Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 67 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30. Vinnustofan opin kl. 9–16.30. Verslunarferð í Bónus kl. 10. Hátíðarbingó kl. 14. Góðir vinn- ingar. Listmuna- og handverkssýning kl. 13–17. Sýningin stend- ur yfir föstudag, laugardag og mánudag. Hátíðarkaffi. Árskógar 4 | Kl. 8.15–16 baðþjónusta. Kl. 9–12 opin handa- vinnustofa. Kl. 9–16.30 opin smíðastofa. Bingó fellur niður. Félagsheimilið Gjábakki | Jóga kl. 10.50. Félagsvist kl. 20.30. Brú milli kynslóða. Ungir og aldnir fagna afmæli bæjarins og Gjábakka. Nemendur úr tónlistarskólanum Tónsölum kl. 12. Sigurvegarar úr upplestrarsamkeppni grunnskóla Kópavogs lesa frumsamin ljóð eftir eldri borgara kl. 13. Félagar eldri borgara og börn úr Digranesskóla bregða á leik kl. 14. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður, kl. 9.30 jóga, kl. 10 ganga, kl. 10.30 leikfimi, kl. 11.40 hádegisverður. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Síðasti dagur vorsýningar félagsstarfsins í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, opið til kl. 16. Allir velkomnir. Allir sem eiga muni á sýningunni eru beðnir að sækja þá milli kl. 16 og 17 í dag. Garðaberg lokað. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a. leiðsögn við bókband eftir hádegi. Kl. 10.30 létt ganga um ná- grennið. Spilasalur opinn frá hádegi. Kl. 13 kóræfing. Uppl. á staðnum og s. 575-7720. Strætisvagnar S4, 12 og 17 stansa við Gerðuberg. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9, aðst. við böðun, smíðar. Kl. 14.30 verður farið á handverkssýninguna á Aflagranda. Skráning á skrifstofu. Kl. 15, kaffiveitingar. Hraunbær 105 | Kl. 9–12.30 handavinna. Kl. 9 baðþjónusta. Kl. 12–12.30 hádegismatur. Kl. 14.45 bókabíllinn. Kl. 14 bingó. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl 9. Leikfimi kl. 11.30. Tréút- skurður kl. 13. Brids kl. 13, boccia kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu kl. 9–12, postulínsmálun. Jóga kl. 9–12.15, Björg F. Hársnyrting s. 517-3005/849-8029. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaðaklúbbur og umræður kl. 10. Leikfimi í salnum kl. 11. „Opið hús“ spilað á spil, vist/brids, kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir. Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl. 9–12 myndlist, opin hárgreiðslu- stofa, s. 588-1288. Opinn umræðuhópur kl. 13 í umsjá djákna Áskirkju. Kaffi og súkkulaðirúsínur í boði. „Jafnvel þótt vor ytri maður hrörni, þá endurnýjast dag frá degi vor innri mað- ur“ (2. Kor. 4.16.). Kl. 14 leikfimi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handverksýning hefst í dag kl. 13. Sýndir verða munir sem gestir og heimamenn hafa unnið í vet- ur. Hátíðarkaffi, skemmtiatriði, söngur og dans. Fyrir dansi spilar Vitatorgsbandið. Allir velkomnir. Þórðarsveigur 3 | Kl. 13 opinn salurinn. Kl. 13 boccia. Kl. 14.30 bingó. Kirkjustarf Áskirkja | Hreyfing, sitjandi á stólum, til styrktar líkama og sál kl. 10.15 í umsjá djákna Áskirkju. Breiðholtskirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10. Hvað er á döfinni í sumar? Djús, kaffi og ávextir í boði. