Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍSLENDINGAR hafa vakið athygli fyrir útsjónarsemi í viðskiptum. Ís- lenskir vísindamenn skara fram úr á mörgum sviðum og við getum nú selt þekkingu og nýtt þekkingu til aukinnar velmegunar fyrir okkur sjálf og aðrar þjóðir. Miklu skiptir að íslenska þekkingarsamfélagið fái svig- rúm og geti notið sín á öllum sviðum. Þekkingarsam- félagið er ekki eingöngu bundið við háskóla og háskóla- menntun. Starfsþekking er ekki síður mikilvæg. Það gleymist oft að Evrópa varð rík álfa af því að hún átti góða, duglega, vel menntaða handverksmenn. Í dag skort- ir á að námi í handverksgreinum sé nægjanlega sinnt af stjórnvöldum og mikilvægi handverksgreina sé metin og njóti virðingar í samræmi við mikilvægi þeirra. Nauðsynlegt er að efla nám og stöðu iðn- og verkmenntunar vegna þess að sú undirstaða er mikilvæg til uppbyggingar og velmegunar. Vegna virkjanaframkvæmda undanfarin ár eigum við nú vísindamenn í fremstu röð í heiminum. Búum í sumum tilvikum einir að nauðsynlegri þekkingu og verkkunnáttu til að byggja upp vistvæn orkuver. Við verð- um að ýta undir það að þessi þekking nýtist og það eru víða verkefni í okkar heimshluta sem kallar á þekkingu og reynslu vísinda- og hand- verksmanna okkar á þessum sviðum. Möguleikar okkar eru miklir. Við erum ríkasta þjóð í heimi á hvern íbúa af vatni. Við eigum enn gjöful fiskimið við strendur landsins og okkur ber að nýta þessar auðlindir af skynsemi til hagsbóta fyrir alla borgara þessa lands. Gjafakvótakerfið verður að afnema og hömlur og framsal vatnsréttinda til einstaklinga í andstöðu við heildarhagsmuni þjóðarinnar eiga ekki að koma til greina. Möguleikar þjóðarinnar, geta, dugnaður og menntun stendur til þess að við getum búið hér við bestu aðstæður í heimi. Spurningin í því sam- bandi er helst sú hvernig verður heildarstjórn þjóðfélagsins háttað. Mun- um við njóta góðrar ríkisstjórnar sem hugsar um heildarhagsmuni? Mun- um við hafa stjórn þar sem gætt er að því að vísindasamfélagið fái að njóta sín? Fái þá örvun sem nauðsynleg er? Munum við hafa ríkisstjórn sem veitir viðskiptalífinu eðlilegt svigrúm á sama tíma og þess er gætt að hvergi sé slegið af kröfum frjálsrar samkeppni? Munum við fá víð- sýna ríkisstjórn sem afnemur kvóta og innflutningshöft? Kjósi þjóðin fólk sem er fært um að stjórna til hagsbóta getum við náð meiri árangri og betri lífskjörum en nokkur önnur þjóð. Aðstæðurnar eru fyrir hendi- .Við skulum ekki missa af tækifærinu. Við þurfum víðsýna framfara- stjórn. Nýir möguleikar Eftir Jón Magnússon Höfundur er í fyrsta sæti Rvk. Suður fyrir Frjálslynda flokkinn. VILTU framlengja líf fráfarandi rík- isstjórnar? Eða viltu stokka upp spilin og gefa upp á nýtt? Þegar búið er að sópa upp flugritum og dreifimiðum kosninga- baráttunnar og slag- orðavaðlinum linnir, þá er þetta sú spurning, sem allir kjósendur verða að lokum að gera upp við sig. Það varðar miklu fyrir framtíð Íslands, að þing- meirihluta stóriðjuflokk- anna verði hnekkt. Hvers vegna? Vegna þess að veðsetning hins dýrmæta orku- forðabúrs Íslands til mengandi stóriðju fyrir spottprís er úrelt stefna og vondur bissniss. Við vitum, að haldi stóriðjuflokkarnir þingmeirihluta sínum, verður haldið áfram á rangri braut. Sjálfstæðisflokk- urinn stefnir að því að einkavæða Lands- virkjun. Það er röng stefna, þegar af þeirri ástæðu, að einkavæðing ríkisfyr- irtækis, þar sem ríkir einokun eða fá- keppni á markaði, er ævinlega andstæð hagsmunum neytenda. Álnýlenda? Með því að láta einkarekin orkuvinnslu- fyrirtæki semja beint við megaálverin um verð á orkunni; og með því að láta fjársvelt sveitarfélög keppa innbyrðis um að hreppa hnossið, mun þjóðin glata forræði yfir orkulindunum. Og stjórn- völd firra sig pólitískri ábyrgð í leiðinni. Þetta er sú stefna, sem mörkuð