Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 32

Morgunblaðið - 11.05.2007, Side 32
|föstudagur|11. 5. 2007| mbl.is VÍSINDAMENN og tölvusérfræð- ingar vonast til að geta bætt GPS- búnaði við tónhlöður, eða MP3- spilara, og auðveldað fólki þannig að rata um ókunnar slóðir – t.a.m. í erlendum borgum, að því að greint var frá á vefmiðli BBC. Þannig gæti fólk stillt áfanga- stað sinn inn í tækið og notið leið- sagnar á göngu sinni á sama tíma og það hlustaði á tónlist. Sé við- komandi á leið í rétta átt heyrist tónlist í báðum heyrnartólum, en sé vikið af réttri leið þá lækkar tónlistin í öðru hvoru heyrnartól- inu, eftir því í hvaða átt á að stefna. Fyrirmynd kerfisins var hönn- uð af dr. Matt Jones, við tölvu- deild Swansea-háskóla í Bret- landi. Morgunblaðið/Golli Leiðsögn Það er ekki amalegt að geta látið tónhlöðuna segja sér til vegar á ókunnum slóðum. Tónhlöður með GPS? ÞAÐ verður að teljast heldur óvenjulegt, brúðarparið sem hér sést. Enda ekki algengt að tveir fiðraðir vinir gangi í það heilaga upp á mannlegan máta. Svo er engu að síður um þessa tvo dopp- óttu pelíkana sem búa í dýra- garðinum í Fuzhou í suðaustur- hluta Kína. Kvenpelíkaninn fannst í Hainan-héraði í Suður- Kína og var handsamaður og færður karlfuglinum sem hefur verið búsettur öllu lengur í dýra- garðinum og missti maka sinn þar fyrir þremur árum. Myndin er tekin við sérstakt „brúðarhús“ sem komið var fyrir á svæði fuglanna í tilefni brúð- kaupsins. Reuters Óvenjulegt brúðkaup Lónsöræfum, Öræfajökli og Esjunni. Hvort sem það er til að ganga þar um eða njóta þess að horfa á. Morgunstund. Besti tími dagsins til þess að njóta rólegheita. Expressó Róma kaffi frá Te og kaffi. Besta kaffið og fer fjarskalega vel með góðri morgunstund. Kakómikið súkkulaði. Bragðast best með kaffinu góða. Dagbjört mælir með Morgunblaðið/G.Rúnar Frímerkjateppi Frumlegheitin ráða för í bútasaumnum. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Mig hefur dreymt um aðeignast mótorhjól al-veg frá því ég var tán-ingur og ég lét draum- inn loksins rætast fyrir fjórum árum og keypti mér hjól. Ég nennti ekki lengur að sitja aftan á hjólinu hjá manninum mínum, en hann er líka með þessa dellu. Ég fer ekki í nein meiriháttar ferðalög á þessu hjóli, snattast bara um hér í bænum og skrepp í stutta túra eins og til dæmis upp í Heiðmörk. Þetta er rosalega gaman,“ segir Dagbjört Guðmunds- dóttir sem er mikil hagleikskona og lætur fáar stundir ónotaðar í frítíma sínum. „Ég er ekki mikið fyrir aðgerðar- leysi og mér finnst ég koma miklu meiru í verk og vera meira lifandi þegar ég hef nóg að gera. Ég nærist t.d. á útivist. Ég er mikill göngu- garpur og ég fer mikið á fjöll. Í fyrra fór ég í fimm daga gönguferð um Kárahnjúkasvæðið yfir Brúárjökul og inn á Kringilsárrana. Ógleym- anleg ferð með stelpunum í Augna- bliki, jóga kvölds og morgna. Í sum- ar ætla ég að ganga um Herðubreiðarlindir og Öskju. Svo er ég líka á fullu í myndlistinni, ég er í listaklúbbi sem heitir Art 11 og sam- anstendur af ellefu konum sem voru saman í Myndlistarskóla Kópavogs hjá Bjarna Sigurbjörnssyni. Svo á ég á líka helling af barnabörnum sem þarf að sinna sem og börnunum mín- um,“ segir Dagbjört sem er líka for- maður Íslenska bútasaumsfélagsins. „Við opnum sýningu í Gerðubergi á morgun, laugardag, þar sem sýnd verða bútasaumsverk sem unnin eru í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar. Unnið er út frá ljóði Jónasar Ég bið að heilsa. Það komu mjög ólíkar og skemmti- legar útfærslur úr þessu,“ segir Dag- björt sem sjálf á verk á sýningunni sem líka er samkeppni því veitt verða verðlaun fyrir besta verkið. „Ég er svo ánægð með að Gerðu- berg skuli hafa valið þetta ljóð því það er uppáhaldsljóðið mitt eftir Jónas. Þegar ég var lítil átti systir mín púða sem var saumaður eftir þessu ljóði með mynd af stúlku, fugli og fjöllum. Ég var alltaf voða hrifin af þessum púða en hann finnst ekki lengur.“ Í Gerðubergi verður sýning á Evróputeppum sem eru bútasaums- teppi frá sautján löndum. „Við ætlum líka að sýna stórt og mikið búta- saumsteppi sem er útskriftarverkefni eftir karlmann í grafískri hönnun í Listaháskólanum. Þá verður líka boð- ið upp á námskeið í bútasaumi og ým- islegt fleira.“ Dagbjört segir að á Íslandi sé fjöldi fólks sem stundar bútasaum. „Við erum með tæpa 500 meðlimi í félaginu, en vitum af fullt af klúbbum þar fyrir utan sem eru út um allt land. Það er mikil virkni í þessu. Konur eru í meirihluta í bútasaumsfélaginu en þó er einn karl þar innanborðs. Þetta er svo mikil tjáning og litagleði.“ Dagbjört saumaði sitt fyrsta búta- saumsteppi fyrir þrjátíu árum en þá var þetta ekkert byrjað hér heima. „Ég fór bara eftir dönsku blaði. Upprunalega er þetta gert út frá geó- metrískum formum en það hefur losnað um þau form og nú er þetta líka frjálst. Bútasaumsfélagið stend- ur fyrir fundum einu sinni í mánuði og þá erum við með fræðslu, fyrir- lestra og myndasýningar. Við erum líka með verkefni sem við köllum Teppi fyrir hetjur, en þá búa félags- menn til teppi og gefa til Langveikra barna.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Töffari Á milli þess sem Dagbjört sinnir myndlist og bútasaum þá þeysir hún um á Hondunni sinni. Listakona á mótorfák daglegtlíf Þau seldu einbýlishúsið og byggðu hesthús sem hefur að geyma bæði sundlaug og göngubretti fyrir hestana. »38 daglegt Chile hefur verið eitt heitasta ríkið í vínheiminum síðustu árin og framhaldið segir Steingrím- ur Sigurgeirsson lofa góðu. »36 vín Hollir og ljúffengir meistara- réttir létta lund bæði nemenda og starfsfólks í Listaháskól- anum. »34 matur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.