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20. Biblíufræðsla, samvera og fjör. Allir unglingar velkomnir. Vegurinn, kirkja fyrir þig | Smiðjuvegi 5. Unglingasamkoma í kvöld kl. 20. Ekki missa af tækifæri til koma inn í nærveru Guðs. Lofgjörð, Gunnar Wiencke predikar, fyrirbæn og kær- leikur. Allir velkomnir. 90 ára afmæli. Hinn 8. maí sl.varð níræð ára Guðbjörg Kristjánsdóttir. Af því tilefni tek- ur hún á móti gestum í sam- komusalnum að Árskógum 6, fyrstu hæð, laugardaginn 12. maí, milli kl. 14 og 16. 80ára afmæli. Páll M. Aðal-steinsson, bifreiðarstjóri, verður áttræður 15. maí n.k. Af því tilefni heldur hann upp á afmælið sitt laugardaginn 12. maí, í höfuð- stöðvum Þróttar, vörubifreiða- stöðvar, að Sævarhöfða 12 í Reykjavík, frá kl. 16-18. 55ára afmæli. Í gær, 10 maí,varð fimmtíu og fimm ára Haukur Dalmar, Hverfisgötu 88c, Reykjavík. Hann vill þakka öllu því góða fólki sem leitað hafa til Læknareglunnar í trú og skilningi. Með blessun til allra. Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeremía 10, 6.) Tónlist Cafe Amsterdam | Rokktónleikar í kvöld þar sem þrjú kraftmikil þunga- rokksbönd stíga á svið, hljómsveitirnar Lister, Perfect Disorder og Wreckless. Frítt inn. Hallgrímskirkja | Kór Akureyrarkirkju heldur tónleika á morgun, laugardag, kl. 16. Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson. Björn Steinar Sól- bergsson leikur á orgel. Fjölbreytt dagskrá. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Salurinn, Kópavogi | Uppselt er á píanótónleika Víkings Heiðars Ólafs- sonar kl. 20 í kvöld. Aukatónleikar verða haldnir mánudaginn 14. maí kl. 20. Miðasala á www.salurinn.is og í síma 570-0400. Miðaverð: 2.000/ 1.600 kr. Myndlist Populus Tremula | Ástarörlaganna þjáningarfulla sæluvíma. Jón Henrysson opnar sýningu. Daglega birtast alls kyns frummyndir lífs- gleðinnar og það reynir á þolrifin að þreyta lífsgönguna. Sem betur fer eigum við ýmislegt til þess að verja okkur gegn táraflóði lífsins. Línu- teikningar og sjálfshjálparlesefni um kærleikann mynda síðan kjarna sýningarinnar. Opið kl. 14–17. Suðsuðvestur | Þuríður Sigurðardóttir kynnir myndbandsverk og sína nýjustu málverkaröð á sýningunni „Stóð“ sem verður opnuð á morgun, laugardag. Sýningin stendur til 17. júní. Opið kl. 14–17.30. www.sudsud- vestur.is Skemmtanir Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi um helgina. Á laugardagskvöld verður Framsóknarflokkurinn með kosning- arvöku og verður frítt inn á dansleikinn. Fyrirlestrar og fundir Gerðuberg | Aðalfundur íslenska bútasaumsfélagsins verður í Gerðu- bergi á morgun, laugardag, kl. 13–14. Húsið opið kl. 9–17 laugardag og sunnudag. Sýningar, námskeið o.fl. báða dagana. Hótel Loftleiðir | Vor í íslenskri verkefnastjórnun. Útskriftarnemendur í MPM-námi við verkfræðideild Háskóla Íslands kynna fjölbreytt og hnit- miðuð lokaverkefni tengd verkefnastjórnun á opinni ráðstefnu kl. 13–17. Ráðstefnan fer fram í þremur straumum og á hverjum tíma verða þrjú verkefni til kynningar. Sjá dagskrá á www.mpm.is. Allir velkomnir. