Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kópavogur | Um 4,6 milljarða af- gangur var á rekstri bæjarsjóðs Kópavogar á síðasta ári. Séu A- og B- hluti lagðir saman er rekstraraf- gangurinn 4,3 milljarðar. Í fréttatil- kynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta sé metafkoma. Skatttekjur í ársreikningi urðu 18% hærri en árið 2005 og heildar- tekjur hækkuðu milli ára um 33%. Heildarútgjöld vegna framkvæmda og fjárfestinga bæjarsjóðs og stofn- ana hans námu 6,8 milljörðum í fyrra eða 38% af rekstrartekjum. Hreinar skuldir (án lífeyrisskuld- bindinga) á hvern íbúa lækkuðu um 98 þúsund eða úr 327 þúsundum á íbúa í 229 þúsund. Hreinar skuldir á íbúa námu 454 þúsund krónum í árs- lok 2003 og hefur raunlækkun skulda á síðustu þremur árum því verið 50%. Samkvæmt fjárhagsáætl- unum fyrir árin 2007–2010 er gert ráð fyrir enn frekari lækkun skulda þrátt fyrir áform um veruleg umsvif í fjárfestingum og framkvæmdum. Nettóskuldir Kópavogsbæjar á hvern íbúa námu 428 þúsund krón- um í árslok 2006, en námu 402 þús- undum árið áður. Skatttekjur Kópavogsbæjar námu 9,4 milljörðum í fyrra og voru 82,6% teknanna af útsvari og 14,2 af fast- eignasköttum. Skatttekjurnar urðu 120 milljónum meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Eins og áður voru fræðslu- og uppeldismál fjárfrekasti málaflokk- urinn, en til hans fóru 5,3 milljarðar eða 55,3% skattekna bæjarsjóðs. Aðrir útgjaldafrekir málaflokkar eru æskulýðs- og íþróttamál og fé- lagsþjónusta. Mikil fjölgun íbúa Á undanförnum 10 árum hefur íbúum Kópavogs fjölgað um 8.983 eða úr 18.553 í árslok 1996 í 27.536 í árslok 2006. Á árinu 2006 fjölgaði þeim um 1.068 eða um 4,0%. Þetta er hraðari fjölgun en árin þar á undan og mun meiri fjölgun en á landinu öllu. Á síðustu 10 árum fjölgaði íbú- um í Reykjavík um 10% og á landinu öllu um 14%. Metafkoma í Kópavogi Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Reykjavík | Framboð Frjálslyndra og óháðra fékk einn mann kjörinn í borgarstjórnarkosningunum fyrir um ári og auk þess sitja fulltrúar hans í ýmsum nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar en eins og stað- an er nú er aðeins einn þeirra eftir í Frjálslynda flokknum. Kjartan Eggertsson er áheyrn- arfulltrúi í framkvæmdaráði borg- arinnar og eini flokksbundni liðs- maður Frjálslynda flokksins í nefndum og ráðum borgarinnar. Hann bendir á að sömu reglur gildi í borginni og á Alþingi hvað þetta varði og framboðslistar ráði för. Ólafur F. Magnússon var kjörinn í borgarstjórn af F-lista, en vegna veikinda hans hefur Margrét K. Sverrisdóttir leyst hann af frá 8. febrúar. Hún sagði sig hins vegar úr flokknum í kjölfar Landsþingsins í lok janúar og er nú varaformaður Íslandshreyfingarinnar. Aðrir fulltrúar F-listans í ráðum og nefnd- um, Guðrún Ásmundsdóttir, Ásta Þorleifsdóttir, Anna Sigríður Ólafs- dóttir og Sveinn Aðalsteinsson, eiga það sameiginlegt með Margréti að hafa gengið úr flokknum. Kjartan segir að breytingin hafi ekki komið að sök. Stjórnmál snúist um hæfileika til mannlegra sam- skipta og í raun og veru sé ekki um nein ágreiningsmál innan hópsins að ræða. Allir hafi sínar skoðanir, „en hins vegar á ég nú von á því að allt þetta fólk komi heim aftur“, segir hann. Einn eftir hjá Frjálslyndum FJÖLSMIÐJAN í Kópavogi hefur tekið í notkun pappakurlvél sem endurnýtir bylgjupappa. Umhverf- isráðuneytið styrkti Fjölsmiðjuna um 1,5 milljónir kr. til kaupa á vél- inni og gangsetti Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra vélina í gær. Nemar Fjölsmiðjunnar munu vinna við nýju kurlvélina. Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðj- unnar, sagði að hráefnið kæmi víða að, frá fyrirtækjum, gámastöðvum og Sorpu. „Þetta er bylgjupappi sem annars er sendur með skipi til Svíþjóðar og endurunninn þar. Við viljum endurvinna þennan pappa hér á landi,“ sagði Þorbjörn. Pappakurlið verður einkum notað við húsdýrahald, m.a. sem undirlag fyrir hesta, kjúklinga og svín. Nú eru 57 nemar hjá Fjölsmiðj- unni og tíu starfsmenn. Starfsem- inni er skipt í sjö deildir, trésmíða- deild, bíladeild, rafdeild, hússtjórnardeild, pökkunardeild, tölvudeild, hönnunardeild og kennsludeild. Sumir nemanna stunda nám og eru náms- og starfs- ráðgjafar þeim innan handar. „Við erum alltaf með 50–60 nema og oft biðlista. Ef losnar pláss þá fyllist það strax. Það hafa rétt tæp- lega 300 nemar farið í gegn hjá okkur á þessum sex árum sem Fjöl- smiðjan hefur starfað. Meðaldvöl er sex til átta mánuðir. Okkur hefur tekist að finna vettvang fyrir 80% þeirra,“ sagði Þorbjörn. Nemarnir hafa þá ýmist farið í skóla eða vinnu. En hvaðan koma nemarnir? „Þetta eru krakkar sem ekki hafa fundið sér farveg eftir grunn- skóla. Þarna er líka brotthvarfs- hópurinn. Einstaka er að taka sig á og gera eitthvað annað en að vera í neyslu,“ sagði Þorbjörn. Ljósmynd/Fjölsmiðjan Endurvinnsla Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra gangsetti nýju pappa- kurlvél Fjölsmiðjunnar í gær. Vélin gerir kleift að endurnýta bylgjupappa. Endurvinna bylgjupappa Seltjarnarnes | Skattar munu lækka enn á Seltjarnarnesi á næsta ári. Tillaga sjálfstæðismanna þessa efnis var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag. Samkvæmt tillögunni verður álagn- ingarstuðull fasteignaskatts á íbúð- arhúsnæði árið 2008 lækkaður úr 0,24% í 0,20%. Álagningarstuðull vatnsskatts verður lækkaður úr 0,13% í 0,10% og álagningarstuðull fráveitugjalds verður 0,097% af fast- eignamati, hinn lægsti á höfuðborg- arsvæðinu. Þá mun útsvar einnig lækka árið 2008 og verður 12,10% í stað 12,35%. Í fréttatilkynningu frá meirihlutanum segir að með þessum breytingum sé enn frekar tryggt að skattgreiðendur á Seltjarnarnesi muni áfram búa við bestu skattkjör á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun bæjarstjórnar felur í sér tvennt. Annars vegar breytingu á innheimtu gjalda á Seltjarnarnesi og hins vegar heildarlækkun gjalda í bæjarfélaginu. Leggja á fráveitugjald Seltjarnarnes hefur um skeið ver- ið eina sveitarfélag landsins sem ekki leggur á fráveitugjald. Hefur þetta fyrirkomulag þýtt að bæjar- sjóður hefur kostað rekstur Fráveitu Seltjarnarness en veitan ekki haft sjálfstæðan tekjustofn á móti bók- færðum útgjöldum. Endurskoðend- ur bæjarins hafa við gerð ársreikn- inga veitunnar bent á nauðsyn þess að veitan hafi tekjur á móti gjöldum til að stemma stigu við bókhaldslegu rekstrartapi. „Meirihlutinn telur eðlilegt að bregðast við þessari ábendingu og taka upp hóflegt frá- veitugjald frá og með árinu 2007. Verður gjaldið það lægsta á höfuð- borgarsvæðinu en nægir engu að síð- ur fyrir útgjöldum fráveitunnar á grundvelli gildandi fjárhagsáætlun- ar, auk lítilsháttar rekstrarafgangs sem í fyllingu tímans mun leiðrétta neikvæða eiginfjárstöðu veitunnar,“ segir í fréttatilkynningu. Í tilkynningunni segir að meiri- hluti sjálfstæðismanna á Seltjarnar- nesi hafi lagt áherslu á ábyrga fjár- málastjórn bæjarins og lágar álögur og því sé jafnframt því gerð tillaga um lækkun skatta. „Samkvæmt til- lögunni er því um heildarlækkun gjalda að ræða. Eftir ofangreinda breytingu verða allir gjaldastuðlar fasteignagjalda auk útsvars þeir lægstu á höfuðborgarsvæðinu sem í senn endurspeglar sterka fjárhags- lega stöðu Seltjarnarnesbæjar og vilja meirihluta Sjálfstæðisflokks til að láta skattgreiðendur njóta traustrar stöðu og hagfellds rekstrar bæjarsjóðs með lækkun gjalda um- fram þær tekjur sem fráveitugjald hefur í för með sér. Ef miðað er við skatthlutföll annarra sveitarfélaga er skattgreiðendum á Seltjarnarnesi því hlíft við á þriðja hundrað millj- ónum króna í skattgreiðslum á ári því sveitarfélagið fullnýtir ekki gjaldtökuheimildir sínar. Með þessu má segja að á hverju heimili sparist hundruð þúsunda skattkróna á við það sem gerist annars staðar.