hefur verið fyrir næsta kjörtímabil. Þetta mun gerast, ef stóriðjuflokkarnir halda þing- meirihluta sínum. Ef álfurstarnir, sem nú standa í biðröð eftir því að fá að nýta orkuforðabúr Ís- lands fyrir sín mengandi álver, fá vilja sínum framgengt, og álverin verða reist í hagkvæmustu stærð, verður orkuforð- abúr Íslands uppurið á einum og hálfum áratug. Það væri búskussaháttur. Við hefðum þá raðað öllum okkar eggjum í sömu körfuna, eins og gerðist með fisk- inn forðum. Áður en við vissum af, yrði Ísland orðið að álnýlendu. Það er ekki öf- undsvert hlutskipti. Það er enn tími til að koma í veg fyrir þetta slys. Til þess þarf sá hópur kjós- enda að hugsa sinn gang, sem er ósam- mála stóriðjustefnunni, en hefur hingað til fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum. Rökin fyrir því, að þetta fólk geri rétt í geta einfaldlega ákveðið að tryggja Óm- ari Ragnarssyni verðskuldað þingsæti. Með því að tryggja Ómari þingsæti geta þessir kjósendur gert margt í senn: Fellt ríkisstjórnina, hnekkt stór- iðjustefnunni, veitt Sjálfstæðisflokknum nauðsynlegt aðhald, axlað ábyrgð gagn- vart afkomendum sínum og gengið út úr kjörbúðinni með góðri samvisku. Ómar Ragnarsson er sá maður, sem af heitu hjarta og horskum huga hefur var- að þjóð sína við því yfirvofandi slysi að selja orkuforðabúr Íslands til mengandi stóriðju fyrir spottprís. Hann á erindi inn á Alþingi Íslendinga sem fulltrúi hins pólitíska slysavarnarfélags til að segja: Hingað – en ekki lengra. Þið þekkið hann. Þið vitið, að þið getið treyst hon- um. Hann verðskuldar traust ykkar. að hugsa sitt ráð upp á nýtt, eru eftirfar- andi: Tromp á hendi Orkuforðabúr Íslands í jarðvarma og fallvötnum er dýrmæt auðlind. Núlifandi kynslóð ber þá ábyrgð frammi fyrir af- komendum sínum að ganga ekki með óafturkræfum hætti á þennan höfuðstól. Við sem nú lifum erum að upplifa enda- lok þess hagsögulega tímabils, sem var drifið áfram af kolum, olíu og gasi. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru staðreynd. Það þýðir, að okkar hreina orka verður æ verðmætari með hverju árinu sem líður. Rétturunn til að nýta orkuna á að verða æ dýrari. Við höfum því tromp á hendi. Handan við hornið bíður bylting í öfl- un jarðhita með nýrri bortækni. Það hill- ir líka undir byltingu í tækni til að knýja samgöngutæki, bíla- og skipaflota, með vistvænni orku. Íslands bíður sú heillandi framtíðarsýn, að geta orðið fyrsta hreina orkuhagkerfi heimsins. Ætlum við að glutra niður því tækifæri? Slysavarnarfélagið? Ef mark er takandi á skoðanakönnunum dagana fyrir kjördag, virðast litlar líkur á, að núverandi stjórnarandstöðuflokk- um takist að hnekkja þingmeirihluta stóriðjuflokkanna, Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokksins. Það stefnir því í stór- slys. Samkvæmt þessum sömu skoð- anakönnunum er umtalsverður hópur kjósenda stjórnarflokkanna, einkum Sjálfstæðisflokksins, í grundvall- aratriðum ósammála stóriðjustefnu frá- farandi ríkisstjórnar. Samt virðast þessir kjósendur ætla að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn, annaðhvort af gömlum vana, eða af öðrum ástæðum. Þessir kjósendur bera þunga ábyrgð frammi fyrir afkom- endum sínum, börnum, barnabörnum og framtíð Íslands. Ég skora á þetta ágæta fólk að hugsa ráð sitt vandlega og koma í veg fyrir slys. Hugnist þessum kjósendum ekki, af hvaða ástæðum sem það kann að vera, að kjósa núverandi stjórnarand- stöðuflokka, þá eiga þeir enn eftir einn kost, sem getur dugað til að hnekkja nú- verandi stóriðjustefnu, án þess að skuld- binda sig af öðrum og óskyldum hlutum. Þennan kost geta óánægðir sjálfstæð- ismenn í Reykjavík suður tekið. Þeir Pólitískt slysavarnarfélag Eftir Jón Baldvin Hannibalsson Höfundur var í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í rúm fimm ár. „Með því að tryggja Ómari