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Dagana 18. til 22. júní ekið um Sprengi- sand-Vopnafjörð-Þórshöfn-Langanes-Skálar-Ásbyrgi-Dettifoss- Akureyri-Reykjavík. Uppl. í s. 892-3011. NÚ UM helgina, föstudag 11., laugardag 12. og mánudag 14. maí, milli kl. 13 og 16 verður handverkssýning í félags- miðstöðinni við Vitatorg, Lindargötu 59. Verða þar sýndir listmunir sem gestir hafa unnið að undanfarin tvö ár. Námskeið eru haldin í fé- lagsmiðstöðinni í ýmsum greinum handverks. Má nefna bókband sem kennt er af bókbandsmeistara, leirlist undir handleiðslu leirlistarkonu og glerlist, bæði glerskurð og gler- bræðslu, sem glerlistakona stýrir. Einnig er opin vel tækjum búin handa- vinnustofa þar sem leið- beinendur eru til aðstoðar. Þar kemur saman fólk á öllum aldri til þess að sauma, prjóna, hekla, föndra, hlusta á upplestur og njóta samvista við skemmtilegt fólk. Námskeið eru þar haldin í bútasaum o.fl. Trésmíðavinnustofa er opin alla virka daga frá kl. 8. 30 til kl. 12. Vinnustofan er ágætlega búin tækjum og áhöldum og aðstaðan góð. Kaffi og meðlæti verður framreitt alla sýningardagana, Vitatorgskórinn syngur kl. 14 en Vita- torgsbandið tekur síðan við og leikur fyrir dansi til kl. 16. Vitatorgsbandið samanstendur af fimm harmonikkuleik- urum, gítar- og trommuleikara og hafa vikulegar uppá- komur þeirra á Vitatorgi notið mikilla vinsælda. Auk þess mun barnakór heimsækja staðinn á laugardag. Félagsmiðstöðin við Vitatorg er opin öllum, óháð aldri. Starfsfólk Vitatorgs verður til staðar á sýningunni, svarar fyrirspurnum og kynnir starfsemina. Allir eru hjartanlega velkomnir! Félagsmiðstöðin við Vitatorg Handverkssýning 50ára afmæli. HafsteinnDaníelsson íþróttakennari er fimmtugur í dag, 11. maí. FRÉTTIR 90ár samtals. Í tilefni sextugsafmælis Halldórs Inga Karlsonar ogþrítugsafmælis Ingþórs Halldórssonar munu þeir feðgar taka á móti gestum í sal Stangveiðifélags Hafnarfjarðar við Flatahraun 29 í Hafnarfirði í dag föstudag 11. maí á milli kl. 19–22. Skartgripir Fjallkonunnar Reynomatic Café Mílanó Á MORGUN, 12. maí, verð- ur sumarhátíð hjá verslun Sævars Karls í Banka- stræti. Kynnt verður ný lína í karlmannafatnaði þar sem lögð er áhersla á smáatriði, snið, efni og frágang. Hátíð hjá Sævari Karli FÉLAGIÐ Ísland-Palestína áréttar ályktun aðalfundar fé- lagsins frá 21. mars 2007 og skorar á ríkisstjórnina að viður- kenna þegar í stað þjóðstjórn Palestínumanna á herteknu svæðunum. Í ályktun félagsins segir: Ut- anríkisráðherra hefur lýst vilja sínum til að taka upp eðlilegt stjórnmálasamband og forsætis- ráðherra hefur sagt að Íslend- ingar vilji hjálpa til í Palestínu. Skoðanir okkar á einstökum flokkum og stjórnmálaöflum í Palestínu geta ekki ráðið því hvort haft er eðlilegt stjórn- málasamband við löglega og lýð- ræðislega kjörin stjórnvöld. Slíkt væri alger vanvirðing við sjálfsákvörðunarrétt þjóðar sem okkur ber skilyrðislaust að virða. Við hljótum að virða niður- stöður frjálsra og lýðræðislegra kosninga. Það er í samræmi við samhljóða ályktun Alþingis frá 18. maí 1989, þar sem meðal annars er kveðið á um að virða beri sjálfsákvörðunarrétt palest- ínsku þjóðarinnar. Ennfremur ber að líta til þess að þjóðstjórn- in sem er tekin við forystu pal- estínsku stjórnvaldanna, stend- ur á mjög breiðum grunni og styðst við öll stjórmálaöfl sem kjöri náðu til löggjafarþingsins, stór og smá. Að hafna samskipt- um við þjóðstjórnina jafngildir að hafna rétti palestínsku þjóð- arinnar til sjálfsákvörðunar og í raun að hafna tilverurétti Pal- estínu. Með því er líka verið