“ Skattar lækka enn frekar á Nesinu Morgunblaðið/Árni Torfason KOM á mig, að hið fyrsta sem blasti við mér þegar ég opnaði Morgunblaðið eftir rúmlega vikudvöl í Kaupmanna- höfn var tilkynning um andlát Elíasar B. Halldórssonar listmálara. Þurfti satt að segja að kafa djúpt í lindir minninganna þegar ég settist fyrir framan tölvuskjáinn í þeim ásetningi að skrifa nokkrar línur um listamanninn. Kynnin voru umtalsverð á seinni hluta sjötta áratugar síðustu aldar og nokkuð fram eftir hinum sjö- unda, eða allt þar til Elías fluttist til Sauðárkróks 1963, hvar hann bjó til ársins 1986, sambandið lítið sem ekk- ert allan þann tíma. Á Króknum var Elías lengstum upptekinn af brauð- stritinu en mun hafa málað eitthvað er færi gafst, eða allt fram til 1974 er hann lét kylfu ráða kasti og sneri sér alfarið að málaralist og listgrafík.Var þá stundum haft að orði í gamni og al- vöru að hann væri eini virki alvöru myndlistarmaðurinn á landsbyggð- inni. Seinna, þá Elías var fluttur til Reykjavíkur, hafði ég afar lítið af hon- um að segja nema í sambandi við framkvæmdir á myndlistarsviði ásamt því að hitta hann endrum og eins á förnum vegi og á heimili Sigurðar Sigurðssonar listmálara í Kópavogi. Sigurður heitinn var helstur læri- meistari Elíasar í Handíðaskólanum og alla tíð hollur bandamaður í list og pólitík, starfsbræðurnir urðu að auk nágrannar og nánir vinir. Þótt ólíkir væru til orðs og æðis áttu þeir samt eitt sameiginlegt, sem var hógværð um eigin listsköpun, voru hvergi að trana sér fram né slá um sig. Elías þó öllu iðnari við sýningahald enda listin hans eina lifibrauð, þurfti annars ekki mikið til þar sem einkasýningar Sig- urðar urðu varla meira en 2-3, mað- urinn hins vegar yfirkennari Handíða- og myndlistarskólans, að auk virtur og virkur portrettmálari, sem yfirleitt hefur gefið vel í aðra hönd, auðsöfnun þó ekki inni í myndinni, báðir sósíal- istar og aðhaldssöm náttúrubörn. Elías var í fyrsta árganginum sem ég kenndi listgrafík þá Lúðvíg Guð- mundssyni tókst á endanum að fá mig að skólanum haustið 1956, en kennsla var mér, vægt til orða tekið, afar fjar- læg. Meðal nemenda á fyrsta ári voru einnig Gísli B. Björnsson, seinna landsþekktur auglýsingahönnuður og hinn nafntogaði teiknari og ævintýra- maður Alfreð Flóki Nielsen ásamt öðru efnisfólki. Mikill hugur í þeim öll- um og bekkurinn sætti sig ekki við ástandið þegar ég neitaði skólastjóra með öllu að taka upp þráðinn næsta vetur, önnur áform og eigingjarnari í burðarliðnum. Ekki veit ég hvort þeir Elías og Gísli voru gerðir út á minn fund af hinum í deildinni til að skora á mig að snúa aftur eða að það hafi verið að eigin frumkvæði, en litið til baka virðist hafa verið of erfitt fyrir mig að hafna tilmælum sem komu frá nem- endunum sjálfum, ekki um aðra kosti að ræða í dæminu, listspírurnar þá leiðbeinendalausar í grafík og illt í efni. Þetta reyndist eftirminnilegur og góður tími, þrátt fyrir frumstæð skil- yrði og meðal annars bættist Zakarías Heinesen í hópinn og vann eftirtektar- verða hluti. Myndlistakennararnir í skólanum voru auk mín aðeins tveir, Sigurður Sigurðsson og Sverrir Haraldsson, en Björn Th. Björnsson kenndi listasögu, og þó gengu hlutirnir sem smurðir í nýju kennsluhúsnæði að Skipholti 