þingsæti, geta þessi kjósendur gert margt í senn: Fellt ríkisstjórnina, hnekkt stór- iðjustefnunni, veitt Sjálfstæðisflokknum nauðsynlegt aðhald, axlað ábyrgð gagn- vart afkomendum sínum og gengið út úr kjörbúðinni með góðri samvisku,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson. RAGNHILDUR Sigurðardóttir frambjóðandi Íslandshreyf- ingarinnar á Suðurlandi skrifaði grein í Morgunblaðið fimmtu- daginn 10. maí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Goðsögnin um álverið við Húsavík“. Fullyrðingar frambjóðandans eiga ekki við nokkur rök að styðjast og þarfnast leiðréttingar. Unnið er að hagkvæmnirannsóknum fyrir ál- ver á Bakka sem miðast við 250 þúsund tonna ársframleiðslu. Rannsóknin miðast við þessa stærð af álveri sem þarf orku sem nemur um 400 MW. Allar fullyrðingar greinarhöfundar um annað eru úr lausu lofti gripnar. Í greininni er vitnað í skýrslu sem unnin var í kjölfar samanburðarrannsókna milli þeirra staða sem skoðaðir voru fyrir álver á Norðurlandi. Auk Bakka við Húsavík komu Brimnes í Skagafirði og Dysnes í Eyjafirði til greina. Þetta var í fyrsta sinn sem svo umfangsmikil samanburð- arrannsókn hefur verið gerð fyrir opnum tjöldum hérlendis í að- draganda staðarvals fyrir stóriðju. Svo virðist sem greinarhöf- undur misskilji staðarvalsskýrsluna svonefndu og telji að allir virkjunarkostirnir sem skoðaðir voru miðist eingöngu við álverið á Bakka. Það er ekki rétt. Þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu um að kanna kosti þess að reisa 250 þúsund tonna álver á Bakka var tekið fram að stefnt yrði að því að álverið yrði það fyrsta í heiminum til að nýta eingöngu jarðhita og að því er stefnt. Allt tal frambjóðandans um annað er því rangt. Rannsóknir hafa einkum beinst að Þeista- reykjum, Kröflusvæðinu og Bjarnarflagi og þar hafa verið bor- aðar rannsóknarholur. Fyrstu athuganir lofa mjög góðu og há- hitasvæðið við Þeistareyki gefur fyrirheit um að orkan þar sé mun meiri en gert hefur verið ráð fyrir. Mér er ljúft að upplýsa frambjóðandann um að fullyrðingarnar í áðurnefndri blaðagrein um raflínur þvers og kruss um Norðurland og virkjun fallvatna eru því fjarri öllum sannleika. Eingöngu er rætt um nýtingu jarðvarma. Mikil áhersla verður lögð á að öll mannvirki sem tengjast fyr- irhuguðum framkvæmdum falli sem best að umhverfinu, enda eru íbúar hér meðvitaðir um að svæðið er viðkvæmt. Hér er nátt- úrufegurð sem laðar að sér fjölda ferðamanna á ári hverju og áhersla verður lögð á að ferðafólk sjái náttúruna en ekki há- spennumöstur og línur. Sem dæmi má nefna að línan frá Þeista- reykjum, sem er næst Húsavík, verður innan við 30 kílómetra löng. Þess ber líka að geta að vegalengdin frá því jarðhitasvæði sem liggur fjærst Húsavík er ríflega 50 km. Gert er ráð fyrir því að frá virkjuninni liggi tvær háspennulínur um afskaplega fáfarna leið og verða ekki sýnilegar fyrr en við þjóðveginn hjá Bakka. Ég get glatt frambjóðandann með því að ákvarðanir um orku- öflun liggja fyrir áður en ráðist verður í framkvæmdir á svæðinu og áhersla verður lögð á skynsamlega nýtingu jarðorkunnar og afturkræfar aðgerðir. Ragnhildur Sigurðardóttir er velkomin til Húsavíkur hvenær sem er til þess að kynna sér staðhætti, mann- líf og verðandi framkvæmdir við álver á Bakka. Við Þingeyingar tökum vel á móti henni. Staðreyndir um álver á Bakka Eftir Berg Elías Ágústsson Höfundur er sveitarstjóri í Norðurþingi. „Kidda, þú átt örugglega eftir að enda á Alþingi. Þú talar svo mikið!