að taka þátt í pólitískri og efnahagslegri einangrun Palestínu og auka enn á áþján og hörmungar íbúa herteknu svæðanna. Slíkt má ekki viðgangast lengur. Utan- ríkisráðherra og ríkisstjórn Ís- lands verða þegar í stað að fara að fordæmi Norðmanna og við- urkenna þjóðstjórnina og aflétta viðskiptabanni gegn Palestínu. Þjóðstjórn Palestínu- manna verði viðurkennd árnað heilla ritstjorn@mbl.isdagbók Í dag er föstudagur 11. maí, 131. dagur ársins 2007 Útskriftarnemendur í meist-aranámi í verkefnastjórnun(MPM) við Háskóla Íslandsefna til ráðstefnu í dag und- ir yfirskriftinni Vor í íslenskri verk- efnastjórnun. Helgi Þór Ingason er dósent við Há- skóla Íslands og forstöðumaður MPM námsins: „Kynnt verða 33 verkefni nemendanna, sem hafa á vormisseri unnið með þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér í náminu og þróað nýjar hug- myndir á mörgum áherslusviðum verk- efnastjórnunar. Erindin eru fjölbreytt og fást við spennandi viðfangsefni en fyrirlestrum verður skipt niður í sex málstofur sem haldnar verða samtímis þrjár í senn,“ segir Helgi Þór. MPM námið er ný námsbraut við Háskóla Íslands. „Verkefnastjórnun er tiltölulega ung fræðigrein, sem byrjaði að þróast fyrir rösklega hálfri öld í tengslum við geimferðaáætlun Banda- ríkjanna. Verkefnastjórnun tengir saman fjölbreytta aðferðafræði, bæði tæknileg atriði eins og margvíslega áætlanagerð og eftirfylgni og einnig huglægari þætti eins og samskipti, hópefli, samningatækni og deilustjórn- un,“ segir Helgi Þór. „Íslenskt atvinnu- líf hefur verið að vakna til vitundar um þá möguleika sem felast í þesari stjórn- unarnálgun og leiddi vaxandi eftir- spurn eftir kennslu á þessu sviði til þess að MPM námsbrautin var stofnuð við verkfræðideild Háskóla Íslands. Nemendur í MPM námi koma úr ýmsum áttum: „Nemendur hafa fjöl- breyttan bakgrunn, til dæmis í við- skiptum, tæknigreinum og félags- vísindum, og læra bæði um fræðilega þætti og öðlast einnig praktíska nálgun sem þeir geta tekið með sér beint út í atvinnulífið og beitt á raunveruleg við- fangsefni,“ segir Helgi Þór. „Þessi fjöl- breytileiki endurspeglast í verkefn- unum sem kynnt verða á föstudag. Sem dæmi má nefna fyrirlestur Hildar Helgadóttur sem skoðar siðferðileg álitaefni í verkefnastjórnun, en áhrif verkefna á umhverfi og samfélag skipta æ meira máli í starfsemi fyrir- tækja. Mikið er rætt um myndun svo- kallaðra verkefnastofa í fyrirtækjum, þar sem verkefnum og þekkingu er safnað saman með skipulegum hætti. Anna Margrét Björnsdóttir fjallar um úttekt sem hún hefur gert á stöðu verk- efnastofa á Íslandi. Finna má dagskrá ráðstefnunnar og frekari upplýsingar um meistaranáms- braut í verkefnastjórnun á slóðinni www.mpm.is. Verkefnastjórnun | Ráðstefna meistaranema á Hótel Loftleiðum Vor í verkefnastjórnun  Helgi Þór Inga- son fæddist í Reykjavík 1965. Hann lauk C.S. prófi í véla- og iðn- aðarverkfræði frá HÍ 1989, MSc. prófi í verkfræði frá sama skóla 1991 og doktorsprófi frá Norska tækniháskólanum í Þránd- heimi 1994. Helgi Þór hefur starfað sem ráðgjafi og fyrirlesari á sviðum verkefnastjórnunar. Hann er dósent við véla- og iðnaðarverkfræðiskor HÍ. Sambýliskona Helga Þórs er Bylgja Scheving félagsráðgjafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.