1. Ekki svo að allt hafi verið best í fortíð- inni en félagslífið var mikið og gott, nemendur og lærimeistarar umgeng- ust hverjir aðra sem jafningja og þó örlaði fyrir þeirri pólitík sem seinna varð banabiti skólans og lengstum hef- ur grómað íslenskan listavettvang. Kannski aldrei meir en á seinni árum, þegar misvitrir skólaspekingar þykj- ast hafa uppgötvað að hægt sé að kenna list og arkitektúr, svona eins og rennismíði, fortíðinni skuli svo helst pumpað niður eins og hverjum öðrum mannanna úrgangi. Þetta voru tímar er ungir sem höfðu metnað til listnáms urðu alfarið að treysta á sjálfa sig en lögðu þó ótrauð- ir út í hæpið spil þar sem brugðið gat til beggja vona. Engin námslán né námsstyrkir en Lúðvíg Guðmundsson gaf í sumum tilvikum skólagjöld eftir, einkum þeim dugmeiri, og ungir létu margt yfir sig ganga í þeirri von að komast til framhaldsnáms við grónar skólastofnanir í útlöndum sem á þeim árum voru sem árdegishillingar langt langt í burtu. Elías hélt utan að loknu námi í Handíðaskólanum 1958, og var stefnan fyrst tekin á Akademíuna í Stuttgart, sama gerði skólafélagi hans Gísli B. Björnsson en sá innritaði sig í hagnýta myndlist, eins og auglýsinga- hönnun var þá kölluð. Einhverra hluta vegna tolldi Elías ekki nema í eitt ár í Stuttgart og hélt þá til Kaupmanna- hafnar hvar hann nam við Akadem- íuna við Kóngsins nýjatorg, en þó ein- ungis yfir veturinn. Ekki veit ég gjörla hversu olli að hann festi á hvor- ugum staðnum rætur og þó var heil- mikið að gerast á þeim báðum, kímið að byltingarkenndum hvörfum og kú- vendingum næsta áratugar að festa rætur austan hafs sem vestan og list- nám um sumt mun fjölþættara en það er í dag. Á þeim tíma var Elías mjög leitandi kappsamur og eirðarlaus og líkast til mun hann ekki hafa fundið það sem rímaði við væntingum hans og ekki skal litið framhjá auraleysi. Ungir af klakanum ákafir og óþolin- móðir, akademíin og hið stranga sí- gilda form grunnnámsins sem innan þeirra var þá helst iðkað lítt eftirsókn- arvert fyrir suma þeirra, og engan veginn inni meðal framsækinna list- spíra er vildu umbylta heiminum. Þrátt fyrir athafnasemi sína á myndlistarvettvangi var Elías öðrum þræði utangarðs, og eftir öllum sólar- merkjum að dæma hélt hann sér til hlés, var til að mynda aldrei virkur í félagsmálum. Og nú þá ég lít til baka og fyrri kynna okkar undrar mig að hvorugur heimsótti hinn, sér í lagi í ljósi þess hvernig samskiptum okkar var fyrrum háttað. Mörgum vænum stundum með öðrum nemendum skól- ans, meðal annars í bragganum sem Sigurður Sigurðsson hafði innréttað svo listilega í Múlakampi. Þó alltaf mikið gott á milli okkar er við hitt- umst, sem var aðallega á sýningum á Listasafni Íslands og að Kjarvals- stöðum og hann þá ómyrkur í máli um ástandið á hvorum staðnum fyrir sig og félagsmálum almennt. Ég kynntist aldrei spúsu Elíasar en þau eignuðust þrjá syni, má hér nefna að hinn elsti Sigurlaugur, myndlistar- maður og ljóðskáld var um skeið nem- andi í grunnnámsdeild Myndlista- og handíðaskólans, og með efnilegustu nemendum sem í þann skóla hafa stig- ið, en veiktist og hætti námi, mun þó að ég best veit hafa náð fullri heilsu. Næst ber að nefna Gyrði, hið frækna skáld, en yngstur er Erlingur Nökkvi ljósmyndari og tæknimaður. Elíasi Birni Halldórssyni listmálara var í lifanda lífi minna hampað en skyldi og trúlega þekkja ungir, út- skrifaðir úr Listaháskóla Íslands, ekki meira til hans en fjarlægra reiki- stjarna, hér nokkurt mál að ábyrgir taki við sér … Bragi Ásgeirsson Elías B. Halldórsson Morgunblaðið/Einar Falur Vegna mistaka birtist grein Braga ekki á útfarardag. MENNING ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.