“ Þetta var sagt við mig þegar ég var ung stúlka. Hvers vegna hóf ég af- skipti af stjórn- málum? Ég hef miklar skoðanir á umhverfinu í kring- um mig og óend- anlegan áhuga á manneskjunni í sinni víðtækustu mynd. Ég hef áhuga á því að hafa áhrif og breyta samfélaginu þannig að það rúmi alla sína þegna en ekki aðeins meðalmanninn. Lítið, ríkt samfélag eins og við þekkjum hér á landi á að geta verið fyrirmynd- arsamfélag. Við höfum tækifæri til þess að vinna einstaklingsmiðað og byggja samfélag sem hefur alla í huga. Ég hef starfað að málefnum fatlaðs fólks frá árinu 1999, fyrst sem stuðningsfulltrúi, svo deild- arstjóri og að lokum forstöðumaður á sama sambýli. Ég hef setið ótal ráðstefnur sem fjallað hafa um mál- efni fatlaðs fólks í víðtækri mynd. Einnig hef ég menntað mig með BA-gráðu í sálfræði og diplómagr- áðu í fötlunarfræðum þannig að ég hef góðan grunn til þess að vinna að félagsmálum en þar liggur minn helsti áhugi í stjórnmálum. Ég hef orðið vör við hvar skórinn kreppir og hvar og hvernig er hægt að gera betur. Þau málefni sem snúa að fötluðu fólki eiga einnig við um aðra hópa eins og málefni aldr- aðra, málefni innflytjenda og fjöl- skyldumálin. Gagnvirkt samráð er afar mikilvægt þar sem þeir sem málin snúa að: notendur, aðstand- endur, fagfólk, stjórnmálamenn, embættismenn, fræðimenn og aðrir eru virkir þátttakendur í til- raunaverkefnum og ákvörðunarferl- inu. Það er mikilvægt að ráðast ekki í miklar breytingar nema hafa rannsakað nýjar leiðir með til- raunaverkefnum. Eins og kenn- arinn minn í fötlunarfræðum, dr. Rannveig Traustadóttir, fé- lagsfræðingur og dósent í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands, sagði eitt sinn: „Það dytti engum verkfræðingi í hug að byggja brú nema gera allar mögu- legar mælingar áður.“ Eins á því að vera farið með málefni fólks. Það á ekki að ráðast í stórframkvæmdir nema búið sé að gera athuganir og vinna tilraunaverkefni áður til að kanna hvort „brúin“ heldur. Þess vegna er einnig mikilvægt í þessum málaflokkum að góð samvinna sé við fræðafólk sem vinnur rann- sóknir á sviðinu. Að mínu mati er það grundvallaratriði í velferð- armálum að bjóða ekki öðrum upp á þær aðstæður sem þér hugnast ekki sjálfum. Einnig tel ég þátttöku í samfélaginu vera mikilvæga fyrir alla hópa. Að vera fullur þátttak- andi í samfélaginu gefur hverjum manni aukið sjálfstraust, eflir sam- félagið, bætir viðhorf og dregur úr fordómum. Ef við tökum fatlað barn sem dæmi þá er afar mik- ilvægt að það sé fullur þátttakandi í hinu almenna skólakerfi þar sem það kynnist ófötluðum nemendum og ófötluðu nemendurnir kynnast því að öll erum við ólík með mis- jafna styrkleika. Ég er sannfærð um að ef þetta yrði raunin þá yrði margt af því sem fullorðið fatlað fólk er að glíma við úr sögunni. Til þess að geta verið fullur þátttak- andi þarf að ryðja ýmsum hindr- unum úr vegi. Fyrir fólk af erlend- um uppruna er það meðal annars tungumálið sem efla má með góðri íslenskukennslu. Fyrir fatlað fólk eru það til dæmis aðgengismál og viðhorf sem skipta miklu máli. Það eru spennandi tímar fram- undan. Þjóðin er afar vel stæð. Hér hefur verið sköpuð sú hagsæld með áherslu á vinnu og vöxt að nýir möguleikar opnast í velferð- armálum. Núna stöndum við betur að vígi til þess að byggja upp betra velferðarkerfi og betra samfélag til framtíðar. Mikilvægt er að leggja þunga áherslu á þessi mál. Ekki má þó gleyma því að sumt af því sem færir samfélagið til betri vegar og gerir það aðgengilegt öllum er ekki endilega atriði sem kosta mikið fjármagn. Sumt liggur í viðhorfs- breytingu okkar allra fyrir því að allir eigi að vera jafnir í okkar sam- félagi og þess vegna sé samfélagið byggt upp með alla í huga. Sem dæmi um þetta þá er ekki mikill kostnaður við það að hanna heima- síður þannig að þær séu aðgengi- legar fötluðu fólki, öldruðum og fólki af erlendu bergi brotnu en að- gengi að upplýsingum er stór þátt- ur í þátttöku. Þátttaka í stjórn- málum, hvers vegna? Eftir Kristbjörgu Þórisdóttur Höfundur skipar 4. sæti Fram- sóknar í Suðvesturkjördæmi og er forstöðumaður á sam- býli á vegum SSR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.