hægt væri að hækka hann í launum. Reyndar ræddi Sigurður þetta allt saman síðar mjög opinskátt í útvarpsþætti hjá Jónasi Jónassyni á RÚV. Þegar dómar féllu í eftirlauna- máli Sigurðar bæði fyrir Héraðs- dómi og í Hæstarétti, nokkrum ár- um síðar, var því slegið föstu að Guðmundur gegndi sama embætti og Sigurður áður. Með öðrum orð- um sagt: Dómararnir blésu á allar blekkingarnar að Íbúðalánasjóður væri ný stofnun. Staðfest var í raun, að Húsnæðisstofnun hefði að- eins skipt um nafn. Þeir Páll Pétursson og Finnur Ingólfsson voru samherjar í Fram- sóknarflokknum og Páll studdi Finn Ingólfsson í valdabaráttu hans við Siv Friðleifsdóttur á flokksþingi Framsóknarflokksins skömmu síðar. Finnur hafði sigur og var kjörinn varaformaður. Fleiri lentu í starfsniðurlagningu, til dæmis: – Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppniseftirlits, var settur út til þess að koma tryggum framsókn- armanni að, Páli ráðherrasyni. Georg hefur þó því miður ekki rætt það opinberlega eins og Sigurður. Einnig rifjaðist upp fyrir mér: – að Magnús Ólafsson þáverandi forstjóri Fasteignamats ríkisins var látinn víkja og framsóknarmað- urinn Haukur Ingibergsson settur forstjóri í staðinn. Magnús var menntaður verkfræðingur en Haukur er menntaður sagnfræð- ingur. Ekki skilur maður alveg að sagnfræðingur eigi frekar erindi með mat húseigna en verkfræð- ingur. Haukur réð nokkra lögfræð- inga til FMR eftir að störf hófust. Mikið umhugsunarefni er að Ráð- gjafaþjónustan ehf. sem er fyr- irtæki með fasteignaumsýslu og hefur heimilisfang á heimili for- stjóra FMR gæti haft mikla hags- muni til góðrar afkomu þar sem allir kaupsamningar og öll afsöl af landinu berast til FMR. Er þetta löglegt? Svo er maður dáldið hissa: – á þessari innflytjendasamþykkt sem „tengdadóttir“ umhverfis- ráðherra fékk. Hmmm… hvernig á maður að skilja allt þetta? Ef maður hefur næga tengingu inní stjórnmálin þá sé öllu reddað fyrir mann? Hvernig á maður þá að kjósa? Og getur maður treyst því sem maður kýs yfir sig? Hverju getum við átt von á? Veit reyndar um einn ungan þingmann sem ég tel heiðarlegan – en einn maður má sín lítils gegn margnum. Já – við verðum víst bara að taka sénsinn og vona hið besta, eða er það ekki??? Hvað finnst ykkur? Eftir Ásu Grétu Einarsdóttur Höfundur hefur tilsjón með börnum. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.